Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
17
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra,
formaður Alþýðuflokksins:
Meinsemdir í ríkisbú-
skapnum kalla á uppskurð
Ef koma á í veg fyrir að aukin
skattheimta elti sívaxandi útgjöld
ber brýna nauðsyn til þess að stöðva
lögbundna útgjaldaþenslu ríkis og
sveitarfélaga. Abyrgðarlausasta af-
staðan í ríkisfjármálum er sú að
hafna hvorutveggja í senn, tillögum
um lækkun ríkisútgjalda og tillögum
um aukna tekjuöflun, eins og ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins gerði í
ríkisstjórn haustið 1988. Þá leiddi
samdráttur í efnahagslífinu til
skyndilegs tekjufalls ríkissjóðs og
stefndi þar með í óviðunandi halla á
ríkisbúskapnum. Slík afstaða, hefði
hún náð fram að ganga, hefði koll-
varpað vonum manna um hjöðnun
verðbólgu og alið af sér vaxta-
sprengingu. Yfirlýsingar um, að
unnt sé að aflétta 13 milljarða skatt-
heimtu og ná samt nauðsynlegum
jöfnuði í ríkisbúskapnum, eru af
sama toga. Bara „barbíbrellur" —
fyrir kosningar. Það má heita gott,
ef unnt er að halda tekjuöflun ríkis-
ins innan núverandi marka
(25,5%-28%) af VFL).
Meinsemdin í ríkisfjármálum hef-
ur verið að búa um sig á annan ára-
tug. Stærsta átakið, sem mest mun-
aði um til að ráða hér bót á, var
skattkerfisbyltingin 1987/88. Hún
styrkti tekjustofna og innheimtu-
kerfi ríkis og sveitarfélaga, renndi
traustari stoðum undir tekjujöfnun-
arhlutverk skattkerfisins og dró úr
óeðlilegum sveiflum í ríkisfjármál-
um, eins og sérfræðingar OECD
hafa staðfest. Sá árangur sem síðan
hefur náðst er einkum fólginn í að-
haldi að sjálfvirkri útgjaldaþenslu
kerfisins og hefur dugað til þess að
fjárlagahallinn er nú lægra hlutfall
VLF en var í góðærinu fyrir 1987,
aukafjárveitingar hafa verið afn-
umdar og hallinn er fjármagnaður
innanlands, til að spoma við þenslu-
áhrifum.
Hins vegar hefur ekki náðst
pólitískt samkomulag inrtan núver-
andi ríkistjórnar, frekar en í fyrri
ríkisstjórnum á áratugnum, um að
ráðast að rótum útgjaldavandans.
Það mun taka a.m.k. heilt kjörtíma-.
bil og þá því aðeins, að kjósendur
gefi kost á myndun ábyrgrar ríkis-
stjórnar eftir kosningar. Það þjóð-
þrifaverk mun hins vegar ekki vinn-
ast án þess að koma harklega við
kaun háværra sérhagsmunahópa,
sem munu að venju snúast til vamar
forréttindum sínum með kjafti og
klóm, innan þings sem utan. Fáum
mun gefið það pólitíska þrek, sem
til þarf. Til þess að svara spurning-
unni undanbragðalaust skulu hér
nefndar nokkrar meinsemdir í ríkis-
búskapnum, sem kalla á uppskurð,
ef verkið á að vinnast:
* Landbúnaðarkerfið:
Afnám útflutningsbóta, vaxta- og
geymslugjalda, jarðræktar- og
búfjárræktarstyrkja og framlaga til
blýantsbænda. Breytileg jöfnunar-
gjöld á innfluttar unnar matvörur
til að standa undir beinum búsetu-
styrkjum og framlögum í jarða-
kaupasjóð.
* Sjúkrahúsakerfið:
Sameining hátæknispítala á SV-
hominu í einn; öðrum verði breytt í
hjúkranarheimili fyrir aldraða, þar
sem þörfin er brýnust.
* Lyfjasölukerfið:
Afnám einokunar lyfsala.
* Tryggingastofnun ríkisins:
Stöðvun á sjálfvirkri reikningsút-
skrift sérfræðinga.
* Almannatryggingar og lífeyris-
sjóðir:
Samræming á lífeyrisréttindum
frá almannatryggingum og lífeyris-
sjóðum. Tekjutenging bótagreiðslna
eftir það m.v. ákveðið tekjumark.
