Morgunblaðið - 14.11.1990, Side 2

Morgunblaðið - 14.11.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 Lög á sjómenn eru ekki í uppsiglingu - segir Steingrímur Hermannsson DEILA Farmanna- og fiskimannasambandsins og Landssambands íslenskra útvegsmanna var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Boðað verkfall FFSÍ hefst 20. nóvember ef ekki semst fyrir þann tíma en í gærkvöldi var búist við fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Forsæt- isráðherra segir að ráðherrum hafi á fundinum verið gerð grein fyr- ir stöðu kjaradeilunnar. „Ríkisstjórnin ræddi til hvaða ráða hún gæti gripið í þessu máli en ég vil þó taka skýrt fram að lagasetning er ekki í uppsiglingu. Ef eitthvað er hægt að gera varðandi t.d. öryggismál sjómanna, sem þeir hafa oft rætt um, erum við reiðubúnir til að skoða það,“ segir forsætisráðherra. Forsætisráðherra sagði ríkis- stjórnina vilja greiða fyrir lausn deil- unnar og þar kæmi til greina ýmis öryggismál sem eru í athugun á borð við þyrlumál, flotbúninga o.fl. „Ég hef verið í sambandi við far- Borgarráð: Utsvar óbreytt á næsta ári Á FUNDI borgarráðs í gær var afgreidd tillaga um að útsvars- álagning staðgreiðslunnar í borg- inni á næsta ári verði óbreytt eða 6,7% Tillagan var afgreidd án ágrein- ings og vísað til fundar í borgar- stjóm næstkomandi fimmtudag. menn en við blöndum okkur á engan máta inn í deilur þeirra og LTÚ,“ sagði hann. Steingrímur sagði að afleiðingar verkfalls farmanna gætu orðið mjög alvarlegar, ekki síst fyrir landverka- fólk, sem missti atvinnuna vegna þess. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, vildi lítið segja um höfnun far- manna á tilboði útvegsmanna á formannafundi FFSÍ á ísafirði sl. mánudagskvöld. „Þeir ætla sér í verkfall út af tímakaupi, sem þeir fá sárasjaldan greitt. Launakerfíð á fiskiskipum er þannig upp byggt að sjómenn fá annað hvort greitt sam- kvæmt aflahlut eða kauptryggingu. í einstaka tilfellum þess utan er um tímakaup að ræða þegar unnið er við undirbúning o.þ.h., en slíkt er algjör undantekning," sagði hann. Lést af völdum bráðr- ar bakteríusýkingar SVÍINN, sem lést í Vestmannaeyjum á föstudag af völdum bráðrar bakteríusýkingar er leiddi til heilahimnubólgu að því að talið er, hét Mikael Rydeberg. Hann var 19 ára gamall frá Ludvika í Dölunum í Svíþjóð og starfaði ásamt 13 öðrum ungum Svíum hjá Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum. Sex Svíanna hyggjast nú halda heim á leið. Að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis virðist sem um eða innan við hálftími hafi liðið frá því að óskað var læknisaðstoðar þar til maðurinn var kominn í læknishendur á sjúkrahúsinu og segir landlæknir að fullkom- lega eðlilega hafi verið staðið að málum hjá læknum í Vestmannaeyjum. Ólafur sagði í samtali við Morgun- blaðið að Svíinn ungi hafi verið orð- inn lasinn á fimmtudagskvöld. Að morgni föstudags hafði honum elnað sóttin mjög og þegar hann kom á sjúkrahúsið í hádeginu á föstudag Fáskrúðsfjörður: Kjöti úr Hof- felli brennt TOLLGÆZLAN brenndi í gær tæplega hálft annað tonn af ýmiss konar kjöti, sem skipverjar á tog- aranum Hoffelli höfðu haft með sér frá Þýzkalandi, umfram það sem gefið var upp. hefði hann í raun verið dauðvona, sagði landlæknir. Banamein hins 19 ára Mikaels Rydeberg var bráð bakteríusýking, að sögn landlæknis. Hann sagði að sýking af þessu tagi leiddi oft til heilahimnubólgu. Hún væri ekki al- geng hér á landi, en hefði þó leitt til faraldurs hér fyrir um 15 árum. Ekkert benti til að Svíinn hefði smit- ast við vinnu sína í Vestmannaeyjum né að aðrir í hópnum væru smitaðir. Lyf eru til gegn þessari tegund sýk- ingar ef