Morgunblaðið - 10.10.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 10.10.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 Sjálfstæðisflokkurinn; Prófkjör í Vest- fj ar ðakj ör dæmi Morgunblaðið/Matthías G. Pétursson Trilla oggamalt salthús brunnu til grunna Gamalt saltfískverkunarhús á Hrauni við Reyðarfjörð og trilla sem í því var brann til kaldra kola á föstu- dagskvöld. Maður hafði verið að gera við trilluna og hafði unnið við rafsuðu. Meðan hann brá sér frá skamma stund gaus upp eldur í húsinu og brann það til grunna og þegar allt hafði brunnið sem brunnið gat var ekki annað eftir af trillunni en kjölurinn. BHMR: Utifundur og prófmál vegna bráðabirgðalaga BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja hefur boðað til fundar á Austurvelli í dag, miðvikudag, klukkan 13.30, en þá eru alþingis- menn að ganga til guðsþjónustu í Dómskirkjunni. Tilgangurinn fundarins, að sögn BHMR, er að minna á bráðabirgðalögin frá í sumar og þau mannréttindabrot, sem BHMR telur felast í þeim. Höfðað hefur verið prófmál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, til að reyna að fá lögunum hnekkt. Loks hefur BHMR kært vinnubrögð ríkisstjórnarinnar til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Kjördæmisráði Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi: A aðalfundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi þann 13. sept. sl. var Ráðstefna al- heimssamtaka kennara Evrópuráðstefna WCOTP verður haldin á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 12.-15. októ- ber. Ráðstefnuna sælq'a rúmlega 100 fulltrúar 30 kennarafélaga í Evrópu, en Kennarasamband ís- lands og Hið íslenska kennarafé- lag standa sameiginlega að und- irbúningi hennar hér á landi. WCOTP eru alheimssamtök kennaraféalga sem hafa innan sinna vébanda u.þ.b. 11 milljónir kennara í meira en 80 löndum í öllum heimsálfum. Evrópuráðstefn- an er haldin árlega og er vettvang- ur aðildarfélaganna í Evrópu til að ræða kjaramál og félagslega stöðu stéttarfélaga kennara í Evrópu, auk stefnumörkunar um fræðslu- og menntamál í Evrópulöndum. Að þessu sinni verður rætt um sameig- inlegt efnahagssvæði í Evrópu og væntanleg áhrif þess, bæði á starf kennarafélaganna og fræðslu- og menntunarmál í öllum Evrópulönd- I oktober 1940 fór strandferða- skipið Esja í ferð til Petsamo á Norður Finnlandi til þess að sækja 258 Islendinga sem höfðu verið tepptir á meginlandi Evr- ópu vegna heimsstyijaldarinnar. I tilefni af því að 50 ár eru nú liðin frá þessum atburði mun Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra ákveðið að viðhafa prófkjör í kjör- dæminu til undirbúnings að ákvörðun um framboð til næstu alþingiskosninga. Prófkjörið fer fram laugardag- inn 27. okt. en framboðsfrestur rennur út þann 12. október. Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir fullgildir meðlimir sjálf- stæðisfélaganna í kjördæminu, sem eru búsettir þar og náð hafa 16 ára aldri. Ennfremur þeir sem undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins, sem eiga munu kosn- ingarétt í kjördæminu við kosning- amar og undirrita stuðningsyfir- lýsingu við Sjálfstæðisflokkinn samhliða þátttöku í prófkjörinu, geta einnig tekið þátt í prófkjör- inu. Kjörstjómir fulltrúaráðanna annast framkvæmd prófkjörsins og verður þátttaka möguleg í öll- um sveitarfélögum kjördæmisins. