Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
Málmfríður Sigurðardóttir alþingismaður,
formaður þingflokks Kvennalistans:
Afnema ber rétt til útgáfii
bráðabirgðalaga
i.
Eins og á öðrum heimilum er
mikilvægt að á þjóðarheimilinu
haldist tekjur og útgjöld í hendurj
að ekki sé eytt um efni fram. I
ríkiskerfinu er víða hægt að draga
úr útgjöldum en á mörgum sviðum-
þarf hins vegar meira fjármagn.
Má í því sambandi minna á
mennta- og menningarmál. Sívax-
andi halli ríkissjóðs er vandi sem
verður að ráða fram úr og verður
varla hjá því komist að enaurskoða
bæði tekju- og útgjaldahlið þess
dæmis. Og þá skipta áherslurnar
öllu máli. Kvennalistakonur telja
t.d. fráleitt að auka skattheimtu
af almennum launatekjum en hins
vegar nauðsynlegt að breyta
skattlagningunni í réttlætisátt.
Skattbyrði þeirra sem hafa meðal-
tekjur eða minna er of þung. Hana
þarf að létta en ætla hinum tekju-
hærri stærri hluta byrðarinnar.
Kvennalistakonur hafa ávallt talið
það réttlætismál að skattþrep
væru tvö eða fleiri. Sömuleiðis
teljum við að skattleggja beri fjár-
magnstekjur þegar aðstæður í
efnahagslífinu leyfa, en í því efni
þarf að fara með gát þar eð slík
skattlagning leiðir að líkindum til
hækkunar vaxta. Loks má nefna
að kvennalistakonur telja eðlilegt
að skattleggja mengandi atvinnu-
starfsemi sérstaklega. Ekki er
síður þörf á að ráðast að rlkisút-
gjöldunum, endurskipuleggja þau
og breyta áherslum. Endurskoða
verður tilgang og starfshætti ríkis-
stofnana með hagsýni og sparnað
að leiðarljósi. Við slíka endur-
skipulagningu verður velferð
heimilanna að vera í fyrirrúmi.
Undir því er velferð þjóðfélagsins
í heild fyrst og fremst komin.
2.
Kvennalistakonur hafa lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
um að afnema rétt til útgáfu
bráðabirgðalaga. Þannig hefur af-
staða okkar komið skýrt í ljós. Þó
að ekki séu allir á því að. afnema
beri þennann rétt með öllu munu
flestir aðhyllast þá skoðun að
þrengja beri verulega vald ríkis-
stjórna til útgáfu slíkra laga.
Ýmsar leiðir má benda á í því
sambandi. Breyta mætti þingsköp-
um í þá veru að Alþingi sé ekki
slitið að vori eins og nú tíðkast,
heldur sé því frestað til hausts og
ekki slitið fyrr en daginn áður en
nýtt þing er sett. Sé þessi háttur
hafður á er auðvelt að kalla þing-
ið saman með stuttum fyrirvara
hvenær sem upp koma mál sem
þarfnast skjótrar afgreiðslu. Sam-
göngur eru nú með þeim hætti að
telja má þetta auðvelt mál, en ein
helsta ástæða þessarar lagaheim-
ildar var sú að fýrr á tímum var
ógerlegt að kveðja þing saman
með skömmum fyrirvara vegna
erfiðleika í samgöngum.
Kvennalistakonur telja að heim-
ild til útgáfu bráðbirgðalaga hafi
verið freklega ofnotuð á seinni
árum, einkum í sambandi við
kjarasamninga. Að okkar mati er
þessi heimild úrelt — leifar frá
eldri þjóðfélagsháttum og skipu-
lagi sem nú er liðið undir lok.
3.
Dagpeninga á ekki að nota sem
tekjuauka í gjaldeyri, hvort sem
um er að ræða ráðherra, þingmenn
eða aðra sem reka erindi þjóðar-
innar erlendis. Núgildandi fýrir-
komulag er óeðlilegt og býður upp
á mismunun og spillingu, ýtir jafn-
vel undir ónauðsynleg ferðalög
eins og forsætisráðherra hefur
sjálfur bent á. Til að leiðrétta út-
breiddan misskilning er rétt að
benda á að þingmenn og ráðherrar
sitja ekki við sama borð hvað varð-
ar slíkar greiðslur. Reglan er sú
að þingmenn sem ferðast í opin-
berum erindum greiði allan kostn-
að vegna þeirra af sínum dagpen-
ingum nema fargjöldin. Eðlilegt
Málmfríður Sigurðardóttir
er að útlagður kostnaður sé
greiddur en ferðalög opinberra
aðila eiga ekki að vera þeim tekju-
lind. Miðað við launataxta opin-
berra starfsmanna sé ég engin
efni til þess að hækka laun þing-
manna og ráðherra.
