Morgunblaðið - 14.11.1990, Side 9

Morgunblaðið - 14.11.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 9 Árni Jónsson, tannlæknir og læknir Hef opnað tannlækningastofu í Austur- bæjarapóteki, Háteigsvegi 1. Viðtalsbeiðnum er veitt móttaka í síma 626035. Eitt símtal og þú ert áskrifandi að spariskírteinum ríkissjóðs Askriftar- og þjonustusimar: 91-62 60 40 og 91-69 96 00 ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Þjónustumiöstöö ríkisveröbréfa, Hverflsgötu 6,2. hæö. Sími 91-62 60 40 Rúmlega 50% aukning „samneyzlu" 1980-1990! Svokölluð samneyzla, það er útgjöld vegna reksturs hins opinbera, hefur aukizt um 53% á níunda áratugnum (1980-1990), að þvker fram kemur í rit- stjórnargrein Á döfinni, blaðs Félags íslenzkra iðnrekenda. Á sama tíma jókst landsframleiðsla okkar aðeins um 22%. Staksteinar staldra við þetta efni í dag, en fyrst verður gluggað í ritið Viðskipti, fréttir frá skrifstofu viðskiptalífsins, þar sem fjallað er um stöðnun í íslenzku efna- hagslífi. Stöðnun í íslenzku efna- hagslífí I rítinu „Viðskipti, fréttir frá skrifstofu við- skiptalífsins" er fjallað um skýrslu Villijálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Verzlun- arráðs Islands, „Lífskjör og atvinnulíf 1980-2000“, en þar er rakin þróun íslenzkra efnahagsmála síðustu tvo áratugi. Orð- rétt segir: „Megináherzlan í um- fjöllun Vilhjálms var sú að hætta sé á að ísland verði undir í samkeppn- inni um líl’skjör við aðrar OECD-þjóðir. Undan- farna áratugi hafa reglu- leg góðæri skilað okkur upp i efstu sæti heimsins í þjóðartekjum á mann. Undanfarið hafa liag- fræðingar varað við því að í framtíðinni sé hætta á stöðnun frekar en að góðærin skili sér áfram. Vilþjálmur nefnir þijár ástæður fyrir þvi að hætta væri á stöðnun i íslenzku atvinnulifi. I. fyrsta lagi væri verð- bólga hér hærri en í öðr- um OECD-löndum. Út- gjöld hhis opinbera færu vaxandi hér á landi, en gerðu það ekki í öðrum iðnrílqum. í þriðja lagi hafi íslenzkt atvinnulif ekki þróast yfir í útflutn- ingsfarveg. Útflutningur á marni eykst stöðugt í öðrum OECD-löndum, en ekki hér. Áherzla á ut- anríkisviðskipti er bráð- nauðsynleg hveiju nútímaþjóðfélagi." Verðbólga, vöxtur op- inberra útgjalda sem hlutfalls af landsfram- leiðslu og þjóðartekjum á kostnað atvinnulífsins og erfið staða útflutnings- framleiðslu torvelda sókn þjóðarinnar .. til bættra lífskjara. Þetta er athyglisverð niðurstaða í (jósi upplýsinga um vöxt ríkisútgjalda hér á landi, sem Staksteinar staldra við hér á eftir. Hlutur hins opinbera nálg- ast 40% Hlutur hins opinbera af landsframleiðslu er mjög misjafn eftir ríkjum. Enn er hann lægri hér en þar sem hann er hvað hæstur, eins og t-d. í Svíþjóð, en hann vex hratt, samhliða hækkun skatta og nánast viðvarandi halla á rikis- búskapnum. í ritstj ómargrein blaðs FÍI, Á döfinni, segir m.a.: „Á íslandi eru þessi hlutföll að vísu nokkru lægri en í Sviþjóð en hafa hins vegar farið ört hækkandi undanfarin ár. Þannig voru útgjöld hins opinbera á íslandi 32,2% af landsframleiðslu á ár- inu 1980 en voru orðin 38,6% á árinu 1989. Tekj- ur hins opinbera hafa að sjálfsögðu jafnframt hækkað þótt halli hafi myndast á opinbera bú- skapnum. Það er alkunna hvemig skattar hafa ver- ið hækkaðir jafnt og þétt á siðustu árum.“ Siðar í ritstjómar- greininni segir: „Þannig má benda á að samneyzla, þ.e. út- gjöld vegna rekstrar hins opinbera, jókst um 53% frá 1980 til 1990 en lands- framleiðsla aðeins um rúmlega 22%. Greiðslur almamiatrygginga hafa aukizt meira en sam- neyzlan og vaxtagreiðsl- ur vegna halla undan- genginna ára em nú orðnar vemlegar. Aukn- ing hcildargjalda hins opinbera er því meiri en aukning samneyzlunnar eða liklega um 60% frá 1980-1990. Þetta er nær 5% að meðaltali á ári.“ Á kostnað fólks og fyrir- tælga Enn segir i greininni: „Þar sem skattbyrðin er hvað mest, eins og t.d. í Svíþjóð, er löngu orðið Ijóst að vöxtur hins opin- bera hefur margvísleg áhrif á rekstur iðnfyrir- tækja og atvinnulifið allt. Fyrirtækin verða að taka á sig sífellt meiri kostnað auk þess sem þau keppa við hið opinbera um vinnuafl. Það er líka ljóst að hækkun skatta og flókin kerfi tilfærslna frá einum hópi fólks til ann- ars hefur í för með sér vaxandi Qárhagslegt tap fyrir þjóðfélagið i heild. Sænskir iðnrekendur hafa ákveðið að gera viðamikla úttekt á því hvað þurfi að gera til að draga úr kostnaði við rekstur hins opinbera og hvemig megi nýta fjár- muni betur en nú er gert. Það verður lögð áherzla á að sýna fram á það að það þurfi að breyta að- ferðum við ákvörðun op- inberra útgjalda. Það verði að taka upp nýjar stjómunaraðferðir I\já hinu opinbera og það verði að auka áhrif markaðarins - og þar með samkeppni - á starf- semi hins opinbera. Ein- ungis með slíkupi róttæk- um kerfisbreytingum verði hægt að lækka skattbyrði umtalsvert og skapa þannig skilyrði fyrir vöxt í iðnaði og öðrum atvinnugreinum. Það verður fróðlegt fyrir íslendniga að fylgj- ast með úttekt sænskra iðnrekenda og þeirri umræðu sem heimi mmi fylgja." N ÓVEMBERFRÉTTIR VÍB Lægri tekjuskattur - draumur eða veruleiki? í mánaðarfréttum VÍB er jafnan áhugavert efni um fjármál einstaklinga. Meðal efnis í nóvemberfréttum er grein um skattamál, "Lægri tekjuskattur - draumur eða veruleiki?". Einnig er fjallað um hlutverk trygginga við skipulagningu fjármálanna og lýst upphafi viðskipta með erlend verðbréf. Að venju er loks í blaðinu ítarleg umfjöllun um innlend hlutabréf og verðbréfasjóði. Hægt er að fá kynningáreintak af mánaðarfréttum VIB í afgreiðslunni í Armúla 13a og áskrift má auk þess panta í síma 681530. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.