Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 39

Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 39 Minning: IngólfurA. Jónsson Fæddur 9. apríl 1931 Dáinn 17. ágúst 1990 Ingólfur A. Jónsson vinur minn er dáinn. En þótt hann hafí átt við heilsuleysi að stríða í áratugi, kom mér fregnin um andlát hans á óvart. Mér fannst hann hafa átt það eftir að lifa hér unaðsstundir laus við böl og þraut sjúkdómanna. En svo var hann allt í einu hrifinn burt. Ég kynntist Ingólfi fyrst þegar hann var bifvélavirki hjá Land- símanum. Það var mál manna, að enginn þekkti Lapplander-Volvo- jeppana þeirra þar betur en hann. Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m En ég er viss um, að hann þekkti hvert smáatriði í Volvo-íjölskyld- unni allri. Og það má heldur ekki gleyma Bénzanum. í þeim var hann jafn kunnugur hverjum krók og kima og hann væri stadddur í stof- unni heima hjá sér. Ingólfur var afburðar nákvæmur bifvélavirki, og aldrei naut hann sín eins og þegar hann ræddi þau fræði sín og gat miðlað fáfróðum úr sjóði þekkingar sinnar. Hann stundaði iðn sína alla tíð af þeirri trúmennsku og ár- vekni, sem einkennir störf hins sam- viskusama manns. Þannig var hann á öllum sviðum, hann mátti hvergi vamm sitt vita í viðskiptum sínum við aðra, hann var traustur og áreið- anlegur svo af bar. Þetta hef ég sannreynt eftir tveggja áratuga við- kynningu og vináttu, sem hvergi bar skugga á. Ingólfur var enn ungur að árum, þegar bliku dró upp á ævihimin hans. Heilsunni hnignaði smátt og smátt, og hann varð að hætta bíla- ^viðgerðum og gerðist hann þá leigubílstjóri um skeið. Þar kom að hann varð að draga úr þeirri starf- semi líka uns hann að lokum hætti allri keyrslu. Þrátt fyrir líkamlegar þjáningur veikindaáranna, var Ingólfur í raun- inni mjög gæfusamur maður. Hann átti mörg mannvænleg börn með fyrri konu sinni og hann bjó 12 ár í hamingjusömu hjónabandi með eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðal- björgu Jónsdóttur. Sú sambúð var honum ómetanlegur styrkur þessi erfiðu ár. Þau áttu fallegt heimili og studdu hvort annað svo fagur- lega að aðdáun vakti. Það var un- aðslegt að koma heim til þeirra og njóta þar gestrisni og vináttu, sem var auðsýnd af svo mikilli einlægni og svo miklum hlýleika. Ég þakka þeim báðum fyrir þessar samveru- stundir, sem mér fínnst nú að hafi verið alltof fáar. Og nú er Ingólfúr vinur minn horfinn þangað, sem við fáum ekki greint nein kennileiti. En í minning- unni sjáum við hann lausan við sjúk- dóma og áhyggjur ganga styrkum fótum mót rísandi sól í átt til fram- tíðarlandsins á vit þeirrar tilvistar, sem við, innst inni, trúum flest á. Guðsteinn Þengilsson Leiðrétting í minningargrein um Svövu Guð- mundsdóttur í blaðinu á sunnudag féll niður nafn dóttur hennar, Guð- laugar Bertu. Hún á dóttur með fyrrum eiginmanni sínum, Ingvari Elíassyni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. NÝJASTA DANSKA ORÐABÓKIN 887 bla5síður - kr. 2.200 ORÐABOKAUTGAFAN + Föðurbróðir okkar, KRISTJÁN JÓNSSON frá Snorrastöðum, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju föstudaginn 7. septem- ber kl. 14.00. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 11.00 þann dag. Systkinin frá Snorrastöðum. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, LEIFS ÁSGEIRSSONAR prófessors, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. september kl. 10.30. Hrefna Kolbeinsdóttir, Kristín Leifsdóttir, Ásgeir Leifsson, Helga Ólafsdóttir, Einar Indriðason, Hrefna Indriðadóttir, Leifur Hrafn Ásgeirsson, Ylfa Sigríður Ásgeirsdóttir, José Antonio De Bustos Martin. + Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNSTEINN JÓHANNSSON, Þórufelli 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 5. september 1990 kl. 15.00. Sigrún Gunnsteinsdóttir Head, Stephen P. Head, Sigurður Gunnsteinsson, Guðmunda Jóhannsdóttir, Egill Gunnsteinsson, Svanhildur Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN FRIÐRIKSSON verkstjóri, Stykkishólmi, lést föstudaginn 31. ágúst. Jarðarförðin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. sept- ember kl. 14.00. Þóra Sigurðardóttir, Ellert Kristínsson, Jóhanna Bjarnadóttir, Marinó Kristinsson, Margrét Halldórsdóttir, Friðrik S. Kristinsson, Þórdís Helgadóttir, Jón Steinar Kristinsson, Sigrún Hansdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA VALDIMARSDÓTTIR frá Súgandafirði, Kleppsvegi 50, andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 31. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7. september kl. 10.30. Jóhannes Þ. Jónsson, Aðalheiður Jóhannesdóttir, Þórður Jóhannesson, Jóhanna Björk Bjarnadóttir, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, María Þrúður Weinberg, Arthur Weinberg og barnabörn. + Hjartkær sambýlismaður minn, faðir, fósturfaðir, bróðir, afi og langafi, TORFI BJÖRN LOFTSSON, Álfaskeiði 78, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. septem- ber kl. 13.30. Anna Kalmansdóttir, Dagbjört Hildur Torfadóttir, Guðrún Finnsdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓNS FRIÐRIKSSONAR á Hömrum. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.