Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 38
étríkjunum. Samanborið við þá erf- iðleika, sem þessar þjóðir Austur- Evrópu búa við eru vandamál 1 líðandi stundar í okkar landi smá- vægileg, þótt vissulega megi alltaf i gera betur í þeirri miklu uppbygg- ingu velferðarþjóðfélagsins sem hér hefur átt sér stað, eftir því sem ! efni og aðstæður leyfa. Vegna erfiðleika í Sovétríkjunum náðust ekki samningar um síldar- sölu eins og undanfarin ár. Þess vegna var nú saltað til muna minna af síld en undanfarin ár. Það veltur á miklu fyrir okkur að endurupp- bygging í Sovétríkjunum takist ! fljótt og vel, svo mikilvæg viðskipti með síld verði aftur með eðlilegum i hætti. Breytt staða síldarviðskipta við ! . Sovétríkin kalla einnig á endurskoð- i ' un olíuviðskipta okkar. Nú er svig- • rúm til þess að gefa þessi viðskipti og verðlagningu olíu frjáls. Olíuinn- > - kaupin frá Sovétríkjunum hafa ávallt verið tengd síldarviðskiptum, i en Sovétmenn treystu sér ekki til • þess að standa við gerða samninga um síldarkaup. Ég gat þess við síðustu áramót, | að það myndi ráða úrslitum um framtíð margra sjávarútvegsfyrir- tækja, hvort takast mætti að hemja verðbólguna í landinu á riæstu vik- um og mánuðum. Þetta yrði tekist á um í komandi kjarasamningum. Þetta var skoðun fjölmargra. Það er sérstakt ánægjuefni, að í samn- ingum aðila vinnumarkaðarins náð- ist víðtækt samkomulag um kjara- samninga. Þessir samningar tóku mið af þeirri alvarlegu stöðu, sem atvinnulífið bjó við, vegna langvar- andi erfiðleika í sjávarútvegi í kjöl- far verðlækkunar á helstu mörkuð- um okkar. Það er vel við hæfi að tala um þjóðarsátt í þessu sam- bandi og með henni sýndi þjóðin, að hún er fær um að takast á við þá erfiðleika, sem að höndum ber hveiju sinni. Bæði fyrirtækin og . heimilin hafa áxlað þungar byrðar til þess að mæta þeim erfiðleikum, sem til staðar voru. Við skulum vona að okkur auðnist að varða þá leið, sem lögð var með þjóðarsátt- inni og þjóðin uppskeri í samræmi við það, þegar okkur hefur tekist að sigla fram hjá þessum boðaföll- um. Nu erum við í fyrsta skipti í lang- an tíma meðal þeirra þjóða, sem mæla verðbólgu í eins stafs tölu. Sjávarútvegurinn hefur þrátt fyrir aflatakmarkanir búið við hagstæð skilyrði þegar á heildina er litið á árinu 1990. Það stafar fyrst og fremst vegna umtalsverðrar hækk- unar á fiskmörkuðum og minnkandi y verðbólgu hér innanlands. Vissu- lega eru nokkrar undantekningar frá þessu, enda er það sjaldgæft, að allar g»einar í sjávarútvegi séu jákvæðar. Þegar hefur verið getið um, hvemig fór fyrir síldarsölu- samningum við Sovétríkin. Þá er alkunna að nú ríkir mikil óvissa um loðnuvertíðina og verð á rækju hef- ur lækkað. Komi til stöðvunar á loðnuveiðum, eða dregið verði úr veiðunum miðað við fyrri ár verða allar útgerðir í landinu að taka þátt í erfiðleikum loðnuútgerðar með skerðingu á veiðiheimildum. Blikur eru á lofti varðandi þróun olíuverðs vegna innrásar íraks í Kúvæt. Samt sem áður er full ástæða til hóflegr- . ar bjartsýni um afkomu sjávarút- vegsins á næstu mánuðum, ef ekki koma til frekari áföll. Á síðasta vori voru samþykkt frá Alþingi ný lög um fiskveiðistjórnun eftir nákvæma endurskoðun. Það er ánægjulegt að þetta mikilvæga hagsmunamál fyrir alla þjóðina skuli hafa fengist samþykkt í tími. Þessi lög eru grundvöllur