Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
Er spuming um lífs-
björg þjóðarinnar
- sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra í viðræðum við spænska ráðherra
JÓN Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra hitti Felipe Gonz-
ález forsætisráðherra Spánar og Francisco Fernández Ordonez
utanríkisráðherra Spánar að máli í Madríd á laugardag og gerði
þeim í óformlegum viðræðum grein fyrir því hvers vegna íslending-
ar geta alls ekki opnað fiskveiðilögsögu sína fyrir fiskveiðiflotum
Evrópubandalagsríkjanna.
Mynd 1
Fylgi flokkanna meðal karla og kvenna.
Mynd 3
Fylgi flokkanna cftir starfsvettvangi.
„Ég taldi það dýrmætt tækifæri
að fá að gera spænskum ráða-
mönnum grein fyrir sjónarmiðum
okkar íslendinga. Við eigum mikið
undir Spánveijum í þessum samn-
ingum, einfaldlega vegna þess að
það er spænskur sjávarútvegur
sem sækir einna fastast fram í því
að fá veiðiréttindi innan lögsögu
EFTA-ríkjanna,“ sagði Jón í sam-
tali við Morgurjblaðið.
Viðskiptaráðherra sagðist í máli
sínu hafa bent þeim González og
Ordonez á að hjá okkur væri ekki
um vanda að ræða, sem bundinn
væri við einstakar greinar eða
landshluta, heldur væri þetta
spurning um lífsbjörg þjóðarinnar
allrar. „Við getum ekki skert okk-
ar auðlindagrundvöll á þennan
hátt. Við sem strandríki berum auk
þess ábyrgð á varðveislu lifandi
auðlinda sjávar í kringum landið
og það að opna þetta svæði fyrir
stórum flotum Evrópuríkja myndi
eyðileggja þessa mikilvægu auð-.
lind Norður-Atlantshafsins,“ sagði
Jón.
Loks kvaðst ráðherrann hafa
bent spænskum ráðamönnum á að
hér væri um réttindi að ræða, sem
íslendingar hefðu barist fyrir ára-
tugum saman og náð fram sínum
rétti að lokum, með miklu harð-
fylgi. Því væri málum þannig hátt-
að, að þótt tölurnar töluðu sínu
Alþýðuflokkur:
• •
Ossur er
reiðubúinn
að íhuga
framboð
„ÉG HEF veríð jafnaðarmaður
lengi og þegar ég sagði mig úr
Alþýðubandalaginu fór ég ekki
leynt með að Alþýðuflokkurinn
lægi næst mínum skoðunum.
Síðan hef ég glöggvað mig betur
á stefnu flokksins og eigin skoð-
unum og þar fer flést saman í
mörgum stórum málum,“ sagði
Össur Skarphéðinsson, aðstoð-
arforsljóri og fyrrum ritstjóri
Þjóðviljans, sem nú hefur geng-
ið til liðs við Alþýðuflokkinn.
Össur sagði að þar sem hann
hefði verið staðráðinn í að vera
virkur á hinum pólitíska velli, teldi
hann rétt að ganga til liðs við Al-
þýðuflokkinn nú, meðal annars til
þess að leggja flokknum lið í kosn-
ingum. „Eg geng þarna eins og
hver annar húskarl til verka og
þó ýmsir innan flokksins hafi orðað
mig við framboð þá byggist
ákvörðun mín ekki á því,“ sagði
Össur. „Ég er vanur áð starfa í
stjómmálaflokki og langar til þess.
Um hugsanlegt framboð mitt er
allt of snemmt að segja nú. Ef það
reynist breiður vilji fyrir framboði
mínu innan flokksins þá er ég
reiðubúinn að íhuga það.“
Össur kvaðst vera þeirrar skoð-
unar, að afar lítill munur væri á
almennum félögum í Alþýðu-
flokknum og Alþýðubandalaginu.
„Rót beggja flokkanna er jafnaðar-
stefna," sagði hann.
máli, um mikilvægi sjávarútvegs-
ins, þá væru tilfinningamar ennþá
sterkari.
„Ég tel að í þessum samtölum,
einkum við Ordonez, sem er ut-
anríkisráðherra Spánar hafi komið
fram mikill skilningur á okkar
sjónarmiðum, en ég tek það fram
að þetta voru ekki samningavið-
ræður, heldur viðræður milli
flokksbræðra í óformlegum sam-
tölum,“ sagði viðskiptaráðherra.