sjúklingur kemst nógu fljótt undir læknishendur og sagðist land- læknir vonast til að hægt yrði að bólusetja gegn henni innan tveggja ára. Morgunblaðið/Þorkell Snæfríður Aþena Stefánsdóttir var kát og glöð á barnadeild Landakotsspítala í gær. Hjá henni eru faðir hennar, Stefán Karl Baldursson og móðir, Sólveig Ásta Jónasdóttir, ásamt Örnu Skúla- dóttur, hjúkrunarfræðingi. Ottaðist að allt væri um sein- an og gladdist yfir lífsmarki „ÞEGAR ég var að blása í hana lífi gerði ég mér í raun ekki grein fyrir hvað væri að gerast. Það var allt svo óraunverulegt og ég gerði þetta vélrænt," sagði Stefán Karl Baldursson í samtali við Morgunblaðið. Á mánudag blés hann lífi í tveggja ára dóttur sína, sem hafði fallið í grunna tjörn á húslóð í Keflavík. Stefán, sem er lögregluþjónn, telur það hafa gert gæfumuninn að hann lærði hjálp í viðlögum í Lögregluskólanum, en hann hefur aldrei þurft að beita þeirri þekkingu áður. Sólveig Ásta Jónasdóttir, móðir telp- unnar, segir að hún hafi orðið mjög glöð þegar hún sá Iífsmark með dótturinni á ný, en hún hefði óttast að allt væri um seinan, því barnið hefði verið svo kalt og helblátt í framan. Litla telpan, Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, var hin brattasta þegar blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins heimsóttu hana og foreldra hennar á bamadeild Landakotsspítala í gær. Föður hennar og móður, Sólveigu Ástu Jónasdóttur, segist svo frá, að þau hafi verið í heimsókn hjá kunn- ingja sínum í húsi við Suðurvelli í Keflavík, þegar óhappið varð, um klukkan 15.30. „Við sátum yfir kaffibolla og Snæfríður var að leika sér við hvolp, sero er á heimil- inu. Nokkru síðar tókum við eftir því að það var óvenju hljótt í hús- inu og fómm að gæta að henni. Þá sáum við að útidymar vom í hálfa gátt, hlupum út og leituðum í kring. Hvolpurinn var á næstu lóð fyrir ofan, sem er í augnhæð við lóð Guðmundar, kunningja okk- ar. Hundurinn gelti og þegar að var gáð reyndist hann vera blaut- ur. Guðmundur áttaði sig þá á því að þar á lóðinni er steypt laug, eða ker, hljóp þangað, fann Snæfríði í lauginni og kom hlaupandi með hana í fanginu til baka.“ Snæfríður var blá og stíf af kulda þegar faðir hennar hóf lífgunartilraunir. „Ég held að ég hafi ekki blásið lengi þegar hún tók við sér og hóstaði, svona átta til tíu sinnum,“ sagði hann. „Það er þó erfitt að gera sér grein fyrir hvað tímanum líður þegar svona stendur á.“ Stefán sagði að Snæfríður hefði í fyrstu ekki virst þekkja foreldra sína aftur. „Eftir að hún hafði verið í hitateppi um stund var hún orðin furðu brött,“ sagði hann. „Við höldum einna helst að hún hafi fallið aftur fyrir sig í vatnið og stífnað strax upp af kulda. Vatnið var gmnnt, ekki nema um 40 sentimetrar." Líkamshiti niður fyrir hættumörk Sævar Halldórsson, barnalæknir á Landakoti, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir Guðs mildi hefði barnið aðeins verið skamma stund í vatninu. Eigi að síður hefði það verið hætt að anda og hefði dmkkið talsvert af vatni. Vatnið hefði trúlega ekki verið yfir 4-5 gráðum og líkamshiti hefði því fallið mjög og verið kominn niður fyrir hættumörk, eða um 34 gráð- ur er komið var inn á sjúkrahúsið í Keflavík. Hætta hefði verið á öndunarstoppi og varanlegum heilaskemmdum. Snæfríður litla virtist ætla að jafna sig fullkom- lega og sagði Sævar að foreldram- ir hefðu haft aðgát á sér og gætt að bami sínu tiltölulega snemma. Viðbrögð þeirra hefðu verið hár- rétt og aðhlynning á sjúkrahúsinu í Keflavík verið mjög góð. Sævar sagði að tjamir í görðum og heitir pottar byðu hættunni heim og aldrei væri nógsamlega brýnt fyrir fólki að fara varlega og vera á varðbergi