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er möguleg tíu dögum fyrir próf- kjörið og verður utan kjördæmis- ins í Reykjavík og á Akureyri. Fimmtán manna kjörnefnd Kjördæmisráðsins hefur yfírstjórn prófkjörsins á hendi og gerir síðar tillögu til ráðsins um framboðslista til alþingiskosninganna. Formaður kjömefndar er for- maður Kjördæmisráðsins, Einar Oddur Kristjánsson, Sólbakka, Flateyri. bjóða til kaffisamsætis fyrir Pets- amofara mánudaginn 15. okt. kl.16:30 í Borgartúni 6. Undirbún- ingsnefnd skipa Friðgeir Grímsson, Friðgeir Ingimundarson og Arni Jónsson, en þeir Petsamofarar sem hafa tök á að mæta eru beðnir að snúa sértil þeirra fyrir 13.okt. n.k. í frétt frá BHMR kemur fram, að Bandalagið telur bráðabirgða- lögin bijóta í bága við stjómarskrá íslands í fjórum greinum. í fyrsta lagi bijóti þau gegn 2. grein, um þrískiptingu valdsins, þar sem lög- in hafi verið sett í þeim tilgangi að ómerkja dóm, sem æðsta dmsvald hafi fellt. Lögin stríði einnig gegn 67. grein, eignarrétt- arákvæði stjómarskrárinnar, þar sem hluti af launum afmarkaðs hóps hafi verið gerður upptækur. 73. grein, um félagafrelsi, hafi einnig verið brotin, því þegar við- semjandi beiti sér fyrir einhliða afnámi samnings sé í raun og vem verið að kippa stoðunum undan starfsemi stéttarfélaga. Loks hafi heimild til að setja bráðabirgðalög ekki verið fyrir hendi, þar sem Alþingi hafi rætt öll tilvik málsins í vetur og þar með einnig mögu- leikann á lagasetningu. Þá hefur BHMR einnig sent frá sér frétt, þar sem fram kemur, að stjórn og launamálaráð BHMR hafa ákveðið að óska eftir kæru- meðferð á vinnubrögðum íslensku ríkisstjórnarinnar hjá Alþjóða- vinnumálastofnuninni, ILO. um. Petsamofarar hittast Nefnd um nýsköpun í atvinnulífi skilar skýrslu: Ahersla á almennar aðgerðir stjóm- valda o g varað við forsjárhyggju NEFND sem Júlíus Sólnes umhverfisráðherra skipaði í október 1989 til að gera tillögur um nýsköpun í atvinnulífi og mótun atvinnu- stefnu hefur skilað skýrslu sinni. Nefndin telur að ríkisstjórnir eigi fyrst og fremst að móta atvinnustefnu með almennum hætti, en láta einstaklinga um að sá og uppskera. Nýsköpun sé ekki líkleg til að verða fyrir tilstilli opinberra nefnda eða átaksverkefna, heldur með- al fólksins í landinu. í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hún telji að sá óstöðugleiki sem verið hafi í efnahagslífi fslendinga undanfarna áratugi hafi aukið mjög á forsjárhyggju þjóðarinnar. Þegar erfiðlega gangi í ákveðnum atvinnugreinum eða í ákveðnum byggðarlögum séu fyrst og fremst gerðar kröfur til stjórnvalda og þá venjulega um sértækar björgunaraðgerðir. Slík forsjárhyggja sé ákaflega varasöm því hún firri einstaklinga ábyrgð og letji menn athafna og sé þannig í eðli sínu andstæð nýsköpun í atvinnulífinu. í skýrslu nefndarinnar segir enn- fremur um þetta atriði: „Afkoma fyrirtækja, einkum í útflutnings- greinum [hefur] verið svo háð pólitískum ákvörðunum frá degi til dags að forystumönnum þeirra þyk- ir oft ekki taka því að sinna innri starfsemi fyrirtækjanna svo sem hagræðingu og áætlanagerð byggðri á framtíðarstefnumörkun. Hagræðing, sem gefur af sér bata upþ á fáeina hundraðshluta, hverfur þannig alveg í skuggann af hinum pólitísku ákvörðunum, t.d. í gengis- og skattamálum. Þær ákvarðanir skipta afkomu fyrirtækjanna margfalt meira máli. Þannig fer rnikill hluti starfsorku forystu- manna atvinnufyrirtækja í að beij- ast við stjómkerfið í stað þess að beinast að fyrirtækinu sjálfu. Þetta leiðir svo aftur til lágrar fram- leiðni." í samandregnum niðurstöðum sínum segir nefndin að stjórnvöld eigi ekki að standa í almennum atvinnurekstri nema í algjörum undantekningartilfellum. Eigi að síður geti stjórnvöld gert fjölmargt til að stuðla að uppbyggingu og nýsköpun í atvinnulífi aðallega með óbeinum hætti. Þannig geti stjórn- völd skapað stöðugt efnahagsum- hverfi, notað skólakerfíð til að hvetja fólk til sjálfstæðrar hugsunar og framtakssemi, eflt rannsóknir og þróun í landinu, skapað fmm- kvöðlum