Morgunblaðið - 14.11.1990, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMljER 1990
36
Asmundur Orn Guð-
jónsson — Minning
Fæddur 11. febrúar 1954
Dáinn 4. nóvember 1990
í dag kveðjum við félagarnir úr
vesturbænum vin okkar, Ásmund
Örn Guðjónsson.
Yinskapinn við Ása má rekja til
þess tíma, er við pottormarnir eydd-
um lunganum úr deginum úti á
KR-velli við Kaplaskjól. Þar bund-
ust margir vinaböndum, sem ekki
slitnuðu þar í frá. Þegar hugurinn
leitar aftur verður ljóst, að þá komu
í ljós þeir kostir, sem prýddu Ása;
kappsemi, glettni og á stundum
meinlaus stn'ðni samfara mikilli
hreinskilni. Ási var okkar fremstur
í sportinu, og þá var til þess tekið,
og vakti líklega smá öfund okkar,
þegar hann var fluttur upp um lið,
og spilaði með A-liðinu, þegar við
minni spámennimir urðum að sætta
okkur við C-liðið.
Þegar unglingsárin tóku við urðu
áhugamálin fleiri og vinahópurinn
stækkaði. Þá varð heimili foreldra
hans fljótlega aðalsamkomustaður
okkar kunningjanna. Þolinmæði sú
sem Ása og Gauji sýndu okkur
hávaðasömum og fyrirferðarmikl-
um strákum var aðdáunarverð, sér-
staklega þegar galsinn í kjallara-
herberginu á Reynimelnum vildi
raska svefntíma friðsamra manna.
En skemmtunin var saklaus, og
vinur okkar, forráðamaður kjallar-
ans, var hrókur alls fagnaðar.
Tveir eru þeir staðir, þar sem
Ási haslaði sér völl, og helgaði
krafta sína. Hann hóf vinnu á ungl-
ingsárum hjá Eimskipafélaginu,
fyrst á kæjanum og í skálunum,
vann síðan um árabil við varnarliðs-
flutninga félagsins, og á síðustu
árum við akstursdeildina. Þar nutu
menn þess, að hann var afburða
glöggur, sérstaklega á tölur, við-
hafði ekki málalengingar um hlut-
ina, og kom fljótt auga á kjarnann
í hverju máli. Til viðbótar sá svo
meðfætt jafnaðargeð og glettni um,
að hann varð afburðavinsæll með
starfsfélögum sínum.
Hinn vettvangurinn var gamla
góða KR. Þegar hann hætti sjálfur
þátttöku í íþróttum vegna liðagigtar
gekk hann til liðs við bakvarðasveit-
ina og var í hópi eindregnustu
stuðningsmanna félagsins, og
fylgdi félaginu í gegnum sætt og
súrt.
Stærsti sólargeislinn í lífi hans
var dóttirin Bima Gyða, sem flutt-
ist snemma til Svíþjóðar, en kom
heim reglulega og oftar á seinni
árum. Bima Gyða og Ási vom sér-
staklega samrýnd, og sá tími, sem
hún dvaldist héma, var ekki til ráð-
stöfunar fyrir annað.
Við gömlu félagarnir höfðum
fyrir reglu á seinni ámm að hittast
nokkmm sinnum á ári. Var þar
glatt á hjalla og Ási sem fyrr ómiss-
andi. Sjálfur var hann að öllu jöfnu
lítið ræðinn um sjálfan sig og hon-
um í raun fjarri að velta vöngum
yfir eigin erfiðleikum. Lífsviðhorfið
breyttist ekki en það var umfram
annað fólgið í að sjá tilvemna í
spaugilegu ljósi.
Svo tengist minning okkar um
Ása öðm fremur ánægju og gleði,
að hún yfirskyggir annað, og vonum
við að sú mynd af vini okkar megi
styrkja Bimu Gyðu, Gauja og bræð-
urna, á þessari stund.
Árni, Benni, Bóbó,
Gummi, Óli, Palli,
Stebbi og Siggi
og eiginkonur.
Frændi, þegar fiðlan þegir
fuglinn krýpur. lágt að skjóli'
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum
ilmanskópm betri landa,
ljúfling minn sem ofar öllum
íslendingum kunni að standa.
