Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
Vandi byggingarsjóðs ríkisins
eftir Kristínu
■ Einarsdóttur
Árið 1986 gengu í gildi ný lög
um Húsnæðisstofnun ríkisins. Aðal-
breytingin frá fyrri lögum varð sú
að fólk varð að hafa verið í lífeyris-
sjóði í ákveðinn tíma til að eiga
rétt á láni. Einnig var tryggð fjár-
mögnun kerfisins þar sem lífeyris-
sjóðirnir skuldbundu sig til að lána
Húsnæðisstofnun hluta af því fé
sem þeir höfðu til ráðstöfunar.
Húsnæðisstofnun lánaði síðan hús-
byggjendum og kaupendum pening-
ana sem hún fékk hjá lífeyrissjóðun-
um. Aðalgallinn við þetta kerfi var
sá að Húsnæðisstofnun þurfti að
greiða 6-7% vexti af lánsfénu frá
lífeyrissjóðunum en lánaði það hús-
næðiskaupendum með 3,5% vöxt-
um. Það sjá auðvitað allir að þetta
gengur ekki upp nema einhver
greiði mismuninn eða vaxtamuninn
eins og það hefur verið kallað.
Strax og þetta kerfi var lögleitt
bentu Kvennalistakonur á að til
þess að þetta kerfi gengi upp
þyrfti að koma fé úr ríkissjóði sem
næmi vaxtamuninum ef vextir
lækkuðu ekki á lánamarkaðinum.
Því miður hafa vextir fremur hækk-
að en lækkað og ríkissjóður hefur
ekki lagt fé til Byggingasjóðanna
sem nægir fyrir vaxtamuninum.
Gjaldþrot blasir við
Það ætti því ekki að koma nein-
um á óvart sú niðurstaða sem Ríkis-
endurskoðun kemst að og birtist í
skýrslu í september síðastliðnum
að þó svo að allri útlánastarfsemi
yrði hætt nú þegar, yrðu sjóðir
Húsnæðisstofnunar gengnir til
þurrðar. Fé Byggingarsjóðs ríkisins
eftir 15 ár og Byggingarsjóðs verk-
amanna eftir 11 ár. í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar kemur einnig fram
að hætti sjóðirnir útlánastarfsemi
sinni strax jafnframt því sem fram-
lög ríkissjóðs féllu niður, þyrfti í
árslok 2028 að ieggja þeim til 62
milljarða króna til að gera upp
skuldir við lánardrottna. Haldi sjóð-
irnir áfram óbreyttri starfsemi þarf
2-2,5 milljarða á ári úr ríkissjóði
til að halda óbreyttri stefnu en þá
er miðað við að ný lán beri 4,5%
vexti og að þau lán sem Húsnæðis-
stofnun tekur beri 6% vexti. Árlegt
framlag ríkisins til Byggingarsjóðs-
ins þyrfti að vera um milljarður
næstu árin ef sjóðurinn á að geta
staðið undir skuldbindingum sínum.
Hvað er til ráða?
Það er augljóst að þegar svo er
komið fyrir sjóðum Húsnæðisstofn-
unar ríkisins, verður eitthvað að
gera. Margar leiðir hafa verið
nefndar í þessu sambandi. Allir
SIEMENS -gæði
TRAUSTUR OG AFKASTAMIKILL
ÞURRKARIFRÁ SIEMENS
íslenskar fjölskyldur í þúsundatali telja SIEMENS
þvottavélar og þurrkara ómissandi þægindi. Þú getur .
alltaf reitt þig á SIEMENS.
WT
33001
Þurrkar mjög hljóðlega.
Tromla snýst til skiptis
réttsælis og rangsælis.
Tímaval upp í 140
mínútur.
Hlífðarhnappur fyrir
viðkvæman þvott.
Tekur mest 5 kg af
þvotti.
Verd kr. 50.500,-
Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið.
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
MERUN GERIN
NEYÐARSPENNUGJAFAR
FYRIR TÖLVUR OG
TÖLVUKERFI
Stærðir: 250VA - 4800kVA
Getum einnig útvegað
með stuttum fyrirvara:
- Spennujafnara
(Line Conditioner)
- Spennusíur (Filters)
MERLIN GERIN býður
vönduð og nákvæm
tæki, þar sem öryggi
er í fyrirrúmi.
VOLTI
Vatnagörðum 10
Símar 685854, 685855.
hljóta að vera því sammála að ekki
er hægt að hækka vexti sérstaklega
á þeim sem eru að fá ný lán til að
greiða niður vexti fyrir þá sem
fengu lán hér áður fyrr. Ekki getur
það heldur talist lausn að ýta vand-
anum fram til aldamóta og láta þá
sem á eftir koma glíma við vand-
ann. Það er leið sem hingað til hef-
ur verið valin en verður að teljast
í fyllst máta óeðlileg.
