Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 100 kr. eintakið.
Friðartímar og
spennan við
Persaflóa
Bandaríkjastjórn , ákvað í
síðustu viku að senda
100.000 fleiri hermenn til
Persaflóa og breska stjórnin
veltir því einnig fyrir sér að
fjölga í liði sínu á þessum slóð-
um. George Bush Bandaríkja-
forseti hefur hvað eftir annað
sagt, að hann sætti sig ekki
við neitt annað en írakar hverfi
með herafla sinn á brott frá
Kúvæt. í ræðu í fyrrakvöld
kvað Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Breta, jafn fast
að orði og Bush. Hún hét því
að Kúvæt yrði leyst undan
íraska hernáminu. í síðustu
viku var samstaða Bandaríkja-
manna og Sovétmanna í and-
stöðunni við Saddam Hussein,
einræðisherra í írak, enn stað-
fest á fundi utanríkisráðherra
landanna í Moskvu.
Allar tilraunir til að koma á
samningum við Saddam Huss-
ein hafa runnið út í sandinn.
Hugmyndum um að leiðtogar
arabaríkja hittist til að ræða
málið hefur verið hafnað. Á
þeim 100 dögum sem liðnir eru
síðan íraski herinn réðst inn í
Kúvæt hafa þeir látið meira á
sér bera á Vesturlöndum sem
efast um réttmæti valdbeiting-
ar til að frelsa landið. Fyrrum
stjórnmálaleiðtogar frá Vest-
urlöndum hafa farið til fundar
við Hussein í Bagdad til að fá
gíslum sleppt úr haldi. Aðrir
segja að ekki sé réttlætanlegt
að fórna mannslífum til að
tryggja völd furstaættarinnar
í Kúvæt og áhugi annarra þjóða
á því sem þar sé að gerast stafi
einkum af hagsmunum vegna
olíuvinnslunnar þar.
Kannanir sýna að í þeim
löndum sem hafa sent mestan
herafla á vettvang til að veita
Hussein andspýrnu er meiri-
hluti manna fylgjandi því að
beitt verði valdi til að hrekja
her hans frá írak. Flest bendir
til þess að til valdbeitingarinnar
kunni að koma innan skamms,
jafnvel á næstu dögum, ef
Hussein kúvendir ekki og kallar
herlið sitt frá Kúvæt.
Hér skal engu spáð um fram-
vindu hernaðarátaka við Persa-
flóa, ef þau hæfust. Það er hins
vegar til marks um þverstæðu
samtímans, að um það leyti
sem menn biða þess í ofvæni,
er kann að gerast við helstu
orkulindir nútímamannsins,
skuli umræðum um öryggi ís-
lands beint inn á þær brautir,
að nú hafi runnið upp „frið-
artímarnir“, sem rætt var um
þegar íslendingar gerðust aðil-
ar að Atlantshafsbandalaginu
1949. Þetta hugtak bar hátt í
umræðunum um varnar- og
öryggismálin um miðjan sjötta
áratuginn, þegar „andirin frá
Genf“ var talinn boða þáttaskil
í samskiptum austurs og vest-
urs. Yinstri stjórn sem var
mynduð hér sumarið 1956
hafði einmitt á stefnuskrá sinni
að varnarliðið færi úr landi og
vísaði meðal annars til „andans
frá Genf“. Stjórnin hvarf frá
þessum áformum sínum haust-
ið 1956 og vísaði meðal annars
til uppreisnar í Ungverjalandi
og hernaðarátakanna vegna
Súez-deilunnar.
Ástæðan fyrir því, að menn
tala nú um friðartíma hér á
landi, er auðvitað hrun komm-
únismans í Austur-Evrópu. All-
ir sjá hina gífurlegu breytingu
sem orðin er á árinu sem liðið
er síðan Berlínarmúrinn
hrundi. Nú er sagt að það
muni jafnvel taka Sovétmenn
nokkur ár að skipa herafla
sínum þannig, að hann geti
ógnað öryggi ríkjanna í Atl-
antshafsbandalaginu í Mið-
Evrópu. Þessi mikla breyting
leiðir til endurmats á öryggis-
málum og á því til hvaða ráð-
stafana skuli gripið í því skyni
að verja þjóðir og ríki.
