Morgunblaðið - 10.10.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.10.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 29 Rósa Stefánsdóttir hússlj ómarkennari í tilefni 95 ára afmælis i. Ferð Ferð yfir þögul vötn björt þegar ströndin dökknar, eyjar á reiki og ský. (Bo Carpelan. Þýð. Njörður P. Njarðvík.) Rósa Stefánsdóttir er fædd 10. október 1895 á Króksstöðum í Kaup- angssveit í Eyjafirði. Foreldrar henn- ar voru Stefán Jónsson bóndi frá sama bæ og kona hans Rósa Mar- grét Sigurða'rdóttir, ættuð úr Höfða- hverfi. Systkinin urðu sex og var Rósa þriðja elst. Næstyngsti bróðir hennar var Unnsteinn, vörpulegur maður, sem ég minnist vel frá Akur- eyri, en hann var meðal fremstu skákmanna bæjarins á sínum tíma. Árið 1909 féll Stefán á Króksstöð- um frá og Rósa Margrét stóð ein með börnin sex,_ öll á æsku- og bernskuskeiði. Á fermingarárinu sínu hleypti dóttir hennar og nafna heimdraganum fyrir fullt og allt. Gerðist í fyrstu matvinnungur á Leifsstöðum í ár og síðar vinnukona að Ytri Varðgjá árið eftir og þaðan fór hún í vist til hins nafntogaða prests og fræðimanns sr. Jónasar á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Um þetta leyti voru kjör fólks og lífsbarátta nokkuð harðari en nú. Engin efni voru á þeirri skólagöngu sem Rósa hefði kosið. En í skóla lífsins fylgdist hún vel með, kynntist merku fólki, las ósköpin öll, einkum bókmenntir og sagnfræðileg efni, stundaði sjálfsnám af einbeitni og öðlaðist af eigin rammleik bæði skarpan lífsskilning og menntun í eiginlegri og bestu merkingu þess orðs. Jafnframt vann hún hörðum höndum og ávann sér traust og virð- ingu sem óx æ síðan. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarráðskona að Sjúkrahúsi Akureyrar en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri og starfaði þar í fimm ár. Hélt síðan til frekara náms í Dan- mörku og var á annað ár í merkum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Soro og lauk þaðan prófi. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein, meðal annars við Kvennaskólann að Laugalandi í Eyjafirði og síðar bæði Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, og sá síðan um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglinga- skóla Sauðárkróks 1942-1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörf- um var Rósa - og er - mikill mat- reiðslusnillingur. I meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri að Hólum í Hjaltadal á sumrin, eða þar til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann og hélt áfram að eignast vini og velunnara, lesa og auka menntun sína. Jón lést 1964 en Rósa heldur enn menningarheim- ili af stakri snyrtimennsku. Hún hef- ur ætíð reynst fósturbörnum sínum og barnabörnum traust stoð og alveg sérstaklega ber að undirstrika tengsi hennar við böm yngstu fósturdóttur sinnar. Hún hefur tekið dijúgan þátt í uppeldi þeirra og verið þeim mikil- svert fordæmi og leiðarljós. Sá skerf- ur er eitt hið ágætasta og þakkar- verðasta framlag Rósu á uppeldis- sviðinu, á gjöfulum ferli hennar. Hún deilir nú íbúð í góðu sambýli við dótturson sinn, konu hans og unga dóttur þeirra og er samstaða þeirra gott dæmi um það hvernig kynslóð- irnar geta stutt hver aðra og hjálp- ast að. II. Glöggt er það skátd sem grefur þau upp gömlu orðin með æskuljóma. (Úr ljóðabókinni Séð og munað, eftir Christian Matras í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar.) Áður er getið um áhuga og ást Rósu á