allrar stefnumótunar innan greinarinnar og hafa lögin gert það að verkum að nýting fiskistofnanna er með skynsömum hætti. Þrátt fyrir aug- ljósa kosti þessarar fiskveiðistefnu ! hefur hún mætt mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum, sem því miður einkennist oft um of af fordómum og sleggjudómum. Sérstaklega hef- ur framsal veiðiheimilda milli óskyldra aðila valdið miklum deil- um, þrátt fyrir að allir sem kynnt hafa sér nútíma fiskveiðistjórnun séu sammála um að einmitt þessi þáttur sé nauðsynlegur til þess að fiskveiðistjórnunin skili þeim ár- MÓádíjNBÉAÐÍÐ dUNNUDAGtM 30. angri, sem henni er ætlað. Það er eins með lögin um fisk- veiðistjórnun, sem við höfum búið við í 7 ár, eins og önnur mannanna verk að þessi lög eru ekki fullkom- in. Sú glufa, sem verið hefur í lög- unum varðandi smábáta undanfarin ár, hefur leitt til ótæpilegrar fjölg- unar þeirra, sjávarútveginum og fjölda þeirra einstaklinga, sem stað- ið hafa í slíkum kaupum til mikils skaða. Þrátt fyrr að mikið hafi áunnist með lögum um fiskveiði- stjómun eru enn stór verkefni óleyst. Enn hefur ekki tekist að aðlaga stærð fiskiskipaflotans að þeim aflaheimildum, sem fyrirsjá- anlega verður heimilað að veiða á næstu árum. Það sama má segja um fiskverkunarhús. Stjórnvöld hafa ekki treyst sér til þess að taka á þessum vanda. í stað þess hefur verið varið ótæpilegum fjármunum til þess að fresta þeim vanda sem sjávarútvegurinn býr við í þessum efnum. Fyrirsjáanlegt er að það fé sem varið hefur verið úr neyðarsjóð- um stjórnvalda fáist aldrei endur- greitt, heldur lendi á skattgreiðend- um á næstu árum í auknum álögum. Hér verður ekki tæpt frekar á þeim fjölmörgu verkefnum, sem sjávarútvegurinn þarf að leysa úr á næstu árum. Vonandi haldast þær forsendur, sem lagðar voru með þjóðarsáttinni á nýja árinu. Ef svo á að fara verður skynsemin að ráða. Full ástæða er til þess að vera hóf- lega bjartsýnn í ljósi þeirrar já- kvæðu þróunar, sem á sér stað í atvinnulífinu. Framundan eru þó kosningar, sem við vitum að geta skapað ákveðnar hættur fyrir þjóð- félagið, sem felast í óraunhæfum kosningaloforðum stjórnmála- manna. Við skulum vona að svo verði þó ekki. Að lokum óska ég öllum lands- mönnum gleðilegs nýs árs og far- sældar á komandi ári. Haraldur Sumarliðason forseti Landssambands iðnaðarmanna: Herðum róðurinn gegn skatta- hækkunum Á því ári sem nú er að líða hefur mikið verið fjallað um þær breyting- ar sem hafa verið að gerast í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja annað en að þær hafi farið tiltölulega friðsamlega fram enn sem komið er. Þó eru ýmsar blikur á lofti. Samkvæmt fréttum er nú mikill skortur á ýmsum nauðsynjum í Sovétríkjunum og jaðrar við hug- ursneyð, sem vissulega getur leitt af sér hörmungar, ef ekki tekst að bæta þar um. Þá er haft eftír for- ystumönnum Eystrasaltsríkjanna, að þeir óttist hefndaraðgerðir og/eða innrás sovéska hersins vegna þeirra sjálfstæðishugmynda, sem þar eru uppi. Það hlýtur að vera okkur íslend- ingum umhugsunarefni að smá- þjóðir búi við þær aðstæður að eiga yfir höfði sér innrás stórveldis ef þær vilja ráða eigin málum. Það ætti líka að vera okkur umhugsun- arefni að hér á landi skulu málsvar- ar þeirrar stefnu sem þannig ógnar þessum smáríkjum vera jafn áhrifa- ríkir og raun ber vitni. Áherslur þessara