Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NOVEMBER 1990
45
Góð sýning
Leikhúsgestur hringdi:
„Ég vil þakka fyrir frábæra
sýningu, Medea, hjá Alþýðuleik-
húsinu. Vil ég hvetja sem flesta
til að sjá þessa sýningu.“
Gleraugu
Gleraugu með bandi töpuðust
við Landakotsspítala 7. nóvember.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 36792.
Gleraugu
Kvengleraugu fundust mánu-
daginn 5. nóvember í versluninni
Símsen, Hafnarstræti 21 oggetur
eigandinn vitjað þeirra þar.
Köttur
Svartur hálfvaxinn fressköttur
með hvíta bringu og hvítar loppur
er í óskilum í Seljahverfi. Eigand-
inn er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 72784.
Ónæði
Móðir hringdi:
„Riddarar götunnar, þ.e.a.s.
mótorhjólatöffararnir, eru að gera
mig gráhærða. Ég bý í Hraun-
bænum og höfum við orðið fyrir
miklu ónæði af þessu að undan-
fömu. Verst er þetta fyrir þá sem
eru með ung börn á tanntöku-
aldri, þau vakna upp við djöfla-
ganginn og það getur kostað vöku
hálfa nóttina. Lögreglan hefur
komið nokkrum sinnum en það
hefur reynst árangurslítið. Ekki
veit ég hvort það er tillitsleysi eða
hugsunarleysi sem býra að baki
þessarar framkomu riddaranna,
en vil biðja þá að hugsa málið og
sýna meiri tillitssemi."
Gleraugu
Karlmannsgleraugu með rauð-
brúnni umgerð fundust við Ár-
múla 2 sunnudaginn 11. nóvem-
ber. Upplýsingar í síma 30617.
Lyklakippa
Lyklakippa fannst í Hafnarfirði
fyrir skömmu. Á henni eru m.a.
þrír smekkláslyklar. Upplýsingar
í síma 50665.
Sértrúarsöfnuður, hvað er nú það?
Til Velvakanda.
Á meðal þess sem fjölmiðlar
greina frá úr umræðum á Kirkju-
þingi er vitnað í orð biskups þar
sem hann fjallar m.a. um muninn
á þjóðkirkju og sértrúarsöfnuðum.
Oft verður mér á að brosa þegar
ég heyri fólk tala um þjóðkirkjuna
og sértrúaröfnuði eins og að þjóð-
kirkjan sé eitthvað annað en sértrú-
arsöfnuður. Samkvæmt orðabókar-
skýringu á hugtakinu „sértrúar-
flokkur“ en merkingin þessi:
„Flokkur manna með sérstök trúar-
brögð eða sérstakt afbrigði trúar-
bragða.“ Samkvæmt þessri útlegg-
ingu hlýtur þjóðkirkjan að vera sér-
trúarflokkur eins og hvert annað
trúfélag, ef hún á annað borð kenn-
ir og boðar trú. Og þar sem trú
þjóðkirkjunnar er frábrugðin því
sem önnur trúfélög tileinka sér,
verður að telja þjóðkirkjuna á með-
al sértrúarsafnaða.
Varla hættir trúfélag að vera
sértrúarsöfnuður við það eitt að
vera fjölmennara en önnur trúfélög
nema því aðeins að það hætti að
boða trú. Um allan heiminn eru
kaþólikkar fjölmennari en þeir sem
teljast til hinnar evangelísku lút-
ersku kirkju, og samkvæmt höfða-
tölureglunni eru lúterstrúarmenn
því sértrúarfólk. Og vissulega urðu
fylgjendur Marteins Lúters meðlim-
ir sértrúarsafnaðar þegar Lúter
sagði skilið við kaþólsku kirkjuna á
16. öld og stofnaði þann sértrúar-
flokk sem íslenska þjóðkirkjan til-
heyrir. Lúter boðaði sérstaka trú,
frábrugðna því sem kaþólska kirkj-
an boðaði.
í sumum Iöndum, eins og t.d.
Bandaríkjunum, er engin ríkis-
kirkja. Þar er að finna mjög fjöl-
menna trúflokka, sértrúarsöfnuði,
og þar á meðal eru lúterstrúar-
menn, hindúar, búddatrúarmenn og
múslímar mynda aðra sértrúarsöfn-
uði sem hafa innan sinna vébanda
hundruð milljóna einstaklinga. Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, kemur
í ljós að næstum allir íslendingar
tilheyra einum sértrúarsöfnuði eða
öðrum. Að sjálfsögðu er stærsti
sértrúarsöfnuðurinn á íslandi þjóð-
kirkjan.
Steinþór Þórðarson
SPENNUM BELTIN - hvar sem við sitjum í bílnum.
Komum heil heim.
Gefðu bókhaldinu líf!
íslensk forritaþróun hf. kynnir hinn nýja ópusallt
viöskiptahugbúnaö í Sjallanum, Akureyri, 14.
rióvember n.k. kl. 16:00.
Viljir þú fylgjast meö þróun hugbúnaöar og hvernig
hann getur aukiö framlegö fyrirtækisins, þá mætir þú
á kynninguna.
Kynnt verður:
ópiusaWX framtíöar viöskiþtahugbúnaöur
ópusáWi myndræn framsetning
ópusráWi sveigjanleiki
ópusaWt skýrslugerð meö þrívíddar grafík
ópusdWt SQL fyrirspurnarmöguleikar
Upplýsingar í símum 91-671511 og 96-24922.
íslensk forritaþróun hf.
TAE KWON - DO
SJÁLFSVARNARÍÞRÖTT
★ 1. Eykur sjálfstraust
★ 2. Bardagalist
★ 3. Fyrir bæði kynin
★ 4. Líkamlegur og sálfræðilegur
styrkur
Námskeið hefjast miðvikudag
kl. 18.50-20.30 og laugardag
kl. 14.10-16.20
Æfingar fara fram í íþrótta- Þjálfari Michael
húsi IR, Túngötu v/Landakot Jorgensen 3. dan
Upplýsingar gefur Kolbeinn, sími 15202.
SIEMENS
Frystikistur og frystiskápar
Siemens frystitækin eru eins og aðrar
vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki:
traust, endingargóð og falleg.
Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið.
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Sjálfstæðisfólk
í Reykjaneskjördæmi
Ég þakka þeim fjölmörgu sem veittu mér
brautargengi í prófkjöri Sjölfstœðisflokksins í
Reykjaneskjördœmi 10. nóvember síðasttiðinn.
Ég hvet alla sjálfstœðismenn til drengilegrar
sóknar f komandi kosningum og mun gera mitt
besta f baráttunni fyrir betra íslandi.
A A. A^