Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1990 fclk í fréttum MONAKO Mikið fjölmenni við útför Casiraghis Útför Stefanos Casiraghis, eigin- manns Karólínu, prinsessu af Món- akó, fór fram frá Rómversk- kaþólsku dómkirkjunni í Mónakó á laugardag að viðstöddu miklu fjöl- menni. A myndinni, sem tekin er þegar kista Casiraghis var borin út úr kirkjunni að athöfninni lok- inni, leiðast þau feðginin, Rainer fursti og Karólína dóttir hans. Að- eins nánustu ættingjar furstafjöl- skyldunnar og Casiraghi-fjölskyld- unnar voru viðlátnir er jarðneskar leifar Stefanos Casiraghis voru lagðar til hinstu hvílu í lítilli frið- arkapellu í nágrenni furstahallar- innar. MALVERK Pétur Friðrik sýnir í Lúx- emborg og Þýskalandi í þessari viku lýkur í málverkasýn- ingu Péturs Friðriks í ráðhúsinu í Köln-Porz í Þýskalandi. Sýnir Pétur Friðrik þar í boði borgarstjórnarinn- ar og þegar sýningin var opnuð hinn 25. september síðastliðinn fluttu Hans-Gerd Erwens, borgar- stjóri í Porz, og Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra íslands í Þýska- landi, ávörp. Pétur Frikrik sýndi þarna 20 myndir, sem hann hefur málað á síðustu þremur til fjórum árum, mest landslags- og blómamyndir. í september hélt Pétur Friðrik einkasýningu á 24 myndum í Lúx- emborg og voru þar meðal annars sumar sem hann málaði þar í landi. Fram til 31. október verða myndir eftir hann á sýningu á íslenskri myndlist í Stuttgart, senr+ialdin er í tengslum við íslenska bókakynn- ingu þar. Á þeirri kynningu lesa Sigurður A. Magnússon, Guðbergur Bergsson, Þorgeir Þorgeirsson og Thor Vilhjálmsson úr verkum sínum auk þess sem Jón Laxdal leikari les úr verkum Halldórs Laxness. Hans-Gerd Erwens, borgarstjóri í Porz afhendir Pétri Friðrik viður- kenningu frá ráðhúsinu í Köln. Með þeim fremst á myndinni er Hjálmar W. Hannesson sendiherra. ©DEXION IMPEX hillukerfi án boltunar LANDSSMIÐJAN HF Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Morgunblaðið/Svanur Þóra Sif Svansdóttir kafar í sundlauginni og faðir hennar smellir af henni mynd með vatnsheldu inyndavélinni. KÖFUN Myndað í sjó og vatni Vatnsheld einnota myndavél er fyr- ir nokkru komin á markaðinn frá Kodak; Fuji bætir um betur og býð- ur samskonar vél með innbyggðu leifturljósi. En hvernig skyldu þær reynast? Svanur Steinarsson, sem rekur Framköllunarþjónustuna í Borgar- nesi er jafnframt áhugamaður um köfun. Hann kvaðst hafa prófað Kodakvélina bæði í sundlaug og einnig í sjónum undan Straumfirði á Mýrum. Kvaðst Svanur hafa ver- ið undrandi á því hvað hann hefði náð skýrum myndum með þessum einnota vélum. Þá væru vélarnar gefnar upp fyrir hámarks dýpi 2,5 m, en hann hefði myndað botngróð- ur á um 7 metra dýpi og vélin hefði staðist það. - TKÞ Krossfiskar og skeljar á 7 metra dýpi út af Straumfirði á Mýrum. 00 ,kr. leikurmn östudaga kl. 12.00 Keilusálurinn JIABAH ISLAHDS oiv|Uhlíð, C‘l 3551 530 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.