Morgunblaðið - 10.10.1990, Qupperneq 47
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1.990
47
; „Baráttan er
' okkarvopn“
- segirArnórGuðjohnsen um leikinn í kvöld
„ÞETTA verður gífurlega erfiður leikur. Ég held að Spánverjar
séu með sterkasta liðið í riðlinum. Þeir eru ákveðnir í að sýna
getu sína eftirfrekar slakt gengi liðsins á Heimsmeistaramótinu
á Ítalíu í sumar. Við vitum að hverju við göngum og seljum okk-
ur dýrt. Baráttan er okkar vopn,“ sagði Arnór Guðjohnsen.
Það sem hefur vantað hjá okkur í fyrri leikjum er að losna við tauga-
spénnuna í upphafi leiks. Þegar vantar öryggið bakka menn ósjálf-
rátt og þá kemur pressa í stað þess að taka þá framar á vellinum. Það
hefur vantað sjálfstraust þegar komið er út í alvöruleiki, menn þurfa að
taka meiri ábyrgð og þor. Mönnum hættir til að losa sig við boltann of
. fljótt og eru hræddir við að gera mistök. Það er eins og við þurfum að
lenda undir til að fá sjálfstraustið," sagði Amór.
Arnór sagði að þessi tími á Spáni fram að leik væri mjög góður. „Það
. er mikill metnaður í hópnum og við erum staðráðnir í að selja okkur dýrt.“
Þjátfar
Ormarr
liðKA?
KA-menn eiga í viðræðum við Ormarr Örlygs-
son um að hann taki að sér þjálfun 1. deiidar-
liðs félagsins í knattspyrnú. Ormarr leikur sem
kunnugt er með liðinu; var einn besti maður liðsins
í sumar og hefur verið { landsliðshópi íslands.
Onnarr á að baki 131 leik í 1. deildinni, þar af
64 með Fram, sem hann lék með 1985-1988 en
síðan snéri hann aftur á heimasióðir og lék með
KA á ný í fyrra er liðið varð íslandsmeistari í
fyrsta skipti.
Það ætti að skýrast á næstu dögum hvort Orm-
arr verður þjálfari KA næsta sumar.
Undankeppni EM U 21 og ÓL:
Krislján kom í
veg fyrir stórt tap
Kristjðn Finnbogason
ÍSLENSKA ólympíulandsliðið
( skipað leikmönnum 21 árs og
yngri tapaði 2:0 fyrir jafnöldr-
um sínum frá Spáni. Saman-
( lögð markatala íslendinga eftir
fjóra fyrstu leikina í riðlinum
er því0:10. Leikurinnfórfram
á Jose del Cuvillo vellinum í
Santa Maria í gærkvöldi og er
einnig liður í undankeppni Evr-
ópumóts U-21 árs landsliða.
Valur
Jónatansson
skrífar
frá Spáni
Spánverjar gerðu mörkin með
tveggja mínútna millibili í fyrri
hálfleik. Kristján Finnbogason,
markvörður úr KR, sem tók stöðu
Ólafs Péturssonar,
er var meiddur, átti
stórleik og bjargaði
liðinu frá enn stærra
tapi.
Islensku strákarnir voru mjög
taugaspenntir í fyrri hálfleik og
engu líkara en að tapið gegn Tékk-
um sæti enn í hugum þeirra. Send-
ingar voru slæmar og oftast beint
á andstæðinginn. Spánverjarnir
voru mjög fljótir og alltaf skrefi á
undan. Það mátti því telja vel slopp-
ið að íslenska liðið fór ekki með
nema tvö mörk á bakinu, er gengið
var til leikhlés.
Fyrra mark Spánveija kom á 21.
mínútu og var sérlega glæsilegt.
Aguila Lalana skoraði með þrumu-
skoti af 30 metra færi efst í horn-
ið. Síðara markið kom eftir varn-
armistök; sending í gegnum vömina
og þar kom Tinila Mirana eins og
elding og vippaði yfir Kristján í
markinu.
Síðari hálfleikurinn var tíðinda-
li'till og var eins og Spánveijar sættu
sig við mörkin tvö. Þeir pressuðu
ekki eins stíft heldur létu boltann
ganga milli manna. íslenska liðið
lék mun betur í síðari hálfleik, barð-
ist vel til að vinna boltann, en þeg-
ar átti að byggja upp sóknir var
eins og allt færi í handaskolum.
Maður hafði það á tilfinningunni
að knötturinn væri heitur.
Leikmenn voru hræddir við að
taka áhættu og gerðu allt til að
losa sig við boltann eins fljótt og
auðið var.
Besti leikmaður íslenska liðsins
var Kristján, sem varði oft á tíðum
á ótrúlegan hátt. Steinar Adolfsson
og nafni hans Guðgeirsson léku vel
og Helgi Bjarnason og Þormóður
Egilsson voru sterkir í vörninni.