(Halldór Laxness.)
Það er fegurð í öllum sköpuðum
s hlutum. Það er fegurð í gráum
himni, það er fegurð í dimmbláum
fjöllum, það er fegurð í kvöldkulinu
og morgunhrollinum, það er jafnvel
dulin fegurð í dauðanum svo
skringilega sem það kann að
hljóma. Getur nokkur neitað því að
fagrar minningar og fagrar hugs-
anir geta gert gott. Og í fegurð
dauðans hlýtur yndisleiki lífsins því
að speglast. Og yndislegt getur lífið
verið ef maður er á sömu sveif og
almættið. Því ætti maður ekki að
formæla dauðanum heldur gleðjast
yfír góðu lífí sem var. En það veit
Guð að erfitt er að sætta sig við
dauða ungs manns sem átti til gnótt
af fegurð. Og nú þegar sól lækkar
á lofti, dagamir styttast og kólna
fer í veðri er gott að eiga hlýjar
og fallegar minningar um yndisleg-
an mann þó sól hans hafí hnigið
um hádegisbil. Ég á margar góðar
minningar um Ásmund Örn Guð-
jónsson. Ég ætla ekki á þessari
stundu að riija þær upp heldur
ætla ég að hlýja mér við þær í ein-
rúmi.
Og nú er þegar elskui vinurinn
minn hefur tekið sér far með feiju-
manninum yfír móðuna miklu get
ég lítið annað gert en að óska hon-
um góðrar ferðar og þakkað fyrir
samveruna. Dóttur hans, bræðrum
og föður sendi ég samúðarkveðjur
og bið guð að gefa okkur öllum
styrk.
Hvíli hann í friði.
Guðni Már Henningsson
í hjarta mér myndaðist gífurleg-
ur tómleiki er mér var tilkynnt um
andlát míns kæra vinar, Ásmundar
Arnar, og enn einu sinni stóð ég
berskjaldaður frammi fyrir lífsgát-
unni, með spurninguna Af hveiju?
í huga mér. Mig langar til að setja
nokkrar fátæklegar línur á blað, til
að minnast vinar míns, Ásmundar,
og kveðja hann hinstu kveðju, en
við störfuðum hjá sama fyrirtæki,
Eimskip, um árabil.
Þeir sem til þekkja vita að ekki
gekk Ásmundur heill til skógar. Oft
og tíðum var hann sárþjáður af liða-
gigt og húðsjúkdóm, en engan
þekkti ég eða veit um sem heyrði
Ásmund nokkurn tímann kvarta
yfir þrautum sínum, þvert á móti
var lund hans ávallt létt og alltaf
stutt í hláturinn. Sínar innstu til-
fínningar og hugsanir lét Ásmundur
ekki í ljós, en í gegnum vinskap
okkar á undanförnum árum, komst
ég að raun um að trú hans á æðra
tilverustig var óbilandi og oft var
talað um að ekki væri nein ferð án
enda, því að allt sem hefur upphaf
hlýtur að hafa endi, en að endirinn
á ferð okkar hér, væri upphafíð að
annarri ferð annars staðar, var
bjargföst skoðun okkar og nú hefur
annar okkar fengið staðfest svar
við þeirri skoðun. Ásmundur reynd-
ist mér traustur vinur, en á undan-
förnum árum hef ég þurft að dvelja
um lengri eða skemmri tíma á
sjúkrahúsum og var það jafnöruggt
og að sólin settist, að vinur minn
Ásmundur kom að sjúkrarúmi mínu
að kveldi er hann hafði lokið störf-
um og ávallt var glaðværðin í fylgd
með honum og í þau skipti er ég
hafði fótavist, var hann óþreytandi
að taka mig út í skemmri eða lengri
bfltúra og þarna sýndi hann, hve
mikill og traustur vinur hann var í
raun. Oft var vinur minn þreyttur
og kvalinn af sjúkdómum sínum,
þegar hann kom — en hann kom.
Þegar ég rifja þetta upp, sé ég og
fínn hve mikið Ásmundur Örn gaf
mér, án þess að ég væri megnugur
að gjalda í sömu mynt.
