Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990
Starfsmenn Reykjavíkurborgar, sem unnið hafa við
að stækka bflastæði á mótum Skólastígs og Amt-
mannsstígs, komu sl. mánudag niður á brunn er
kenndur hefur verið við Einar nokkum Jónsson
snikkara sem hlóð branninn árið 1882. Brunnurinn,
sem var í notkun til ársins 1930, er að sögn Mar-
grétar Hallgrímsdóttur, borgarminjavarðar, afar
reglulega hlaðinn. Margrét sagði að Skipulagsnefnd
hefði á fundi sínum á mánudag tekið jákvætt í að
varðveita branninn þar sem hann fannst. Á mynd-
inni, sem tekin er í gær, er Margrét við branninn.
Komið niður á Einarsbrunn
Morgun biaöið/kmma
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG 10 OKTÓBER
wirei/viii iv/ni víi f i/nvijf YFIRLIT í GÆR: Austur við Lófót er 158 mb lægð á hreyfíngu
noroaustur en Tra nenm nggur lægoarar vestur á Græntandshaf. Á vestanverðt j Græniandshafi er dálítil
SPÁ: Norðaustlæg átt um mestallt lan kaldi, en austlægari á morgun. í kvöid dálítii rigning sunnanlands en snjókom, lands. A morgun má búast við rignins lands og suðvestanlands fer líklega að daginn. dið í nótt, víðast gola eða og fram eftir nóttu verður i eða slydda víða norðan- u öðru hverju suðaustan- rigna aftur þegar líður á
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAQ: Norðaustanstrekkingur og él á Vestfjörð-
um, en fremur haag austlæg átt og skúrir eða slydcJuél t öðrum
Iand8hlutum. Fremur svalt og víða næturfrost inn tli landsins.
HORFUR Á FÖSTUDAG. Noröaustan strekkingur og kólnandi veö-
ur um ailt land. éljagangur um norðanvert landið, en þurrt og vfða
bjart veður.
TÁKN:
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörín sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
y* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* # *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CO Mistur
—[* Skafrenningur
["<[ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
Akureyri
hW veður
t slydduél
Bergen 11 skúrésið.klst
Helsinki 9 rigning
Kaupmannahöfn 11 rigning
Narssarssuaq 4-1 _ skýjað
Nuuk +1 úrkomaígrennd
Ostó 14 skýjað
Stokkhölmur 11 alskýjað
Þörshöfn 13 skúrásfð.klst.
Algarve 21 helðskírt
Amsterdam 13 skýjað
Bareelona 17 skýjað
Berlfn 13 skýjað
Chlcago 11 rlgnlng
Feneyjar 17 helðskfrt
frankfurt 12 skýjað
Glasgow 12 rigning og súld
Hamborg 12 tóttskýjað
UsPaimas 26 skýjað
London 14 Skýjað
Los Angeies 31 heiðskírt
Lúxemborg 10 skýjað
Madríd 18 helðakírt
Malaga 22 téttakýjað
Mallorca 22 skýjað
Montreal 9 súld
NewYork 27 skýjað
Orlando vantar
Parfs 14 hálfskýjað
Róm 26 skýjað
Vfn 11 skýjað
Washington 28 léttskýjað
Wfnnipeg +1 tóttskýjað
„Svarti listinn“:
Lögregluvörður viö
Reiknistofuna vegna
spr engj uhótunar
LÖGREGLAN í Hafnarfirði vaktaði dyr Reíknistofunnar hf. í Hafnar-
firði vegna sprengjuhótunar sem starfsmönnum hafði borist. Reiknistof-
unni hefur verið lokað tekið verður á móti fyrirspurnum símleiðis.
Fjölmargir hafa haft samband við Tölvunefnd vegna svonefnds „svarts
lista“, þ.e. upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga,
sem Reiknistofan hf. safnar og gefur út í sérstöku upplýsingariti, að
sögn Jóns Thors lyá Tölvunefnd.
Nefndin, sem dómsmálaráðherra
skipar, kemur saman til fundar á
fimmtudag en ekki er ljóst hvort þar
verður fjallað um starfsleyfi Reikni-
stofunnar hf.
