Morgunblaðið - 10.10.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 10.10.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 Niðurskurður fjárlagahallans í Bandaríkjunum: Rekstur ríkissjóðs tryggður í tíu daga Þingnefndum falið að ákvarða skatta- hækkanir og sparnað í ríkiskerfinu Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í gær bráðabirgðafjár- Iög sem tryggja munu rekstur ríkissjóðs fram til 19. þessa mánaðar. Fyrr um daginn hafði öldungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkt frumvarp sem miðar að því að skera fjárlagahallann í Banda- ríkjunum niður um 500 milljarða Bandaríkjadala á næstu árum. Bush sagði í yfirlýsingu sem birt var eftir að hann hafði staðfest lög- in að nú væri það undir þingmönn- um komið að ákvarða nánar skatta- hækkanir og niðurskurð ríkisút- gjalda til að unnt yrðj að vinna bug á fjárlagahallanum á næstu fimm árum. Þingnefndir þurfa nú að koma sér saman um hvernig útfæra beri samþykktir beggja deilda þingsins og forsetans. Er búist við að hart verði deilt er þingmenn taka að ræða nákvæmlega hvernig út- færa beri niðurskurðinn og boðaðar skattahækkanir og að þeir muni sæta umtaisverðum þrýstingi af hálfu hagsmunahópa ýmissa í Bandaríkjunum. Bush forseti staðfesti lögin í morgunsárið áður en opinberir starfsmenn héldu til vinnu sinnar en hefði undirskrift forsetans ekki iegið fyrir hefðu þeir í raun verið atvinnulausir þar eð heimildir skorti til að greiða laun þeirra. Rekstur ríkissjóðs stöðvaðist því sem næst á laugardag eftir að Ge- orge Bush hafði neitað að staðfesta aukafjárlög sem þingið hafði sam- þykkt en afleiðingar rekstrarstöðv- unarinnar voru minni en ella þar sem mánudagurinn var almennur frídagur í Bandaríkjunum. í yfirlýsingu sinni hvatti Bush forseti þingmenn til að fara eftir tillögum þeim er hann hafði áður kynnt um hvemig sigrast bæri á fjárlagahallanum. Lýsti forsetinn yfir því að hann myndi neita að staðfesta lög er ekki væru í sam- ræmi við meginatriði tillagna hans. í gær staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings samkomulagið um niðskurð fjárlagahallans í meginat- riðum en það kveður á um 40 millj- arða dala tekjuauka og sparnað á þessu fjárlagaári sem hófst þann fyrsta þessa mánaðar. Áður höfðu þingmenn í fulltrúadeildinni stað- fest fjárlagafrumvarpið, sem líkist því sem upphaflega var lagt fyrir þingheim og hann hafnaði á fimmtudag í síðustu viku. Nýja frumvarpið kveður þó á um minni niðurskurð en upphaflega var áætl- aður á sviði heilbrigðismála auk þess sem þingnefndir fá meira svigrúm en áður til að ákvarða skattahækkanir. Keuter RósturíLyon Unglingar efndu til uppþota í gærkvöldi í borginni Lyon í Frakklandi þriðja daginn í röð. Veltu þeir og kveiktu í bifreiðum og réðust á lögreglumenn. Óeirðirnar hafa takmarkast við hverfið Vaulx-a-Velin þar sem inn- flytjendur frá ríkjum norðanverðrar Afríku eru í miklum meirihluta. Kveikjan að óeirðunum var andlát unglings sem beið bana í árekstri mótorhjóls og lögreglubifreiðar sl. laugardag. Varað við upplausn sovéska ríkjasambandsins: Gorbatsjov segir ástandið geta orðið eins og í Líbanon Rússneska þingið samþykkir að róttæk áætlun um markaðsbúskap taki gildi 1. nóvember Moskvu. Reuter og Daily Teiegraph. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi varar landa sína við því að upplausn á borð við ástandið í Líbanon geti orðið hlutskipti íbúanna ef látið verði undan kröfum einstakra lýðvelda um aðskilnað. Á fundi í miðstjórn kommúnistaflokksins á mánu- dag hvatti hann flokksmenn til að standa fast gegn slíkum kröf- um og sagði „aðskilnaðarsinna og æsingaseggi" blekkja al- menning og skapa „andrúmsloft haturs og hermdarverka. “ For- sætisráðherra Rússlands , ívan Sílaev, sagði í gær að sam- þykkti Æðsta ráð Sovétríkjanna ekki 500-daga áætlunina svo- nefndu um róttækar breytingar í átt til markaðsbúskapar, er rússneska þingið samþykkti í gær að tæki gildi 1. nóvember, myndu Rússar verja sig og grípa til ,jafnvel öfgafullra ráða.“ Ráðherrann útskýrði ekki nánar orð sín. Sílaev gagnrýndi tvær forsetatil- skipanir Gorbatsjovs þar sem þess var krafist að staðið yrði við gerða viðskiptasamninga og heildsölu- verð á nokkrum vörutegundum gefið fijálst. Sílaev sagði enga þörf á slíkum tilskipunum fyrr en búið væri að samþykkja heildará- ætlun í efnahagsmálum. Nokkrir þingmenn á rússneska þinginu hvöttu í gær til þess að boðað yrði allsherjarverkfall til að knýja á um róttækar breytingar í markaðsátt Forseti Litháens um fundarstað mögulegra viðræðna við Sovétmenn: -----------------------------^------------ Gleymum ekki tilboði Islendinga Við munum ekki gleyma tilboði íslendinga um að verða gestgjafar slíks fundar," sagði Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, á frétta- mannafundi á Hótel Sögu í gær er rætt var um mögulegan fundar- stað ef hafnar yrður samningaviðræður við Sovétstjórnina um fullt sjálfstæði Litháens. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra voru einnig á fundin- um og sagði Steingrímur að þeir hefðu átt viðræður við forsetann um samskipti landanna og stöðuna í sjálfstæðismálum Litháa. Steingrímur ítrekaði þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að íslending- ar hefðu aldrei viðurkennt innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin og þyrftu því ekki að viðurkenna sjálf- stæði Litháens, það hefðu þeir gert þegar á þriðja áratugnum. Landsbergis sagði að Litháar hefðu ekki gert sér neinar sérstak- ar vonir um stuðning íslendinga umfram annarra þjóða. „Hjarta mitt er fullt.af þakklæti,“ sagði hann. Mikilvægt væri að smáar þjóðir stæðu saman í heimi þar sem stórþjóðir teldu sig einar eiga allan rétt. Hann var m.a. spurður hvern- ig íslendingar gætu veitt Litháum aukinn stuðning í sjálfstæðisbar- áttunni. „Um er að ræða marg- vísleg pólitísk skref en ég vil ekki segja íslensku ríkisstjórninni fyrir verkum í þessum efnum. Við höfum rætt um möguleikann á því að Lit- háen taki þátt í leiðtogaráðstefnu 35 aðildarríkja RÖSE-viðræðnanna um öryggi og samvinnu í Evrópu síðar á árinu. Einnig kemur til greina að taka upp þráðinn á ný varðandi samninga sem Litháar gerðu meðan þeir voru sjálfstæðir og huga að samvinnu á sviði menn- ingar og viðskipta. Við teljum okk- ur Norður-Evrópumenn og það gleður okkur að Norðurlandabúar skuli veraþví sjónarmiði sammála." Landsbergis sagði ljóst að nokk- ur munur væri á afstöðu Norður- landanna; Danir, Norðmenn og ís- lendingar hefðu verið eindregnari í afstöðu sinni en Finnar og Svíar en við því væri ekkert að gera, þetta væri mál hverrar þjóðar fyrir sig. Jón Baldvin sagði Dani og Norðmenn þegar hafa tekið undir með íslendingum og stutt beiðni Eystrasaltsríkjanna um aðild eða áheymaraðild að RÖSE-viðræðun- um. Er spurt var hvort Litháar gætu sætt sig við samning þar sem kveð- ið væri á um nokkra bið eftir fullu sjálfstæði, eins og íslendingar gerðu 1918, svaraði Landsbergis að Litháar hefðu þegar beðið í 50 ár, það hlyti að nægja. Hann benti á að Kúvætar, er einnig hefðu ver- ið innlimaðir með hervaldi, myndu vart sætta sig við slíkt sáttaboð af hálfu Saddams Husseins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, ásamt Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra á blaðamannafundi '---------------- gær. og báðu stjórnir búgarða og ann- arra ríkisfyrirtækja að hundsa mið- stýringarvaldið. Tillögur þeirra voru felldar á þinginu. Gorbatsjov og varaformaður flokksins, Vladímír ívashko, gagn- rýndu flokksmenn á miðstjórnar- fundinum á mánudag fyrir andóf gegn 500 daga áætluninni sem Gorbatsjov segist vera að mestu samþykkur en Sovétleiðtoginn vill bræða hugmyndina saman við til- lögur Níkolajs Ryzhkovs forsætis- ráðherra Sovétríkjanna; síðar- nefndu tillögurnar ganga mun skemur. „Sótthitinn í þjóðfélagi okkar, sem lengi hefur verið fár- sjúkt, er orðinn hættulega hár,“ sagði ívashko. „Skortur er á öllum sköpuðum hlutum, brask og verð- hækkanir á neytendamarkaði eitra líf milljóna Sovétborgara á degi hverjum." ívashko sagði að þjóðar- framleiðsla hefði minrikað um 0,9% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra og aukning peningamagns í umferð væri orðin tvisvar meiri en gert hefði verið ráð fyrir. ívas- hko sagði að ekki væri verið að varpa fyrir róða hugsjónum sósíal- ismans með 500-daga tillögunum en sósíalisminn merkti ekki að all- ir ættu að búa við neyð. Gorbatsjov sagði andstöðu sumra flokks- manna á markaðskerfi eiga sér rætur í „gamalli tregðuhugsun" og hún ógnaði framtíð flokksins. „Fyrir þá er það sem nú er að gerast afleiðing mistaka eða jafn- vel illgirni einhverra manna. Þetta, félagar, er að sjálfsögðu ímyndun.“ Um átján milljónir manna eru félagar í flokknum en skoðana- kannanir sýna hratt þverrandi traust almennings á honum. Gorb- atsjov á að leggja málamiðlunar- hugmynd sína um markaðsbúskap í Sovétríkjunum fyrir Æðsta ráðið í síðasta lagi 15. þ. m. en aðalhöf- undur róttækari tillagnanna, hag- fræðingurinn Staníslav Sjatalín, segir að engin leið sé að finna málamiðlun milli hugmynda Ryz- hkovs og sinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.