Bjarni Benediktsson fór útaf meidd-
ur í byijun síðari hálfleiks eftir að
hafá fengið högg á hné.
Spánn-ísland 2:0
Santa Maria, Jose del Cuvillo, undan-
keppni ÓL og EM U-21, þriðjud. 9.
okt. 1990.
MSrkin: Mirana (21.), Lalana (23.).
Gultspjald: Steinar Guðgeirsson (84.).
Dómari: Tinto Corero frá Portúgal.
Slakur heimadómari.
Áhorfendur: 5.000.
Lið Spánar: Carrasco, Lgopis, Larraza-
bol, Femandez, Escurza, Villabona, Mir-
ana, Martinez, Lalana, Lasa, Manjarin.
Lið íslands: Kristján Finnbogason,
Helgi Björgvinsson, Bjarni Benediktsson
(Jóhann Lapas 49.), Þormóður Egilsson,
Kristján Halldórsson, Ríkharður Daða-
son, Valdimar Kristófersson (Gunnlaug-
ur Einarsson 85.), Steinar Adolfsson,
Anton Bjöm Markússon, Steinar Guð-
geirsson, Haraldur Ingóifsson.
Líklegt lið í kvöld
Byijunarlið íslands verður ekki tilkynnt fyrr en á hádegi í dag
en búast má við að það verði þannig skipað:
i Bjami Sigurðsson í markinu, Guðni Bergsson aftastur í vöm og
Atli Eðvaldsson fyrir framan hann. Kristján Jónsson (eða Þorgrímur
Þráinson) hægri bakvörður og Sævar Jónsson vinstri. Á miðjunni
verða líklega frá hægri: Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Rúnar
Kristinsson (eða Pétur Ormslev) og Sigurður Grétarsson. Arnór
Guðjohnsen fremsti maður á miðjunni og Ragnar Margeirsson fremst-
ur.
Steinar Adolfsson, fyrirliði íslenska liðsins, lék vel í gærkvöldi.
Hvað sögðu þeir?
ítfom
„Ég er alltaf óhress með að tapa
en get þó sætt mig við leikinn í
heild. Kristján stóð sig mjög vél í
markinu," sagði Marteinn Geirsson,
þjálfari íslenska liðsins. „Þetta er
einfaldlega munurinn á atvinnu- og
áhugamönnum og þeir hafa tækn-
ina og snerpuna framyfir okkur.
Þessi leikur var mun betri en gegn
Tékkum. Strákarnir voru að vísu
hræddir fyrir leikinn og það sást í
fýrri hálfleik. Leikmenn flýttu sér
of mikið að losa sig við boltann í
stað þess að reyna að spila. Það
er ekkert hægt að segja við þessum
mörkum, sem við fengum á okkur.
Þau vom bæði glæsileg."
Steinar Adolfsson, fyrirliði:
„Ég get verið sáttur við seinni
háífleikinn en það tók okkur allan
fyrri hálfleikinn að komast inní leik-
inn. Þetta er mun skárra en skellur-
inn í Tékkóslóvakíu. Spánverjar eru
með gott lið en ég held að Tékkarn-
ir séu enn betri. Tveggja marka tap
er raunhæft gegn þessum atvinnu-
mönnum."
Kristján Finnbogason:
„ÉG var mjög taugaóstykur í
byijun en fékk fljótlega nóg að
gera í markinu og það kom mér í
stuð. Síðari hálfleikurinn var ró-
legri enda pressuðu Spánveijar ekki
jafn stíft.“
Steinar Gudgeirsson:
„Það var mjög erfitt að spila
þennan leik. Þeir eru gífurlega fljót-
ir og erfítt að komast framhjá þeim.
Við vomm þó ragir í þessum leik
og það gekk illa að koma boltanum
milli manna. Fyrra markið kom
uppúr enga og ekkert við því að
gera en í síðari markinu voru varn-
armenn of seinir að átta sig á hraða
Spánverja."
FOLK
■ PÉTUR Pétursson er kominn
í þrýstiumbúðir um ökkla og hann
gengur með hækjur. Pétur verður
að vera í þrýstiumbúðum í tvær til
þijár vikur. Hann meiddist á æfingu
í fyrrakvöld eins og gi-eint var frá
í blaðinu í gær. Tognaði illa á ökkla.
■ AÐEINS sjö leikmenn í sextán
manna landsliðshópi Spánverja
voru í HM-hópi Spánar á Ítalíu. -
H SIGURÐUR Jónsson segir að
það sé erfitt að leika í Sevilla.
„Síðast þegar við lékum hér, 1985,
köstuðu áhorfendum eplum og öðr-
um ávöxtum að okkur."
■ ATLI Eðvaldsson, fyrirliði
landsliðsins, segir að bæði liðin
byiji leikinn með eitt stig. „Við
reynum hvað sem við getum til að'
halda okkar stigi. Fyrstu þijátíu
mínúturnar verða erfiðar."