Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 32

Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 Safnaðarkór Seltjarnar- kirkju að heíja vetrarstarf SAFNAÐARKÓR Seltjarnarnes- kirkju er nú að heQa vetrarstarf sitt. Auk þess að annast söng við guðsþjónustu safnaðarins leggur kórinn áherslu á ílutning annarr- ar góðrar kirkjutónlistar. A efnisskrá kórsins er um þessar mundir aðventu- og jólatónlist, m.a. kantatan • „Kommst du, Licht der Heiden" eftir Dietrich Buxtehude, hugsað til flutnings á kirkjudegi safnaðarins 2. desember nk. Enn er hægt að bæta við áhuga- sömu söngfólki í allar raddir, en auk kórstarfsins er boðið upp á námskeið í undirstöðuatriðum raddbeitingar. Safnaðarkór Seltjarnarneskirkju er nú að heíja vetrarstarf sitt. Allar nánari upplýsingar veitir org- anisti Seltjarnarneskirkju, Gyða Þ. Halldórsdóttir. Leiðrétting í frétt sl. sunnudag um frammi- stöðumat fyrirtækja féll niður föð- urnafn Hólmfríðar Pálsdóttur hjá Eimskipafélagi Islands. Einnig lék prentvillupúkinn lausum hala í allri þeirri málsgrein og verður hún því birt hér í heild: Hólmfríður Pálsdóttir hjá Eim- skip segir að frammistöðumat sé mjög gott stjórnunartæki til að ná fram. þeim markmiðum, sem fyrir- tækið ætli sér. Frá starfsmanninum séð sé þetta mjög gott tækifæri til að ná fram þeirri þróun, sem hann sjálfur vilji innan fyrirtækisins. Hólmfríður segir að starfsfólkið sé yfirleitt ánægt með frammistöðu- matið ásamt því að fá tíma fyrir sjálft sig með yfirmanni sínum. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. ATVINNUA UGL YSINGAR Gangavarsla - ræsting Nú þegar vantar gangaverði og ræstingafólk að Garðaskóla. Vinnutími er frá kl. 13-17. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 44466. Skólafulltrúi Garðabæjar. Starfsfólk óskast í framreiðslustörf. Upplýsingar á staðnum frá kl. 12.00-14.30. Pósthússtræti 17. Morgunhress Starfsfólk óskast í að taka til pantanir. Vinnutími frá kl. 05.00-08.00, 05.00-10.00 og 05.00-13.00. Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum. Brauð hf., Skeifunni 19. \hoire(/\ JJaoa) Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða fólk í eftirtalin störf: Ræstingar á herbergjum. Uppvask. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri alla virka daga frá kl. 9.00-17.00. Hótel Saga v/Hagatorg. Verslunarstörf íVöruhúsi KÁ Óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Afgreiðsla á kassa. Vinnutími kl. 12.30-18.00. 2. Afgreiðsla í búsáhalda- og gjafavörudeild. Heilsdagsstarf. 3. Afgreiðsla í kjöt- og fiskborði. Heilsdagsstarf. 4. Afgreiðsla í bónusverslun. Vinnutími kl. 13.00-18.00. Nánari upplýsingar um störfin veitir vöruhús- stjóri á staðnum, ekki í síma. Vöruhús KÁ, Selfossi. Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa sem fyrst í Múlakaffi. Upplýsingar á skrifstofu Veitingahallarinnar, Húsi verslunarinnar, milli kl. 10-16 virka daga. Atvinna - nýtt húsnæði Óskum að ráða fólk til starfa í regnfatadeild, bæði í saumaskap og í vinnu á bræðsluvél- um. Vinnuaðstaða gjörbreytt í stórglæsilegu, nýju húsnæði í Faxafeni 12, 2. hæð, í Skeif- unni (í sama húsi og Virka). Aðalinngangur að vestanverðu. Bónuskerfi sem gefur góða tekjumöguleika. Upplýsingar hjá verkstjóra á vinnustað eða í síma 679485. SEXTIU OG SEX NORÐUR Faxafen 12, sími 679485, Skúlagata 51, sími 11520. Starfsfólk óskast Starfsfólk óskast við pökkun o.fl. Upplýsingar gefur verkstjóri á staðnum. Sælgætisgerðin Móna hf., Stakkahrauni 1, Hafnarfirði. ÁLAFOSS Rafvélavirki Óskum eftir að ráða rafvélavirkja til starfa hjá verksmiðju Álafoss hf. í Mosfellsbæ. Starfssvið: Viðhald á framleiðsluvélum og raflögnum verksmiðjunnar. Við leitum að manni, sem hefur meistara- réttindi og/eða sveinspróf í rafvélavirkjun (rafvirkjun kemur einnig til greina). Viðkom- andi þarf að geta starfað sjálfstætt að verk- efnum og hafa áhuga og skilning á vélum. Við bjóðum: Fjölbreytt og krefjandi ábyrgðar- starf og ágætis starfsaðstöðu. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð- um, sem liggja frammi á skrifstofu okkar, merktar: „Rafvélavirki 470“, fyrir 8. sept. nk. ] Fiagvangur h f Grensásvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Rafvirki með góða starfsreynslu óskar eftir atvinnu. Upplýsingar í síma 40582 eða 40265. Verkamenn vantar Óskum eftir að ráða verkamenn í fóðurblönd- unarstöð okkar. Upplýsingar gefur verkstjóri á staðnum. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Korngörðum 8. óskar eftir matreiðslumanni. Vaktavinna. Góð laun í boði. Upplýsingar á staðnum á milli kl. 9.00 og 11.00. RÍKISSPÍTALAR Kópavogshæli Starfsmenn óskast til starfa við umönnun vistmanna. Starfið felur í sér þátttöku í þjálf- un, útiveru og almennum heimilisstörfum þ.m.t. þrif og ræsting. Æskilegt er að um- sækjendur hafi starfsreynslu með þroska- heftum. Sjúkraliðar óskast til starfa á deild 8 sem er hjúkrunar- og ellideild. Starfshlutfall sam- komulagsatriði, dag- og kvöldvaktir. Æskilegt að umsækjendur hafi lokið framhaldsnámi fyrir sjúkraliða í elli- eða geðhjúkrun. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Sigríður Harðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 602700. Reykjavík, 4. september 1990. Hrafnista, Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar óskast í eftirtalin störf: Aðstoðardeildarstjóra vantar á hjúkrunar- deild. Stöður hjúkrunarfræðinga á kvöld-, helgar- og næturvöktum eru einnig lausar til umsóknar. Sjúkraliða og eða starfsstúlkur vantar á morgunvaktir. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. IVIIIKIIIICKB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.