Viðskiptavinir Eimskips geta
vottað um hve bóngóður Ásmundur
var, en þar hélt hann að nokkru
leyti um stjórnvölinn á Akstursdeild
fyrirtækisins og sá um að viðskipta-
vinirnir fengju vörur sínar keyrðar
til sín og var hann mjög vel kynnt-
ur í þeim fyrirtækum, sem eiga við-
skipti við Eimskip, en oft var vinnu-
dagur hans langur og strangur. Það
sá ég er hann kom í heimsókn til
mín að afloknum vinnudegi og
kannski sofnaði er hann settist nið-
ur hér á heimili mínu, en nú er
sæti hans hér autt og verður það
vandfyllt, því að góðir, tryggir og
öruggir vinir eru ekki á hveiju strái.
Sólargeislinn í lífí Ásmundar vin-
ar míns var dóttir hans, Birna, sem
nú sér á eftir ástkærum föður, en
Birna er búsett hjá móður sinni í
Svíþjóð og veit ég að Ásmundur
hefði kosið að hafa meiri samvistir
við dóttur sína, en samband þeirra
var mjög gott og á undanfömum
ámm hefur Birna komið í tíðar
heimsóknir til íslands og þegar
Ásmundur sagði mér að hún væri
væntanleg, þá heyrði ég alltaf til-
hlökkun í rödd hans.
í Sundahöfn hér í Reykjavík er
upphaf og endir hina ýmsu ferða
og nú hefur Ásmundur Örn Guð-
jónsson farið þaðan í hinsta sinn
og hefur myndast tómarúm í
Sundahöfn, sem tekið er eftir, en
minning hans mun ávallt lifa þar.
Að lokum vil ég þakka höfundi til-
verunnar fyrir að gefa mér tæki-
færi til að kynnast Ásmundi Erni
Guðjónssyni og trúi ég að hann leiði
Ásmund styrkri hönd um nýja bú-
staði. Birnu, dóttur Ásmundar,
Guðjóni, föður hans og öllum bræð-
rum Ásmundar og fjölskyldum
þeirra, votta ég mína dýpstu og
innilegustu samúð_, með þeirri von
um að minning Ásmundar Arnar
Guðjónssonar verði ljós í lífí þeirra
allra.
Blessuð sé minning hans.
Sigurjón Símonarson
Það var vinátta,
sem á vængjum friðar
hné frá himni
í helgum blæ;
fagnaði fold,
fylltust gleði
efri loft
og undirdjúp;
sá var fyrstur nefndur
sumardagur.
Hreinlynd hjörtu »
og hugarprúð
ást einlægri
æðri kynja
ylnuðu þá,
er um aldir síðan
vóx, viðhélzt;
þaðan er vinur um kominn.
(Jónas Hallgrímsson.)
Síðustu mánuði hefur mér oft
orðið hugsað til unglingsáranna,
þar sem elsta barnið mitt, dóttir,
stendur nú á þröskuldi þessa vand-
meðfama tímabils. Hún kemur til
mín með blik í augum og sérkenni-
legt bros leikur um vanga hennar.
Hún er skotin í strák. Strák sem
fær hjartað til að slá hraðar og ein-
kennilegt máttleysi kemur í fæ-
tuma þegar hún sér hann. Þau
dansa saman á diskótekum í skólan-
um.
Þannig var þetta líka 1968. Þau
hittast á hverju kvöldi, ásamt öðrum
í hópnum, í ísbúðinni á Hjarðarhag-
anum. Þau fara saman að passa
barn hjá frænda hans á Brekku-
stígnum. Vinahópurinn er stór. Það
er margt brallað. Allt lífíð er fram-
undan. Leiðir skiljast. Sumra aðeins
tímabundið, því úr þessum fræjum
vináttu, sem sáð var á unglingsár-
unum urðu tvö hamingjusöm hjóna-
bönd. Þar sem leiðir skildu var
fylgst með úr fjarlægð.
Kærar þakkir færi ég Ása fyr-
ir þessar löngu liðnu samvemstund-
ir. Hvíli hann í friði.
Ég votta aðstandendum og vin-
um mína dýpstu samúð.
Sossa
Kveðja frá
Knattspyrnudeild KR
Þann 5. nóvember sl. lést langt
fyrir aldur fram Vesturbæingurinn
og KR-ingurinn Ásmundur Örn
Guðjónsson, aðeins 36 ára að aldri.