* LÍN:
Afnám framfærsluviðmiðunar,
vextir á lán, örari endurgreiðsla
lána. Afnám skerðingar lánsréttar
vegna eigin aflafjár á móti.
* Húsnæðislánakerfið.
Stöðvun sjálfvirkra lánsloforða
skv. gamla kerfinu og hækkun
vaxta. Húsbréfakerfið taki við og
tekju- og eignatengdar vaxtabætur.
* Skólakerfið:
Einn háskóli í stað 13 og lokun
skóla þar sem nemendafjöldi er und-
ir lágmarki rekstrarhæfrar einingar.
* Ríkisstofnanir:
Rannsókna- og menningarstofn-
anir verði sjálfstæðar og gert að
selja þjónustu sína (umfram lág-
marksframlög). Þetta myndi fyrst
og fremst skila sér í sparnaði í
mannahaldi.
* Sjávarútvegur:
Veiðileyfagjald í stað ókeypis
kvótaúthlutunar ti útvalinna.
* Einkavæðing.
Sala ríkisfyrirtækja, t.d. breyting
banka og fjárfestingarsjóða í hluta-
félög og sala á hlut ríkisins í áföng-
um.
Þetta mundi duga til að hemja
síþenslu ríkisútgjalda og-mannafia-
notkun hins opinbera. Þetta myndi
hins vegar kosta pólitíska stórstyij-
öld við fyrirferðarmikla sérhags-
munahópa og ekki heiglum hent að
vinna það stríð. Þetta er hins vegar
skylduverk ef veija á velferðarkerfi
fólks fyrir forréttindakerfi sérfræð-
inga og forða því frá greiðsluþroti
í framtíðinni. Þetta ætti líka að vera
skylduverk þeirra sem vilja í alvöru
koma í veg fyrir að skattheimtan
elti stjórnlausa útgjaldaþörf. Því að
þarfir kerfisins eru óseðjandi. Menn
geta svo dundað sér við að krossa
við einstaka liði til þess að finna út
hvaða flokkar, fyrir utan Alþýðu-
flokkinn, muni treysta sér til að
gera það sem gera þarf til að koma
í veg fyrir sívaxandi skattheimtu á
komandi áram.
2.
Eftir vandlega umhugsun og að
fenginni reynslu er ég andvígur því
að afnema heimild til útgáfu bráða-
birgðalaga, þegar brýna nauðsyn ber
til. Þess gerist ekki þörf þar sem
ráðherrar bera ábyrgð gagnvart Al-
þingi og þingið á því síðasta orðið
um útgáfu laganna. Hins vegar
mætti skilgreina betur skilyrði hinn-
ar brýnu nauðsynjar til að fyrir-
byggja misnotkun og kveða skýrar
á um það, hvernig með bráðabirgða-
lög skuli farið á Alþingi. T.d. með
því að lögfesta að bráðabirgðalög
skuli lögð fram strax eftir setningu
þjóðþingsins og afgreidd svo skjótt
sem kostur er.
3.
Ég kýs að gefa mér það að baki
spurningar um kauphækkun ráð-
herra búi það jákvæða hugarfar að
erfitt kunni að reynast í framtíðinni
að laða hæfíleikafólk til starfa á
Alþngi og í ríkisstjórn, vegna bágra
kjara. Af því tilefni skal upplýst,
skv. heimild fjármálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins, að mánaðar-
legar launagreiðslur (að meðaltali)
til t.d. utanríkisráðherra, að viðbætt-
um dagpeningagreiðslum, námu á
árinu 1990 kr. 285.490 kr./mán.
eftir skatta (þingfarakaup og ráð-
herralaun samtals). Svo geta hæfi-
bráðabirgðalaga. Innan stjómar-
skrárnefndar hef ég flutt tillögur um
slíkar breytingar á stjórnarskrá lýð-
veldisins. Þær hafa hins vegar
strandað á afstöðu fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins. Vald til útgáfu bráða-
birgðalaga er arfleifð frá stjórnar-
háttum sem nú eru úreltir og þjóðfé-
lagsskipan sem fyrir löngu heyrir
sögunni til. Á okkar tímum er lítill
vandi að kalla þing saman með litlum
fyrii-vara. í reynd væri skynsamlegt
að breyta þingstörfum á þann veg
að Alþingi sæti frá septemberbyrjun
til jóla og fjárlög væra lögð fram
mun fyrr en nú er. Slíkar hugmynd-
ir hef ég kynnt á síðustu tveimur
árum á Alþingi, en þær hafa því
miður ekki notið nægilegs stuðnings.