Með öllu er ástæðulaust að
gera þvi skóna, að átök við
Persaflóa myndu leiða
stríðshættu yfir okkur hér á
norðurhveli jarðar. Þau hefðu
hins vegar mikil áhrif til dæm-
is á afkomu okkar vegna hækk-
unar á olíuverði. Sú hætta er
ekki lengur fyrir hendi sem
sumir töluðu um fyrir hinar
miklu breytingar í samskiptum
austurs og vesturs, að Sovét-
menn myndu auka umsvif her-
afla síns á norðurslóðum vegna
átaka við Persaflóa. Á hinn
bóginn hefur ekki verið dregið
úr sovéskum herafla á Kóla-
skaga við landamæri Noregs
undanfarið. Hann hefur þvert
á móti verið aukinn og vilja
Norðmenn að Sovétmenn breyti
skipan liðsafla síns þar. Undir
þá kröfu eiga íslendingar að
taka um leið og hugað er að
framtíðarskipan íslenskra
varnar- og öryggismála.
Unnið við uppsetningu nýja orgelsins í Bústaðakirkju í gær. Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bústaðakirkja:
Vígja 31 raddar pípu-
orgel við upphaf orgelárs
íslenska hljómsveitin:
10. starfsár hljóm-
sveitarinnar að hefjast
ÍSLENSKA hljómsveitin er nú að hefja 10. starfsár sitt með átta hljóm-
sveitar-, kammer- og söngtónleikum, auk eins tónvísindalegs fyrirlest-
urs, og verða fyrstu tónleikarnir haldnir 18. nóvember. Þessi níu atburð-
ir bera ýmsar yfirskriftir; sem gefa til kynna inntak þeirra, svo sem
Söngur og hörpusláttur, Ur heimi tónvísindanna, Frá Handel til Bern-
stein, Jólastemming eða París - Vín - París. Aðrir titlar eru e.t.v. torræð-
ari svo sem Nýir tónalitir, Aufúsugestir úr austri, Takemitsu II eða
Námur V.
í BÚSTAÐAKIRKJU er þessa
dagana unnið að uppsetningu
þrjátíu og einnar raddar pípu-
orgels. Orgelið verður vígt 2.
desember næstkomandi en þann
dag hefst svokallað orgelár í
Bústaðasókn. I samtali við Ragn-
ar Guðmundsson, formann orgel-
nefndar Bústaðakirkju, kemur
fram að stefnt verði að því að
halda fjölbreytta tónleika í kirkj-
unni á orgelárinu sem Iýkur
fyrsta sunnudagi í aðventu árið
1991. í tengslum við orgelárið
verður efnt til söfnunar vegna
orgelkaupanna meðal sóknar-
barna og annarra velunnara Bú-
staðakirkju.
Ragnar Guðmundsson sagði, í
samtali við Morgunblaðið, að orgel-
ið hefði verið pantað frá Frobenius
og sonner í Danmörku fyrir tveimur
árum. Orgelið átti þá áð kosta 13
milljónir og var sú upphæð til í sjóð-
um kirkjunnar.
„Á þeim tveimur árum sem
smíðin tók hækkaði orgelið veru-
lega,“ sagði Ragnar Guðmundsson.
„Gengissig varð og ofan á upphæð-
ina lagðist 4,5 milljóna virðisauka-
skattur sem ekki fæst niðurfelldur.
Endanlegt verð er því 25 milljónir
króna eða 90% hækkun frá upphaf-
legu verði. Þessar hækkanir færa
allar fjárhagsáætlanir úr skorðum
og því höfum við brugðið á það ráð
að efna til fjársöfnunar innan sókn-
arinnar sem felst í því að við send-
um öllum sóknarbörn beiðni um
aðstoð. Við ætlum líka að efna til
svokallaðs orgelárs sem notað verð-
ur til að kynna ýmis konar tónlist
í kirkjunni, kirkjulega tónlist og
létta tónlist allt niður í popp. Þá
viljum opna kirkjuna fyrir fólki og
nota orgelið til að efla starfið. A
orgelárinu verða auk tónleika ann-
ars konar uppákomur og má þar
meðal annars nefna myndlistarsýn-
ingu.“
Rætt um opnun
erlendra verð-
bréfamarkaða
FÉLAG viðskipta- og hagfræð-
inga efnir I dag, miðvikudag, kl.
