Morgunblaðið - 10.10.1990, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990
/, £Íq sendí son mínn i sk&ia i!L Flórlda
Manstu þegar við sátum Er þetta í lagi vinur minn,
hér ung og ástfangin sitt er þetta ekta skipstjóri?
á hvorum endanum ...?
HÖGNI HREKKVÍSI
Styðjum Guðmund
Til Velvakanda.
Það voru velkomnar fréttir þegar
Guðmundur Hallvarðsson ákvað að
bjóða fram krafta sína til prófkjörs
sjálfstæðismanna fyrir alþingis-
kosningarnar næsta vor.
Þessi tíðindi voru merkileg fyrir
þær sakir að þarna kom fram góð-
ur málsvari þeirra er þurfa að vinna
hörðum höndum fyrir lífsbrauði
sínu.
Þarna kom maður sem skilur lífs-
baráttuna frá grunni og það sem
Skrifið eða hringið til
Yelvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til fdstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efhis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfh, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efhi til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar. Ekki verða birt nafnlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafhgreint fólk.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér i
dálkunum.
ekki er verra, hann talar mannamál
og fólkið skilur hann.
Þó að ég styðji þennan dreng
heilshugar í komandi prófkjöri þá
er það ekki tilefni þessara skrifa
heldur skemmtilegt atvik sem átti
sér stað í maí síðastliðnum.
Á kosningaskrifstofu Sjálfstæð-
isflokksins í Mjódd í Breiðholti var
mikið unnið og eins og alltaf í kosn-
ingabaráttunni komu upp ýmis
ófyrirséð mál.
Eitt var það að hjón nokkur í
Breiðholti vildu fara saman á kjör-
stað en sárvantaði pössun fyrir
börnin sín sem voru 7 mánaða og
4 ára gömul.
Nú voru góð ráð dýr því þó að
einvalaliði því sem þarna starfaði
væri margt til lista lagt þá var
enginn sérfróður í annarra manna
bömum sem þau þekktu alls ekki
neitt, og gagnkvæmt.
Að venju var hinn sístarfandi
Guðmundur Hallvarðsson ásamt
sinni konu á kosningaskrifstofu og
fannst það ekki neitt tiltökumál að
þau gerðust barnapíur á meðan
foreldrarnir væru að kjósa og áður
en nokkur hafði áttað sig þá voru
þau hjónin farin.
Þegar Guðmundur og Hólmfríður
komu á staðinn var sjóðandi heitt
kaffi á könnunni en foreldrarnir
skunduðu á kjörstað.
Á meðan yngra barnið naut sam-
vista við Óla Lokbrá gerðist sá ijög-
urra ára málglaður mjög og naut
sín í hvívetna en gerðist argur þeg-
ar foreldrarnir komu aftur og
fannst kosningin hafa tekið alltof
stuttan tíma.
Þeim leið vel, hjónunum, sem
héldu aftur út í milt vorkvöld kjör-
dagsins og glöddust yfir vel unnu
verki og ekki dró það úr ánægjunni
að fá dynjandi lófaklapp allra á
kosningaskrifstofunni um Ieið og
þau birtust þar aftur.
Þetta er eitt af þeim skemmtilegu
atvikum sem verða manni minnis-
stæð og sjálfsagt að leyfa öðrum
að njóta líka.
Helgi Steingrímsson
Tannlækningar í Búlgaríu
Til Velvakanda.
Fyrir stuttu skrifaði Jóhanna
Guðmundsdóttir í Velvakanda um
hrakfarir sínar hjá tannlækni í
Búlgaríu. Af því tilefni langar mig
að leggja tvær spurningar fyrir
Jóhönnu. 1) Hve langur tími leið
frá því að hún fékk brúna sína
þangað til hún fékk tannrótarbólgu?
2) Hvar í Búlgaríu fékk hún sína
brú?
Ég er mjög forvitin vegna þess
að ég var í Búlgaríu í byrjun sept-
ember, á stað sem heitir Eleníte,
og fékk brýr á aðeins 19 þúsund
krónur eða 33 dollara stykkið. Ég
er sammála þér, Jóhanna, að tann-
læknastofan var 10 til 20 árum á
eftir því sem við erum vön í snyrti-
mennsku og útliti. Minn tannlæknir
var mjög hreinlegur, þ.e. þvoði
hendurnar og notaði hrein áhöld.
Við höfðum indælan túlk sem heitir
Ægir. Hann aðstoðaði okkur öll
eins og þörf var á. Þeir sem þurftu
að láta taka úr sér tennur voru
deyfðir en við hinir sem ætluðum
að fá brýr fengum frekar ruddalega
meðferð. Hjá okkur var jaxlinn
hreinsaður, þ.e. allt silfur í burt,
þar sem brúin átti að fara yfir.
Þetta þýddi kul í 3 til 4 daga þar
til brýrnar voru tilbúnar.
Jóhanna, mér þykir leiðinlegt að
heyra hvernig fór fyrir brúnni þinni.