Mynd 2
Fylgi flokkanna í einstökum aldurshópum.
Mynd 4
Fylgi flokkanna meðal launþega og sjálfstætt starfandi fólks.
18-29 ára
0 30-54 ára
55-75 ára
lí-lv.
Ksa Launþegi
□ Sjálfst. starfandi
Ife?1
Könnun Félagsvísindastofnunar:
Sjáifstæðisflokkur höfðar
meira til yngri kjósenda
Félagsvísindastofnun hefur
unnið meiri upplýsingar úr könn-
un á fylgi stjórnmálaflokkanna
sem framkvæmd var fyrir Morg-
unblaðið dagana 2. til 8. nóvem-
ber sl. Hér á eftir fer greinargerð
stofnunarinnar um það.
í eftirfarandi töflu og línuritum
er fylgið sýnt eftir iandshlutum, fyr-
ir karla og konur, aldurshópa, meðal
opinberra starfsmanna og fólks í
einkageira atvinnulífsins, hjá laun-
þegum og sjálfstætt starfandi fólki,
eftir starfsstéttum og hjúskapar-
stöðu. Slíkar upplýsingar er athygli-
svert að skoða til að meta stöðu
flokkanna í einstökum þjóðfélags-
hópum.
I töflunni má sjá hvemig fylgið
mælist í Reykjavík, í Reykjaneskjör-
dæmi og á landsbyggðinni þar fyrir
utan. Ekki er ráðlegt að greina fylg-
ið í einstökum kjördæmum á lands-
byggðinni ítarlegar, því þá verða
svarendur í einstökum tilvikum of
fáir til að niðurstöður séu ábyggileg-
ar. Fylgi stjórnmálaflokkanna er
svipað í Reykjavík og var í síðustu
könnun- stofnunarinnar, þ.e. í sept-
ember sl. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur um 55% og Kvennalisti er í öðru
sæti með um 15%. Alþýðubandalag
hefur hins vegar áberandi minnst
fylgi í höfuðborginni af fimm
stærstu stjómmálaflokkunum.
Á Reykjanesi hefur orðið allmikil
breyting á fylginu frá síðustu könn-
un. Sjálfstæðisflokkur hefur lækkað
úr rúmlega 60% í tæp 50%, en fylgi
Alþýðuflokks hefur aukist umtal-
svert, eða úr nærri 18% í tæp 27%.
Fylgi Framsóknarflokks hefur einn-
ig aukist lítillega þar, en Alþýðu-
bandalag hefur áfram lítið fylgi á
Reykjanesi. í öðrum kjördæmum er
niðurstaðan svipuð og var í síðustu
Mynd 5
Fylgi flokkanna eftir hjúskaparstöðu.
könnun. Sjálfstæðisflokkur hefur
minna fylgi þar en á höfuðborgar-
svæðinu og á Reykjanesi, eða tæp
39%, Framsóknarflokkur sækir sitt
fylgi ennþá í meira mæli á lands-
byggðina og hefur þar um 29%, en
á landinu öllu hefur flokkurinn um
18% fylgi.
Á mynd 1 má sjá að Kvennalistinn
hefur nærri fjórum sinnum meira
fylgi meðal kvenna en karla, og
Sjálfstæðisflokkur hefur nokkru
meira fylgi meðal karla en meðal
kvenna. Hjá öðram flokkum er fylg-
ið svipað meðal karla og kvenna.
Á mynd 2 er fylgið greint eftir
aldri. Sjálfstæðisflokkur höfðar
heldur meira til yngri kjósenda en
þeirra sem eldri eru. Alþýðuflokkur
hefur hins vegar minna fylgi í yngstu
aldurshópunum (18-29 ára), en
Framsóknarflokkur hefur áberandi
meira fylgi meðal eldri kjósenda,
þ.e. þeirra sem eru 55 ára og eldri.
Kvennalisti virðist höfða síður til
eldri kjósenda en þeirra sem era
miðaldra.
Á mynd 3 má sjá stuðning við
flokkana meðal opinberra starfs-
manna og meðal starfsmanna í
einkageira. Sjálfstæðisflokkur höfð-
ar áberandi meira til fólks sem star-
far í einkageira, en þó hefur hann
ríflega helmingi meira fylgi en nokk-
ur hinna flokkanna meðal opinberra
starfsmanna. Alþýðubandalag og
Kvennalisti höfða meira til opinberra
starfsmanna en hinna sem starfa í
einkageira atvinnulífsins. Lítill mun-
ur er á þessu meðal stuðningsmanna
Fra.msóknarflokks og Alþýðuflokks.