Þrátt fyrir þá staðreynd að hann
hafí um all langt skeið átt við mikla
vanheilsu að stríða kom hið skyndi-
lega fráfall hans mjög á óvart.
Hann var sonur hjónanna Ás-
gerðar Sófusdóttur sem lést 1984
og Guðjóns Pálssopar vélstjóra hjá
Reykjavíkurhöfn. Ási, eins og hann
var alltaf kallaður, ólst upp í Vest-
urbænum ásamt bræðram sínum
þremur þeim Sófusi, Gylfa og Páli
Sævari og bjó þar alla tíð, fyrst á
Brekkustíg, síðar á Reynimel og
loks á Flyðrugránda þar sem hann
átti heima þegar hann lést.
Hann var ekki hár í loftinu þegar
hann fór að elta bolta eins og títt
er með stráka og þar sem hann bjó
vestast í Vesturbænum leið ekki á
löngu þar til leiðin lá niður á KR-
völl og hann gekk í KR og byijaði
að æfa knattspyrnu í 5. flokki.
Það kom fljótt í ljós að hér var
mikið efni á ferð og bar hann af
jafnöldram sínum í knattspyrnunni
og komst fljótlega í kapplið KR í
5. flokki. Hann lék knattspymu
með 5., 4. og 3. flokki og sömuleið-
is handknattleik og körfuknattleik
og alls staðar var hann í fremstu
röð enda mikili boltastrákur eins
og stundum er sagt.
Sá sem þessar línur ritar var svo
lánsamur að kynnast Ása í 3. flokki
árið 1969. Hann var einn af lykil-
mönnum í sigursælu liði 3ja flokks
það ár sem sigraði á öllum mótum
og tapaði ekki leik það sumar. Ég
minnist Ása sem glæsilegs íþrótta-
manns, góðs félaga og í alla staði '
hins besta drengs. A þeim tíma
efaðist enginn um það að þama
færi einn af framtíðarleikmönnum
meistaraflokks KR í knattspyrn-
unni.
En enginn má sköpum renna og
örlögin höfðu ákveðið að íþróttaiðk-
un Ása yrði í framtíðinni þröngur
stakkur sniðinn.
Innan við tvítugt varð hann fyrir
því að veikjast hastarleg af liðagigt
og var alla tíð síðan þjáður af þeim
sjúkdómi sem sífellt herti tökin á
honum. Hann átti því við veralegt
heilsuleysi að stríða mikinn hluta
ævi sinnar þó ekki yrði hún löng.
Þess má nærri geta hvflíkt áfall
það var fyrir ungan og glæsilegan
íþróttamann í fremstu röð að hljóta
þann dóm að öll íþróttaiðkun væri
fyrir bí. Hann lét þó ekki deigan
síga því hann gerði sér grein fyrir
því að kappleikir vinnast ekki bara
úti á íþróttavellinum heldur er ekki
síður naúðsynlegt að vel sé stutt
við bakið á þeim sem keppa fyrir
félag sitt hveiju sinni af þeim sem
utan vallar standa. Og þar stóð
hann sig svo sannarlega vel. Það
er sama hvar gripið er niður að því
er varðar fjáröflun knattspyrnu-
deildar KR sl. áratugi að Ási er þar
ávallt í fremstu röð. Þegar sala
getraunamiða var aðaltekjulind
deildarinnar var hann ötull sölu-
maður og sá til þess ásamt fleiri
góðum mönnum að starfsmenn
Eimskipafélags íslands voru aðal-
viðskiptavinir deildarinnar á því
sviði. Hann var og mikill „tippari"
sjálfur og var einn af fastagestun-
um út í KR-heimiIi á hveijum laug-
ardagsmorgni yfir vetrarmánuðina
til að „tippa“ og spjalla við kunn-
ingjana yfír kaffíbolla. Og laugar-
daginn áður en hann lést var hann
að sjálfsögðu mættur þar.
Hann var einn af lykilmönnum í
flugeldasölu félagsins og vegna
starfs síns hjá Eimskipafélagi Is-
lands gat hann stundum gert félag-
inu smá greiða á þeim vettvangi
og þá stóð ekki á því.