8.00-9.30 til morgunverðarfundar
um opnun erlendra verðbréfa-
markaða en þeir munu opnast 15.
desember nk. Fundurinn er hald-
inn á Hótel Holiday Inn.
Erindi á fundinum flytja þeir
Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri
Landsbréfa hf., og Svanbjörn Thor-
oddsen, deildarstjóri verðbréfadeild-
ar VÍB.
Pípuorgelið, sem verður vígt í
upphafi orgelárs 2. desember næst-
komandi, er 31 raddar með 4.000
pípum og leysir það af hólmi 11
Málið hefur verið lagt fyrir Jafn-
réttisráð til kynningar og leitar ráðið
nú eftir lögfræðilegum umsögnum
sem það telur nauðsynlegt að hafa
til hliðsjónar þegar fjallað verður um
málið í næstu viku.
Samkvæmt lögum um fæðingaror-
„Ég hafði auðvitað, eins og flest-
ar telpur, mjög gaman af alls kyns
dúkkum þegar ég var lítil,“ segir
listakonan þegar spurst var fyrir
um áhuga hennar á brúðum. „ Við
bjuggum til dúkkulísur og „býttuð-
um“ okkar á milli stelpurnar," bæt-
ir hún við og segir að síðan hafi
liðið mörg ár þangað til hún tók
upp þráðinn að nýju.
Datt í hug að nota vírinn
„Ég átti fimm stráka, sem léku sér
mikið í nýbyggingum í hverftnu og
komu heim með vasana fulla af
nöglum skrúfum og vír. Dag einn,
I radda orgel með 1.300 pípum sem
keypt var til notkunar við messu-
hald í Réttarholtsskóla og flutt í
I kirkjuna þégar hún var fullbyggð.
lof geta foreldrar skipt því á milli
sín en fyrsta mánuðinn getur þó ein-
ungis móðirin verið í orlofi. I lögum
um réttindi opinberra starfsmanna
er kveðið á um að mæður einar haldi
fullum launum í fæðingarorlofi en
hvergi er minnst á rétt feðra.
þegar ég var að handleika einn af
þessum vírum, datt mér í hug að
hægt væri að nota vírinn í jóla-
sveina sem ég gerði stundum fyrir
jólin. Ég fikraði mig áfram og
komst upp á lagið að móta karla
úr vímum og vefja utan um þá
tusku og klæða þá í föt. Mér þótti
þessi aðferð gefast ágætlega enda
var hægt að leika sér með karlana,
láta þá standa eða sitja á sleða,
eftir því sem maður vildi.
Hjá Ásmundi
Nokkrum árum seinna byrjaði ég
á myndlistarnámskeiði hjá Asmundj
í Námum V verður haldið áfram
að kynna nýsamið tónverk við nýtt
Ijóð og nýtt myndlistarverk um tiltek-
in atburð eða atriði íslandssögunnar.
Alls verða 12 slík þríþætt Námuverk
og fjögur þeirra hafa þegar séð dags-
ins ljós á tónleikum Islensku hljóm-
sveitarinnar í apríl í vor, en alls verða
frumflutt 5 íslensk verk á komandi
starfsári,
Ljóðskáldið og tónskáldið Toru
Takemitsu verður, ásamt 11 japönsk-
um flytjendum, gestur ísiensku
hljómsveitarinnar á tvennum tónleik-
um í marsbyijun. Allir tónleikarnir
verða í Langholtskirkju og munu
nemendur fá helmingsafslátt af
miðaverði.
Á fyrstu tónleikunum sunnudag-
inn 18. nóvember verður frumfluttur
á Islandi hörpukonsert Strengdans
eftir Mist Þorkelsdóttur. Einleikari á
hörpu er Elísabet Waage, en hún
frumflutti verkið fyrir skömmu með
Avanti kammersveitinni í Helsinki.