skáldskaparlistinni. Sjáif hef- ur hún góða frásagnargáfu og fræð- arahæfileika og er minnisstætt margt samtalið við hana um þessi hugðarefni. Rósa tilheyrir kynslóð sem ekki var að drukkna í bókaflóði á æskuárum sínum. Þá voru bæði fomar sagnir og ný kvæði dýrgripir, handíjallaðir af nærfærni, og bæk- urnar oft lesnar „upp til agna“, stundum við daufa skímu í útihúsum til að hafa næði. Rósa kann utanað ótal stökur og tilefni þeirra, svo og margar perlur íslenskrar ljóðlistar og veit nákvæm- lega hvar þær er að finna. Hún á marga dýrmæta endurminninguna um gengna snillinga, karla og kon- ur, og örlög þeirra. Meðal þeirra skálda sem henni eru kærust má nefna Jóhann Gunnar Sigurðsson, Jóhann Siguijónsson, Þorstein Erl- ingsson, Einar Benediktsson og Matthías Jochumsson, svo örfá séu nefnd. Rósa hefur næma tilfinningu fyrir bókmenntagildi og flóknum og viðkvæmum þáttum í margslungnum vef lífs og listar og kann að veita öðrum hlutdeild í þeirri sýn. Það fyrirfinnast bókmenntamenn og -konur sem ekki eru virkir höfund- ar sjálf, en lifa í heimi ljóða og lista af brennandi áhuga og knýjandi þörf, rýna í verkin, leita þar logandi ljósi, vinsa úr og varðveita hið innra, marga gimsteina bundins máls og óbundins, og styrkja og móta með því eigin persónuleika og hæfileika til að miðla af þessum auði þegar við á. Fyrir vinum, frændum og for- vitnum unglingum er þá lokið upp mörgum leyndardómnum, ábending- ar veittar, kjarnmikið veganesti. Menningararfinum skitað og haldið lifandi. Ekki með hrópum og köllum í glæstum sölum, heldur hljóðskrafi, af snjáðum blöðum við notalega eldstó og gnauð vetrarkulsins við vindskeiðarnar. „Það eru geislar, þótt þeir skíni um nætur“ (Þorsteinn Erlingsson). Þannig eru listnjótendur og skáldskaparlesendur og -unnend- ur á sinn hátt eins ómissandi og skapendumir, skáldin sjálf, málar- arnir og svo framvegis. Án þessara viðtakenda væri sköpun hinna og tjáning harla dauflegt hlutskipti. Það eru oft listvinirnir ekki síður en lista- mennirnir sem veita verkunum, kjarna þeirra og anda, út í samfélag- ið og til framtíðarinnar. í þágu menn- ingarinnar í dýpsta skilningi þess orðs, siðrænna verðmæta og trúar á tilgang lífsins sem aftur örvar til nýrrar sköpunar og vaxtar. Þetta er það svar sem skáldskapar- og ritlist, og öll list þarfnast, og þjóðin hefur veitt framundir síðustu áratugi af. lifandi áhuga og þörf. Þetta samspil verður að fá að dafna og vinda sig áfram. Það er sú fijóa gróðurmold sem engin menning getur þrifist án. Eilífðarneista hverrar líðandi stund- ar, fegurðinni, þótt djúpt geti verið á henni á stundum, þarf að hlúa að. Rósa er úrvalsfulltrúi hinna sívinnandi listvina. Líklega er rann- sókn á framlagi og viðhorfum slíks fólks verðugt verkefni vísindalega þenkjandi bókmenntafræðinga til að mynda. Undirritaður kynntist Rósu í lok sjötta áratugarins. Hvað er nú eftir- minnilegast þegar litið er yfir farinn veg? Ekki síst ábendingar hennar á bókmenntasviðinu sem glæddu og kveiktu áhuga og löngun til frekari kynna við ýmsa góða höfunda og þau verðmæti sem skáldskapur þeirra býr yfir. Og enn má ganga í smiðju til Rósu. Enginn vafi er á því að fyrr á árum gat Rósa verið snörp og hvöss baráttukona fyrir hugsjónir sínar og án efa hefði sópað af henni í þeirri baráttu kvenna sem nú er hafin í þágu mannréttinda- og mannúðar- mála. Með árunum hefur lífssýn Rósu einkennst æ meira af auðmýkt og lotningu fyrir menningarverð- mætum og gátum tilverunnar, og