Þegar ráðist var út í þá fram-
kvæmd að reisa áhorfendastúku við
KR-völlinn var Ási að sjálfsögðu
fyrsti maður sem skrifaði sig fyrir
framlögum í þá byggingu og tók
virkan þátt í öllu starfí því viðvíkj-
andi.
En hann sinnti ekki bara fjáröfl-
un því hann mætti nánast á hvern
einasta leik meistaraflokks KR í
knattspymu og skipti þar engu
máli hvort leikið var heima eða að
heiman. Hann fylgdist og vel með
leikjum yngri flokka og mætti þar
ef hann gat því við komið.
Eins og sjá má á þessari upptaln-
ingu _sem auðvitað er ekki tæmandi
var Ási mikill KR-ingur og ávallt
reiðubúinn að leggja félagi sínu lið.
Það er vegna manna eins og hans
að KR er það stórveldi sem það er
í dag og stendur því knattspyrnu-
deild KR og félagið í heild í mikilli
þakkarskuld við hann.
Ási var ógiftur en átti eina dótt-
ur, Bimu Gyðu sem nú er 18 ára.
Hún hefur búið með móður sinni
undanfarin ár en þrátt fyrir fjar-
lægðina var samband þeirra feðgina
ávallt mjög gott.
Ási hafði létta lund og gott skap
og þrátt fyrir veikindi sín og þá
staðreynd að oft var hann sárþjáður
heyrðist hann aldrei kvarta. Hann
var drengur góður og hvers manns
hugljúfí og þannig munum við
KR-ingarnir geyma í hugum okkar
minninguna um Ásmund Örn Guð-
jónsson.
Hans verður sárt saknað og hann
er kvaddur með virðingu og þakk-
læti en sárastur er harmur hans
nánustu, föður, bræðra og dóttur
og era þeim hér með sendar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ásmundar
Arnar Guðjónssonar.
GP
Kveðja frá Akstursdeild
Eimskips
Hröð er fórin
örskömm dvöl
á áningarstað
verum því hljóð
hver snerting
er kveðja
í hinzta sinni
(Birgir Sigurðsson.)
Stórt skarð er komið í hópinn.
Stórt skarð sem erfítt verður að
fylla og reyndar enginn sem bjóst
við að til slíks kæmi. Félagi okkar,
Ásmundur Örn Guðjónssoner fall-
inn frá, langt fyrir aldur fram.
Hann var sá vinnufélagi sem flestir
vilja hafa, ósérhlífinn, samvisku-
samur og í alla staði fyrirtaksfé-
lagi. En Guð gefur og Guð tekur.
Þó okkur þyki sárt að sjá á eftir
Ásmundi trúum við því að hans
nýju heimkynni séu yndisleg og að
honum líði vel þar. Það er líka gott
til þess að hugsa að þegar við sjálf
föram þessa leið þá bíður hann
okkar á ströndinni hinumegin og
tekur þar á móti okkur með út-
breiddan faðminn og bros á vör.
Fyrir hönd samstarfsfélaga í
Sundahöfn sendi ég dóttur hans
bræðrum og föður samúðarkveðjur.
Minning þessa góða manns lifír.
Gunnlaugur Gunnlaugsson
Kveðja frá vinnufélögum
Með örfáum orðum langar okkur
að kveðja góðan vin og félaga sem
kvatt hefur svo snögglega.
Margs er að minnast og margs
að sakna.
Ásmundur hóf störf hjá Eimskip
árið 1968 og hafa því mörg okkar
átt því láni að fagna að starfa með
honum í fjölda ára. Og án efa er
ekki hægt að hugsa sér betri starfs-
félaga en Ása.
Ási var ekki einungis góður
starfsmaður, hann var ekki síður
góður félagi. Undanfarin ár starfaði
hann sem fulltrúi í akstursdeild og
átti því mikil samskipti við fólk
bæði innan og utan Eimskips, og
vora þau samskipti á margan hátt
sérstök. Þau einkenndust af lipurð,
hjálpsemi og ekki síst því, að Ási
sló gjaman á létta strengi og mun-
um við lengi minnast kímni hans.
Ási var jafnan hrókur alls fagn-
aðar í okkar hópi. Það var því eng-
in tilviljun hversu oft var leitað til