Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
298. tbl. 78. árg.
SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mikjáll kon-
ungur vill
snúa heim
Genf. Reuter.
MIKJÁLL, fyrrverandi Rúmeníu-
konungur, sagði á föstudag að
hann vildi snúa aftur til heima-
lands síns sem frjáls þegn og
taka þar við konungdæmi á ný.
Honum var vísað úr landi í Rúm-
eníu á miðvikudag, aðeins 12
klukkustundum eftir að hafa
snúið óvænt til fósturjarðar
sinnar.
Mikjáll, sem hefur
búið í útlegð í Sviss
síðan 1947 er
kommúnistar
neyddu .hann til að
afsala sér völdum,
sagði í yfirlýsingu
sem birt var í
fyrradag að yfir-
völd í Rúmeníu
hefðu framið
margvísleg mannréttindabrot gegn
sér meðan á hinni stuttu heimsókn
stóð. í yfirlýsingunni sagði einnig:
„Þessi meðferð verður þó ekki til
að hafa áhrif á óumbreytanlega ósk
hans hátignar, Mikjáls konungs, um
að ferðast til heimalands síns sem
fijáls þegn og án allra skilyrða."
Mikjáll hefur gagnrýnt rúmenska
leiðtoga fyrir að vera kommúnistar
og líkt stjórnarháttum þeirra við
stjórnarhætti Nicolae Ceausescus,
sem þeir steyptu af stóli í fyrra.
Stjórnarandstæðingar hafa mót-
mælt þeim mótttökum sem konung-
ur fékk er hann sneri heim í vik-
unni. Aðeins nokkrum stundum eft-
ir að hafa verið veitt vegabréfsárit-
un var hann og fylgdarlið hans
stöðvað skammt frá Búkarest og
fyigt aftur til flugvallar.
Bandaríkin:
Nýtt lyf við
dreyrasýki
árangfursríkt
Boston. Reuter.
LÆKNAR segja að nýtt lyf sem
þróað hefur verið til að mynda
storknunarefni í blóði dreyra-
sjúklinga sé skaðlaust og að notk-
un þess sé mjög árangursrík.
Lyfið á að vera nákvæm eftirlík-
ing náttúrulegs storknunarnefn-
is. Það var þróað af fyrirtæki
sem heitir Cutter Biological í
Berkeley í Kaliforníu og prófað
á 107 dreyrasjúklingum.
Sagt er frá lyfinu í læknaritinu
New England Journal of Medicine
og að tilkoma þess geri það að verk-
um að dreyrasjúklingar geti í fram-
tíðinni notað lyfið til að stöðva blæð-
ingar án þess að eiga á hættu að
smitast af alnæmi og öðrum ban-
vænum sjúkdómum en sú hætta
hefur fylgt þeim aðferðum sem
hingað til hafa verið notaðar við
meðhöndlun sjúkdómsins.
Dreyrasýki erfist frá móður, sem
er einkennalaus, til sonar og er
sjúkdóminn að finna í einum af
hveijum 10.000 karlmönnum.
Ástæða sjúkdómsins er skortur á
storknunarefni í blóðinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Persaflóadeilan
Finnland:
Minnkandi
áhugi á sam-
starfi við
Sovétríkin
Helsinki. Frá Lars Lundsten fréttaritara
Morgunblaðsins.
ÁHUGI Finna á samstarfi við
Sovétmenn fer hratt minnkandi
samkvæmt skoðanakönnun sem
birt var í Finnlandi í fyrradag.
Aðeins 59% landsmanna eru
ánægð með samskipti ríkjanna
miðað við 72% í fyrra.
Auk þessa hefui' þeim íjölgað
um helming á einu ári sem iýstu
beinlínis andstöðu við vináttu- og
samstarfssáttmála Finna og Sov-
étmanna, eða úr 7% í 13%. Sátt-
málinn hefur verið hyrningar-
steinn utanríkisstefnu Finna eftir
stríð og landsmenn talið hann
tryggja hlutleysi landsins. Án hans
væri líklegt að Sovétmenn hefðu
neytt Finna til hernaðarlegs sam-
starfs við Varsjárbandalagið.
Gagnrýnendur sáttmálans sem
undirritaður var 1948 að frum-
kvæði Jósefs Stalíns einræðisherra
hafa alla tið bent á að hann væri
sönnun 'þess hve háðir Finnar
væru Sovétmönnum í utanríkis-
málum. Veijendur hafa hins vegar
fullyrt að sáttmáiinn væri eina
leiðin til að tryggja sjálfstæði þjóð-
arinnar. Á tímum Urhos Kekkon-
ens Finnlandsforseta urðu allir
sem vildu ná langt í stjórnmálum
eða ríkiskerfinu að sveija hollustu
við sáttmálann.
Með þeim róttæku breytingum
sem átt hafa sér stað í Austur-Evr-
ópu upþ á siðkastið hefur umræða
um öryggismál aukist i Finnlandi.
Fyrst áttu menn þó erfitt með að
gagnrýna gildi sáttmálans og m.a.
missti vísindamaður nokkur styrk
sinn frá menningarsjóði vegna
ummæla um að kominn væri tími
til að segja honum upp. En í haust
urðu tímamót er Mauno Koivisto
forseti sagði að endurtúlka bæri
sáttmálann og gaf út þá yfirlýs-
ingu að Finnar væru hættir að lita
á Þjóðveija sem ógnun við Sov-
étríkin, en Þýskaland var sérstak-
lega tilgreint í sáttmálanum sem
hugsanlegur óvinur Sovétríkjanna.
Bandaríkjamenn og Bretar búa
sig undir efnavopna- og sýklastríð
Nicosíu, Lundúnum, Washington. Reuter.
TAREQ Aziz, utanríkisráðherra
Iraks, sagði í viðtali við spænska
dagblaðið EI País á föstudag
að ef Bandaríkjamenn og
bandamenn þeirra væru ekki
tilbúnir til viðræðna um sjónar-
mið íraka varðandi Kúvæt þá
kæmi til blóðugra átaka við
Persaflóa. Alþjóðlega herliðið
við Persaflóa óttast að írakar
grípi til efna- og sýklavopna
brjótist út stríð og hafa Bretar
og Bandaríkjamenn þegar ráð-
gert bólusetningu hermanna
sinna á Persaflóasvæðinu og að
þeim verði séð fyrir hlífðarfatn-
aði og gasgrímum.
Aziz sagði í viðtalinu við Ei
País að Irakai’ væru í góðri
stríðsþjálfun eftir að hafa háð átta
ára stríð við írani. í því stríði
beittu þeir efnavopnum. Þeir hafa
heitið því að beita sér af öllum
mætti í nýju Persaflóastríði og er
^ þá ekki ólíklegt að þeir grípi til
efna- og sýklavopna, Samkvæmt
heimildum bresku fréttastofunnar
Press Association hafa írakar þró-
að sterkt afbrigði af bakteríu þeirri
er veldur miltisbrandi. Þá er einn-
ig óttast að þeir hafi þróað aðrar
bakteriur, s.s. sperðilsýkil, er veld-
ur matareitrun og síðar tauga-
lömun, og drepsóttarbakteríu.
Tilkynnt var í Lundúnum á
föstudag að breskum hermönnum
yrði séð fyrir gasgrímum til að
veijast hugsanlegum efnavopna-
árásum íraka en breskir hermenn
í austurhluta Saudi-Arabíu hafa
gagnrýnt stjórnvöld mjög fyrir að
gera það ekki.