Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
9
Við áramót
eftir sr. HJÁLMAR
JÓNSSON
Ár líður, annað tekur við. Þessi
eðlilegi og sjálfsagði atburður
vekur upp hugsanir um hraðferð
tímans og ævinnar. Það er ekki
óeðlilegt að hugsa um tímann og
hugsanlega eilífð í nánd áramó-
tanna. Engu verður þó ráðið um
þessa ferð í tímanum. Ekkert er
gert með það þótt hrópað sé eins
og Francois Sagan: Stöðvið heim-
inn, — nú stekk ég af! Við hljótum
að halda áfram ferðinni áfram um
lífíð.
Lífsferðin er þó eins og önnur
ferðalög. Eftirtektin er misjöfn
hjá ferðalöngum og ólíkt að hveij-
um efnum áhugi béinist. Barnið
og unglingurinn reyna að hraða
sér áfram og þykir seint ganga
fram til fullorðinsára. Langt í
fjarri framtíð séu árin þar sem
hægt sé að láta til sín taka. Upp-
vaxtarárin eru jafnvel skoðuð sem
bið eftir alvörulífi, sem vænst er
í framtíðinni. Margur reynir að
þreyja af með afþreyingu. Það
getur svo orðið að vanahugsun
að bíða eftir þvf að eitthvað merki-
legt gerist í framtíðinni. Allt geti
snúist á betri veg og gangan til
hagsældar og lífshamingju verði
létt og fyrirhafnarlaus í fyllingu
tímans.
Til eru þeir í hópi elstu sam-
ferðafhannanna, sem horfa með
eftirsjá til gömlu áranna, sem
aldrei koma til baka. Sumum
finnst jafnvel að ekkert sé lengur
að lifa fyrir. Ævihlutverkinu hafi
lokið þegar börnin eru uppkomin
eða þegar ekki er lengur um virka
þátttöku í atvinnulífinu að ræða.
_ Það er líklega nokkuð algengt
að fólk telji sig ekki vera á réttu
æviskeiði og lifi í fortíð eða
framtíð, en ekki í nútíðinni. Þó
verður naumast sagt að eitt ævi-
skeið sé öðru merkara. Ævin er
ein heild og hver einstaklingur
hefur hlutverki að gegna. Verk-
efni ævinnar eru hins vegar ekki
hin sömu ævina alla. Þau eru jafn-
vel ólík, en ekkert þeirra er
ástæða til að líta smáum augum.
Öldungurinn hefur hlutverk í
lífinu þótt hann sitji sjóndapur í
stól sínum á skjólsömum stað
ætluðum ellimóðum. Það er ekk-
ert ómerkara hlutverk heldur en
þess sem er í blóma lífsins, sem
svo er kallað.
Ævin er ferð með fyrirheiti.
Tækifærin eru aldrei að baki,
jafnvel þótt mörgum finnist þeir
glata þeim einu af öðru og séu
slyppir og snauðir að lokinni ferð-
inni. Þeir hafa ekki misst tækifær-
in og möguleikana á því að afla
þess sem hefði varanlegt gildi.
í jólabókaflóðinu skolast jafnan
til okkar ágætar bækur. Minn-
ingabækur hafa löngum verið
áberandi í flóðinu. Fólk hefur tek-
ið að rifja upp og vinna úr liðnum
ævidögum. Það beitir lífsreynslu
sinni til þess að sjá ævina í heild
sinni og lýsa atburðum í sam-
hengi. Þar má glöggt sjá að leitað
er orsaka og afleiðinga, jafnvel
afsakana og ásakana. Hvað sem
því líður er gott um það að segja
að sjá samhengið, heildina ög til-
ganginn með lifuðu lífi. Reynslan
kemur að góðu haldi þótt langt
sé liðið á ferðalagið.
Fæstir gefa þó út minningar
sínar á prenti. Nöfnin okkar
fæstra verða f minningabókum.
En þau eru skráð í lífsins bók.
Þar er líka fullkomnun og tilgang
æviferilsins að finna. Áramót eru
kaflaskil í veraldlegu umhverfi
okkar. En stærstu kaflaskilin urðu
þegar Drottinn ritaði nöfnin okkar
í lífsins bók og kallaði okkur til
eilífs samfélags við sig. Hann
hefur fengið lífi okkar tilgang.
Hvern dag ber að þakka en leggja
framtíðina í hönd hans, sem hefur
tök á tíma og eilífð.
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
2
3
3
£
i
3
z
5
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
Jólahappdrætti
Sjálfsbjargar 1990
Dregið hefur verið í jólahappdrætti Sjálfsbjargar 1990.
Vinningar og útdregin númer eru sem hér segir:
1. vinningur:
Bifreið: Ford Econoline eða Mercedes Benz að verðmæti
kr. 3.500.000.
Vinningsnúmer: 135086.
2.-83. vinningur:
Macintosh tölvubúnaður eða Siemens heimilistæki eða
Echostar gervihnattadiskur og Nordmende sjónvarpstæki
hver að verðmæti kr. 250.000.
«► Vinningsnúmer:
768 64832 129562 191329
3980 67131 130871 197466
7078 69252 ' 132374 199062
7993 69531 134276 200057
10274 72964 138398 200538
10777 86814 141175 201348
12913 89955 145566 203474
22911 91192 145623 205972
26798 92308 150391 206735
27595 99490 150632 210442
32941 107356 157917 211291
39585 107543 161263 211511
41204 108549 164476 212366
41511 109951 174969 221061
44943 113299 174981 222469
55960 116113 176898 222827
57158 120068 178674 229547
58449 122466 182488 231200
58525 124023 182910 235049
63909 127360 185272 235091
190065 239037
Vinningar eru skattfrjálsir. Vinninga ber að vitja á skrif-
stofu Sjálfsbjargar í Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími
29133.
Sjálfsbjörg þakkar landsmönnum stuðning nú sem fyrr.
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra
Hátúni 12 - Sínii 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavík - tsland
FAXAFENI 7 SÍMI