Morgunblaðið - 14.11.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 14.11.1990, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 Hver er meiningin? eftir Grétar Haraldsson Undanfarna daga hefur verið í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi hver vitringurinn á fætur öðrum sem bölsótast yfir einokunarað- stöðu Flugleiða og telja að með falli Arnarflugs sé búið að færa félaginu á silfurbakka flugleiðirnar, Amsterdam og Hamborg. Ætla íslendingar aldrei að kom- ast yfir þá erfiðleika að muna svona a.m.k. örfá ár aftur í tímann og gera sér grein fyrir staðreyndum? Flugfélag íslands og Loftleiðir voru sameinuð fyrir tilstilii ríkis- vaidsins með Hannibal Valdjmars- son við stjórnvöl í því máli. A þeim tíma skrifuðu blöð um nauðsyn þessarar sameiningar vegna smæð- ar okkar og að með því móti værum við eitthvað miðað við hin stóru félög sem væru allt í kringum okk- ur. A þessum árum skrifuðu marg- ir þekktir sem óþekktir og lofuðu Hannibal fyrir að standa að þessu þjóðþrifamáli. Sameiningin varð að veruleika og allir önduðu léttara nema starfsfólk félaganna sem sáu fram á erfiða tíma þar sem óhjá- kvæmilegt væri að einhveijum yrði sagt upp. Ég ætla ekki .að riija það mál upp því þeir stjórna ekki einu sinni fyrirtækinu sem stýrðu því „Sú framsýni sem ráða- menn Flugleiða hafa sýnt með kaupum á þeim vélum sem þeir eru með í dag sýnir svo ekki er um villst að þarna eru menn á réttri braut og vandanum vaxnir.“ máli á þeim tíma nema kannski stjórnarformaðurinn, sem í dag stjórnar ekki daglegum rekstri Flugleiða. Grétar Haraldsson HENNAPLUS VÍTAMÍN HÁR- SNYRTIVÖRUR ERU KRAFTAVERK FYRIR HÁRIÐ ... NÁTTÚRULEGA Hennaplus eru mjög mildar hársnyrtivörur eingöngu unnar úr náttúrulegum efnum og lausar við öll skaðleg efni. Innihald: 1. ALOE VERA hreint plöntuefni sem gefur þurru og upplituðu hári nýtt líf, lyftingu og glans. 2. PRO-VITAMIN B5 D-PANTHENOL endurnýjar skemmt hár. 3. HENNÁ styrkir, litar og nærir. Gefur „Hennaglans". 4. JOJOBA nærir hársvörðinn og verndar hárið gegn hættulegum U.V. geislum. Hennaplus vörur: • fyrir Ijóst hár • fyrir brúnt hár • fyrir svart hár • fyrir rautt hár • fyrir grátt hár • einnig til: flösu shampoo, silki- og jurta-shampoo. shampoo fyrir feitt og þurrt hár. HENNA ALOE VERA, J0J0BA Hennaplus Vitamin hársnyrtivörur fyrir rautt hár. 1. Glans shampoo rautt hár 2. Vítamín hárnæring rautt hár 3. Vítamín djúpnæring 4. Litaduft rautt 5. Kraftaverkanæring (ekki skoluð úr) 6. Kraftaverkahársprey 7. Spréy fyrir þurrt-fínt hár 8. Stíft gel PRO-VITAMIN B5 D-PANTHENOL Bætir skemmt hár ef notað reglulega. Ph sýrustig 4,5-6. Fæst í stórmörkuðum, snyrtivöruverslunum og apótekum. HEILDVERSLUN SlMAR: 21020-25101 Nú voru allir ánægðir og bros- andi því allt í einu vorum við flugfé- lag sem taldi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Það leið ekki á löngu þar til raddir hófu að syngja einok- un, einokun, þrátt fyrir að á þeim tíma væru fargjöld mun lægrii en þegar samkeppni var á milli félag- anna. Árið 1967 kostaði 8.800 krónur að fljúga frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og til baka aft- ur. Þá voru sko ekki við líði nein afsláttarfargjöld eins og nú tíðkast né tíðkaðist skömmu eftir samein- ingu flugfélaganna. Þá voru mánað- arlaun verkamanns þau sömu eða jafnvel heldur lægri en fargjaldið fyrrnefnda. Var ekki samkeppni þá? Ég bara spyr ... Nei, gleymska okkar íslendinga er alveg ótrúleg. Þá koma þeir kænsku til skjalanna og segja dig- urbarkalega: Sjáið hvernig er farið með okkur á meðan Ameríkaninn og aðrir Evrópubúar borga miklu lægra gjald. Já, það er erfitt að búa norður í Dumbshafi en hvernig hefði ferðatíðninni verið háttað ef við hefðum ekki þann möguleika að ná í þennan stóra markað? Sannleikur- inn er sá, að fæstir sem um þessi mál ræða, hafa minnstu þekkingu á málinu. Flugferðir til og frá landinu eru á mjög lágu verði því möguleikarn- ir á ódýrum fargjöldum eru svo margir að varla þekkist annað eins hjá öðrum.félögum og alls ekki hjá áætlunarfélögum í kringum okkur. í dag eigum við að hætta þessu dægurþrasi og reyna að hlú að þessu eggi okkar á sem bestan hátt, og ég treysti fullkomlega þeim sem stjórna félaginu núna til að geta veitt SAS og öðrum þeim er- lendu félögum sem hug hafa á að ijölga ferðum sínum hingað eða hefja ferðir til landsins þá sam- keppni sem framundan er. Arnarflug er liðin tíð. Önnur islensk millilanda flugfélög ættu ekki að vera til umræðu. Látum ekki pólitíska aðila komast upp með vangaveltur um annað flugfélag, því við höfum ekki efni á því. Veit- um þeim aðilum makleg málagjöld sem það reyna. Sú framsýni sem ráðamenn Flug- leiða hafa sýnt með kaupum á þeim vélum sem þeir eru með í dag sýn- ir svo ekki er um villst að þarna eru menn á réttri braut og vandan- um vaxnir. Höfundur er forstöðumaður þjónustusviðs Eurocard,en hann starfaði áður í nærfelld 25 árlijá Flugleiðum. • • OgTiiimdur Jónasson, formaður BSRB: Hækkun vísi- tölunnar verður færð inn í launin ÖGMUNDUR Jónasson, formað- ur BSRB, segir það liggja í aug- um uppi að hækkun vísitölu framfærslukostnaðar verði færð inn í launin. Vísitalan hefur hækkað um 0,7% frá því í byrjun október og reyndist vera komin í 148,2 stig í nóvember, en í kjarasamningum er gert ráð fyr- ir að nóvembervísitalan verði ekki hærri en 147 stig Ögmundur sagði að í ráði væri að endurskoða kjarasamninginn og þetta yrði að skoða í því samhengi. „Þar þarf bæði að skoða kaup- gjaldsliðina og hugsanlega ýmislegt fleira. Þetta verður allt tekið í einum pakka,“ sagði hann. Undanfarið hefur iaunanefnd BSRB unnið að upplýsingaöflun fyrir endurskoðun kjarasamninga- og auk þess hafa málin verið rædd innan samtakanna, að sögn Ög- mundar. „Framhaldið veltur á nið- urstöðu þeirrar umræðu. Það er ekki komið að neinni ákvarðana- töku og ekki tímabært að tjá sig um endurskoðun samningsins," sagði hann. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.