Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 48

Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 48
mk ■ Atviium reks t ra rt rygging y-Xa T\Tryggðu öruggan /Á./'TTxv' \ atvinnurekstur PC MAGAZINE UM IBM OS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" MIÐVIKUDAGUR 14. NOVEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Vaxtahækkun húsnæðislána: Skuldbreyting við eigendaskipti íbúða JOHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kveðst fá lögfræðilegt álit í dag um þær leiðir, sem hún hefur kynnt til vaxtahækkunar á húsnæðislánum frá Byggingarsjóði ríkisins. Þar á meðal er, að við eigendaskipti íbúða falli niður öll áhvílandi húsnæðislán, en í staðinn verði gefið út eitt skuldabréf með breyttum vaxtakjörum. Jóhanna segist munu kynna álit lögfræðinganna í ríkisstjórn á morgun, fimmtu- dag. Nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði til að gera tillögur um að- gerðir vegna fjárhagsstöðu Bygg- ingarsjóðs ríkisins lagði meðal ann- ars til að vextir af húsnæðislánum, sem veitt hafa verið eftir 1. júlí 1984, verði hækkaðir í 5% og.að r_jjlagaákvæði um greiðslujöfnun, þess efnis að hækkun raunvaxta leiði ekki til hækkunar á greiðslubyrði, verði fellt niður. Jóhanna óskaði eftir lögfræðilegu áliti á því, hvort þessar leiðir væru Olíumeng- að vatn í sjóinn SKIPSTJÓRINN á olíuskip- inu Kyndli tilkynnti Siglinga- málastofnun í gærmorgun að olíumenguðu vatni, svoköll- uðu slammi, hefði fyrir mis- tök verið dælt úr tönkum skipsins og í sjóinn á Sundun- um við Reykjavík. Olíubrák sást á sjónum, en 'að sögn Magnúsar Jóhannes- sonar siglingamálastjóra er um mjög lítið magn olíu að ræða. Rannsókn fer nú fram á því hvernig mistökin áttu sér stað. færar. Hún segir að verið sé að skoða áhrifin af greiðslujöfnuninni, bæði að því er varðar skuldabréf sem eru í gangi og eru með ákvæði þess efn- is að vaxtakjör þeirra taki mið af greiðslujöfnun og eins gagnvart því hvort þetta muni bæta greiðslustöðu sjóðsins eða eingöngu bæta bók- haldslega eiginflárstöðu hans ef greiðslujöfnunin hækkar bara höfuð- stól skuldarinnar og greiðist í lok lánstímans. „Síðan er verið að skoða þessa leið sem ég hef reifað, það er að segja að vextirnir hækki eingöngu við íbúðaskipti þegar nýr eigandi tekur við skuldunum, að þá ver^i lánum, sem stundum eru tvö til þrjú á íbúð, breytt í eitt fasteignaveðbréf með nýjum vaxtakjörum. Það mundi skila sér að mínu mati fyrr til þess að bæta greiðslustöðu sjóðsins. Þetta er verið að skoða hvort er hægt, lögfræðilega, og ég mun væntanlega fá niðurstöðu í allt þetta á morgun," sagði félagsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Sjá einnig þingsíðu, bls. 28. Farmuraf jólatrjám úrÞjórsárdal Morgunblaðið/Sverrir Þeir sem selja jólatré eru farnir að undirbúa söluna. í gær kom flutningabíll á vegum Landgræðslusjóðs í bæinn fullur af jólatrjám úr Þjórsárdal. Myndin var tekin þegar bíllinn var affermdur. Trén eru flest stór og verða sett upp úti á vegum bæjarfélaga, fyrirtækja og stofnana. "Þriðja slysið á nokkrum dögum HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi, á sama stað og tvö umferðarslys áttu sér stað um síðustu helgi. Tvær bifreiðar rákust saman á gatnamótunum og voru báðar óöku- færar eftir og fluttar burt með krana. Einn maður var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, en talið vai- að hann væri ekki alvarlega slasað- Tilboð íslands í GATT-viðræðunum um landbúnað: Losað verði um höft á innflutningi búvara I TILBOÐI íslensku ríkisstjórnar- innar í yfirstandandi viðræðum innan GATT um viðskipti með búvörur lýsir hún sig reiðubúna til að draga úr lögbundnum tak- mörkunum á innflutningi unninna landbúnaðarvara og beita í þess stað jöfnunargjöldum sem vega upp muninn á niðurgreiddu heimsmarkaðsverði og heima- markaðsverði. Tilboðið var lagt fram í höfuðstöðvun GATT í Genf í gær en þá hafði náðst samkomu- lag á milli utanríkisráðherra, for- sætisráðherra og landbúnaðar- ráðherra um málið. Haukur