mótar það alla tjáningu hennar og nærveru. Eitt eftirlætiskvæði hennar er Vögguljóð eftir Matthías Jochums- son sem hefst á orðunum, „Með vor- inu kem ég vestur að Stað“, sem * hann mun hafa sent prestshjónunum sr. Jóni Þorvaldssyni og Herdísi Snæ- bjarnardóttur á Stað á Reykjanesi, en Herdís var frænka skáldsins. Þau höfðu orðið fyrir þeirri sorg að missa ungan frumburð sinn. í kvæðinu sem er langt og myndríkt er að finna þessar ljóðlínur: „Ekki fjúkum við frændur brott sem fis og strá eða týnumst þótt ferðafuglar við sýnumst. Ég sá að lífið er sameining, og sá, að vor andi lifir í oss sem undir og yfir. Þótt ytra sé tál og umbreyting, er ekkert sem manni sýnist, og ekkert til, það sem týnist." m. Fróðleg ummæli hef ég séð um Rósu í tveim góðum bókum. í nýút- komnu safnriti Ingibjargar skóla- stjóra á Löngumýri er að finna af- mælisgrein um eiginmann Rósu, Jón Þ. Björnsson, áttræðan. Þar segir meðal annars: „Örlögin hafa hagað því svo til, að gera mér þann greiða að fá að kynnast frú Rósu Stefáns- dóttur og marga ánægjulega sam- verustund höfum við átt, bæði á heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki og á Löngumýri, þótt stundum hafi margþættar annir umkringt okkur. Mörg góð ráð hefi ég þegið af henni og marga skemmtilega vísuna hefur hún kennt mér. Frú Rósa er margra manna maki í vinnuafköstum og hagsýni hennar er viðbrugðið. Enda hafa henni verið falin á hendur mörg trúnaðarstörf varðandi veisluhöld og forstöðu stórra mötuneyta, bæði hér í Skagafirði og annars staðar. En -þrátt fyrir það þótt mörgum séu kunnir góðir kennsluhæfileikar frú Rósu og framúrskarandi dugnaður hennar og hagsýni í störfum, þá hygg ég samt að gáfur og djúp- hyggja þessarar yfirlætislausu konu hafi ekki öllum verið augljós, né hversu hún á yfír skemmtilegri kímnigáfu að ráða.“ I bókinni um Jóhannes Geir list- málara (1985), sem er sonur Jóns og fóstúrsonur Rósu, segir Siguijón Björnssonar sálfræðingur í umfjöllun sinni um Jóhannes og upprifjun á æskuárum þeirra félaga: „Árið 1940 kvæntist Jón í annað sinn, þá orðinn 58 ára gamall, Rósu matreiðslukenn- ara frá Akureyri Stefánsdóttur. Hún var af eyfirskum og þingeyskum ættum. Rósa kom með litla fóstur- dóttur sína, Geirlaugu, en hún var dóttir Björns, sonar Jóns, og Guðrún- ar Sveinsdóttur frá Akureyri. Þau Jón ólu Geirlaugu upp til fullorðins- aldurs. Nærri má geta að það hefur verið erfitt verk fyrir Rósu að taka við stjórn þessa stóra heimilis. Fimm börn Jóns voru þá enn heima, hið yngsta átta ára, og svo hið sjötta, Geirlaug litla. En Rósa var vandan- um vaxin og setti brátt sterkan svip á heimilið. Hún var skapsterk kona sem sópaði að. Mjög stjórnsöm var hún og einstök húsmóðir. Rósu kynntist ég fljótt, en þó betur er ég eltist. Þá komst ég að því að hún átti fleira til en að stinga góðum kökum upp í stráka. Hún var mjög lesin í íslenskum bókmenntum, eink- um kveðskap, enda afar ljóðelsk. Stálminnug var hún og greind. Hún var ólík öðrum konum á hennar aldri, sem ég þekkti, að því að hún hafði skoðanir á mörg um málum og heimspekilegan þankagang sem hún gat komið skilmerkilega á fram- færi í rökræðum.“ Þessar umsagnir tala sínu máli og staðfesta þá virðingu sem Rósa nýtur hjá samferðamönnunum. Það er því enginn vafi á því að margir munu hugsa hlýlega til hennar á þessum merkisdegi. Undirritaður vill að lok- um tjá Rósu virðingu, þökk og bestu heillaóskir. Magnús Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.