alls staðar þar sem hættur kynnu að leynast og nefndi hann sem dæmi að jafnvel baðker í heimahúsum gætu verið slysagildrur. Lélegt ástand loðnustofnsins: Hleypir loðnuverksmiðj- unum í bullandi taprekstur „LÉLEGT ástand loðnustofnsins núna hleypir loðnuverksmiðjunum i bullandi tap og mælingar á ársgamalli loðnu gefa ekki tilefni til bjart- sýni varðandi næstu vertíð,“ segir Jón Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Hugsanlegt er að loðnuveiðar verði stöðvaðar tímabundið á næstunni, þar sem mikið hefur verið af smárri, ókynþroska loðnu í afla loðnuskipanna í haust, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar en hann stjórnar loðnuleiðangri rannsókna- skipsins Bjarna Sæmundssonar, sem nú stendur yfir. Kristján Ragnars- son, formaður LIÚ, segir útvegsmenn hafa miklar áhyggjur af ástandi loðnumiðanna. Þeir muni leggja til að aðeins verði lokað á ákveðnum veiðisvæðum. Hoffellið var að koma úr siglingu til Bremerhaven. Kjötið var í mat- vælageymslum skipsins og var að sögn tollgæzlu ekki reynt að fela það. Að sögn Brynjólfs Karlssonar, yfirmanns rannsóknardeildar toll- gæzlunnar, var talið að kjötið hefði verið í eigu útgerðar skipsins og ýmissa skipverja. Fokker rak niður stélið STÉL Fokker-flugvélar Flug- leiða straukst við flugbrautina þegar vélin lenti á Isafjarðar- flugvelli siðdegis í gær með far- þega frá Reykjavík. Engan sak- aði og vélin skemmdist ekki. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, reis vélin Iítið eitt of mikið í lendingunni og straukst stuðpúði, sem ætlaður er til að deyfa höggið ef slíkt gerist, við brautina. Ekki sá á vélinni og hélt hún áfram áætlunarflugi. „Okkur finnst eðlilegra að ein- stöku svæðum verði lokað en að loðnuveiðamar verði alveg bannaðar vegna þess, að þegar loðnan hefur sína hrygningargöngu og gengur austur fyrir land, eins og hún gerir venjulega, þá aðskilur hún sig frá ungloðnunni. Við teljum að það komi ekki í Ijós hvemig sú ganga verður nema veiðar verði leyfðar fyrir utan þau svæði þar sem smáloðnan heldur sig. Það verður okkar innlegg í umræðuna þegar Hafrannsóknar- stofnun hefur skilað ráðuneytinu sínum hugtnyndum," sagði Kristján. „Við höfum átt von á loðnuveiði- banni, þar sem loðnan hefur verið mjög blönduð og hvorki verksmiðj- ur, né sjómenn, vilja standa að smá- loðnudrápi," segir Jón Ólafsson. „Hins vegar þyrfti Hafrannsókna- stofnun að útskýra fyrir okkur hvernig eigi að fylgjast með loðn- unni verði veiðar á henni bannaðar. Ég tel að halda þyrfti úti einhveijum loðnuskipum til að hafa auga með því hvenær stóra loðnan kemur sér í hrygningargöngurnar og skilur sig frá smáloðnunni, því skip Hafrann- sóknastofnunar komast tæplega yfir það,“ segir Jón. íslensk skip hafa veitt rúm 50 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð og þau veiddu einungis 54 þúsund tonn á síðustu haustvertíð. Loðnu- stofninn virðist nú vera í lægð og því er ekki hægt að búast við að loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð. Heildarloðnukvótinn er nú 600 þúsund tonn, eða þriðjungi minni en á síðustu vertíð en þá var hann 900 þúsund tonn. Þar af veiddu íslensk skip 666 þúsund tonn og hér vom einnig brædd 11-12 þúsund tonn af loðnu úr erlendum skipum á síðustu vertíð. Loðnukvóti íslendinga er 468 þús- und tonn á þessari vertíð og Einar Guðfínnsson hf. í Bolungarvík hefur keypt 6.500 tonn af loðnukvóta Grænlendinga, þannig að íslending- ar mega veiða samtals 475 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni. Úr þessu magni er hægt að framleiða um 85 þúsund tonn af mjöli 50 þúsund tonn af lýsi, samtals 3,6 milljarða kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.