Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ VB)SKIPn/AlVlNNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 EKKI PRÍLA! NOTAÐU BELDRAY Beldray fæst í byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SIMI 24020 Álstigarnir og tröppurnar frá Beldray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt af þarlendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, I sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. 64,5cm 87,Ocm 109,5cm I32,0cm 154,5cm 177,Ocm Minni, hljóðlátari og aflmeiri tölvur frá Victor í baráttunni um borðplássið 1 er Victor óumdeilanlegur sigurvegari f Þegar Ásgerður ritari Grímkells forstjóra fékk það vandasama verk að velja sér tölvu til að vinna á þurfti hún að gera upp við sig nokkur atriði. Ætlaði húrt að slaka á kröfunum og tjalda til einnar nætur, kaupa einhverja útsölutölvu að austan, eða átti hún að fara öruggari leið. Þar sem Ásgerður er bæði kröfuhörð og hagsýn manneskja sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir valdi hún Victor ,,M". Því að eins og hún sjálf segír: ,,Þegar dæmið er gert upp er það þjónustan, rekstraröryggið og endursöluverðið sem skiptir máli.“ „Ekki spilla heldur atriði eins og stækkanlegt innra minni (á móðurborðið) í 8MB*, möguleiki á lausum, ^ ^ hörðum disk (Add pak) og fjöldinn allur af mjög stórum smáatriðum. Sölumenn veita þér fúslega allar nánari upplýsingar í verslun okkar að Grensásvegi 10 eða í síma 68-69-33. '286 & 386 • VICTOR JW“ LlNAN « M • Tölvur framtíðarinnar • EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 VICTilft Leiðrétting Vegna mistaka við vinnslu við- skiptablaðs síðastliðinn fimmtudag birtust teikningar af fyrirkomulagi í kjarna- og þjónustuútbúum ís- landsbanka sem voru með öllu óskiljanlegar sökum smæðar. Teikningarnar eru því hér birtar að nýju og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Til nánari út- skýringar má nefna að í kjarna- útibúum verður aðstaða til að veita „stórum viðskiptavinum víðtækari þjónustu en áður. Þar verður unnt að fá ýmsa sérhæfða þjónustu sem t.d. stærri fyrirtæki óska- eftir auk hefðbundinnar þjónustu við ein- staklinga. Kjarnaútibúi tengjast síðan ákveðin þjónustuútibú og verður í kjarnaútibúinu einnig unn- in sameiginleg bakvinnsla útibúsins og þeirra_ þjónustuútibúa sem því tengjast. í þjónustuútibúinu verður lögð höfuðáhersla á framlínuþjón- ustu við einstaklinga, samtök þeirra og smærri fyrirtæki. FIAT — Á myndinni eru nokkrir af eigendum ítalska verslunarfé- lagsins, f.v. Sævar Pétursson, Birgir Þórisson, Jón Sigurðsson, Guð- mundur Örn Jóhannsson, Jón Ragnarsson og Björn Jóhannesson. Verslun ítalska verslunarfélagið tekur við Fíatumboðinu ÍTALSKA verslunarfélagið hf. hefur tekið við rekstri Fíat umboðsins hér á landi. Fyrirtækið er til húsa í Skeifunni 17 þar sem opnaður hefur verið sýningarsalur fyrir nýja bíla og varahlutaverslun. Semoco hf. Sveinn Egilsson mun annast viðgerðarþjónustu við Fíat bíla og Bílaryðvörn annast ryðvörn. Þá munu Bílasalan Blik og Bílahöllin ann- ast sölu Fíat bíla sem teknir verða upp í nýja. Markmið fyrirtækisins er að veita persónulega þjónustu og byggja upp traust á Fíat bílum og umboðsaðila þess, að því er segir í frétt frá ít- alska verslunarfélaginu. Stefnt er að því að halda yfirbyggingu og fjár- bindingu í lágmarki þannig að fyrir- tækið þurfi ekki stóra hlutdeild af markaðnum til að lifa af. Fjórir starfsmenn verða hjá ítalska verslun- arfélaginu en bókhald og standsetn- ing bifreiða er aðkeypt. Eigið fé er 29 milljónir króna í upphafi. Lögð verður áhersla á smábílinn Fíat Uno, Fíat Tipo sem er af millistærð og Fiat Tempra en hann er í flokki bíla af stærri gerðinni. Hluthafar ítalska verslunarfélags- ins eru Bílahöllin hf., Bílaréttingar Sævars hf., Semoco hf. Sveinn Egils- son bifreiðaverkstæði, Jón Sigurðs- son, Birgir Þórisson, Siguijón Sig- hvatsson og Guðmundur Örn Jó- hannsson en hann er jafnframt fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Vaskhugi Forritió sem sér um sölureikninga, viöskipta- menn, lager, vsk, innheimtu o.s.frv., svo aö þú getir einbeitt þér að arðbærari starf- semi! Röskur og nákvæmur meðhjálpari á skrifstofuna. Hringdu og fáðu sendar nánari upplýsingar. islensk tæki, Garóartorg 5, sími 656510.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.