boðbera sovétskipulagsins hafa að vísu breyst, enda hefur þetta skipulag gengð sér svo til húðar að ekki stendur steinn yfir steini. En það breytir ekki því, að þá er víða að finna. Vonandi verða þessar umbyltingar til þess að opna augu okkar allra fyrir því, að það skipulag sem verið hefur hjá þjóðum Austur-Evrópu gengur ekki upp og er því aðeins framkvæmanlegt, að hægt sé að halda heilum þjóðum í helgreipum kúgunar og hervalds. En á sama tíma og þjóðir Austur-Evrópu eru að bijota af sér hlekkina aukast vandamálin við Persaflóa og er nú hvergi meiri styijaldarhætta en þar. Ljóst er, að hvernig sem deilan um Kúvæt verður til lykta leidd, sem vonandi tekst án styijaldar, eru vaXandi þau vandamál sem snúast um samskipti ísraels og nágrannaþjóða þess. Það er því víða ófriðlegt í heiminum um þessi áramót, þó samskiptin milli austurs og vesturs hafi batnað. Hér í Vestur-Evrópu keppast hins vegar margar þjóðir við að að laga sig að nýjum aðstæðum til aukinnar samvinnu á flestum svið- um. í þeirri samvinnu hljótum við íslendingar að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Við verðum því að undirbúa okkur vel undir þær breytingar sem eru að verða og koma að fullu til framkvæmda eftir tvö ár. Þessi undirbúningur verður m.a. að vera fólginn í því að gera íslensk fyrirtæki betur samkeppnis- fær á alþjóðamarkaði en nú er. Til þess verða fyrirtækin sjálf að að- laga sig nýjum og breyttum sam- keppnisaðstæðum og jafnframt verður að skapa þeim umhverfi sem er sambærilegt við það sem best gerist í öðrum löndum . Því miður virðast ráðamenn þjóðarinnar ekki alltaf átta sig á því, að þeir bera miklar skyldur í því að skapa þess- ar aðstæður. Þeir virðast heldur ekki skilja, að ef ekki tekst að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrir- tækja munu almenn lífskjor í landinu fara versnandi á næstu árum. Það er því í þágu allrar þjóð- arinnar, að á þessum málum veri tekið af stórhug, en á það hefur mikið vantað. Auk Evrópumálanna, sem svo eru nú gjarnan nefnd, eru að sjálf- sögðu fjölmörg mál af innlendum vettvangi sem vert væri að fjalla um við þetta tækifæri. Má þar t.d. nefna virðisaukaskatt sem tekinn var upp hér á landi í upphafi ársins og hafði miklar breytingar í för með sér fyrir atvinnulífið. Þá verða eflaust einnig lengi í minnum hafir hinir farsælu kjarasamningar frá 1. febrúar sem kenndir hafa verð við „þjóðarsátt". Þar höfðu samtök vinnumarkaðarins forystu um að leggja grunninn að þeim einstaka árangri sem náðist á árinu í verð- lagsmálum, þótt ríkisvaldið hafi vitaskuld einig lagt sig nokkuð fram um að ná þeim árangri. Þá er þess einnig minnst, að hið nýja fyrir- komulag í húsnæðismálum, hús- bréfakerfið, átti erfiða fæðingu, bæði vegna ófullnægjandi undir- búnings og yfirboðs ríkissjóðs á fjármagnsmarkaðnum sem spennti upp vexti. Þannig mætti lengi telja, en ég kýs að gera sérstaklega að umræðuefní áform um smíði nýs álvers á íslandi og árvissar skatta- hækkanir. Um nokkurt skeið hefur hillt undir það, að samningar takist um að reist verði nýtt álver hér á landi. í ljósi lítils hagvaxtar undanfarin ár og þess, hve illa horfir um að í því efni verði verulegar breytingar á næstunni, svo og þess að við höf- um þegar fjárfest í vannýttum orku- verum, eru það þjóðarhagsmunir, að við Islendingar stöndum saman sem einn