og hugmyndasmiðum að- stöðu til að breyta skynsamlegum hugmyndum í markaðsvöru og séð til þess að auðlindir landsins séu nýttar á skynsamtegan hátt. Stjómvöld eigi að sjá til þess að efnahagslíf sé stöðugt í landinu. Það feli í sér lága verðbólgu, frelsi á fjármagnsmarkaði og stöðugleika I gengismálum. Þó verði að skrá gengi krónunnar þannig að jöfnuð- ur sé í viðskiptum við útlönd. Hindra verði sveiflur í hagkerfinu eins og þær sem verði til við sveiflur í sjáv- arútvegi enda komi þær öðmm at- vinnugreinum afar illa. Þá telur nefndin rétt að leyfa fjárfestingar erlendra fyrirtækja hér þótt búa verði svo um hnútana að auðlindir lands og sjávar og mikilvægustu sjávarútvegsfyrirtækin verði ávallt í höndum íslendinga sjálfra. Þá verði að vera eðlileg hagnaðarvon í atvinnurekstri og jöfnuður í fjár- málum ríkisins. An stöðugleika í efnahagsmálum sé lítil von um umtalsverða nýsköpun í atvinnulíf- inu. Nefndin dregur saman þau atriði sem hún telur að stuðlað geti að gróskumeira atvinnulífi. Þar er meðal annars rætt um að gera beri landsskipulag þar sem landinu öllu sé skipað niður í ákveðin þjónustu- og atvinnusvæði. Einnig að skapa þurfi þau skilyrði að sem flestir geti orðið hugmyndasmiðir eða fmmkvöðlar. Nefndin telur að of litlar kröfur séu gerðar til nemenda í gmnnskólum hér á landi og við- vemtími í skóla sé of stuttur. Nem- endur þurfi að eiga þess kost að ljúka stúdentsprófi 1-2 ámm fyrr en nú. Efla þurfi innra starf í skól- um landsins, meðal annars með því að ráða skólastjóra í tímabundnar stöður, til dæmis til 5 ára. Atvinnu- lífíð axli í vaxandi mæli ábyrgð á sérhæfðri atvinnumenntun í landinu. Efla þurfi fræðslu um fjár- mál og gangverk atvinnulífsins í skólum landsins og efla þurfi kennslu í markaðsfræðum við fram- haldsskóla. Ríkið auki verulega við það fé sem veitt er til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og hvetji fyrir- tæki til hins sama, t.d. með skattaívilnunum. Þróa þurfi íslenskan stjórnun- arstíl. Auka þurfi framboð á áhættufjármagni til fyrirtækja. Lagt er til að íslendingar setji sér það markmið að verða leiðandi þjóð í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Alþjóð- legur sjávarútvegsskóli verði starf- ræktur á íslandi. Menntun starfs- fólks og stjórnenda í fiskiðnaði verði aukin. Nauðsynlegt sé að auðkenna íslenskar fiskafurðir sem íslenska framleiðslu. íslendingar fái ítök í fiskiðnaði annarra þjóða til að tryggja viðskiptavinum sínum nægilegt framboð af físki. Nefndin telur að meðan landbún- aður vinni sig út úr kerfí styrkja og niðurgreiðslna ættu bændur að fá beinar greiðslur án tillits til fram- leiðslumagns og að við lok gildandi búvörusamnings sé tækifæri til að koma á verulegum breytingum í landbúnaði. Lokamarkmiðið verði alveg styrkjalaus landbúnaður. Nefndin telur mikla möguleika felast í þróun ferðaþjónustu. Skipti þar mestu að skapa þá ímynd að hér búi velmenntað og menningar- lega sinnað fólk sem gangi vel um landið, leggi áherslu á hreinlæti og snyrtimennsku, forðist að menga umhverfið og beri virðingu fyrir náttúrunni. Nefndin telur óhjákvæmilegt að stjórnvöld hafi stóriðjumál á sinni könnu. Stefna beri að því að laða hingað orkufrekan iðnað svo sem verið hefur. Formaður nefndar umhverfisráð- herra um nýsköpun í atvinnulífi og mótun atvinnustefnu var Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsókna- stofnunar fískiðnaðarins. Aðrir nefndarmenn voru: Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri, Geir Gunnlaugsson framkvæmdastjóri, Jón Sigurðarson framkvæmda- stjóri, Jörgen Holm, danskur kaup- sýslumaður, og Kristján Ingvars- son, verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.