Á mynd 4 er fylgið sýnt meðal
launþega og þeirra sem eru sjálf-
stætt starfandi. Niðurstöður þar era
með svipuðu sniði og á mynd 3, þó
ekki sé jafnmikill munur á þessum
hjópum hjá Sjálfstæðisflokki, og
Fylgi stjórnmálaflokka greint eftir landshlutum
Reykjavík Reykjanes Önnur kjördæmi
Alþýðuflokkur 11,5 26,6 10,2
Framsóknarflokkur 10,9 12,6 28,8
Sjálfstæðisflokkur 54,4 49,7 38,7
Alþýðubandalag 6,1 4,5 12,5
Kvennalisti 14,7 6,0 9,3
Aðrir flokkar/listar 2,2 0,5 0,6
Samtals 100% 100% 100%
Fjöidi 321 199 313
Framsóknarflokkurinn höfðar áber-
andi meira til sjálfstætt starfandi
fólks en launþega.
Á mynd 5 má sjá fýlgið meðal
fólks sem býr við ólíka hjúskapar-
stöðu: Greint er fyrir gifta/kvænta,
þá sem búa í óvígðri sambúð og loks
fyrir einhleypa. Ekkjur og ekklar eru
undanskilin í þessari greiningu.
Þarna kemur fram að Sjálfstæðis-
flokkur hefur meira fylgi meðal ein-
hleypra og giftra/kvæntra, en meðal
sambúðarfólks. Alþýðuflokkur virð-
ist höfða síður til einhleypra, og er
það samsvarandi við fylgið meðal
yngsta aldurshópsins, eins og fram
kom á mynd 2, enda er stærstur
hluti einhleypra úr yngri aldurshóp-
um. Hið sama á við um Framsóknar-
flokkinn, en hjá Alþýðubandalagi og
Kvennalista er ekki umtalsverður
munur á þessu.
Loks er fylgið sýnt eftir starfs-
stéttum á mynd 6. Miðað er við fimm
Mynd 6
Fylgi flokkanna í einstökum starfsstéttum.
;■ ■ - -■ - -
■ Verkafólk □ IÖnaÖarm./verkstj. E2 SkrifstVþjónustuf. ■ Sérfr./atv.rek. 0 Sjómenn/bændur
X
!;
| ,
■ j
I I 1 -4-
1 OITI mm Z, -
megin starfsstéttir: almennt verka-
fólk, iðnaðarmenn og verkstjóra,
skrifstofu- og þjónustufólk, sérfræð-
inga/stjórnendur og atvinnurekend-
ur, og loks eru sjómenn og bændur
settir i sömu stétt. Á myndinni má
sjá að Alþýðuflokkur hefur nú meiri
stuðning meðal verkafólks en hjá
fólki í öðrum starfsstéttum. Fram-
sóknarflokkur hefur áberandi mest-
an stuðning meðal bænda og sjó-
manna (einkum bænda), en einnig
meiri stuðning meðal verkafólks en
í stéttum iðnaðannanna, skrifstofu-
fólks, sérfræðinga og atvinnurek-
enda. Sérfræðingar, stjórnendur og
atvinnurekendur styðja oftast Sjálf-
stæðisflokk, en hann hefur einnig
áberandi mikinn stuðning meðal iðn-
aðarmanna og verkstjóra. Hins veg-
ar hefur Sjálfstæðisflokkur minna
fylgi meðal bænda og sjómanna, og
almenns verkafólks. Þó er rétt að
vekja athygli á því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur meiri stuðning
meðal verkafólks en nokkur einn
hinna flokkanna, eða rúmlega 40%.
Alþýðubandalag hefur minna fylgi
meðal verkafólks, sérfræðinga og
atvinnurekenda en í öðram stéttum.
Þannig er staða flokksins sterkari
meðal iðnaðarmanna og bænda og
sjómanna en meðal verkafólks, þó
ekki fái hann stóran hluta af kjós-
endum úr stéttum þessum. Kvenna-
listi er áberandi sterkastur meðal
starfsfólks í skrifstofu- og þjónustu-
störfum, sem mörg hver eru í opin-
bera geiranum. í öðrum stéttum er
fylgið svipað, utan sjómanna og
bænda.