Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 37

Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 37 úr líkama okkar með þvagi. Annað rotvarnarefni, sem einnig kemur fyrir náttúrulegt í beijum, er sorb- ínsýra (E 200) og er algengast að nota sölt sýrunnar (E 201 til E 203) sem aukefni. Eru þessi efni reyndar oft notuð með bensósýru í matvælum, þar sem rotvarnarefni hafa mismunandi áhrif á örverur. Sorbínsýran brotnar niður á sama hátt og fitusýrur í líkama okkar. Þessi efni safnast því ekki fyrir í líkamanum frekar en önnur rot- varnarefni, sem leyfð eru sem auk- efni í matvælum. Rotvarnarefni eru leyfð sam- kvæmt íslenska aukefnalistanum til notkunar í tilteknar viðkvæmar neysluvörur, þar sem efnin hefta vöxt örvera og hafa þannig áhrif á geymsluþol og veita vörn gegn matareitrunum og matarsýking- um. Kostirnir eru því fleiri en gall- arnir. Helsti ókosturinn er að bensósýra og sorbínsýra, og reynd- ar einnig önnur rotvarnarefni, geta valdið óþoli. Það er hins vegar ekki stór hópur fólks sem á við þetta vandamál að stríða og sem verður af þeim sökum að varast vörur með þeim efnum sem því valda. Umræða um óþol getur ver- ið ein ástæða þess að rotvamar- efni hafa á sér slæmt orð, en auk þess er vitað að rotvarnarefnið nítrít (E 250) getur haft áhrif á myndun efnasambanda (nítrósamína), sem eru þekktir krabbameinsvaldar í dýratilraun- um. Nítrít er mest notað í unnar kjötvörur og er askorbínsýra (E 300) einnig notuð í þessar vörur, m.a. vegna þess að sýran dregur úr myndun áðurnefndra efna. Þá er fylgst með notkun nítríts í mat- vælaframleiðslu með tilliti til þess magns sem leyft er að nota. Þess má einnig geta að nítrat, sem finnst náttúrulegt í garðávöxtum og þá einna mest í dökku blað- grænmeti, breytist í nítrít í melt- ingarvegi og getur þannig haft áhrif á myndun nítrósamína. Ekki hefur hins vegar verið sýnt fram á að myndun þessara efna í litlu magni í matvælum eða meltingar- vegi hafi áhrif á heilsufar. Þó svo notkun rotvarnarefna í matvælum hafi löngum verið um- deild, er ekki talin ástæða til að fólk varist neysluvörur þar sem notkun efnanna er í samræmi við þær reglur sem settar hafa verið. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um þá sem hafa óþol og verða að var- ast rotvarnarefni af þeim sökum. Áðurnefnd dæmi sýna okkur einn- ig að efni sem finnast í náttúrunni geta ekki síður haft áhrif á heilsu- far en þau sem kölluð eru gervi- Þrátt fyrir allt tel ég að núvirði ævitekna skipti meginmáli. Ég tel það ólíkt hagkvæmara og réttlát- ara þjóðfélag þar sem allir vinna og greiða sína skatta og ævitekjur vinnandi manna jafnast á við jeppabifreið. En það er fráleitt að slík afvöxtun réttlæti eyðingu skóga sem ekki skila þeim vöxtum sem tíðkast í þjóðfélaginu og hag- fræðikennslubókunum. Fráleitt að- réttlæta ofveiði með því að hám- arka núvirði framtíðarhags af fisk- veiðum. Fráleitt að nota slíka nú- virðisreikninga til að reikna út að verðmæti fiskistofnanna sé ekki nema nokkur hundruð milljarðar. Jafnvel aðeins nokkrir tugir millj- arða sem sjálfsagt sé að gefa eða selja Pétri eða Páli til varanlegrar eignar. Það er hvorki skynsamlegt né réttlætanlegt að taka örlítið meira en fiskistofnarnir