Síðan kæmi Alþingi aftur saman
seinni hluta janúarmánaðar og sæti
fram í miðjan apríl. Þá yrði, tekið
mánaðarhlé og þingstörf hafín að
nýju frá miðjum maí til júníloka.
Sumarleyfi Alþingis yrði þá eingöngu
í júlí og ágúst. Ef setja þyrfti lög í
þinghléum væri hægt að kalla þing-
menn saman með litlum fyrirvara.
Það er tími til kominn að Alþingi
breyti starfsháttum sínum í takt við
nútímann.
3.
Það er rangt að dagpeningar til
ráðherra og þingmanna eigi að vera
tekjuauki. Dagpeningar eiga ein-
göngu að vera greiðslur fyrir þann
kostnað sem hlýst af dvöl við skyldu-
störf erlendis. Núverandi skipan þarf
að breyta, en sú breyting á ekki
aðeins að taka til ráðherra og þing-
manna, heldur einnig til embættis-
manna, bankastjóra og starfsmanna
Seðlabankans og viðskiptabanka sem
eru í eigu ríkisins sem og stjórnenda
annarra ríkisstofnana og ríkisfyrir-
tækja eða sameignarfyrirtækja ríkis
og sveitarfélaga eins og Landsvirkj-
unar.
Ef laun eiga að ákvarðast af lög-
máli framboðs og eftirspurnar þarf
ekki að hækka laun þingmanna og
ráðherra því að framboðið er greini-
lega meira en eftirspurnin. Jafnvel
aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins er
reiðubúinn að lækka verulega í laun-
um til að ná því takmarki að setjast
á þing.
4.
Ákvörðun Svía að sækja um aðild
að Evrópubandalaginu breytir vissu-
lega eðli samstarfsins innan EFTA
og hefur áhrif á samninga EFTA og
Evrópubandalagsins. Þegar viðræður
EFTÁ og Evrópubandalagsins hófust
var ætlunin að þróa sjálfstætt sam-
starf tveggja viðskiptabandalaga.
Ákvörðun Svíþjóðar og Austurríkis
að sækja um aðild að Evrópubanda-
laginu hefur breytt eðli viðræðna
EFTA og EB. Þær verða nú í aukn-
um mæli æfingastöð fyrir þau ríki
EFTA sem óska inngöngu í Evrópu-
bandalagið. Þess vegna er nauðsyn-
legt að Islendingar athugi rækilega
að breyta um form á viðræðum okk-
ar við Evrópubandalagið. Rökin fyrir
tvíhliða viðræðum eru nú sterkari en
áður. Hagsmunir íslendinga sem
fiskveiðiþjóðar eru allt aðrir en iðnr-
íkjanna Svíþjóðar og Austurríkis,
sem keppa um aðild að Evrópubanda-
laginu við fyrsta tækifæri.
Þátttaka íslendinga í viðræðum
EFTA og EB var rétt á sínum tíma
til að styrkja samningsstöðu Islands
og enn eigum við að halda áfram
þátttöku í þeim viðræðum. Hins veg-
ar væri það skortur á raunsæi að
neita að horfast í augu við það að
innan tíðar gætu tvíhliða viðræður
orðið hagkvæmasti kosturinn fyrir
íslendinga. Þátttaka okkar í viðræð-
um EFTA og Evrópubandalagsins
um nýtt evrópskt efnahagssvæði má
ekki verða að trúarbrögðum þótt ein-
stakir stjórnmálamenn hafi fjárfest
mikið í því ferli. Raunsætt mat á
hagsmunum íslendinga er það sem
hlýtur að ráða för. Samstarfsþjóðir
okkar innan EFTA hafa með sjálf-
stæðum ákvörðunum sínum breytt
eðli viðræðna EFTA og Evrópu-
bandalagsins. Það er ekki víst að það
þjóni íslenskum hagsmunum til
lengdar að hengja okkar vagn aftan
í aðildarkerru Svíþjóðar og Aust-
urríkis.
Ákvörðun Svía að sækja um aðiid
að Evrópubandalaginu mun hins vég-
ar í bráð ekki hafa mikil áhrif á
Jón Baldvin Hannibalsson
leikamenn með pólitískan áhuga
gert sinn kjarasamanburð.