maður um það, að ná sem fyrst hagstæðum samningum um smíði þessa orkuvers og sérstak- lega, að stjórnmálamenn beri gæfu til þess að láta ekki flokkadrætti verða til þess að spilla þessu máli. í þessu felast meðal annars miklir hagsmunir fyrir þann stóra hluta íslensks iðnaðar, sem byggir starf- semi sína á verklegum framkvæmd- 3RÍ99Ó um beint og óbeint, bæði bygginga- og verktakastarfsemi og ýmsar aðr- ar framleiðslu- og þjónustugreinar, svo sem málmiðnað og rafiðnað. Það skiptir einnig miklu máli í þessu sambandi, að takist að semja um, að þannig verði staðið að fram- kvæmdum, að hlutur íslendinga í þeim geti orðið sem mestur, þ. á. m. að íslensk iðnfyrirtæki geti tekið þátt í því að framleiða hluta til verksmiðjunnar, en annist ekki „að- eins“ uppsetningu. Sá leiði siður ríkisstjórna á hveij- um tíma að dengja yfir Alþingi á síðustu dögum fyrir jól illa grunduð- um lagafrumvörpum um nýjar skattaálögur virðist síst á undan- haldi. Að þessu sinni voru meðal annars samþykkt ný skattalög um svonefnt tryggingagjald sem fela í sér auknar álögur á atvinnulífið í formi launatengdra skatta. Mest verður skattahækkunin í rekstri á vegum einstaklinga, en mér sýnist samt augljóst, að á flestum eða öll- um sviðum er stefnt til hækkunar skatta á laun sem í eðli sínu er óheppilegt skattform, þar sem það felur í sér mismunun milli atvinnu- greina, vegná þess hve launahlut- fall er mishátt. Einnig var ákveðið að skattbyrði i tekjuskatti fyrir- tækja ykist verulega, þvert gegn þeirri þróun sem átt hefur sér stað í samkeppnislöndunum. Gagnrýni á sífelldar skattahækk- anir er gjarnan svarað með útúr- snúningum um að þær séu óhjá- kvæmilegar, ef ekki á að draga úr velferðinni og minnka aðstoð við sjúka og fátæka. Þennan málflutn- ing hafa m.a. núverandi fjármála- ráðherra og forsætisráðherra mjög viðhaft. En þjóðin virðist á öðru máli, eins og m.a. má ráða af ný- legri könnun Félagsvísindastofnun- ar háskólans sem sýndi mjög al- menna og vaxandi óánægju fólks með að skattheimta hér á landi gengi úr hófi fram. Ósætti almennings við mikla skattheimtu stafar e.t.v. ekki síst af því, að fólki blöskrar hvemig farið er með opinbert fé. Menn sjá ekki að magn og gæði opinberrar þjónustu sé í neinu samræmi við það sem greitt er fyrir í sköttum. Er einn milljarður í umdeildar fram- kvæmdir við Þjóðleikhús nauðsyn- legur velferð þjóðarinnar? Eða einn og hálfur milljarður til þess að Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins sálugi gæti falsað fiskverð og gengi? Er þjóðin sannfærð um aðy það auki velferðina að krefja hana um 10 milljarða króna í skatta sem afhentir era vinnslufyrirtækjum, sjóðum og hagsmunaaðilum í land- búnaði, í þeirri von að það skili sér í lækkuðu verði á landbúnaðarvör- um? Getur ekki hugsast að meiri- hluti þjóðarinnar hafi komið auga á það sem meirihluti stjórnmála- manna ekki sér, að margvísleg út- gjöld, starfsemi og rekstur hins opinbera hefur ýmist enga augljósa þýðingu út frá almannahagsmunum eða væri betur komið í höndum einkaaðila? Verst þykir mér þó, ef jafnvel samtök atvinnurekenda hafa að ein- hveiju leyti ánetjast þeirri falskénn- ingu, að skattahækkanir séu óhjá- kvæmilegar eða jafnvel eðlilegar. Þessa afstöðu fannst mér, að því miður mætti lesa úr málflutningi margra samtaka atvinnurekenda nú fyrir jólin, þegar