Hall-' dórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda, sagðist í gær ekki geta sagt álit sitt á tilboðinu þar sem hann væri ekki búinn að kynna sér það til hlítar. Hann sagði þó að ýmislegt í því væri til bóta frá fyrri tilboðsdrögum. Tilboðið felur í sér tvö meginat- riði auk breytinga á innflutnings- vernd, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra: Ríkisstjórnin býðst til að draga úr innanlandsstuðningi við landbúnað um allt að 25% fram að árinu 1996. Hún býðst til að draga úr útflutn- ingsbótum um allt að 65% fram til 1996 og að lækka þær áfram í Hér ganga hlutirnir hægt fyrir sig og þetta tekur einhvem tíma - segir Gísli H. Sigurðsson læknir sem dvelst nú á hóteli í Bagdad GÍSLI H. Sigurðsson læknir, sem varð innlyksa í Kúvæt er írakar réðust inn í landið i byrjun ágústmánaðar, sagði í samtali við Morg- unblaðiö í gær að hann hefði allgóðar vonir um að honum yrði á næstunni leyft að halda frá írak þar sem hann dvelst nú. „Þetta kemur til með að taka einhvern tíma því að hér í landi ganga hlut- irnir hægt fyrir sig,“ sagði Gísli en hann býr á hóteli í Bagdad, höfuðborg íraks, ásamt um 70 Svíum. Gísli kvaðst vera á nafnalista sænska sendiráðsins í Bagdad og kvað stjórnvöld vera að reyna ýms- ar leiðir til tiyggja brottfararleyfi þeirra Svía sem í landinu dveldust. „Það er mjög gott að vera kom- inn hingað til Bagdad. Hér getur maður farið allra sinna ferða án þess að verða fyrir áreiti lögreglu eða hermanna og það er mikill rnunur," sagði Gísli. Hann kvaðst ekki fá betur séð en ástandið_ í Bagdad væri ótrúlega gott. „Eg kom hingað tvívegis fyrr á þessu ári, í maí og júní, og ég fæ ekki séð að ástandið hafi mikið breyst." Gísli kvað það rangt vera að aðild íslendinga að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) spillti á ein- hvern hátt fyrir möguleikum hans á að komast frá írak. „Ég komst að því í fyrradag að aðildin að NATO kemur þessu máli ekkert við. Það var kannski eðliiegt að slíkar vangaveltur kæmu upp þar sem íslendingar hafa engan her og tengjast Persaflóadeilunni ekki á neinn hátt. Staðreyndin er hins vegar sú að írakar gera í þessu efni engan greinarmun á einstök- um ríkjum Vestur-Evrópu.“ Líkt og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra ritað Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissam- taka Palestínu (PLO), bréf og beð- ið hann að tala máli Gísla við íraska ráðamenn. „Ég er því miður ekki viss um að svona sambönd hafi svo mikið að segja núna. Undir venju- legum kringumstæðum eru þau mjög mikilvæg en ég þekki mörg sambærileg dæmi sem ekki hafa gefið neina niðurstöðu," sagði Gísli. áföngum með það að markmiði að afnema þær. Ef samningur næðist á grundvelli þessa tilboðs gætu ríkisútgjöld lækkað um 3,5 milljarða kr. á ári, að sögn utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að íslenska til- boðið markaði tímamót. „í fyrsta skipti hefur náðst samkomulag inn- an íslenskrar ríkisstjórnar um að hún lýsi sig tilbúna til að hverfa frá inn- flutningsbanni og ganga til samn- inga um nýtt kerfi, sagði hann. „Ástæðulaust er að ætla að þetta muni þýða hrun fyrir íslenskan land- búnað. Áfram er s.trangt bann í krafti samræmda heilbrigðisreglu- gerða á innflutningi á nýmjólk, hráu kjöti og lifandi dýrum. Þá getur matvöruiðnaður hvers lands varið sig með jöfnunargjöldum gegn undirboðum. Breytingarnar eni fólgnar í því að opnáð er fyrir inn- flutning á unnum landbúnaðarvör- um, til dæmis osti, jógúrt og fleiru. Vinnslu- og dreifingarkerfi yrði að mæta samkeppni, í litlum mæli til að byija með, ef í upphafi yrðu inn- flutningskvótar, og það myndi kalla á hagræðingu ogSiðrar aðgerðir til að lækka framleiðslu- og dreifingar- kostnað. Það er staða sem gæti opn- að leiðir til beggja átta, því opnast gætu möguleikar til að flytja ís- lenskar landbúnaðarvörur út. Eg kýs að líta á þetta mál sem gagnmerkt upphaf að stefnubreytingu sem á að geta skilað neytendum og bænd- um betri hlut,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.