4.
Fríverslunarsamtök Evrópu,
EFTA, verða augljóslega veikari
ef Svíar fylgja dæmi Austurríkis-
manna og sækja um aðild að EB
og ganga í bandalagið á næstu
árum. Þrátt fyrir þetta er ekki
tímabært að dæma EFTA úr leik.
Andstaða almennings í Noregi fer
nú sífellt harðnandi gegn því að
Norðmenn gerist hluti af EB og
er jafnvel talað um að svipað
ástand sé að skapast og varð árið
1972 þegar Norðmenn höfnuðu
Júlíus Sólnes umhverfisráðherra,
formaður Borgaraflokksins:
Enginn viröist ráða við
ríkisijármálin
1.
Mikil umræða hefur átt sér stað
um skattamál að undanförnu. Að
venju hefur stjórnarandstaðan tal-
að um mikla skattpíningu, sem
núverandi ríkisstjórn standi að, á
meðan sumir ráðherrar í ríkis-
stjórninni benda á, að nauðsynlegt
sé að hækka skatta til að standa
undir því velferðarkerfi, sem við
höfum komið okkur upp. Hefur í
því sambandi verið bent á, að flest
ríki OECD séu með hærra skatt-
hlutfall. en gerist á íslandi.
Ef litið er til baka hafa skattar
ríkisins sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu hækkað hægit og
sígandi hin seinni ár. Á yfirstand-
andi kjörtímabili er áberandi sú
aukning, sem varð milli áranna
1987 og 1988 í tíð ríkisstjómar
Þorsteins Pálssopar, en þá voru
skátttekjúr ríkisins auknar um
nærri 50% og skatthlutfallið
hækkaði úr 22,1% í 23,8% af
vergri landsframle.iðslu, VLF. Aft-
ur varð aukning á tekjum ríkisins
milli áranna 1988 og 1989 hjá
fyrri ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar og komst skatthlut-
fallið þá í 25,3% af VLF. Eftir
myndun seinni ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar með
þátttöku Borgaraflokksins varð
samkomulag um, að heildarskatt-
ar ríkisins yrðu ekki auknir. Eru
fjárlög ársins 1991 miðuð við, að
skatttekjur ríkisins aukist ekki,
en þar sem samdráttur þjóðar-
framleiðslu hefur átt sér stað,
hefur hlutfallið hækkað í 26,2%.
Þrátt fyrir síauknar tekjur
ríkisins sígur á ógæfuhliðina og
útgjöld halda áfram að vaxa hrað-
ar en tekjurnár. í raun er svo
komið, að enginn virðist fá við
neitt ráðið og skiptir engu máli
hver stjómar landinu. Útgjöld
ríkisins aukast meira eða minna
sjálfvirkt og þyrfti stöðugt að
hækka skatta til að halda í við
þau. Það myndi ekki hjálpa mikið
þótt skattar eitt árið yrðu hækk-
aðir svo mikið, að ríkissjóðshallan-
um yrði eytt. Þá myndi aðeins
slakna á útgjaldsbremsunni og
fljótlega yrði aftur kominn veru-
legur ríkissjóðshalli. Aftur yrði
farið að tala um að hækka þyrfti
skatta og svo koll af kolli.
Eina leiðin út úr þessum vanda
er því að endurskoða allan ríkis-
reksturinn. Það kann svo að fara,
að íslendingar verði að sætta sig
við eitthvað ófullkomnari þjónustu
en nágrannalöndin í Vestur-Evr-
ópu, sem hafa míiljónir skatt-
þegna tii að standa undir sam-
neyzlunni. Það er til ansi mikils
ætlazt, að 250 þúsund manns
haldi uppi fullkomnasta velferð-
arríki á Vesturlöndum, reki marga
háskóla, tónlistarhallir m.fl.
