Morgunblaðið - 14.11.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.11.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 41 HEILABROT Þjálfið heilann með þrautum! Erno Rubik, prófessor í bygg- ingarlist, ávann sér heims- frægð fyrir nokkrum árum með kubbinum, sem við hann er kenndur og hefur valdið mörgum hugarangri. Rubik er ekki sestur í helgan stein og heldur áfram að hanna þrautir til heilabrota. Telur hann að þjálfun hugans sé ekki síður mikilvæg en líkamsþjálfun. Spáir Rubik því, að nú taki við tími gestaþrauta eftir að trimm hefur verið í tísku um skeið. sem hann taldi að verðandi arki- tektar þyrftu að þjálfa getu sína til að skoða hlutina í tvívídd og þrívídd. Reynslan af Kubbnum er sú, að fæstir vilja leggja hann frá sér fyrr en þeir hafa leyst þrautina. Prófessorinn segir, að aðalatriðið sé ekki að leysa þrautir heldur að glíma við þær, með því þjálfi menn andlegan kraft sinn og virkni heil- ans. Næstum allar þrautir Rubiks byggjast á stærðfræðilegum lög- málum og takist mönnum að finna formúluna er lausnin barnalega einföld. Rökrétt hugsun er lykill- inn að öllum þrautum hins ung- verska pröfessors. Prófessorinn hefur nýlega kynnt fjögur ný leiktæki sem eiga að styrkja hugarorkuna. Þau eru pýramídi sem er gerður úr 10 hlut- um og kallast hann Triamid. Þá er það Flækjan, sem er gerð úr 25 hlutum, síðan Fimmtán og loks Teningur. Rubik segir, að leikirnir séu hannaðir með það fyrir augum að þeir falli að mismunandi skapgerð fólks. Hann hefur fjórtan manns í vinnu hjá sér við að fullsmíða hugmyndir sínar, sem hann segir fæðast þegar hann hafi eitthvað á milli handanna en ekki við teikni- borðið. Hann bjó til Kubbinn fræga fyrir nemendur sína, þar Erno Rubik, sem fann upp hinn fræga Rubik-kubb. Hér heldur hann á nýjum leiktækjum eða gestaþrautum sem hann hefur hannað. Telur hann framlag sitt stuðla að því að fólk þjálfi heila sinn ekki síður en likama. Truflaði kennslustund vatnsgreiddur og í smókíng í síðustu viku átti uug Verslunarskólastúlka afmæli og uunusti henn- ar ákvað að sjá til þess að dagurinn yrði minnisstæður ineð óvenju- legum hætti. Eg fékk vin minn Egil Sigurðsson til þess að klæða sig upp og fara í skólastofuna í miðjum tíma og færa henni blóm,“ sagði unnust- inn Kristján Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. Uppátækið kom unnustunni Guðrúnu Reynisdóttur í opna skjöldu. Einnig sambekkingun- um, en þeir gátu þó glaðst, því þeir fengu allir konfektmola í tilefni dags- ins. Kristján hafði áður fengið leyl'i skólayfirvalda til þess að trufla kennslustundina með þessum hætti. Engum öðrum var sagt neitt, því ráku allir upp stór augu er Egill gekk í 'salinn íklæddur smókíngfötum og vatnsgreiddur. Gekk hann fyrst á röðina og bauð öllum konfekt. Síðan stillti hann sér upp fyrir fram- an Guðrúnu og færði henni blóm- vöndinn og var stúlkuna þá farið að gruna sitthvað. Ekki hefur frést meira af hátíðisdeginum, en reikna má með að þessi 18. afmælisdagur Guðrúnar verði einn af hinum minni- stæðari í lífi hennar ... Drauma- hlutverk Madonnu Popparinn og leikkonan Ma- donna hefur lengi látið að því liggja að þrátt fyrir ýmis hlutverk í kvikmyndum til þessa hafi hún aldrei farið með hlutverk sem hún hafi virkilega verið spennt fyrir. Nú hafi það hins vegar gerst, en nýlega var hún valin til að leika hlutverk Evitu Peron í kvikmynd sem verður gerð bráðlega og byggð á hinum fræga söngleik Andrews Lloyds Webbers. Segir Madonna að allt frá því að það spurðist að kvik- mynd þessi væri á döfinni hafi hún óskað sér og látið sig dreyma um titilhlutverkið. Þegar til kastanna kom var Madonna ein þriggja sem valið stóð um, hinar voru Meryl Streep og Elain Page. Egill afliendir Guðrúnu blóinin. Morgunblaðið/Þorkell GLAÐNINGUR POPP Madonna. COSPER © PIB t t 1 Ö t COSPER. Við skulum fara liingað inn og halda upp á demantsbrúðkaupið okkar. Bestur þakkir og kveðjur til allra þeirra mörgu' er ýmist með gjöfum, blómum, skeytum eða á annan hátt sýndu mér sóma á 75 ára afmcvli minu þann 9. þ.m. Lifið heil. Guðbrandur E. Hlídar, dýralæknir. Minar bestu þakkir til allra þeirra, sem sendu mér kveðjur og gjafir á 85 ára afmœlinu þann 6. nóvember. ' Margrét Finnbjörnsdóttir. " m.a. vattfóðraðirog meðlausu % ullarfóðri. yí Kuldaúlpur- nýsending. % 10tegundir af herrabuxum. « QEísiB Ath.: Greitt er fyrir við- skiptavini í bifreiða- geymslu, Vesturgötu 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.