Er það örugglega tannlækninum í
Búlgaríu að kenna? Við vitum báðar
að tannlæknar á íslandi eru mis-
jafnir og þannig er það einnig með
tannlækna í öðrum löndum. Einn
íslendingurinn hjá okkur var alltaf
með verk í rótfylltri tönn (þ.e. tönn
sem var rótfyllt á íslandi). Þegar
okkar tannlæknir úti fór að athuga
málið kom í ljós úldin bómull í tönn-
inni. Læknirinn reyndi að bjarga
tönninni en það tókst ekki. Verkur-
inn vildi ekki fara svo að endalokin
voru þau að tönnina varð að fjar-
lægja.
Okkar lækni fannst við öll hafa
alltof gamlar fyllingar. Skýringin
er auðvitað sú að tannviðgerðir eru
alltof dýrar á íslandi. Eitt var ég
ekki ánægð með í Búlgan'u. Tann-
læknirinn tók engar röntgenmynd-
ir. Tannskemmd getur leynst í tönn-
inni, sem brúin ódýra er látin yfir,
og fer hún þá fyrir lítið. Jóhanna,
ég vona að þú sjáir þér fært að
fræða mig og fleiri, sem völdum
þessa leið.
Steinunn Villyálmsdóttir
Víkveiji skrifar
Af umræðum í Bretlandi má
ráða, að Margaret Thatcher
forsætisráðherra hafi komið and-
stæðingum sínum í opna skjöldu
fyrir helgi, þegar tilkynnt var að
framvegis yrði gengi pundsins
skráð í samræmi við evrópska
gengisviðmiðun. Með þessu sneri
Thatcher við blaðinu og greip til
úrræðis, sem Nigei Lawson, fjár-
málaráðherra í ríkisstjórn hennar,
vildi á sínum tíma en naut þá einsk-
is stuðnings forsætisráðherrans.
Fagnaði Lawson tilkynningu eftir-
manns síns í embætti, Johns Maj-
ors, með þeim orðum, að betra
væri seint en aldrei.
Ástæðurnar fyrir stefnubreyting-
unni eru í senn þrýstingur frá
breskum Evrópusinnum sem vilja
ekki að land þeirra einangrist um
of innan Evrópubandalagsins vegna
einstrengingslegra viðhorfa og
óhagstæð þróun í bresku efna-
hagslífi, þar sem verðbólga og vext-
ir hafa hækkað. Strax eftir að skýrt
hafði verið frá hinni nýju stefnu
stjórnarinnar lækkuðu vextir á fast-
eignalánum, svo að dæmi sé tekið,
íbúðakaupendum til mikillar gleði.
Fyrir áhugamenn um stjórnmál
er forvitnilegt að velta því
fyr- ir sér hvers vegna Thatcher tók
þessa ákvörðun einmitt á þessari
stundu. Hún hefur lengi staðist
þrýstinginn og sagt, að hann sé
ekki óbærilegur fyrir sig. Hún er
þekkt fyrir að fara sínar eigin leið-
ir og beita áhrifum sínum og sann-
færingakrafti til hins ýtrasta.
Frægar eru yfirlýsingar hennar um,
að hún sé ekki gefin fyrir kúvend-
ingar.
Thatcher og íhaldsflokkurinn
hafa átt undir högg að sækja sam-
kvæmt skoðanakönnunum undan-
farið og hefur Verkamannaflokkur-
inn undir forystu Neils Kinnocks
náð verulegu forskoti, ef marka
má þessar kannanir, þótt það hafi
heidur minnkað undanfarið. Árs-
þingi Verkamannaflokksins lauk
einmitt á föstudag, þegar hin
óvænta tilkynning um gengissam-
starfið var birt. Brugðust ýmsir
talsmenn hans þannig við, að með
þessu væri forsætisráðherrann ein-
vörðungu að reyna að draga athygl-
ina frá lyktum flokksþings . and-
stæðinga sinna auk þess sem hún
væri að búa í haginn fyrir sjálfa
sig á ársþingi íhaldsmanna, sem
haldið er í þessari viku.
xxx
essi skýring á tímasetningu
þessarar mikilvægu ákvörð-
un- ar er vafalaust rétt. Ef stjóm-
málamaður telur sig á annað borð
nauðbeygðan til að taka ákvörðun,
sem honum er ekki alfarið að skapi,
hlýtur hann að velja þann kost, sé
hann á annað borð fyrir hendi, að
nýta sér gjörninginn sjálfan til
fulinustu. Thatcher sýndi enn einu
sinni í síðustu viku, hve mikla hæfi-
leika hún hefur einnig að þessu
leyti. George Bush Bandaríkjafor-
seti hefur valið svipaðan kost í deil-
um sínum um fjárlögin við Banda-
ríkjaþing. Forsetinn hefur orðið að
hvika frá þeirri stefnu að hækka
ekki skatta á hinn bóginn heldur
hann þannig á málum gagnvart
Bandaríkjaþingi að öllum er ljóst,
að það er þingið en ekki hann, sem
þarf að samþykkja skattahækkun-
ina og samdrátt í ríkisútgjöldum,
svo að eitthvað verði úr fram-
kvæmdum.
(
I
<
i
(
í
J