Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 48

Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 48
ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Vildi borga með tómat- sósubréfum NORSKUR sjóliði úr fastaflota NATO sem gestkomandi er í Sundahðfn taldi eðlilegt og sjálf- sagt að leigubílstjóri sem ekið hafði honum að skipshlið frá skemmtistað aðfaranótt sunnu- dagsins sætti sig við að fá greitt með tómatsósubréfum. Þegar leigubílstjórinn bað um greiðslu í reiðufé fauk í sjóliðann og virtist leigubílstjóranum og ná- lægum lögreglumönnum sem hann teldi að tómatsósan væri gefin út af Seðlabanka íslands. Dátinn tók þó loks tómatsósu- ■ bréfin til baka og greiddi farið í norskum krónum en lét jafnframt óánægju sína í ljós með því að stugga við bílstjóra og beija í bíl hans. Þegar lögregla reyndi að róa manninn brást hann hinn versti við og þurfti að fiytja hann hand- járnaðan á lögreglustöðina og láta hann sofa þar úr sér. Skoðar að- stæður fyrir málmsteypu FULLTRÚAR þýska risafyrirtæk- isins Thyssen eru væntanlegir hingað til lands á fimmtudag í stutta heimsókn. Þeir ætla að kynna sér ýmsar aðstæður hér, meðal annars til starfrækslu málmsteypu. Þeir kynna sér starf- semi ISAL, Islenska járnblendifé- lagsins, Alpan og fleira. Að sögn Aðalsteins Karlssonar, fulltrúa Thyssen á íslandi, er frum- kvæðið að heimsókninni af hálfu Thyssen. Hingað koma meðal ann- ars stjórnarmaður og tæknilegur framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þeir munu ræða við fulltrúa Lands- virkjunar og fyrrnefndu fyrirtækj- anna, auk þess sem þeir ræða við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. Thyssen er eitt af stærstu fyrir- tækjum Evrópu og er starfsemi þess einkum á sviði járn- og stál- framleiðslu. Aðalsteinn segir að áhugi þeirra á íslandi sé að líkindum til kominn vegna raforkufram- leiðslu hér. Skólastarf að hefjast Morgunblaðið/RAX Þessa dagana eru framhaldsskólarnir að taka til starfa að loknu sumar- leyfi og grunnskólarnir taka til starfa síðar í vikunni. Myndina tók Ijósmyndari Morgunblaðsins af fjórum nemendum Menntaskólans Reykjavík að bera saman bækur sínar við upphaf skólaársins. A Ovíst hvort Arnarflug tekur aftur við fluginu af Flugleiðum; Bæði félögin verða að hafa áætlun fyrir nóvember ÖVÍST er hvort ílugfélagið, Arn- arfiug eða Flugleiðir, annast áætl- unarfiug til Amsterdam eftir 1. nóvember næstkomandi, en þá rennur út leyfi Flugleiða til að fijúga þangað. Vegna þessa er nauðsynlegt að bæði fiugfélögin hafi áætlun fyrir nóvember svo að farþegar geti bókað sig vand- ræðalaust. Þetta segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem ver- ið hefur oddamaður samgöngu- ráðherra í nefnd Arnarfiugs og Flugleiða. Nefndin fjallaði um helgina um ýmis mál, sem upp hafa komið vegna tímabundinnar yfirtöku Flugleiða á áætlunarflugi Arnarflugs. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að þar sem enginn væri í raun með áætlunarflugleyfið til Amsterdam í nóvember, gæti reynzt erfitt að leysa úr málum far- þega, sem ætluðu til dæmis utan í Svínakjöt hækkaði um 5% um mánaðamótin Verðlagsstofnun gerir ekki athugasemdir AFURÐAVERÐ til svínabænda hækkaði um u.