Reiknistofan hf. hefur samkvæmt
lögum um skráningu og meðferð
persónuupplýsinga heimild til að
safna og skrá eftirfarandi upplýsing-
ar og gefa þær út í upplýsingariti
en jafnframt eru þær færðar í upplýs-
ingaskrár Reiknistofu bankanna sem
miðlar þeim til banka og sparisjóða.
• Upplýsingar um uppkveðna dóma
í skriflega fluttum málum, það er
dóma í þeim málum, þar sem stefndi
hefur ekki mætt við þingfestingu
máls eða þingsókn hefur síðar fallið
niður af hans hálfu.
• Upplýsingar um áritanir í áskor-
unarmálum. Þar er um að ræða
fjárkröfur samkvæmt víxlum, tékk-
um, skuldabréfum og öðrum einhliða
óskilyrtum skuldaviðurkenningum,
svo og mál til heimtu peningaskulda,
sem stafa af lausafjárkaupum. Enn-
fremur fjárkröfur þegar um er að
ræða endurgjald fyrir veru, viður-
gerning, flutning á mönnum eða
munum, tryggingar, auglýsingar og
leigu lausafjár.
• Upplýsingar um nauðungarupp-
boð sem auglýst eru í dagblöðum og
landsmálablöðum.
• Upplýsirigar um töku búa til
gjaldþrotaskipta og skiptalok sem
auglýst eru í Lögbirtingarblaðinu.
• Upplýsingar um árangurslaus
fjárnám hjá Borgarfógetaembættinu
í Reykjavík.
Að sögn Gylfa Sveinssonar, fram-
kvæmdastjóra Reiknistofunnar, voru
um 15.300 einstaklingum send bréf
þar sem þeim var tilkynnt að þeir
væru á fyrrgreindum lista. Hann
sagðist enga skýringu hafa á heiftar-
legum viðbrögðum fólks en benti á
að slíkur listi hefði verið gefínn út
tvisvar á ári undanfarin ár án viðlíkr-
ar reiðiöldu. Hann sagði að ákveðið
hefði verið að loka skrifstofunni fyr-
ir almenningi vegna mikils álags á
starfsmennina. Tekið væri á móti
fyrirspurnum á milíi kl. 9-12 og
13-16 daglega og fyrirspurnirnar
afgreiddar bréfleiðis.
Tölvunefnd kemur saman næst-
komandi fimmtudag en hana skipa
Þorgeir Örlygsson formaður, sem er
í starfsleyfi í vetur, en í hans stað
gegnir Jón Ólafsson hæstaréttarlög-
maður formennsku. Aðrir nefndar-
menn eru Bjarni K. Bjamason hæsta-
réttardómari, Bjarni P. Jónasson til-
nefndur af Skýrslutæknifélagi ís-
lands, Hilmar Þór Hafsteinsson og
Ingibjörg Benediktsdóttir sakadóm-
ari, sem situr í nefndinni í stað Þor-
geirs.
Morgunblaðið/Þorkell
Lögreglan í Hafnarfirði vaktaði skrifstofu Reiknistofunnar hf. eftir
sprengjuhótun.
Tvö slys á sömu gatnamót-
um með sama aðdraganda
TVEIR menn slösuðust í hörðum árekstri á mótum Bústaðavegar og
Suðurhlíðar laust eftir hádegi í gær. Annar var fluttur í sjúkrabíl á
sjúkrahús, hinn meiddist minna. Kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðs að
losa hinn slasaða úr bílflakinu. Að sögn lögreglu voru mcnnirnir í bíl
sem var í líkfylgd á leið að Fossvogskirkju. Þetta er annað umferðar-
slysið sem verður með þeim hætti á þessum gatnamótum í sumar; eft-
ir hið fyrra beið 79 ára gamall maður bana af völdum áverka sem
hann hlaut.
Bæði urðu slysin með þeim hætti
að líkfylgdir vora á leið vestur Bú-
staðaveg og beygt til vinstri móts
við Veðurstofuna, í átt að Fossvogs-
kapellu við Suðurhlíð. Umferðarljós
eru á gatnamótunum en þó ekki sér-
stakt Ijós fyrir þá sem taka vinstrí
beygju. Bílarnir í líkfylgdinni hafa
því fylgt líkbílnum eftir og hefur
ökumönnum á leið austur Bústaða-
veg ekki tekist að hemla í tæka tíð
til að koma í veg fyrir árekstur.