Nú er mér ekki kunnugt um hver.
era t.d. mánaðariaun ritstjóra eða
aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins,
sem spyr þessarar spurningar. Laun
hjá einkafyrirtækjum eru oftar en
ekki meðhöndluð sem leyndarmál,
en til þess að unnt sé að svara spurn-
ingunni út frá marktækri viðmiðun
væri hentugt ef fyrirspyijandi vildi-
vera svo góður að upplýsa lesendur
Morgunblaðsins um sín laun.
BHMR-deilan var, eftir á að hyggja,
um kjarasamanburð, annars vegar
markaðslauna og hins vegar launa
í opinbera geiranum. Eftir því sem
mér var tjáð eru laun ritstjóra og
fjölmiðlastjóra að jafnaði hærri en
ráðherra. Vonandi verð ég leiðrétt-
ur, ef það reynist rangt. Alla vega
tek ég eftir því að ráðherralaun —
dagpeningar meðtaldir — virðast
vera frá þriðjungi til helmings for-
stjóralauna (skv. heimild Fijálsar
verslunar). Þau virðast einnig vera
mun lægri en laun ríkisforstjóra,
háembættismanna, bankastjóra,
sveitarstjórnarmanna og verkalýðs-
leiðtoga. Svo ekki sé nú minnst á
lyfsala, sérfræðinga í læknastétt,
tannlækna, endurskoðendur, skip-
stjóra eða góðbændur, svo eitthvað
sé nefnt. Fróðlegt væri að fá þennan
kjarasamanburð brotinn niður í
tímakaup m.v. vinnutíma, ótekin og
ógreidd sumarleyfí o.s.frv.
Nú tek ég eftir því að t.d. aðstoð-
arritstjóri Morgunblaðsins, sem orð-
ar spurninguna, er að því er virðist
reiðubúinn að fórna sér til setu á
Alþingi og hugsanlega í ríkisstjórn
þótt það kosti hann e.t.v. hýrudrátt.
Af því álykta ég að ekki sé endilega
nauðsynlegt að hækka ráðherralaun
til þess að störf af því tagi freisti
atorkusamra hæfileika- og hug-
norrænt samstarf. Það mun á næstu
árum verða í föstum skorðum. Ef
Noregur og Finnland ganga í hóp
þeirra ríkja sem gerast aðilar að
Evrópubandalaginu mun norrænt
samstarf breytast allveralega. Sá
tími hins vegar ekki kominn.
5.
Stjórnkerfi Sovétríkjanna hefur á
einu ári breyst í grundvallaratriðum.
Einstök lýðveldi innan Sovétríkjanna
eiga nú kost á að þróa efnahag-
skerfi á sjálfstæðan hátt og fylgja í
auknum mæli sjálfstæðri utanríkis-
stefnu. Sovétríkin geta því hæglega
á næstu misserum liðast í sundur á
þann einfalda hátt að einstök lýð-
veldi ákveði að ganga eigin braut
og valdhafarnir í Kreml sýni þá skyn-
semi að beita ekki hernum til að
afstýra slíkri þróun. Sovétríkin í nú-
verandi mynd gætu því vissulega
verið úr sögunni við lok ársins 1991.
Hins vegar gæti áfram verið til húsa
innan gömlu keisarahallarinnar í
Kreml samskiptamiðstöð fyrir sjálf-
stæð lýðveldi sem áfram kysu að
halda vissum tengslum. Eðli þeirra
„Sovétríkja" væri þó orðið svo fram-
andi leiðtogum októberbyltingarinn-
ar að flestum fyndist sjálfsagt að
flytja líkama Leníns af viðhafnarbör-
unum í grafhýsinu framan við Kreml-
armúrana og jarðsetja hann loksins
í venjulegri moldargröf.
sjónamanna, þrátt fyrir allt — og
svara því spurningunni neitandi.
Að því er varðar fyrri hluta spurn-
ingarinnar skal tekið fram að um
greiðslu dagpeninga í erindrekstri
erlendis fer eftir reglum, sem settar
voru í fjármálaráðherratíð Halldórs
E. Sigurðssonar 1971. Sömu reglur
hafa því gilt um alla ráðherra, að-
stoðarráðherra, ráðuneytisstjóra etc.
allar götur síðan, eða í tæpa tvo
áratugi og þótti engum fréttnæmt
fyrr en nú. Eina breytingin síðan
er einmitt í tíð þeirrar ríkisstjórnar,
í fjármálaráðherratíð Matthíasar Á.
