Morgunblaðið - 17.11.1990, Side 18

Morgunblaðið - 17.11.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1990 Ingibjörg Magnúsdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins afhendir Sævari Halldórs- syni yfirlækni barnadeildarinnar á Landakoti 2 milljónir til tækjakaupa. A mynd- inni eru Thorvaldsenskonur og starfsfólk læknadeildar. Þessi hús reisti Thorvaldesensfélagið og var þar rekin vöggustofa Thorvaldsensfé- lagsins. Thorvaldsensfélagið hefur unnið að mann- úðarmálum í 115 ár HINN 19. nóvember næstkomandi eru liðin 115 ár frá stofnun Thor- valdsensfélagsins. Félagið, sem er elsta kvenfélag í Reykjavík, var stofnað árið 1875 af 24 ungum og velmenntuðum konum sem vildu vinna að mannúðarmálum og bættum hag almennings. Störf félags- ins hafa aldrei farið hátt en með ólíkindum er hverju þessi fámenni hópur kvenna hefur í sjálfboðavinnu fengið áorkað. Þó Thorvaldsens- konur telji fátt mannlegt sér óviðkomandi hefur félagið helgað stór- an hluta af stafsemi sinni í þágu barna og barátta fyrir réttindamál- um kvenna hefur skipaða stóran sess. Félagið hefur árlega gefið út jólamerki frá því 1913 og rekið verslunina Thorvaldsensbasar frá aldamótum til fjáröflunar fyrir félagsstarfið. Félagskonur í Thorvald- sensfélaginu eru nú um 80 talsins. í tilefni af 1000 ára afmæli ís- og er 1. grein þeirra svohljóðandi: Iandsbyggðar árið 1874 gaf borgar- stjórn Kaupmannahafnar Islend- ingum styttu af hinum kunna lista- manni Bertel Thorvaldsen en hann var íslenskur í aðra ættina. Styttan kom til landsins árið eftir (1875) og var henni valinn staður á Austur- velli sem á þessum tíma hefur verið lýst sem „friðlandi öskuhauga og úrgangs". Var því lagt í miklar framkvæmdir til að lagfæra Aust- urvöll og til þess veitt 4 þúsund krónum en sama ár var háð á ís- landi fyrsta fjárlagaþingið sem heimilaði alls 102 þús. krónur til allra opinberra framkvæmda á landinu næstu tvö árin. Til þess að prýða völlinn enn frekar tóku sig saman 24 ungar konur í Reykjavík og útbjuggu blómsveiga og Ijósker úr mislitum pappír auk þess sem þær vöfðu íslensku lyngi um ræðustól sem hafði verið settur upp vegna afhjúp- unarinnar. Þessar 24 ungu konur, sem flestar urðu síðar landskunnar fyrir störf sín að ýmsum framfara- málum, bundust eftir þennan dag samtökum um að stofna félag er hefði að markmiði að miðla til al- mennings þeirri menntun og þekk- ingu sem þær höfðu hlotið í upp- vextinum auk þess að vinna að mannúðarmálum og bættum hag almennings. Konurnar 24, sem stofnuðu félagið, voru allar vel- menntaðar dætur og eiginkonur mestu áhrifamanna í þjóðfélaginu. Þær hefðu hæglega getað setið í sínum „fílabeinsturnum" og dreift ölmusu meðal almennings en í stað þess tóku þær sig saman um að nota menntun sína og kenna al- menningi það sem þær töldu helst að mætti'efla hag kvenna, barna og heimila. Handavinnuskóli Elstu lög Thorvaldsensfélagsins, sem nú eru til, eru frá árinu 1886 „Tilgangur félagsins er að kenna fátækum stúlkum handavinnu með því að halda handavinnuskóla nokk- urn tíma á ári hveiju." Á þessum tíma var engin handa- vinna kennd í skólum. Afkoma fá- tækra heimila byggðist verulega á forsjálni og kunnáttu húsmæðra sem á þessum tíma saumuðu og pijónuðu allt sem notað var á heim- ilinu og hérna voru Thorvaldsens- konurnar á heimavelli því kunnátta í hannyrðum þótti sjálfsögð í menntun á „betri heimilum". í 30 ár ráku Thorvaldsenskonur þennan handavinnuskóla 3 tíma á dag í 3 mánuði á ári. Þarna nutu 32-96 stúlkur kennslu árlega. Handavinnuskólinn var lagður nið- ur árið 1905 þegar kennsla í handa- vinnu var tekin upp í barnaskóla Reykjavíkur. Öll kennsla við handa- vinnuskólann var unnin í sjálfboða- vinnu af félagskonum og lögðu þær auk þess til allt efni. Thorvaldsensbazar Samfara því að halda uppi handa- vinnuskóla, héldu félagskonur ár- lega frá árinu 1886 sölu eða bazar á ýmsu því sem þær sjálfar unnu. Hinn eiginlegi Thorvaldsensbazar varð hins vegar til á- 25 ára af- mæli félagsins aldamótaárið. Starf- semin var með þeim hætti að þar voru teknar í umboðssölu ýmiss konar heimilisiðnaðarvörur, bæði til þess að fátækar konur mættu drýgja aurana og eins til þess að örva og hvetja listfengið fólk með því að selja og sýna muni sem það vann. Er hér hægt að nefna Ríkharð Jónsson sem átti eftir að verða frægur fyrir útskurðarverk sín en það voru einmitt Thorvaldsenskon- ur sem keyptu tálgusmíðar hans og sendu til Kaupmannahafnar á sýningu árið 190?