Aukið framlag ríkissjóðs er einn-
ig lausn. Það er auðvitað alltaf
matsatriði hvernig á að veija skatt-
peningunum. Ég tel að aðstoð ríkis-
sjóðs við húsbyggjendur eigi fyrst
og fremst að vera til þeirra sem eru
tekju- og eignaminni, en ekki jafnt
til allra, líka þeirra sem meira mega
sín.
Sú leið sem mest hefur verið tal-
að um undanfarna daga er að
hækka vexti á lánum sem tekin
hafa verið hjá Húsnæðisstofnun rík-
isins eftir 1. júlí 1984 og hafa
borið 3,5% vexti. Margir hafa skilið
þetta svo að þeir sem eru með göm-
ul lán fengju reikning uppá
ógreidda vexti mörg ár aftur í tím-
ann. Það er misskilningur. Þetta
myndi þýða að þeir sem eru með
slík lán þyrftu að greiða hærri
vexti frá og með næstu afborgun.
Breytilegir vextir
Ástæðan fyrir því að talað er um
1. júlí 1984 er sú að frá þeim tíma
hefur staðið í skuldabréfum sem
fólk skrifar undir þegar það fékk
lán hjá Húsnæðisstofnun, að vextir
séu breytilegir á lánstímanum. Þess
vegna hefði fólk átt að reikna með
því að vextir gætu breyst á lánstím-
anum. Fyrir árið 1984 var ákveðið
í lögum hver vaxtaprósentan væri
og er það mat sérfróðra að ekki sé
hægt að breyta vöxtum á þeim lán-
um. Árið 1986 voru þau lán sem
fólk gat fengið hjá Húsnæðisstofn-
un hækkuð verulega. Lán til ný-
Kristín Einarsdóttir
„ Yið lausn á vandanum
verður að gæta þess að
taka tillit til allra þátta
málsins en taka ekki
ákvarðanir sem aug-
ljóslega ganga ekki
upp, hvorki fyrir fjöl-
skyldurnar í landinu né
fyrir ríkissjóð.“
bygginga tvöfölduðust og til kaupa
á eldri íbúðum þre- til fjórfölduð-
ust. Stærsti bagginn er því væntan-
lega vegna lána tekinna 1986 og
síðar.
Vaxtabætur í stað
niðurgreiddra vaxta
Greiðslubyrði eykst auðvitað hjá
þeim sem þurfa að greiða hærri
vexti. Um síðustu áramót var tekið
upp s.k. vaxtabótakerfí. Það miðast
við að fólk sem greiðir vexti af lán-
um til íbúðarkaupa fær vaxtabætur
úr ríkissjóði sem miðast við tekjur
og eignir. Þeir sem eru með meðal-
tekjur og lægri ættu því að geta
fengið dijúgan hluta af aukinni
vaxtabyrði bættan. Þeir sem eru
með hærri tekjur og eiga miklar
eignir fá þá væntanlega minna eða
ekkert. Þetta þarf að taka með í
reikninginn þegar meta á hvemig
breyting á vöxtum kemur út fyrir
einstaka lántakendur.
Lög um greiðslujöfnun
Nú er komið í ljós að lög sem
kveða á um að greiðslubyrði af lán-
um til íbúðakaupa þyngist ekki,
m.a. vegna hækkunar vaxta, gera
það að verkum að ekki er hægt að
breyta vöxtum eins og gert var ráð
fyrir. Er því verið að athuga þann
möguleika að lán fylgi ekki íbúðum
eins og nú er heldur þurfí þeir sem
selja að greiða upp sín lán. Kaup-
endur þurfa þá að taka lán með
þeim kjörum sem bjóðast á hveijum
tíma en yfírtaka ekki lán frá fyrri
eiganda. Þetta hefur ekki þótt fær
leið hingað til þegar Kvennalista-
konur hafa bent á hana en e.t.v.
er hún fær nú þegar einhver annar
stingur uppá henni.
Vandann verður að leysa
Kjarni málsins er að vandann
verður að leysa. Það hljóta ailir að
sjá að ekki er hægt að láta sem
ekkert sé. Það er auðvitað hægt
að stinga höfðinu í sandinn eins og
strúturinn og vona að vandamálið
sé horfið þegar höfuðið er dregið
upp aftur. Þannig er ekki hægt að
vinna.
Við lausn á vandanum verður að
gæta þess að taka tillit til allra
þátta málsins en taka ekki ákvarð-
anir sem augljóslega ganga ekki
upp, hvorki fyrir fjölskyldurnar í
landinu né fyrir ríkissjóð.