þola á þeirri forsendu að nútíðin sé það sem máli skipti og framtíðina megi bara afvaxta. Afkomendur okkar þurfa að greiða þær skuldir sem við stofnuðum til á þeim grund- velli að framtíðarhagur er ekki fimmaura núvirði. Þurfi að sýna fram á það að háskólakennarar fái ekki sann- gjarnan hlut af þjóðarkökunni þá ætti ekki að beita svona reikning- um. Þeir sýna aðeins öllum að það er ekki allt góð og gild hagfræði sem kennd er í Háskólanum. efni. Því eru sömu kröfur gerðar til náttúrulegra efna og gei-viefna þegar afstaða er tekin til notkunar þeirra í matvælum. Aukefni og brauð Engum dylst að full ástæða er til að auka neyslu brauða vegna mikilvægra næringarefna sem í þeim eru. í brauðum eru þó einnig nokkur aukefni, eins og reyndar má sjá af innihaldslýsingu á um- búðum, en verulegar úrbætur hafa nú verið gerðar á umbúðamerking- um þeirra hér á landi. Það er hins vegar fjarstæða að ætla að brauð séu ekki lengur „holl“, þó svo „E- efnin“ geti orðið þrjú eða fleiri. Aukefni notuð í brauð eru t.d. bindiefni eins og E 471 og E 472 (fitusýrur) og E 322 (lesitín). Af sýrum má nefna E 260 (ediksýra), E 300 (askorbínsýra eða vítamín-C) og E 330 til E 333 (sítrónusýra og sölt sýrunnar). „E-efnin“ geta verið mörg í einni og sömu vöru, en framangreind efni eru ekki hættuleg heilsu okk- ar. Aukefni eru jafnt í grófum sem fínum brauðum og mun Landssam- band bakarameistara innan tíðar dreifa fræðsluefni til neytenda um hver sé tilgangur með notkun auk- efna við brauðgerð og hver efnin eru. Margir neytendur eru á móti notkun rotvarnarefna í brauðum og virðist það reyndar vera nokkuð útbreiddur misskilningur á meðal þeirra að algengt sé að nota slík efni í þessa vöru. í þessu sam- bandi skal þess getið að Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hef- ur nýlega lokið skoðun á efnasam- setningu hráefna, sem notuð eru við brauðgerð, og kom í ljós að rotvarnarefni eru nánast ekkert notuð í brauð hér á markaði. Sam- kvæmt íslenska aukefnalistanum er það hins vegar heimilt, og eru það helst sorbínsýran (E 200 til E 203) eða própíónsýra og sölt sý- runnar (E 280 til E 283) sem þá væru notuð, en þá ætti heiti eða númer efnanna einnig að koma fram í innihaldslýsingu. Auk þess skal flokksheiti efnanna (rotvam- arefni) koma fram í innihaldslýs- ingunni og neytendur geta því fylgst með því hvort efnin eru not- uð eða ekki. Breytingar í vændum Frá því reglur EB voru fyrst settar í byijun sjöunda áratugar- ins, hafa verið gerðar breytingar varðandi notkun aukefna. Ástæð- an er sú að fullnægjandi upplýsing- ar um öll efni lágu í fyrstu ekki fyrir, auk þess sem gerð var krafa um að notkun tiltekinna efna yrði hætt innan tilskilins tíma. Það er erfitt að dæma öll aukefni fullkom- lega skaðlaus og það sama á reynd- ar við um mörg önnur efnasam- bönd í matvælum og öðru um- hverfi okkar. Því getur notkun aukefna breyst í ljósi nýrrar þekk- ingar. Eiturefnafræðilegar rann- sóknir, sem eru í stöðugri þróun, hafa gert mönnum kleift að afla nýrrar vitneskju og auka þannig það öiyggi, sem byggt er á þegar veitt eru leyfi til notkunar auk- efna. Hefur þetta leitt til þess að nokkur aukefni, sem fengu E-núm- er á sjöunda áratugnum, eru ekki lengur notuð í