Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
Félagsheimilið Sæborg upplýst í kvöldhúminu. Morgunbiaðið/Amór
^Nýtt samkomuhús í Garðinum:
Verkalýðsfélagið opnar
nýtt félagsheimili
Garði.
Helgina 15.-16. des. sl. bauð
Verkalýðs- og sjómannafélag
Gerðahrepps bæjarbúum og öðr-
um velunnurum félagsins í kaffi
og meðlæti í tilefni af formlegri
opnun nýs félagsheimilis sem
hlotið hefir nafnið Sæborg. Hátt
í 300 manns komu báða dagana
en dagskrá helgarinnar var fjöl-
breytt, m.a. var málverkasýning
í húsinu og ýmsar tónlistaruppá-
komur.
Bygging hússins hefir gengið
mjög vei. Það var á haustdögum í
fyrra að hafist var handa og var
öll frumhönnun og teiknun hússins
gerð af stjórn og trúnaðarmanna-
ráði félagsins. Að sögn formanns
félagsins, Jóhannesar Guðmunds-
sonar, náðist með þessum vinnu-
brögðum sá árangur sem til var
ætlast í upphafi.
Slegið var upp fyrir byggingunni
um mánaðamótin apríl/maí í vor
og reis húsið með ógnarhraða og
var tilbúið undir tréverk í júlí. Nær
allir verkhlutar voru í höndum
heimamánna.
í nyrðri hluta hússins verður
Tónlistarskóli Gerðahrepps með
aðstöðu og hefir verið samið við
verkalýðsfélagið til 10 ára um leigu
á tæplega 90 fermetrum. Var sá
samningur gerður áður en endan-
legri hönnun hússins lauk og eru
hurðir og milliveggir í þeim hluta
hússins sérstaklega hannaðir að
kröfum tónlistarskólans. ■
Jóhannes Guðmundsson sagði að
húsið væri hannað fyrir fjölbreytta
starfsemi og væri stefnt að því að
byggja upp eins fjölbreytt félags-
starf og mögulegt væri. Nú þegar
hefir húsið verið pantað nokkra
daga vikunnar en vonandi verður
eitthvað að gerast fiest kvöld og
um helgar.
Félagsheimilið Sæborg er um
275 fermetrar og er byggingar-
kostnaður um 18 milljónir króna.
Arnór
Jóhannes Guðmundsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags
Gerðahrepps á hinni nýju skrifstofu félagsins. Kraftur og áræði
formannsins og góðra samstarfsmanna skilaði húsinu upp á mettíma.
■'—
Garðmenn flykktust í hundruðatali í nýja húsið um helgina. Boðið
var upp á kaffi og menningu.
Oþekktarormur
og afleitt fólk
Kvikmyndir
Scebjöm Valdimarsson
Laugarásbíó:
Prakkarinn - „Problem Child“
Leiksljóri Dennis Dugan. Að-
alleikendur John Ritter, Mic-
hael Oliver, Jack Warden,
Amy Yasbeck, Gilbert Gottfri-
ed. Bandarísk. Universal 1990.
Það gengur hvorki né rekur
hjá þeim hjónakornum Ritter og
Yasbeck að eignast -erfingja,
báðum til mikillar mæðu sem
stafar af ólíkum ástæðum. Ritter
Vill verða fyrirmyndarfaðir en
Yasbeck sér í afsprenginu að-
göngumiða að tilverurétti I aug-
um ríkisbubba hverfisins — sem
allir eiga sæg erfingja — í gegn-
um barnaafmæli og jólaboð. Þau
grípa því til þess ráðs að ættleiða
frísklegan, átta ára strákpatta
þegar fokið hefur í öll skjól. En
hann er ekki allur þar sem hann
er séður, heldur snaróður hrek-
kjalómur sem engu eirir, vantar
eiginléga ekkert annað en hornin
og halann og er nú farinn að
gera þrítugustu stjúpforeldrun-
um lífið leitt.