>. Þá var Ríkharð- ur 16 ára og nýkominn til Reykjavíkur til myndskurðarnáms. Thoi’valdsensbazar var til húsa í Austurstræti 6 þar til árið 1905 að ráðist var í að kaupa húsið á Aust- urstræti 4 sem Bazarinn er enn í og öll önnur starfsemi félagsins. Öll vinna við bazarinn var til ársins 1920 einungis unnin í sjálfboða- vinnu af félagskonum sem enn hafa allar ákveðna vinnuskyldu á baz- arnum við hlið launaðs starfsfólks. Óhætt er að fullyrða að fáar versl- anir eru jafnsamgrónar Reykjavík og Thorvaldsensbazar sem hefur verið á sama stað og í höndum sömu eigenda í 85 ár. Með tilkomu aukins ferðamanna- straums til Islands opnuðust nýjar leiðir til að koma heimilisiðnaði í verð en Thorvaldsensbazar er elsta minjagripaverslun í Reykjavík. Nú héfur umboðssala á vörum fyrir fólk að mestu lagst niður en félag- ið rekur basarinn eins og hverja aðra verslun. Tilgangurinn með rekstri verslunarinnar núorðið er fyrst og fremst að afla félaginu tekna til hinna ýmsu mannúðar- mála. Barnauppeldissjóður Þegar handavinnuskólinn lagðist niður eftir 30 ára starf, tók til starfa innan Thorvaldsensfélagsins Barnauppeldissjóður en með til- komu hans má segja að hafi orðið viss stefnubreyting hjá félaginu hvað varðar að helga stóra hluta af starfsemi félagsins í þágu barna, Fljótlega eftir stofnun Barnaupp- eldissjóðs kom fram sú hugmynd að byggja uppeldisstofnun fyrir börn eða barnaheimili sem var brýn þörf fyrir á þessum árum. Bygg- ingasjóður, sem var þá stofnaður vegna þessara framkvæmdaáætl- ana, óx hægt en örugglega og 1925 voru til 50 þús. krónur og sam- þykkti Reykjavíkurborg að taka við peningum sem framlagi félagsins til byggingar barnaheimilis. Er þar skemmst frá að segja að ýmislegt varð til að tefja verkið og ákváðu konurnar að lokum að ráðast sjálfar í verkið, Þær hófust handa í sept- ember 1959 og 1963, eða 30 árum eftir að bæjarstjórn Reykjavíkur tók við 50 þúsund krónunum, var lokið við byggingu Vöggustofu Thor- valdsensfélagsins. Síðan var byggt við húsið og var sá hluti afhentur Reykjavíkurborg fullbúinn 1968. Þar með lauk langstærsta verkefni félagsins á öldinni. I þessu húsi að Austurstræti 6, hefur Thorvaldsens basar verið til húsa í 85 ár. Tekjur Barnauppeldissjóðs eru aðallega sala minningarkorta og sala jólamerkja sem félagið hefur gefið samfellt út síðan 1913 og eru þau orðin verðmætir safngripir víða um heim. Það gefur augaleið, að fyrir svo fámennt félag sem Thorvaldsensfé- lagið er, hefur það verið ótrúlegt átak að reisa þessar byggingar og megnið af kröftum félagsins beind- ist að þessari framkvæmd. Þó reyndist alltaf hægt á þessu tíma- bili að hlaupa undir bagga með þeim sem erfitt áttu. Það hefur verið stefna félagsins síðan að binda ekki hendur sínar í svo dýrar fram- kvæmdir heldur veija fjármunum og kröftum til að styrkja einstakl- inga og málefni sem mest hafa kallað að hveiju sinni. „Að hætt verði að binda baggana á vinnukonurnar“ Strax árið 1906 má sjá í lögum Thorvaldsensfélagsins þann ásetn- ing að standa saman um réttinda- mál kvenna. Þar kemur fram í 2. grein, sama árið og Barnauppeldis- sjóður félagsins kemur í lög: „Tilgangur félagsins er að styðja að almennings gagni að. svo miklu sem kraftar félagsins leyfa, einkum þó að því sem komið getur kven- fólki að notum . . Um þetta eru mörg dæmi í sögu félagsins fyrir utan ásetning þeirra að vinna að heill barna, sem ávallt hafa verið talin í verkahring og á ábyrgð kvenna. Eitt dæmi um störf Thorvaldsensfélagsins að kvenrétt- indamálum var bygging skýlis yfir þvottalaugarnar árið 1887 en þar máttu vinnu- og alþýðukonur þvo þvotta utanhúss allan ársins hring, eftir að gamalt skýli sem fyrir hafði verið fauk burt. Thorvaldsenskonur settu eitt skilyrði fyrir byggingu og afhendingu skýlisins, það „að hætt sé að binda baggana á vinnu- konurnar við húsdyrnar, eins og til siðs var, annaðhvort yrðu notaðar hjólbörur eða hestvagnar“. Annað dæmi um stuðning félags- ins við málstað kvenna er að 5 sinn- um hafa þær tekið þátt í kosninga- undirbúningi þó að Thorvaldsensfé- lagið sé ekki stjórnmálafélag í nein- um skilningi. I öll þessi skipti voru konur í kjöri. Þrisvar til bæjar- stjórnar og tvisvar til Alþingis. Thorvaldsensfélagið og barnadeild Landakots Fjórum árum eftir að viðbygging- unni við Vöggustofu Thorvaldsens-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.