Morgunblaðið - 10.10.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990
Sjónvarpstœki
Sjónvarps-
myndavélar
Hljómtœkja-
samstœður
Ferðaviðtœki
Útvarpsvekjarar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Brenglun verdbólg'u
og hugarfars
Svar til Gunnars Tómassonar
eftirBjarna
Braga Jónsson
Gera þarf fleira en gott þykir,
einnig að svara Gunnari Tómas-
syni, þá hann afflytur ærlega unnin
verk hérlendra hagfræðinga. Ella
teldu menn, að fallist væri á skoðan-
ir hans. í greininni „Fjórar ábend-
ingar til Þjóðhagsstofnunar" í Mbl.
4. október les hann okkur Þórði
Friðjónssyni pistilinn, þó með þeim
eina árangri að afhjúpa vanþekk-
ingu síná og skilningsskort. Grein
hans er í fjórum töluliðum. Tökum
þá hvem fyrir sig.
Um 1. lið. Gunnar segir ekki
rétt að nota eigi raunvexti við mat
á vaxtakostnaði og skýrir það þann-
ig: „Hlutfall nafnvaxta af lands-
framleiðslu á verðlagi hvers árs er
nákvæmlega hið sama og hlutfall
raunvaxta af landsframleiðslu á
föstu verði.“
Hér gín við afgrunn skilnings-
leysis. Taktu nú vel eftir Gunnar.
Efnahagsfyrirbærin greinast . í
stofna á tímapunkti (eignir, birgir)
og strauma yfír tímabil (fram-
leiðslu, tekjur). Stundum er endur-
mat stofns (verðbætur) í dulargervi
og blandi við straum (raunvexti).
Utreikningur raunvaxta er gerður
til þess að hreinsa út endurmats-
þátt óbreyttrar rauneignar svo að
niðurstaðan, raunvextimir, séu
sama eðlis og aðrir straumar í hag-
kerfinu. Til þessa er notuð verð-
breyting milli áramóta, en ekki leit-
að út yfir árið til grunnárs. Raun-
vextir em því á verðlagi ársins,
ekki „föstu verðlagi" annars grann-
árs, svo sem landsframleiðsla o.fl.
Misskilningur Gunnars felst í
því, að hann lætur sem nafnvextir
séu einvíð stærð, nafnvirði raun-
vaxtaflæðisins á verðlagi ársins.
Svo er alls ekki, svo sem ég hef
skýrt, heldur er stofngildi vísi-
tölunnar dregið inn í útreikninginn.
Þannig geta raunvextir orðið nei-
kvæðir, þ.e. stofninn rýmar. Væri
fróðlegt að sjá Gunnar skýra,
hvemig hlutfall jákvæðrar stærðar
helst óbreytt þótt hún verði nei-
kvæð. Raunvexti á verðlagi hvers
árs má vitaskuld færa til fasts verð-
lags, en í því tilviki helst það hlut-
fallssamræmi, sem Gunnar hefur í
huga.
Um 2. lið. Það er hárrétt hjá
Þórði Friðjónssyni, að launa- og
þjóðartekjur era hvorar tveggja
reiknaðar sem einvíðar straum-
stærðir, svo að ekkert annað raskar
hlutfalli þeirra. Raunvextir fylla í
bilið þeirra á milli, og á kostnað
annarra liða en launa. Það bjargar
ekki málstað Gunnars, þótt vaxta-
berandi aðilar séu fleiri en atvinnu-
reksturinn. Raunar meðhöndla
þjóðhagsreikningar húsnæðisrekst-
urinn sem ígildi atvinnurekstrar og
mikill hluti opinberra skulda er til
orðinn vegna rekstrarkerfa, svo að
hér ber ekki mikið á milli.
