Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 45

Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 45 1 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Samband dýraverndunarfélaga íslands: Ábyrgð kattaeigenda Til Velvakanda. Vegna þess hve mikið framboð er alltaf af kettlingum biður stjórn Sambands dýraverndunarfélaga ís- lands þig fyrir eftirfarandi línur. I könnun sem gerð var á hinum Norðurlöndunum kom í Ijós að'innan við 10% af þeim kettlingum sem fæðast, ná því að lifa það sem við getum kallað eðlilega fullorðinsævi. Þetta þýðir að rúmlega 90% — þ.e.a.s. nærri allir þeir kettlingar sem fæðast, deyja á fyrstu mánuðum ævi sinnar. Dánarorsakirnar eru ýmis konar — slys eru þó í miklum minnihluta. Það sem gerist í flestum tilfellum er að dýrin eru aflífuð vegna þess að hinir nýju eigendur vilja, þegar allt kemur til alls, ekki leggja það á sig að hafa köttinn; það hefur e.t.v. ekki tekist að gera dýrið hreinlegt eða kenna því að brýna ekki klærnar á húsgögnunum, eða fólk er einfaldlega að fara í sumarfrí og getur ekki — eða vill ekki — koma dýrinu sínu í fóstur. Margir hálfstálpaðir kettlingar — einkum fressin — villast að heiman, þegar kynþroskaskeið hefst — vegna þes að eigendur þeirra hafa ekki haft hugsun á að láta gelda þá. Þessir kettir lenda á flækingi — ásamt þeim köttum sem bornir eru út. Því miður þekkist það að köttum er ekið í önnur borgarhverfi og þeir skildir eftir. Þessir kettir sem lenda á flækingi eiga oftast mjög slæma ævi. Þeir hafa, fram að þessu, geng- ið að mat sínum og mjúku horni í sófanum vísu — og eru lítt undir það búnir að bjarga sér. Þeir sem ekki eru svo heppnir að vera teknir af öðru fólki og eignast þannig ný heimili — en þeir eru fáir, miðað við allan fjöldann, eru á hrakhólum og í svelti þangað til þeir eru aflífaðir af yfirvöldum eða deyja úr hungri og sjúkdómum. Þessa staðreynd ættu kattaeig- endur að hafa í huga og gera sitt til þess að breyta þessu. Það er ekki erfitt. Mikilvægast er að láta gera dýrin sín ófijó. Það er hægt að gera bæði kven- og karldýr ófrjó — og er'hér með vísað á starfandi dýra- lækna. En sé skaðinn skeður og litla læðan allt í einu farin að gildna og einn morguninn uppgötvast að hún hefur eignast heilan hóp af kettling- um — sem auðvitað eru fallegri en allir aðrir kettlingar, þarf fólk mjög að hafa það í huga að gefa ekki Best að vera á varðbergi Ágæti Velvakandi. Að gefnu tilefni skrifa ég vegna vöruverðs í apótekinu hérna í Hveragerði. Ég hef alltaf átt því að venjast að vara væri ódýrari út á lyfseðil. Ég fékk lyfseðil út á Counterpain rub krem og greiddi fyrir það 433 kr., þegjandi og hljóðalaust. Vinnkona mín sem að var með mér spurði hvað þetta krem kostaði án lyfseðils. Stúlkan fletti upp í verðskrá og sagði að það kostaði 417 kr. Þá varð ég hálf hissa og spurði hvernig stæði á þessu. Hin svaraði því til að af- greiðslugjald bættist ofaná og önn- ur gjöld. Ég nennti ékki að gera veður út af þessu þama enda að- eins um 16 króna mismun að ræða. En þið skuluð, sem þetta lesið, vera vel á varðbergi ot láta lækna ykkar kanna hvort að þetta geti verið raunhæft. Ég geri það næst því að ég er reynslunni ríkari. Hildur Kristín .Jakobsdóttir kettlingana hveijum sem er. Það er ekki hið rétta hugarfar að reyna að. „koma þeim út“. Það þarf að vanda valið þegar kattareigandi er valinn. Og góður kattareigandi er ekki á hveiju strái. Þess vegna er öllum þeim, sem allt í einu eignast stóra kattarfjölskyldu, ráðlagt að láta lóga öllum kettlingunum nema einum, strax og þeir eru allir fæddir. Það er auðveldara að fínna einn góðan kattareiganda en fímm. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram að það er mjög miskunnarlaust að lóga öllum kettlingunum — læðunnar vegna. Læðurnar telja hins vegar ekki afkvæmi sín — ef þær hafa eitt eftir, sakna þær ekki hinna. Og af mörgum ástæðum er það best að kettlingunum sé lógað eins fljótt og • kostur er — eftir að þeir eru allir fæddir. Verið búin að hafa samband við dýralækni, þannig að þið getið komið með þá, sem ekki eiga að lifa, eins fljótt og auðið er. Það er ekki skemmtilegt verk að fara með litla, undurfallega, mjúka kettlinga til dýralæknis til þess að láta lóga þeim - en það er margfalt betri kostur, en að láta þá í hendurnar á hveijum sem er og vita að það eru mestar líkur á því að dýrinu verði lógað síðar, þegar eigandinn er orðinn þreyttur á því — eða það sem verra er að það verði borið út. F.h. stjórnar S.D.Í., Jórunn Sörensen. STJÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. *NYTT* M UMBOND FYRIR TRJAPLONTUR í stað spotta og borða, í stað þess að hefta eða negla, býðst nú lausn sem gerir uppbindingu trjáa að léttum leik. Veðurþolnu límböndin frá MAPA eru sterk, mjúk og þjál og særa ekki viðkvæman börk. Sölufél. garðyrkjumanna, Smiðjuvegi 5, Kóp. Blomberq KS364 /KS 328 /KS 335 KÆLISKA P A R /KS314 370L kælir / 188L kælir/133 Lfrystir/ 248L kælir/79 L frystir / 226L kælir/70 L frystir Iv/Iál:H185B60D60 cm / Mál:Hl85B60D60 cm / Mál:Hl85B60D60 cm / Mál:Hl63B60D60 cm r'/m/x / ffi Cí/tul. V / ' \ / /KS 282 /KS 242 f 225 L kælir/55 L frystir / 194L kælir/52 L frystir Mál:Hl57B55D58 cm / Mál:Hl42B55D58 cm 220 L kælir Mál:Hl24B55D58 cm i KS222 202 L kælir/18 L frystir Mál:Hl24B55D58 cm IKS 180 185L kælir Mál:Hl09B50D58 cm , / KS 182 /KS 140 169 L kælir/16 L frystir / 143 L kælir I H109B50D58 cm / Mál:H85B50D58 cm By Hér sést hluti af úrvalinu, sem við bjóðum af BLOMBERG kæliskápunum. BLOMBERG er vestur- evrópsk gæðaframleiðsla á verði, sem fáir geta keppt við. BLOMBERG kæliskápur er sönn kjarabótl! Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28, simar 622900 og 622901 /KS 142 129L kælir/14 Lfrystir Mál:H85B50D58 cm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.