Fer vel af stað en fljótlega
missir myndin jafnvægð, gama-
nið verður heldur stórkarlalegt
án þess að skerpa ádeilubroddinn
á ástleysi og eigingirni uppalend-
anna. En myndin á nokkra góða
spretti, strákhvolpurinn er
skemmtilega andstyggilegur,
Ritter er bærilegur gamanleikari
sem kemst nokkuð vel frá föður-
hlutverkinu en Yasbeck er afleit
leikkona. Lífleg barna- og ungl-
ingaskemmtun.
Disney á dönskum skóm
Bíóhöllin/Bíóborgin
Litla hafmeyjan — „The Little
Mermaid“
Leikstjóri John Musker.
Bandarisk. Walt Disney 1989.
Eftir árabil er loksins komin
löng teiknimynd frá Disney og
er biðarinnar vel virði. Að þessu
sinni er efnið sótt í smiðju ævin-
týraskáldsins danska H.C. And-
ersen því ævintýrið um Litlu
hafmeyjuna er haft til grundvall-
ar þessari samnefndu mynd þó
ýmsu sé sleppt og annað fegrað.
Sagan af litlu hafmeyjunni
sem varð ástfangin af mennska
prinsinum er eitt frægasta ævin-
týri góðskáldsins ljúfa og hér fær
það sígilda Disney-meðhöndlun.
Hvergi er veikan punkt að finna
ef undan eru skilin heldur líflítil
átök góðs og ills, ef miðað er
við ævintýrið einsog það er á
pappímum og mörg hliðstæð
verk Disney-fyrirtækisins. En
það er aukaatriði. Sagan rennur
listilega áfram í hrífandi tónum
og teikningum. Litla hafmeyjan,
dóttir sjávarsjólans Trítons, er
hugfangin af mannheimum, sem
birtast þegar hún stelst uppá
yfirborðið í fylgd með vini sínum,
humrinum Sebastian. Og ekki
dofnar áhuginn er hún sér prins-
inn fagra sem hún bjargar svo
úr lífsháska. En nornin illa hefur
annað á pijónunum hafmeyjunni
til handa en' farsælan endi þó
hún selji henni fætur og þijá
daga á þurru til að ná ástum
prinsins ...
Að venju eru persónurnar lit-
skrúðugar og Sebastian sér um
fjörið. Mörg atriðin eru bæði
undur falleg og bráðskemmtileg
og Óskarsverðlaunatónlistin hin
listilegasta. Allir þættirnir renna
saman á hrífandi hátt í nokkrum
afburðagóðum atriðum einsog
undir laginu „Kiss the Girl“,
hápunkti á yndislegri fjölskyldu-
skemmtun, sannkallaðri jóla-
mynd.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Skáparnir sem útvegsbændurnir gáfu varðveita skipslikönin.
Útvegsbændur í Eyjum
færa Byggðasafninu gjöf
Gjöfin sem Útvegsbændafélagið
færði safninu voru glerskápar utan
um skipslíkön sem á safninu eru.
Líkönin gaf Grímur Karlsson, skip-
stjóri og útgerðarmaður í Njarðvík,
og eru þau af Eyjaskipum sem
settu svip á Eyjaflotann á árum
áður.
Sigmundur Andrésson safnvörð-
ur þakkaði útvegsmönnun gjöfina
og sagði að hún gerði mögulegt
að varðveita bátslíkönin á þann
hátt sem nauðsynlegt væri.
Grímur
Vestmannaeyj u m.
ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG
Vestmannaeyja færði Byggða-
safni Vestmannaeyja gjöf fyrir
skömmu, í tilefni 70 ára af-
mælis félagsins. Hilmar Rós-
mundsson, formaður félags-
ins, afhenti Sigmundi Andrés-
syni safnverði gjöfina við smá
athöfn á Byggðasafninu.
Hilmar Rósmundsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja,
afhendir Sigmundi Andréssyni, safnverði Byggðasafnsins, gjafabréfið.