matvælum, auk þess sem notkun annarra hefur verið takmörkuð við ákveðið magn og tilteknar fæðutegundir. Er þetta gert til að gæta fyllsta örygg- is með hhðsjón af heilsufarslegum þáttum. Á sama hátt hefur með rannsóknum verið sýnt fram á skaðleysi efna, sem áður voru efa- semdir um með tilliti til heilsufars- legra þátta. Ástæður breytinga má einnig rekja til tækniþróunar í matvælaiðnaði og þeirra viðhorfa sem eru og verða ráðandi meðal neytenda og af hálfu heilbrigðis- yfirvalda. Þannig hafa ný efni komið til sögunnar, sem ekki voru þekkt fyrir tuttugu árum en öll slík efni verða að standast strang- ar prófanir áður en þau eru viður- kennd til notkunar í matvælum. Ef samningar nást um Evrópskt efnahagssvæði (EES), má gera ráð fyrir nokkrum breytingum á regl- um um notkun aukefna hér á landi, en ætla má að nokkur ár muni líða áður en til slíkra breyt- inga kemur. Ef engir fyrii-varar verða gerðir í framtíðinni um notk- un aukefna af hálfu EFTA-ríkja, má til dæmis ætla að leyfi til notk- unar litarefna og gervisætuefna í matvælum verði rýmri en nú er. Um þessa þróun kunna að vera skiptar skoðanir, en framtíðin ein getur leitt í ljós hvernig málum þessum verður háttað hér á landi og í öðrum Evrópuríkjum, hvort heldur þau eru utan eða innan bandalaga eða svæða sem komið verður á. Fleiri eða færri E Það virðist ljóst, að ef til breytinga kemur á skipan mála innan Evrópu og stöðu Islands á þeim vettvangi, þá mun E-númer- um frekar fjölga en fækka á um- búðum matvæla. Ef samræming löggjafar verður hins vegar víðtækari þegar fram líða stundir, og Bandaríkin ásamt öðrum ríkjum utan Evrópu slást í hópinn, þá er aldrei að vita nema bókstafurinn E falli burt í númerum aukefna. I dag er almenn notkun orðsins „E- efni“ röng, en í framtíðinni gæti hún þá orðið merkingarlaus. Auk- efni verða eftir sem áður notuð við framleiðslu’matvæla, en munurinn gæti orðið sá að merking þeirra á umbúðum yrði með öðrum hætti en við eigum að venjast í dag. Höfundur er starfsmaður Hollustuverndar ríkisins og fomiaður aukefnanefndar. Namskeiö í körfugerðarlist hefjast næstu daga. Upplýsingar og innritun hjá Margréti Guðnadóttur í síma 25703. Opið hús á Laugavegi 55, bakhúsi, laugardaginn 8. sept. kl. 10-14. Kynning á körfum og námskeið- um. Kaffi á könnunni. MEÐ NYJA UNDRATÆKINU FRA bfOther ERU ALLAR MERKINGAR LEIKUR EINNl Kr. 10.276. - NÝBVLAVEGl 28, 200 KÓPAVOGUR. S. 44443 & 44666. FAX 44102. Þotta tæki er kærkomið þeim, sem Hafa snyrti- legar og góðar merkingar á óllu, sem þeir vinna með. Á nýja tækinu getur þú valið um: fimm ieturgerðir fimm leturstærðir prentun Iðrétt og lóðrétt siðustu prentun aftur einfalda leiðréttingu liti ð prentborðum - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MANEX vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 19&9 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampólnu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. Fæst í flestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. "STIU** oanci^® +S* °® Þórhallur Skúlason er nýkominn frá París með það nýjasta í „Street dancing“. iili l-ngjaliMgi 1 • Keykjavík • Símar 6R7801 Ki 687701 Höfundur er eðlisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.