Um 3. lið. Þjóðhagsstofnun hefur
sem réttasta mynd af efnahagsþró-
uninni að leiðarljósi, enda þótt sú
mynd geti ekki orðið svo tæmandi
sem vera skyldi, meðan ekki er fþam
komin fullnægjandi meðferð vaxta
og hagnaðar. Milli stofnunarinnar
og hagfræðideildar Seðlabankans
er fullur skilningur á því, að hag-
fræðideild beri að bijóta ísinn varð-
andi meðferð vaxta á grundvelli
skýrsluefnis síns, enda þótt Þjóð-
hagsstofnun ákveði, hvort og hve-
nær sú mynd komi fram í formleg-
um þjóðreikningum.
Það er fijálslega tekið til orða,
að alþjóðlegir þjóðhagsreiknings-
staðlar. séu endurskoðaðir þegar
þurfa þykir. Fyrsti staðallinn kom
út 1953 og meiri háttar endurskoð-
un 1968. Þá þegar var reifað í for-
mála fjölmargt, sem betur mátti
fara, en ekki vora tök á að útfæra
og samræma, enda riáði sumt í
þeim staðli ekki því stigi, sem við
náðum í framgerð þjóðhagsreikn-
inga íslands í kringum 1960. Nú
loks er unnið að endurskoðun stað-
alsins með stefnu á 1993, þ.e. eftir
25 ár. í millitíðinni hafa komið fram
faglegar tilraunir fræðimanna til
verðbólguleiðréttinga í svipuðum
dúr og við höfum gert, bæði á þjóð-
legum og samþjóðlegum vettvangi.
Merkasta dæmi þessa er útgáfa
vinnuhóps á vegum Efnahags-
Bjarni Bragi Jónsson
„Verður að telja, að
tíðrædd „þjóðarsátt“
feli það ekki síst í sér,
að launþegasamtökin
hafi viðurkennt tekju-
hlutdeild raunvaxta við
hlið launa og að þessir
þættir til samans megi
ekki þrengja um of að
rekstrarafkomunni.“
bandalagsins á ritgerðum um verð-
bólgubrenglun þjóðhagsreikninga í
stærstu Evrópulöndunum (Monet-
ary Assets and Inflation-Induced
Distortions of the National Ac-
counts). Ritgerðimar birtust í
tveimur bindum sem fylgirit Journ-
al of Money, Credit and Banking
1985. Hæð verðbólgu í hveiju landi
Nýja bensínafgreiðslustöðin Morgunbiaðið/Aibert
Fáskrúðsfjörður:
Nýbensínaf-
greiðsla opnuð
Lífskjör á ís-
landi árið 1990
Fáskrúðsfirði.
NÝ bensínafgreiðslustöð hefur
verið tekin í notkun á Fáskrúðs-
firði. Eignaraðilar að stöðinni
eru olíufélögin þrjú, en Olíufé-
lagið Skeljungur er rekstraraðili
að stöðinni.
Húsið er 109 fermetrar á einni
hæð og í því er góð aðstaða fyrir
ferðamenn til að setjast niður og
fá sér hressingu. Á boðstólum era
allar almennar ferðavörar og gert
er ráð fyrir að hægt verði að fá sér
heita smárétti, kaffí og ís úr vél.
Frágangur utanhúss er allur til
fyrirmyndar, góð aðstaða á bíla-
stæðum og rúmgott þvottaplan.
Stöðin var boðin út í vor og bárast
nokkur tilboð en verkið hlaut Sævar
Sigurðsson, trésmíðameistari á Fá-
skrúðsfírði, og sá hann um alla
byggingu stöðvarinnar en starfs-
menn Skeljungs gengu frá innrétt-
ingum. Allmargir sóttu um að fá
að reka stöðina en fyrir valinu varð
Stefán Jónsson á Fáskrúðsfirði.
Albert
eftirÁsgeir
Valdimarsson .
