Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 13 t- og hér munu heyrnarlausir njóta góðs af, t.d. í gegnum almennar tölvur og önnur fjarskipti. Nú þegar er sá möguleiki fyrir hendi að heyrnarlausir hringi víða um heim í sérhannaðan síma tengdum tölvu- skjá og tali saman innbyrðis með aðstoð lyklaborðsins. Ennfremur geta þeir víða hringt í sérstaka miðstöð og beðið um, að hringt sé áfram í einhvem sérstakan heyr- andi og sér þá miðstöðin um að koma boðum til viðkomandi og túlka samtalið. Viðkomandi túlkur er þá bundinn þagnarskyldu. Hér er mikið verkefni við að að- stoða heyrnarlausa við að verða sér úti um þessi tæki og koma upp miðstöð einsog annars staðar með túlkunarþjónustu og mætti það heyra undir Samskiptamiðstöð. Það þarf ekki mikið hugmynda- flug til að sjá hvflík framför þetta er, því að hér er rofin mjög illkynj- uð einangrun, sem gert hefur líf hins heyrnarlausa að martröð á köflum og hann að annars flokks borgara. Nú myndi Alexander Graham Bell vafalítið brosa út undir eyru, ef hann vissi af þróuninni, því að það var einmitt vegna viðleitni hans við að auka tjáskiptamöguleika hinna heyrnarlausu, sem gerði það að verkum, að hann fann upp tal- símann fyrir hina heyrandi! Mætti því ætla að þeir eigi hinum heyrnarlausu skuld að gjalda! Þá vil ég einnig benda á að mögu- legt er að gera kennslumyndbönd um táknmál, og einnig varalestur og hér eru möguleikarnir óþijót- andi. Með því að hægja á mynd- bandi koma varahreyfingar t.d. bet- ur fram og þetta opnar m.a. stór- kostlega möguleika til þess að læra að skilja varamál á eigin máli og jafnvel erlendum tungum. En hér þarf sérþjálfun að koma til vegna blæbrigðamismunar varahreyfinga. Á þennan hátt er lengi hægt að halda áfram, en mikilvægast er að alhæfa ekkert, en koma á fót Sam- skiptamiðstöð heymarlausra, sem byggist á víðtækri og skipulagðri samhjálp og aðstoð við heymar- lausa og heyrnarskerta, hvort sem þeir byggja tjáskipti sitt á tákn- máli eða talmáli (varalestri). Hins vegar vilja ábyggilega fleiri heymarlausir en ég halda sér um alla framtíð við „ástkæra ylhýra málið“ sem sitt móðurmál. Höfundur er myndlistarmaður. Norræn ráðstefna Kennarabraut • Macintosh um vinnuvernd Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. Sérsniöin námskeið fyrir kennara! NORRÆN ráðstefna var haldin dagana 28.-30. ágiist um stöðu og horfur vinnuverndarmála á tímum markaðssamruna og annarra breytinga á Evrópu- bandalaginu. Óháð samtök og samstarfs- nefndir, sem starfa að vinnuvemd á Norðurlöndum, gengust fyrir ráðstefnunni en auk fulltrúá þeirra sátu hana fulltrúar opinberra Vinnuverndarstofnana og aðila vinnumarkaðarins. Undirbúning hér á landi annaðist Vinnueftirlit ríkisins. Á ráðstefnunni kom fram að Danir hafa lagt veralega vinnu í að móta kröfur sínar um hvaða reglur eigi að gilda um vinnuvemd innan Evrópubandalagsins og að fylgja þeim eftir. Samkvæmt gr. 100 A í Rómarsáttmálanum á bandalagið að tryggja að gerðar séu háar heilbrigðis-, öryggis- og umhverfísverndarkröfur til fram- leiðsluvöra vegna innri markaðar- ins. í gr. 118 A eru hins vegar ákvæði um vinnuvernd og vinnu- staði. Þegar hafa verið samþykkt- ar viðamiklar reglur með kröfum sem framleiðendur véla og tækni- búnaðar verða að uppfylla og snerta heilsu og öryggi notend- anna. Kröfur gerðar tl vinnustaða varða varnir gegn efna-, hávaða- og geislunaráhrifum og í þeim er margt um fyrirbyggjandi aðgerðir. Á ráðstefnunni kom glöggt fram að fulltrúar atvinnurekenda- samtaka og verkalýðsfélaga hafa að sumu leyti ólíkar skoðanir á því hve vel sé staðið að vinnu- verndai-málum innan Evrópu- bandalagsins og hvernig eigi að vinna að framgangi þeirra þar og yfirleitt. Bent var á að í sumum tilvikum giltu mun strangari kröf- ur á Norðurlöndum en vænta mætti að gerðar yrðu innan Evr- ópubandalagsins, s.s. bann við notkun asbests, kröfur um varúð- arráðstafanir vegna notkunar lífrænna leysiefna og merkingar varasamra efna. Einhugur var meðal þeirra sem ræddu þessi mál um það að efla norrænt vinnuverndarsamstarf, m.a. til þess að hafa áhrif á stefnu- mótun innan EB og víðar á alþjóð- legum vettvangi. (Frá Vinnueftirliti ríkisins) % Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu rfo3 Upp lýsingasími um breytingar útíbúanetsins! Nú í haust eiga sér staö breytingar á útibúaneti íslandsbanka. Hafir þú einhverjar spurningar í tengslum viö breytingarnar, geturöu hringt ísérstakan UPPLÝSINGASIMA: 91-678 678 Síminn er opinn frá kl. 9.15-16.00 alla virka daga. ISLANDSBANKI -í takt við nýja tíma! eru þegar ný afkvæmi líta dagsins ljós Við fógnum tveimur nýjum afkvæmum þykkmjólkurkýrinnar góðu. Þykkmjólk með súkkulaði og appelsínum og trefjaríkri þykkmjólk með möndlum^ hnetum, ananas, appelsínum, rúsínum og marsípani. Þykkmjólk er mildsýrö, hnausþykk, bragðljúf, holl og næringarrík meö BIOgarde®gerlum sem öllum gera gott. Kærkomnar nýjungar - ekki síst fynr smáfólkið. * D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.