Alþingi fjallaði um skattafrumvörp ríkisstjórnar- innar, einkum fyrrnefnt framvarp um tryggingagjald, en í því máli var Landssamband iðnaðarmanna nánast eitt um að veita andstöðu. Virtist það vera afstaða margra, að frumvarpið fæli „bara“ í sér hækkun á rekstur á vegum einstakl- inga. Auk þess sem í þessari af- stöðu fólust býsna kaldar kveðjur til félagsmanna viðkomandi sam- taka sem valið hafa sér þetta rekstr- arform, hefðu samtökin verið meira samkvæm sjálfum sér með því að krefjast þá lækkunar á sköttum annarra rekstrarforma til móts við hækkun hjá einstaklingum í at- vinnurekstri. Það var ekki gert og engin mótstaða veitt gegn frum- varpinu sem augljóslega miðar að auknum launasköttum, þegar til lengri tíma er litið. Mér sýnist, að samtök atvinnurekenda ættu í ljósi þessarar reynslu að taka starfs- hætti sína og samstarfsmál til at- hugunar, þannig að þau verði betur í takt við vilja félagsmanna sinna. Ég óska félagsmönnum Lands- sambands iðnaðarmanna og lands- mönnum öllum velfamaðar á kom- andi ári. Einar Oddur Krisíjáns- son, formaður Vinnu- veitendasambands íslands: Miðum eyðslu við aflafeng en ekki ósk- hyggju „í UPPHAFI þessa árs settu aðil- ar vinnumarkaðarins sér það meginmarkmið að stöðva kaup- máttarhrap undanfarinna ára. Þetta hefur tekist. Kaupmáttur nú er sá sami og í byrjun ársins. Atvinnustigið er einnig hærra en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Þetta er í sjálfu sér ánægjulegt. Þó skulu menn um- fram allt forðast að hrósa nein- um sigri - það er ekki tímabært. Það hefur enginn sigur unnist enn. Okkur hefur aðeins tekist að halda sjó - forða okkur frá stóráföll- um. Verðbólgan hefur einnig farið hjaðnandi, rétt eins og gert var ráð fyrir og er á síðastliðnum 12 mán- uðum 7,7%. Þetta er lægri verð- bólga en við höfum þekkt í meira en 20 ár. Þetta er líka ánægjuleg þróun en samt er þetta allt of mik- il verðbólga. Ef stöðugleiki á að ríkja og verðgildi krónunnar að haldast þá má verðbólga hér á ís- landi ekki vera hærri en 2 til 3%. Það er því verk að vinna og það verk er hægt að vinna. Við skulum því vera hóflega bjartsýn. Það hefur vissulega náðst nokkur árangur, í það minnsta um stundarsakir. Þrátt fyrir þennan árangur heyr- ast nú háværar efasemdarraddir um gildi og þýðingu svo víðtækra samninga aðila vinnumarkaðarins sem náðust í febrúar síðastliðinn og kölluð hefur verið þjóðarsátt. Þessi gagnrýni kemur nokkuð á óvart, því aðilarnir sem stóðu að þessari sátt hafa allir margsinnis tekið það skýrt fram að í þessari samningsgjörð fælist engin allsher- jarlausn á einu eða neinu. Hug- myndafræðin á bak við þessa samn- inga er hvorki ný af nálinni, frum- leg, mikil né margbrotin. Það má skilgreina hana svo: Að reyna af fremsta megni að feta þann sama stig og þær þjóðir sem best hefur farnast, hafa svo dyggilega fylgt. Hvað hafa þær þjóðir sem best hefur farnast kappkostað? Jú, fyrst og fremst að hemja eyðslu sína og miða hanu við aflafeng en ekki ósk- hyggju. Hemja hana ekki á einu sviði, heldur á öllum sviðum. Þetta verðum við Islendingar líka að gera. Það á öllum að vera ljóst. Enginn hefur varað oftar og meira við þeirri hættu sem stafar af hallarekstri hins opinbera en ein- mitt vinnuveitendur og þær viðvar- H í í 4 f f f 4 4 4 4 4 4 4 -I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.