þ.b. 5% um mán- aðamótin. Má gera ráð fyrir að hækkunin skili sér í sama hlut- falli til ncytenda á næstunni, en að sögn Kristins Gylfa Jónssonar hjá Svínaræktarfélagi íslands hefur síðustu ár verið misræmi í hækkun á almennu verðlagi og hráefnum annars vegar, og svínakjöti hins vegar, og sé þessi hækkun greininni nauðsynleg. Verðlagsstofnun telur hækkun- ina óhcppilega, en fyrir henni megi færa rök. Svínaræktendur benda á, að markaðsverð á svínakjöti hafi hækkað um 30% síðan í janúar árið 1988, á móts við 54% hækkun framfærsluvísitölu og 66% hækkun á kjarnfóðri. „Verð á svínakjöti lækkaði mjög fyrri hluta ársins 1989,“ sagði Kristinn Gylfi í sam- tali við Morgunblaðið. „I kjölfar verðlækkana hefur átt sér stað mikil framleiðniaukning í svína- ræktinni, sem gerir það að verkum að svínabændum er kleift að haida lífi í greininni þrátt fyrir að afurða- verð hafi ekki haldist í hendur við almennar verðhækkanir. Nú sjáum við fram á að jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar sé að nást í þessari grein, en neysla á svína- kjöti hefur þrefaldast hérlendis síðustu 10 árin.“ „Þessi hækkun er óheppileg, en svínaræktendur geta fært fyrir henni nokkuð viðsættanleg rök,“ sagði Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun í samtali við Morgunblaðið, þegar hækkunin var borin undir hann. Hann taldi ekki líklegt að stofnunin myndi grípa til ráðstafana vegna þessa máls. október en heim aftur í nóvember. Þeir færu út með Flugleiðum en vissu ekki með hvoru félaginu þeir flygju heim. „Til þess að tryggja að farþegar geti bókað sig í nóvember er í raun engin framkvæmanleg leið önnur en sú að bæði félögin séu með áætlun í nóvember þangað til samgöngu- ráðuneytið hefur veitt einhverjum leyfið," sagði Magnús. „Það er verk- efni nefndarinnar að sjá til þess að þetta verði helzt sama áætlun. Nú bíðum við eftir áætlunum beggja, og svo þarf að reyna að samræma þær þannig að þær verði eins líkar og mögulegt er. Þegar þar að kemur verður svo flogið samkvæmt annarri áætluninni og farþegar færa sig þá einfaldlega á milli." Magnús sagði að nefndin hefði gert tillögu til sam- gönguráðuneytisins og flugfélag- anna um þessa tilhögun. Flugleiðir hafa samþykkt að taka gilda alla farseðla útgefna af Arnar- flugi fyrir 31. ágúst, aðra en frímiða og svokallaða hluthafamiða, en þeir fylgdu í kaupbæti er fólk festi sér hlut í félaginu. Allir verða þó fluttir til síns heima, sem hófu ferðina fyr- ir mánaðamótin, þótt þeir séu með slíka farseðla. Jafnframt hefur náðst samkomulag um að Flugleiðir ábyrg- ist að farmiðar sem Arnarflug hefur gefið út á KLM og önnur erlend flug- félög verði virtir. „Þeir sem eru með farseðla á erlend flugfélög, útgefna af Arnarflugi, þurfa ekki að óttast að þeir fái ekki sinn flutning," sagði Magnús Oddsson. A föstudag tilkynntu Flugleiðir að félagið tæki ekki við farseðlum út- gefnum af Arnarflugi lengur en til 5. september. Aðspurður um orsakir þessa sagði Einar Sigurðsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, að aldrei hefði staðið til að flytja ekki fólk, sem haft hefði farseðla frá Arnarflugi. Ætlunin hefði verið að biðja fólk að fá miðana endurgreidda og endurút- gefna á nafni Flugleiða. Flugleiðir hefðu þá fengið greiðsluna fyrir far- seðlana. Fallið hefði verið frá þessu, þar sem líklega hefði aldrei náðst til allra, sem haft hefðu farseðla frá Arnarflugi. „Það er kveðið á um uppgjör á þessum miðum í samkomu- lagi félaganna, en við gerum þetta að miklu leyti í góðri trú. Við tökum að okkur flutning á fólki á farseðl- um, sem er búið að greiða, en við höfum enga tryggingu fyrir því að við fáum greiðsluna, og menn hafa haft áhyggjur af því,“ sagði Einar. Héðinn efstur á Skákþinginu HEÐINN Steingrímsson vann Björgvin Jónsson í 6. umferð Skákþings íslands á Höfn í gær, og er einn efstur með 5 vinninga. Margeir Pétursson kemur næstur með 4 Yz vinning en hann vann Árna Árnason í gær. Björgvin er í 3. sæti með 4 vinninga og Hannes Hlífar Stefánsson er með 3 'A vinn- ing en hann vann Halldór G. Einars-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.