Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 31

Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 31 Náttúruverndarráð; Veiðar á fuglum VEIÐITÍMI á gæs og skarfí hófst 20. ágúst og frá og með 1. septem- ber verður leyfilegt að veiða endur, máfa, svartfugla og aðra sjávar- fugla, eins og t.d. ritu. Rjúpnaveiðitíminn hefst hins vegar ekki fyrr en 15. október og stendur til 22. desember. Veiðar á flestum fuglategundum eru heimilar fram í miðjan mars eða út marsmánuð, nema veiðar á svart- fugli sem leyfðar eru til 19. maí. Um friðun og veiðitíma fugla eru upplýsingar í lögum nr. 33/1966, um fuglaveiðar og fuglafriðun. Einnig má leita upplýsinga um veiðitíma mismunandi fuglateg- unda hjá lögreglu. Náttúrufræði- stofnun íslands, náttúrugripasöfn- Kristinn H. Árnason um og Nátturuverndarráði. Náttúruverndarráð hvetur veiði- menn til að kynna sér friðunar- og veiðitíma hverrar tegundar og að menn glöggvi sig á greiningu fugla, þ.e. á útliti, háttalagi og lit þeirra, áður en haldið er til veiða. Þetta er mjög mikilvægt til að menn viti hvaða fugl þeir eru með í sigtinu og hvort hann er friðaður eða ekki. Þá er ekki síður mikilvægt að þekkja íslenska fugla frá farfuglum, en þeir koma aðeins við á íslandi á leið sinni til og frá varpstöðvum í öðrum löndum. Þannig kemur bles- gæs við á íslandi vor og haust, á leið sinni milli Grænlands og írlands og Bretlandseyja. íslendingar skjóta sennilega um 10% af stofnin- um þegar hann fer hér um, eða um 2-3 þúsund fugla. Blesgæsin er hins vegar friðuð í þessum löndum og heildarstofninn er aðeins um 28.000 fuglar. Það er því siðferðileg skylda hvers veiðimanns að veiða ekki bles- gæs eða aðrar tegundir farfugla sem eru ekki íslenskar og friðaðar eru í heimalöndum sínum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að alltaf er nokkuð um það að lög um fuglaveiðar og fugla- friðun séu brotin og búast má við að eitthvað verði um slíkt á þessu veiðitímabili. Náttúruverndarráð telur því skyldu sína að benda veiði- mönnum á nokkur atriði um veiði- aðferðir sem óheimilar eru sam- kvæmt fuglaveiðilögum, en vitað er að beitt hefur verið hér á landi. Má þar fyrst nefna að óheimilt er að nota flugvélar, bifreiðar eða önnur vélknúin farartæki á landi til fuglaveiða eða til að elta uppi eða reka fugla. Farartæki má þó nota til að flytja veiðimenn, veiði- hunda og veiðitæki að og frá veiði- stað. Ýmis tæki eru óheimil og má þar nefna blys og annan ljósabúnað. Einnig er full ástæða til að minna á að veiðar eru bannaðar á mörgum friðlýstuni svæðum. Þar má helst nefna Þjóðgarðana þrjá, Skaftafell, Jökulsárgljúfur og Þingvelli, og friðlönd eins og Þjórsárver, Herdís- arvík, Herðubreiðarfriðland, Mikla- vatn, Kringilsárrana, Varmárósa og Gróttu. Veiðimenn eru vinsamieg- ast beðnir að virða veiðibann á þess- um stöðum. Því miður gilda fáar hefðir um veiðar hér á landi'eins og í Evrópu, sérstaklega þar sem sportveiði er frekar ung iðja hér á landi. Sport- veiðar eru hins vegar mjög fornar í flestum menningarlöndum og stundaðar eftir vissum reglum. Það ætti að vera hveijum veiðimanni metnaðarmál að stunda sínar veiðar þannig að sómi sé að, fyrir hann og aðra veiðimenn. Nattúruvernd- arráð hvetur því alla veiðimenn til að virða lög um fuglaveiðar og fuglafriðun, virða lög um náttúru- vernd og sýna bráðinni þá virðingu að nota lögmætar veiðiaðferðir, gefa henni grið í náttstað og við vatnsból og virða friðunartíma hverrar tegundar. (Fréttatilkynning) PageMaker • Macintosh © <%> Nauðsynlegt námskeið fyrir alla sem vinna að útgáfu! 12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komna! *<? % Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu s? 35. leikvika - 1. september 1990 Röðin: XX1 -X11-112-121 767.388,- 1. vinningur kr. 481.218,- 2. vinningur kr. 143.085.- 3. vinningur kr. 143.085.- 12 réttir: 0 11 réttir: 7 raðirkomuframogfærhver 20.440,- 10 réttir: 82 raðir komu fram og fær hver 1.744,- Gítartónleikar í Laugameskirkju GÍTARLEIKARINN Kristinn H. Árnason heldur tónleika í Laug- arneskirkju nk. miðvikudags- kvöld, 5. september. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Kristinn fæddist í Reykjavík árið 1963. Hann nam gítarleik hjá Gunn- ari H. Jónssyni og Jósep Fung í Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson- ar og lauk þaðan burtfararprófi 1983. Næsta ár var hann í námi hjá Gordon Crosskey í Bretlandi, en síðan í Manhattan School of Music og lauk þaðan BM-prófi 1987. Á síðasta vetri var hann á Spáni í námi hjá José Tomas. Hann hefur tekið þátt í námskeiðum hjá Andrés Sego- via og Manuel Barrueco. Kristinn hefur haldið tónleika hér á landi, í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Á efnis- skrá tónleikanna eru verk eftir Scarl- atti, Aguado, Martin, Granados og Barrios. Bragðgóðurhrísgrjónaréttur með nautakjötskrafti og ör- litlu hvítlauksbragði. Saman- við er bætt ferskum grænum baunum og gulrótum. Sérlega góð uppfylling. Fyrir 4 - suðutími 8 mín. Heildsölubirgðir: KARI. K. KARLSSON\CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 MIÐAVERÐ kr. 3500,- LAUGARDAGSRISAROKK í Reiðhöllinni 8. september cobiTesNAlse Tryggið ykkur miða á laugardagstónleikana í tíma á meðan miðar eru til Forsala aðgöngumiða Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33; Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96; Steinar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi; Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin Laugavegi 20. HafnarfjörAur: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skag- firðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaöur: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavik: Hljómval. Munið: Flugleiðir velta 35% afslátt af verði f lugferða gegn framvisun aðgöngumiða að risarokktönleikunum. Pantanasími fyrir iandsbyggðina er 66 75 56. Ath. Forsölu é landsbyggðinni lýkur fimmtudaginn 6. sept. H0*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.