Mathiesen, en þann 22.05.75 var
ákveðið 20% álag á dagpeninga ráð-
herra. Einu afskipti mín af málinu
eru hins vegar þau að sem fjármála-
ráðherra kom ég því til leiðar að
þessar greiðslur era skattskyldar og
skattlagðar — eins og önnur laun.
Áður voru þær skattfijálsar.
4.
Fyrst ber að leiðrétta þann mis-
skilning fyrirspyijanda að Svíar hafi
sótt um aðild að Evrópubandalaginu.
Það hafa þeir ekki gert. Sænska
þingið hefur hins vegar samþykkt
stefnumarkandi ályktun, þar sem
þeim vilja er lýst, að uppfylltum viss-
Um skilyrðum. Eitt skilyrðið er að
aðild Svíþjóðar að EB samrýmist
hlutleysisstefnu Svía, þ.e. að Svíþjóð
verði áfram utan varnarbandalaga.
Það er hins vegar yfirlýst stefna EB
að pólitískt samstarf bandalagsríkja
nái einnig til öryggis- og varnar-
mála. Það erþví óséð, hvernig Svíum-
tekst að semja sig inn í EB síðar a
áratugnum, á grundvelli þessarar
stefnuyfirlýsingar.
Um áhrif þessarar stefnuyfirlýs-
ingar er það fyrst að segja að sá
ráðherra sænsku ríkisstjórnarinnar,
sem fer með samskiptin við EB,
Anita Gradin, hefur lagt á það ríka
áherslu við samstarfsaðila sína innan
EFTA, að þessi framtíðaráform Svía
bréyti í engu fullri samstöðu Svía
með hinum EFTA-ríkjunum í samn-
ingum við EB á næsta ári um mynd-
un evrópsk efnahagssvæðis. Að því
er varðar viðbrögð annarra vakti það
mesta athygli að Koivisto, Finn-
landsforseti, frábað finnskum stjórn-
völdum, að Svíar tækju ákvörðun
fyrir þá í þessu efni. Svipuðum við-
horfum var lýst af hálfu norskra og
íslenskra stjómvalda.
Út frá íslenskum hagsmunum er
það mitt mat, að takist okkur að
tryggja tollfijálsan aðgang sjávaraf-
urða að mörkuðum hins evrópska
efnahagssvæðis verði engin knýjandi
nauðsyn fyrir íslendinga að sækja
um fulla aðild að bandalaginu hvað
svo sem Svíar kunna að gera. Hins
vegar kann það að koma til álita
síðar á áratugnum. Bandalagið er í
örri þróun. Svo kann að fara að
skipbrot hinnar sameiginlegu fisk-
veiðistefnu knýi EB um það er lýkur
til að falla frá verndarstefnu sinni í
sjávarútvegs- og landbúnaðarmál-
um. Þá ber að metá stöðuna að nýju,
í ljósi breyttra aðstæðna.
5.
Vera má að draumur Amalriks frá
1984 rætist á næsta ári. Samkvæmt
frumvarpi því til sambandslaga, sem
nú liggur fyrir sovéska þinginu,
verður sambandsríki sósíalískra ráð-
stjórnarlýðvelda skv. núv. stjórnar-
skrá ekki lengur til, verðí frumvarp-
ið að lögum. í staðinn kemur eins
konar ríkjasamband fullvalda lýð-
velda. Ennfremur eiga aðildarríkin
að eiga lagalegan rétt, samkvæmt
flóknum skilmálum, til að segja sig'
úr lögum við sambandsríkið.
Alla vega leyfi ég mér að láta í
ljósi þá von að þau ríki, sem í upp-
hafi seinni heimsstyijaldarinnaf
voru hernumin ög innlimuð í ríkja-
sambandið með ofbeldi verði ekki
þvinguð til þess að vera þar áfram,
gegn vilja sínum og gegn grundvall-
arreglum þjóðaréttar. Hér á ég fyrst
og fremst við Eystrasaltsríkin þijú,
Eistland, Lettland og Litháen. Von-
andi bera aðildarríki Ráðstefnunnai'
um samvinnu og öryggi í Evrópu,
og þá sérstaklega lýðræðisríki Evr-
ópu og Ameriku, gæfu til að virða
í verki grundvallarreglur Helsinki-
sáttmálans og Parísar-yfirlýsingar-
innar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða
og helgustu mannréttindi. Fyrr verð-
ur ekki endir bundinn á þann langa
hörmungarslóða, sem seinni heims-
styijöldin leiddi yfír þjóðir Evrópu.
■