Bandaríska sópransöngkonan Lynn
Helding syngur Sumarnætur eftir
Hector Berlioz á þessum sömu tón-
leikum. Önnur verk eru Svíta eftir
Poulenc og Divertissement eftir
Ibert. Stjórnandi verður Örn Óskars-
son.
„Eg reiknaði með að fá mitt kaup
eins og venjulega en síðan kom það
í ljós að svo var ekki vegna þess að
ég er karlmaður. Mér var vísað á
aimenna tryggingakerfið þar sem ég
þarf að sækja um dagpeninga en ég
hef ekki sótt það eftir. Ég sendi Jafn-
réttisráði ábendingu um að hér væri
verið að bijóta gegn 4. grein jafn-
réttislaganna," sagði Rögnvaldur.
Sú grein kveður meðal annars á
um að karlar og konur skuli greidd
jöfn laun og njóta sambærilegra
kjara fyrir sambærileg störf. í skil-
greiningu laganna á kjörum er talað
um lífeyris-, orlofs- og veikindarétt-
indi.
Sveinssyni en sá fljótt að ég hafði
ekki tíma til að sinna því og hætti
eftir hálft ár. 25 árum seinna kom
ég aftur til Ásmundar en þá var
hann orðinn svo aldraður að hann
var hættur að kenna. Því benti
Örn hefur nýlokið námi vestan
hafs. Hann stjórnaði m.a. röð tón-
leika í Mexíkó í fyrra. Viku síðar,
sunnudaginn 25. nóvember, munu
þær Lynn Helding og Anna Guðný
Guðmundsdóttir halda tónleika undir
heitinu Frá Hándel til Bernstein. í
vetur munu hátt á annan tug
íslepskra einleikara og einsöngvara
koma fram á tónleikum íslensku
hljómsveitarinnar.
Fyrir tveimur árum voru stofnuð
Samtök um íslensku hljómsveitina,
sem nú skipa um 70 hljóðfæraleikar-
ar, söngvarar, tónskáld og þrír ungir
stjórnendur, sem nýlega bættust í
hópinn, auk Guðmundar Emilssonar,
sem hefur verið aðalstjórnandi Is-
lensku hljómsveitarinnarfrá upphafi.
Hver stjórnandi verður ábyrgur
fyrir einum tónleikum í vetur. Fyrst
Örn, síðan Guðmundur Óli Gunnars-
son í janúar, þá Hákon Leifsson í
febrúar og loks Guðmundur Emilsson
í apríl. (Fréttatilkynning)
Jólakorttil
styrktar Rauða-
krosshúsinu
Rauðakrosshúsið, neyðarat-
hvarf fyrir börn og unglinga,
hefur gefið út jólakort með mynd
eftir Hring Jóhannesson til
styrktar starfsemi sinni.
Rauðakrosshúsið er rekið á veg-
um Rauða kross íslands og veitir
það þrenns konar þjónustu án end-
urgjalds. í fyrsta lagi er neyðarat-
hvarfið opuð allan sólarhringinn, í
öðru lagi ei' símaþjónusta, sem
gengur undir nafninu Barna- og
unglingasíminn og í þriðja lagi leita
börn, unglingar og foreldrar í aukn-
um mæli eftir viðtölum og ráðgjöf
að degi til.
Hægt er að fá jólakortin með
hefðbundnum jóla- og nýarskveðj-
um á eftjrtöldum tungumálum:
Ensku, frönsku, þýsku og spænsku,
auk íslensku. Einnig eru kortin fá-
anleg án texta. Kortin kosta 80
krónur. Þá geta fyrirtæki fegnið
nafn sitt áprentað fyrir neðan texta
að viðbættu aukagjaldi, sem fer
eftir eintakafjölda.
Nánari upplýsingar eru gefnar á
skrifstofu RKI.
hann mér á annan kennara og einn
af uppáhalds nemendum sínum,
Sigrúnu Guðmundsdóttir mynd-
höggvara. Til hennar fót' ég.