Hinn þriðja október síðastliðinn
kom út bók sem_ nefnist „Lífskjör
og lífshættir á íslandi", gefin út
af Félagsvísindastofnun Háskóla
íslands og Hagstofu íslands. Bókin
er merk heimild um lífskjör hér á
landi vorið 1988 þegar könnunin
sem hún byggir á var gerð. Meðal
annars er fullyrt í fréttum um út-
gáfu bókarinnar að skattar séu
lægri hér á landi en á hinum Norð-
urlöndunum, en jafnframt getið
þess að tekjur séu einnig lægri
þannig að ráðstöfunartekjur al-
mennra launþega séu svipaðar.
Þetta kann að hafa verið rétt vorið
1988 en síðan þá hafa beinir skatt-
ar á launþega verið auknir stórlega
og launatekjur hafa minnkað vegna
samdráttar í atvinnu. Afleiðing
þessa er að ráðstöfunartekjur ís-
lendinga eru nú — haustið 1990 —
miklu minni en þær vora vorið 1988.
í Staksteinum Morgunblaðsins
þann 5. október er vakin athygli á
stórhækkun beinna skatta á síðustu
tveimur áram. Það er tímabært að
vekja máls á þessu því fáir virðast
hafa tekið eftir hversu mikið skatt-
byrði meðaltekjufólks jókst með
hækkun jaðarskatts úr 35,8% í
39,8%. Þetta er aðeins 4% hækkun
segja ef til vill einhveijir. Það er
rétt ef miðað er við heildartekjur.
En í raun er þama um að ræða 11%
hækkun jaðarskatts og hún leiðir
til 20-40% hækkunar á skattbyrði
þeirra sem hafa laun á bilinu 60-140
þúsund krónur á mánuði þegar tek-
ið hefur verið tillit til persónuaf-
sláttar. Ráðstöfuriartekjur al-
mennra launþega hafa því lækkað
síðastliðin tvö ár um mun meira en
nemur samdrætti í atvinnu.
En tökum dæmi sem er reiknað
á meðalverðlagi ársins 1990. Árið
„Sú ráðstöfun að hafa
aðeins eitt skattþrep í
staðgreiðslukerfinu
hefur aukið verulega
skattbyrði fólks með
meðaltekjur. Væri jað-
artekjuskattur hafður
stighækkandi, til dæmis
20,30 og 40% svipað
og var fyrir 1988 yrði
skattbyrði meðaltekju-
fólks mun sanngjarn-
1988 hafði Iaunþegi 100 þúsund
krónur í tekjur á mánuði og hefur
sömu laun árið 1990. Hann greiddi
15 þúsund á mánuði í skatta árið
1988 og hélt eftir 85 þúsund krón-
um. Árið 1990 era skattar hans 19
þúsund krónur á mánuði og hann
heldur eftir 81 þúsundi króna.
Skattbyrði hans hefur aukist um
27% og ráðstöfunartekjur lækkað
um tæp 5%. Ef atvinnutekjur hefðu
minnkað í 90 þúsund milli 1988 og
1990 hefðu ráðstöfunartekjur hans
lækkað meira heldur en atvinnu-
tekjumar vegna meiri skattheimtu,
en ættu vitanlega að lækka minna
ef skattheimta væri sanngjöm og
eðlileg.
Hér hefur verið fjallað um hækk-
un skattbyrðar á tekjur milli áranna
1988 og 1990. En hækkun skatt-
byrðarinnar milli áranna 1987 og
1990 er enn óhagstæðari launþeg-
um með meðaltekjur. Skattbyrði
fólks með tekjur á bilinu 70-150
þúsund krónur í mánaðarlaun (á
verðlagi 1990) hefur aukist um
39-46% á þessum þremur árum.
Sú ráðstöfun að hafa aðeins eitt
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem meö heim-
sóknum, gjöfum, blómum og kveðjum. glöddu
mig á 70 ára afmœlinu mínu 21. september.
Magnús Sveinjónsson,
Reykjavíkurvegi 20.
Þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér
vinarhug meÖ kveðjum, gjöfum, blómum og
samfagnaði á sjötugsafmceli mínu, 27. septem-
ber síÖastliÖinn.
LifiÖ heil.
Sigurður Sörensson,
Stykkishólmi.