Morgunblaðið - 14.11.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 14.11.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NOVEMBER 1990 17 þess að Alþingi sitji aðeins frá því í október og fram í maí með löngu jólaleyfi og páskaleyfi. í raun situr Alþingi ekki nema í rúmlega hálft árið. Allir þekkja það óðagot sem einkennir störf þess á vorin, þegar málum er beinlínis rudd leið gegn- um þingið án þess að tóm gefist til eðlilegrar umhugsunar og um- íjöllunar. Og ríkisstjórnir sýnast því fegnari sem Alþingi situr skemur. Þá geta þær stjórnað ein- ar í friði og sett sín eigin lög. Ákveðnariskorður En í rauninni þarf að ganga miklu lengra en að afnema rétt ríkisstjórnar til að setja bráða- birgðalög, sem reyndar kæmi af sjálfu sér ef Alþingi sæti megin- hluta ársins. Það þarf að aðskilja löggjafaivald og framkvæmdavald með enn áþreifanlegri hætti. í mínum huga væri eðlilegt að ráð- herrum væri óheimilt að sitja á Alþingi. Þeir eiga ekki að hafa atkvæðisrétt um lagasetningu. Og þeir eiga ekki einu sinni að hafa málfrelsi á Alþingi, nema þingið óski þess sjálft. Ef þingmaður verður ráðherra, ætti hann að víkja af þingi og varamaður að setjast í hans stað. Það sama á að gilda um ráðherra og hæsta- réttardómara, að þeir gegni eng- um aukastörfum. Og það á einnig að gilda um alþingismenn. Þeir eiga ekki að vera að vasast í bank- aráðum og alls kyns stjórnarstörf- um. Þeir eiga að einbeita sér að störfum iöggjafarsamkundunnar einnar. Það er nefnilega ærinn starfi að setja þjóðinni lög. Með þessu móti tækist raunveruleg skipting valdsins og jafnframt væri komið í veg fyrir að óhófleg völd safnist á fárra manna hendur eins og nú er raunin. Ég held að það sé mjög brýnt verkefni íslensku þjóðarinnar að halda aftur af þeirri skeijalitlu valdagirni sem er helst til algeng í fari stjórnmála- manna okkar og beinist því miður of oft fremur að eigingjarnri framalöngun en störfum í þágu hugsjóna og lífsskoðana. Stjórn- málastörf eiga nefnilega að vera þjónustustörf í þágu þjóðarinnar. En sá sem hefur sjálfan sig að hugsjón getur ekki þjónað öðrum. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenn tum við Háskóia Islands. Virðisaukaskattsuppgjör 15. nóvember: Samtök viðskiptalífs- ins mæla með áætliin VERSLUNARRÁÐ íslands og Félag íslenskra stórkaupmanna hafa sent félögum sínum bréf, þar sem mælt er með því að fyrirtækin skili áætlun um uppgjör virðisaukaskatts fyrir tímabilið 1.-15. nóvember, ef þeim er ekki framkvæmanlegt „án óheyrilegs kostnaðar" að skila formlegu uppgjöri fyrir þetta tímabil. í síðasta mánuði sendi Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri á Skrif- stofu viðskiptalífsins, bréf til fjár- málaráðherra, þar sem þess var farið á leit að hann heimilaði að uppgjör fyrir þetta tímabil yrði framkvæmt með áætlun. Uppgjörstímabil'virðis- aukaskatts er að öllu jöfnu tveir mánuðir, en í bráðabirgðaákvæði laga um virðisaukaskatt er síðustu tveimur tímabilum þessa árs breytt, þannig að næst síðasta tímabilið lengist um 15 daga, til 15. nóvem- ber, og síðasta tímbilið hefst sem því nemur síðar. Farið var fram á að fyrirtækjunum leyfðist að skila formlegu uppgjöri fyrir tímabilið 1. september til 31. október, en skila inn áætlun fyrir 1.-15. nóvember, 25% af. skatti tveggja mánaða tímabilsins. Sú áætl- un yrði síðan dregin frá síðasta tíma- bilþ ársins þegar það yrði gert upp. í bréfi, sem Vilhjálmur Egilsson undirritar fyrir hönd Samtaka við- skiptalífsins tii félaga samtakanna segir að íjármálaráðuneytið og skattayfiivöld hafi talið tormerki á að viðurkenna formlega að áætlun með þessum hætti geti komið í stað uppgjörs samkvæmt iögunum. „Þó hafa þessir aðilar viðurkennt og lýst skilningi sínum á þeim örðugleikum og óheyrilega kostnaði sem formlegt uppgjör m.v. 15. nóvember hefur í för með sér fyrir mörg fyrirtæki," segir í bréfi Vilhjálms. Þar segir ennfremur að VÍ og FÍS telji hins vegar að uppgjör með 25% áætlun fyrir 1.-15. nóvember sé í mörgum tilvikum eina framkvæman- lega aðferðin og að „ekki sé ástæða til refsinga í þeim tilfellum þar sem sú aðferð er notuð í góðri trú enda sé ríkissjóður ekki hlunnfarinn." Þá segir Vilhjálmur: „Greiðendur VSK eru að*Sjálfsögðu hvattir til að skila formlegu uppgjöri m.v. 15. nóv- ember þar sem það er framkvæman- legt án óheyrilegs kostnaðar en sé það ekki hægt mæla samtökin með því að 25% áéetlunin sé notuð.“ Sigríður Bfeinteinsdóttir Ljóðabók eftir ...og þetta er bankabókin okkar! Meö sparnaði á METBÓK og GULLBÓK Búnaðarbankans leggur þú grunninn að fjárhagslegu öryggi í framtíðinni. METBÓK og GULLBÓK eru verðtryggðir sparireikningar sem sameina hámarks öryggi og ávöxtun sparifjárins. Auk þess eru þeir einfaldir og þægilegir í notkun. Þessu eru þeir sparifjáreigendur sammála sem ávaxta 16 milljarða króna á 50.207 METBÓKUM og GULLBÓKUM í Búnaðarbankanum. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Sigríði Bein- teinsdóttur HÖRPUÚTGÁFAN hefur sent frá sér 'nýja ljóðabók, Um fjöll og dali, eftir Sigríði Beinteinsdóttur frá Hávarsstöðum, en hún er í hópi skáldsystkinanna frá Graf- ardal. í kynningu útgefenda segir m.a.: „Áður er út komin eftir Sigríði ljóða- bókin Komið af fjölium. Ævistarf Sigríðar var hið erilsama starf húsfreyju í sveit. Sjaldan gafst tóm til ritstarfa og ljóðagerðar. Lítill blaðsnepill í svuntuvasa geymdi oft ljóð eða vísupart, sem komið hafði í hugann við fjósverkin eða matar- gerðina. Ferðalög hafa löngum orðið henni að ljúfu yrkisefni. í þessari nýju bók kemur Sigríður víða við og lætur gamminn geysa í ferðaljóðum og gamankvæðum." Um fjöll og dali er 104 bls. Mynd á bókarkápu er eftir Guðmund Ing- ólfsson. Prentun og bókband er unn- ið í prentsmiðjunni Odda hf. Sjálfstæðar hillur eða heilar samstæður Leitið upplýsinga UMBOÐS- OGHEILDVERSLUN BlLDSHÖFDA 16 SÍMI:6724 44 ... bankinn okkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.