Einhvertíma þegar ég var að
skoða nokkur leirhöfuð, sem ég
Opinberir starfsmenn:
Engin ákvæði um rétt
feðra til fæðingar orlofs
Faðir hefur kært til Jafnréttisráðs
JAFNRÉTTISRÁÐ fjallar í næstu viku um kæru vegna fæðingarorlofs
sem ráðinu hefur borist frá Rögnvaldi Símonarsyni iðjuþjálfa á Sauðár-
króki. Rögnvaldur, sem er opinber starfsmaður, hefur kært það að fá
ekki full laun í fæðingarorlofi, en samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna naut hann greiðslna úr hinu almenna trygginga-
kerfi sem nema um 52.000 kr. á mánuði. Engin ákvæði eru um rétt
feðra til fæðingarorlofs í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs-
Islenskar þjóðlífsmyndir:
Saumaði brúðarbún-
ing eftir ljósmynd
Á Þjóðminjasafninu stendur þessa dagana yfir sýning sem ber yfir-
skriftina íslenskar þjóðlífsmyndir. Á sýningunni gefur að líta hand-
gerðar brúður klæddar að sið 18. og 19. aldar fólks eftir Sigríði
Kjaran listamann. Fyrirmyndirnar að brúðunum, sem sinna hinum
ýmsu störfum, hefur Sigríður fengið úr ýmsum gömlum heimildum.
Morgunblaðið/Sverrir
Sigríður Kjaran og þrjár af brúðunum á sýningunni.
Ferjuflugmaður
í vandræðum
Feijuflugmaður á eins hreyfils
flugvél af gerðinni Cessna 182 sem
skráð er í Bandaríkjunum lenti í
erfiðleikum á leiðinni til íslands frá
Grænlandi á mánudaginn. Um kl.
19 tilkynnti hann flugturninum í
Reykjavík að gangtruflanir væru í
hreyfli vélarinnar, þegar vélin var
um 200 mílur út af Reykjanesi.
Talið er að ísing hafi komist í blönd-
ung vélarinnar. Landhelgisgæslan
var í viðbragðsstöðu en engin vél
gæslunnar fór þó á loft. Feijuflug-
maðurinn lenti á heilu og höldnu á
Reykjavíkurflugvelli um kl. 21.17
og fór því betur en á horfðist í
fyrstu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tímarit Stúdentaráðs Háskóla íslands:
Kjör ungs fólks nú mun
lakari en fyrir 20 árum
Greiðslubyrði námslána og íbúðalána margfalt meiri
SAMANBURÐUR á kjörum ungs
fólks í dag og fyrir 20 árum
hvað varðar húsnæðismál og
lánamál sýnir að greiðslubyrði
ungs fólks i dag vegna þessara
útgjaldaþátta er margföld miðað
við það sem var á áttunda ára-
tugnum. Þetta kemur fram í
hafði gert, datt mér í hug hvort
ekki væri hægt að gera úr þeim
brúður við þjóðleg störf. Eftir að
hafa fengið hugmyndina hófst ég
handa og notaði aðferðina sem ég
hafið áður notað við jólasveinana,
náði mér í vír og tuskur og útbjó
föt, verkfæri og annað sem mér
þótti tilheyra. Skylt er þó að geta
þess að ég gerði ekki alla hlutina
hérna á sýningunni sjálf, Dóra Jóns-
dóttir, gullsmiðui', smíðaði kvensil-
frið á búningana og Andrés B.
Helgason, bóndi og smiður, smíðaði
innanstokksmuni og amboð að und-
anteknum hrífum sem Kristján Sig-
urðsson módelsmiður smíðaði. Vin-
kona mín, Soffía Þórarinsdóttir,
kenndi mér að sauma blómsturs-
sauminn á brúðarbúningnum sem
hér er á sýningunni. Hann gerði
ég eftir mynd sem við hjónin tókum
af búningnum í safni Viktoríu og
Alberts í London. Búninginn keypti
enskur grasafræðingur William
Jackson Hooker að nafni á íslandi
árið 1809.
Sýning Sigríðar stendur yfir í
Þjóðminjasafninu fram í fébrúar.