Höfundur er þingmaður fyrir
Kvennalistann í Reykjavík.
Greining olíukostnaðar fiskiskipa
eftir Benedikt
Valsson
í síðasta sérblaði Morgunblaðsins
„Úr verinu“ er haft eftir Sveini
Hirti Hjartarsyni, hagfræðingi LÍÚ,
að hlutfall olíukostnaðar í rekstrar-
kostnaði togara sé um þessar mund-
ir um 13,8% og eigi eftir að hækka
í 19,3%. Vð þessa talnagreiningu
er nauðsynlegt að koma nokkrum
athugasemdum á framfæri.
Þegar staða fyrirtækja eða at-
vinnugreina er skýrð eru gjarnan
notaðar svokallaðar kennitölur eins
og hér að framan greinir. Kennitala
um olíukostnað fískiskipa getur
verið með ýmsum hætti. Ef gengið
er út frá síðustu verðhækkun Verð-
lagsstofnunar á gasolíu er mögu-
leiki á eftirfarandi kennitölum fyrir
olíukostnað togara minni en 500
brl.:
„Samkvæmt upplýsing-
um frá Fiskifélagi ís-
lands voru u.þ.b. 20 tog-
arar með svartolíu-
brennslu um síðustu
áramót. Þessi vitneskja
skiptir verulegu máli,
þar sem gasolía hefur
hækkað mun meira en
svartolía.“
Olíukostnaður sem hlutfall af
breytil. heildar-
rekstrar- rekstrar-
tekjum kostnaði kostnaði
10,6% 13,8% 11,2%
★ Pitney Bowes
Frímerkjavélar og stimpilvélar
Vélar til póstpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 9 -105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
I4ÝTT
esn^
(Heimild: Þjóðhagsstofnun.)
Af þessum tölum að dæma er
augljóst að Sveinn Hjörtur hefur
valið hæstu kennitöluna.
Hvað snertir hækkun kennitölu
olíukostnaðar togara í 19,3% af
breytilegum rekstrarkostnaði
samkvæmt áætlun Sveins Hjartar
þarf olíuverð að hækka um 50% á
næstunni til viðbótar þeirri 40%
hækkun á gasolíu, sem varð um
síðustu mánaðamót. Ekki nóg með
það, þá verður annar breytilegur
kostnaður í útgerðarrekstri að vera
óbreyttur í verði til að tryggja að
umrædd kennitala upp á 19,3%
standist.
Að lokum má geta þess, að fram-
angreindar hækkanir á olíuverði eru
miðaðar við gasolíu. Samkvæmt
upplýsingum frá Fiskifélagi íslands
voru u.þ.b. 20 togarar með svart-
olíubrennslu um síðustu áramót.
Þessi vitneskja skiptir verulegu
máli, þar sem gasolía hefur hækkað
mun meira en svartolía. Þetta leiðir
til þess, að olíukostnaður togara í
rekstraráætlunum Þjóðhagsstofn-
unar hér að framan er ofmetinn.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Farmanna- og
fiskimannasambands íslands.
Kynning- á stjörnum
og stj örnumer kj um
Náttúrufræðistofa Kópavogs
og Náttúruverndarfélag Suð-
vesturlands standa fyrir kynn-
ingu fimmtudaginn 15. nóvember
kl. 20.30 til að auðvelda byrjend-
um að þekkja stjörnur og
stjörnumerki.
Kynningin verður undir leiðsögn
stjörnufróðra manna í Náttúru-
. fræðistofu Kópavogs, Digranesvegi
12, niðri. Öllum er heimil þátttaka
og er ekkert þátttökugjald.
f sambandi við kynninguna verð-
ur boðið upp á stjörnuskoðunarferð
einhver næstu kvöld þegar vel sést
til stjarnanna. Seinna verður einnig
boðið uppá skoðunarferð í Stjörnu-
athugunarstöð Stjömuskoðunarfé-
lagsins, en stöðin er staðsett í Val-
húsaskóla á Seitjamarnesi.
Tilgangur kynningarinnar og
ferðanna er að vekja athygli á hve
skemmtilegt getur verið á haust-
og vetrarkvöldum að virða fyrir sér
stjörnurnar og stjörnumerkin á
himinhvolfinu auk pláneta, tungls
og norðurljósa.
Þá er tilgangur ferðanna einnig
að minna á að gegnsæi lofthjúpsins
yfír íslandi er oftast mikið og sjálf-
sagt að kynna það fyrir öðrum þjóð-
um sem lítið gegnsæi hafa vegna
mikillar loftmengunar.
(Fréttatilkynning)