Morgunblaðið - 14.11.1990, Side 31

Morgunblaðið - 14.11.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 31 Leikskólalög fyrir hverja? eftir Kristínu Dýrfjörð Síðastliðið vor var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um leik- skóla og annað um félagsþjónustu sveitarfélaga. Bæði þessi frumvörp voru langþráð og út af fyrir sig mikill áfangi. Málefni dagvistar- heimila/leikskóla hafa hingað til heyrt undir menntamálaráðuneytið og er það skýlaus krafa okkar fóstra að svo verði áfram. Málum er svo háttað í dag að réttur okkar fóstra til starfa á dagvistarheimil- um/leikskólum er mjög vel tryggður í lögum nr. 112/1976 um byggingu og rekstur dagvistarheimila. Við gerð verkaskiptalaganna var ákveð- ið að stofnkostnaður dagvistar- heimila/leikskóla yrði alfarið í höndum sveitarfélaga en áður greiddi ríkið 50% í stofnkostnaði. Efiaust spyija margir fyrir hveija er þá verið að búa til ný lög um leikskóla, ef réttur fóstra er tryggður í gömlu lögunum og skyld- ur sveitarstjórnanna í lögunum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Jú, lesandi góður, lögin eru gerð fyrir þá sem mestu máli skipta, börrtin. Lögin íjalla nefni- lega um það að öll börn eigi jafnan rétt. Rétt til að njóta ákveðinnar Kristín Dýrfjörð kennslu. Lögin fjalla um það að starfsemi dagvistardeilda/leikskóla sé og eigi að vera viðbót við það uppeldi sem foreldrarnir veita. Leik- skólanum hefur aldrei verið ætlað það hlutverk að vera aðal uppalandi bamanna heldur fyrst og fremst viðbót og stuðningur við uppeldi foreldranna. Við fóstrur höfum ávallt skil- greint okkur sem kennara yngstu barnanna. Við teljum störf okkar sambærilegust störfum kennara, við eigum aðild að alþjóðasamtök- um kennara (WCOTP). Við sinnum ákveðinni kennslu þó ekki sé hún í formi algebru-formúlu. Við teljum okkar mál tilheyra menntamálaráð- unejdi, ráðuneyti kennslumála þar sem þau hafa hingað til verið. Síðastliðið haust afhentum við Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra 1.822 undirskriftir fóstra og annarra starfsmanna leikskóla/ dagvistarheimila þar sem við skor- uðum á að okkar málaflokkur yrði hér eftir sem hingað til í einu ráðu- neyti, ráðuneyti menntamála. Að setja málaflokkinn undir tvö ráðu- neyti eins og nú er í bígerð hljóta að teljast stjórnunarleg mistök á sama tíma og hagræðing og einföld- un í stjórnsýslu eru kjörorðin. Stjórnmálamenn sem virða að vettugi skoðanir heillar stéttar í þeim málum sem skipta hana einna mest, málum sem hingað til hafa næstum verið talin einkamál henn- ar, þ.e.a.s. velferð og menntun yngstu barnanna. Ég spyr hvaða ankannalegu sjónarmið liggja þar að baki? Höfundur er fóstra og 1. fulltrúi Reykjavíkurdeildar Fóstrufélags íslands. Maður í glerhúsi ætti ekki að grýta grjóti eftirJónÁ. Gissurarson Þann 4. nóv. sl. gagmýnir Ingvi Hrafn Jónsson í Morgunblaðinu við- brögð Ijölmiðla til prófkjörs Sjálf- stæðisflokks um síðustu mánaða- mót. Stöð 2 fær harðan dóm vegna samtalsþáttar við Friðrik Soph- usson réttri viku fyrir prófkjör. Stöð 2 er einkafyrirtæki. Tekjur eru eingöngu áskriftargjöld og greiðsla auglýsinga. Keppikefli verður því að ná athygli sem flestra svo sem með samtalsþáttum í létt- um dúr við frammámenn hveiju sinni. Fyrsti þingmaður Reykjavík- ur hlýtur að teljast í þeirra hópi. Þótt tímasetning þáttar Friðriks Sophussonar orki tvímælis, finnst mér fýrst kasta tólfunum að Ingvi Hrafn skuli gerast siðameistari í slíku máli vegna eigin framferðis við ekki ólíkar aðstæður. Fyrir réttum fjórum árum var þáverandi fyrsti þingmaður Reykja- víkur, Albert Guðmundsson, kvadd- ur til viðtals í Ríkissjónvarpinu með óvenjulegum hætti. Ekki hafði at- riði þetta verið auglýst, aðrir þætt- ir rugluðust eða hurfu með öllu. Ingvi Hrafn var dagskrárstjóri og stjórnaði þætti þessum. Albert hafði talið þann kost vænstan að. segja lausu embætti íjármálaráð- herra, kosningar til alþingis á næsta leiti og Albert í framboði. Engin dægrastytting var þetta á borð við þátt Friðriks Sophussonar. Albert rakti raunir sínar, taldi sig saklausan hafa orðið fyrir aðkasti vondra manna, en Ingvi Hrafn spurði af mikilli samúð og „mjúk- lega“. Ríkissjónvarpið er opinber stofn- un sem fær megintekjur með skatt- heimtu af öllum sem sjónvarpstæki eiga. Skýr lög kveða því á um sam- Jón Á. Gissurarson skipti þess við þá sem í kjöri eru til alþingis svo að fyllsta jafnréttis sé gætt. Þessi lög virti Ingvi Hrafn að vettugi og brást trúnaði í starfi. Hann er því manna vanhæfastur að hafa siðbætandi áhrif á ijölmiðla. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Keilusaturi )LABAN Piannja þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, Sími 96-26524. Hjá okkur færðu allar nýjusfu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a Plannja þakstál með mattri litaáferð, svartri eða tígulrauðri. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, slmi 98-12111 ÍSVÖR HF. Dalvegur 20. 200 Kópavogur. x Póstbox 435. 202 Kópavogur. < S: 91-64 12 55. Fax:64 1266. > STEIKAR- TILBOÐ miðvikudag, fimmtudag, föstudag N AUTAGRILLSTEIK M. ÖLLU kr. 695.- SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjaflr! Ikaffivélar hrærivélar brauðristar || vöfflujárn strokjárn handþeytarar eggjaseyðar dj úp steikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvamir ,j-aclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduö tœki. Muniö umboðsmenn okkar víös vegar um landið! SVÍNAGRILLSTEIK M. ÖLLU kr. 550 w

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.