Safnið er opið sunnudaga, þriðju-
daga, fimmtudaga og laugardaga
milli klukkan 11.00 og 16.00. Að-
gangur er ókeypis.
grein í Háskólanum/Stúdenta-
fréttum, _ tímariti Stúdentaráðs
Háskóla Islands um niðurstöður
skýrslu, sem unnin var fyrir
stjórn Stúdentaráðs uin þetta
efni.
í skýrslunni, sem greinin byggir
á, segir að borin hafi verið saman
íbúðakaup og endurgreiðsla náms-
lána tveggja dæmigerðra nýútskrif-
aðra háskólamanna. Annar ræðst í
íbúðakaup á miðju ári 1972 og hinn
á miðju ári 1990.'Gert var ráð fyr-
ir að þeir hefðu um það bil tveggja
ára starfsreynslu og valdir voru
verkfræðingar, þar sem upplýsing-
ar um þá stétt manna reyndust
vera handhægastar, segir I skýrsl-
unni.
í greininni segir um niðurstöður,
að námslán sem tekin voru á árun-
um 1967 til 1975 hafi borið 5%
vexti og verið óverðtryggð. Endur-
greiðslur hófust fimm árum eftir
námslok og stóðu í 15 ár. „Verð-
bólga á síðasta áratug var lengst
af á bilinu 30-50% en verðlag hefur
á árunum 1970 til 1990 350-fald-
ast. Námslánin voru því hrein gjöf
hér áður fyrr, þar sem þau brunnu
hreinlega upp í óðaverðbólgu," seg-
ir í greininni.
Til samanburðar er sagt að í dag
séu námslán að fullu verðtryggð,
endurgreiðslur hefjist þremur árum
eftir námslok og standi í 40 ár,
áætlað sé að um 90% af veittum
lánum endurgreiðist og flestir greiði
5-6% af launum sínum eftir skatta
í afborganir, eða 3,75% af útsvars-
stofni.
Tekið ér dæmi af íbúðakaupum
og er reiknað með að um samsvar-
andi íbúðir sé að ræða, að verð-
mæti sex milljónir króna á núvirði.
Tekið er tillit til allra þátta sem
hafa áhrif á greiðslubyrði eins og
vaxtabóta og launa. 1 Báðum tilvik-
um leggja íbúðakaupendur fram
20% eigið fé við kaupin. Fram kem-
ur að ári eftir fyrri kaupin, það er
1973, er nettó eign orðin 36,1% og
greiðslubyrðin 18%. Sjö árum eftir
kaupin er nettó eign orðin 95,2%
oggreiðslubyrðin 2,9% af launum.
I síðara dæminu er nettó eign
24,2% ári eftir kaup, það er 1991,
og greiðslubyrðin er 23,8% af laun-
um. Sjö árum eftir kaup er nettó
eignin 45,2% og greiðslubyrðin
12,9% af launum. „Ljóst er að ungi
maðurinn sem keypti sér íbúð 1972
hefur eignast sína sex milljón króna
íbúð nánast alla að sjö árum liðnum
og greiðslubyrðin er orðin nánast
engin. Greiðslubyrðin er reyndar
ekki svo erfið allan tímann þar sem
verðbólgan sér um að éta upp lán-
ið,“ segir í greininni.
Stúdentafréttir hafa eftir Sigur-
jóni Þ. Árnasyni formanni Stúd-
entaráðs að námsmenn séu oft
gagnrýndir fyrir að vera heimtu-
frekir og vilja fá allt upp í hendurn-
ar. „Það er ekki óeðlilegt að gagn-
rýnisraddir heyrist, en í flestum til-
fellum byggja þær á misskilningi
enda er það svo að þeir sem gagn-
rýna ungt fólk hvað mest voru sjálf-
ir ungir á árunum 1965-1980. Sú
kynslóð er einmitt talin hafa fengið
allt rétt upp í hendurnar, eytt eigin
fjármunum og sparifé kynslóðanna
á undan og skilið eftir tóma og
skulduga sjóði handa komandi kyn-
slóð, það er að segja okkur,“ segir
Sigurjón.