Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
35
Afmæliskveðja:
Valgerður
Þorsteinsdóttir
Valgerður, amma mín, verður 80
ára á gamlársdag. Hún fæddist í
Gröf í Kirkjuhvammshreppi V-Hún.
Foreldrar hennar voru Sigríður
Pálmadóttir og Þorsteinn Jónsson.
Amma var þriðja í röðinni af fjórum
systkinum. Elstur var Hrólfur, sem
fórst með b/v Péturey á stríðsárun-
um, þá Hansína, gift Agli Ólafi
Guðmundssyni á Hvammstanga, og
yngstur er Jon, giftur Lovísu Berg-
þórsdóttur, búsettur á Seltjarnar-
nesi.
Engrar skólagöngu naut hún
umfram barnaskóla eins og almennt
tíðkaðist í þá daga, en þrátt fyrir
það hefur mér aldrei fundist það
há henni neitt, því hún er vel lesin
og hefur alla tíð fylgst vel með þjóð-
málum og hefur ákveðnar skoðanir
á málefnum líðandi stundar.
Þar sem tækifæri til menntunar
voru almennt fá, þá varð hún ung
að fara að vinna fyrir sér. Tvítug
réðst hún í vist til Hannesar, kaup-
félagsstjóra á Hvammstanga, og
vann þar öll hin algengustu þjón-
ustustörf.
Þann 29. október 1932 giftist
amma honum afa, Guðmundi Gísla-
syni brúarsmið, fæddum 25. mars
1907 á Klömbrum í Vesturhópi. Þau
stofnuðu heimili á Hvammstanga
og hafa búið þar síðan. Þar sem
afi var langdvölum að heiman
fyrstu hjúskaparár þeirra við brú-
arsmíðar, þá drýgði hún heimilis-
tekjurnar með því að taka að sér
að svíða hausa fyrir fólk í smiðj-
unni hans afa, sem margt eldra
fólk á Hvammstanga man eftir.
Einnig voru þau lengi með eina kú
og nokkrar kindur.
Árið 1950 gerðist amma ráðs-
kona í brúarvinnuflokki afa og vann
við það næstu 32 árin. Þá þekktust
ekki nútímaþægindi eins og raf-
magn og rennandi vatn og ekki var
búið í upphituðum húsum heldur í
þunnum tjöldum sem hituð voru upp
með olíuofnum.
Margir ungir menn, síðar lands-
þekktir, hafa unnið í brúarflokki
afa og notið góðrar matseldar hjá
ömmu. Ófáa vini og kunningja eign-
aðist hún á þessum árum, t.d.
bílstjórana hjá Vegagerð ríkisins
sem komu margar ferðir á sumri
með efni til brúargerðar og matar-
gerðar.
Árið 1978 tók elsti dóttursonur
ömmu og afa við brúarvinnuflokkn-
um en þau voru samt viðloðandi
flokkinn í nokkur ár til viðbótar.
Eg man aldrei eftir ömmu að-
gerðarlausri, annaðhvort er hún
með sauma eða pijóna í höndunum.
Amma og afi eignuðust þijár
dætur, Ásu, gifta Sigurði Sigurðs-
syni, Þorgerði, gifta Kristjáni
Björnssyni og Halldóru, gifta Sig-
urði P. Björnssyni. Barnabömin em
tíu og langömmubörnin eru orðin
fimm.
Ég sendi ömmu mínar innileg-
ustu hamingjuóskir og óska henni
alls hins besta um ókomin ár.
Gerður
/7'OFN^\\
/oni
GÖMLU
DANSARNIR
OKKAR SÉRGREIN
Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar 1991 í Þarabakka
3, Mjódd. Gengið er inn gegnt kirkjunni.
Kl. 19.30 Gömlu dansarnir, framhald.
Kl. 20.30 Gömlu dansarnir, byrjendur.
Grunnspor eru kennd ítarlega.
Kl. 21.30 Opinn tími (90 mín.) fyrir lengra komna, þú
mætir þegar þér hentar.
7. janúar: Rælar, stjörnupolki.
14. janúar: Polkar, Óli skans, svensk maskerade.
21. janúar: Skottís, mars, skoski dansinn.
BARNANÁMSKEIÐ
MÁNUDAGA
3-4 ára kl. 16.25
5- 6 ára kl. 17.00
6- 8 ára kl. 17.35
9-11 ára kl. 18.25
Systkinaafsláttur er 25%.
Bjóðum, kennslu fyrir hópa og starfsmannafélög eftir samkomulagi.
Höfum kennt dans frá 1951 og stuðlað að útbreiðslu hans með kennslu
í barnadönsum, þjóðdönsum og gömlu dönsunum.
ÞJÓDDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR,
símar 681616,656286 og 675777.
GLEÐILEGT NYTT AR
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármula 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26.