Hugsanlega er hægt að ná fram
sparnaði og meiri aðhaldssemi í
ríkisrekstrinum með því að gera
ríkisstofnanir sjálfstæðari og
draga úr miðstýringunni. Færa
bæði völd og verkefni út í Iands-
hlutana og gera heimastjórnir
ábyrgar fyrir fjármálalegum
rekstri, bæði heilbrigðiskerfis,
skóla og samgöngukerfa innan
þess fjárlagaramma, sem Alþingi
setur. Þessa leið ber skilyrðislaust
að fara fremur en hækka skatta.
2.
Ég held, að tími sé kominn til
að endurskoða stjórnarskrána
með tflliti til setningar bráða-
birgðalaga. Svo virðist sem setn-
ingu bráðabirgðalaga hafi verið
beitt í ríkara mæli á íslandi en
■tíðkast á hinum Norðurlöndunum.
Fyrir þessu voru gildar ástæður
svo sem stutt þinghald, erfiðar
samgöngur og fleira, sem gerði
það nauðsynlegt að setja bráða-
birgðalög, þegar aðstæður í þjóð-
félaginu kölluðu á slíkt. Ég er
þeirrar skoðunar, að ekki eigi að
afnema þennan rétt ríkisstjórnar
á hverjum tíma, en þó athugandi
að þrengja hann verulega. Til
dæmis má hugsa sér að kalla Al-
þingi frekar saman yfir sumar-
ttmann ef nauðsyn krefur. Alltaf
geta þó komið aðstæður í þjóðfé-
iaginu, sem kalla á bráðabirgðalög
til að forðast stórtjón og standa
vörð um almenningsheill.
3.
Sú umræða, sem hefur átt sér
stað um dagpeninga ráðherra og
alþingismanna, er táknræn fyrir
þann tekjusamdrátt sem orðið
hefur hjá launþegum vegna hlut-
Júlíus Sólnes
fallslega minnkandi þjóðartekna
og er því ofureðlileg. Hún á sér
gjaman stað þegar illa árar í þjóð-
félaginu. Hins vegar gætir mikils
tvískinnungs í umræðinni. Þeir
stjórnarandstöðuþingmenn, sem
nutu góðs af dagpeningakerfi og
bílafríðindum ráðherra fyrir stuttu
síðan og þögðu þá þunnu hljóði
fyllast nú heilagri vandlætingu
yfir þessum fríðindum ráðherra í
ríkisstjórn Islands, sem hafa verið
óbreytt um margra ára eða ára-
tuga skeið.
Svo er um ráðherra og þing-
menn sem flesta aðra ríkisstarfs-
menn, að laun þeirra eru orðin
frekar lág miðuð við hinn almenna
vinnumarkað. Sem alþingismaður
getur einstaklingur aflað sér við-
bótartekna á ýmsan hátt, sem
reyndar er nauðsynlegt, miðað
við, að laun þeirra eru um 150
þúsund kr. á mánuði. Það getur
ráðherra ekki, þar sem hann verð-
ur að sinna vinnu sinni nótt sem
nýtan dag og vera til taks hvenær
sem er. Ráðherralaunin eru nú
um 260 þúsund kr. á mánuði með
þingfararkaupi. Þau eru því.aðeins
því í þjóðaratkvæðagreiðslu að
ganga í Efnahagsbandalagið. Af-
staða Finna er enn óráðin. Greini-
legt er að íslendingar eru æ betur
að átta sig á að hagsmunum smá-
þjóðar eins og okkar er best borg-
ið með fijálsum viðskiptum við
sem flest markaðssvæði í stað
þess að lokast af innan Evrópu-
bandalagsins.
Norrænt samstarf þarf í sjálfu
sér ekki að breytast eða bíða alvar-
legan hnekki þótt þeim Norður-
löndum fjölgi sem eru aðilar að
EB. Samstarf Norðurlanda hefur
verið mjög takmarkað á sviði efna-
hagsmála en þeim mun þýðingar-
meira á sviði menningar- og fé-
lagsmála.
5.
Sú jákvæða þróun sem orðið
hefur í lýðræðisátt í Austur-Evr-
ópu verður vonandi ekki brotin á
bak aftur af þeim öflum sem telja
einræði og miðstýringu nauðsyn-
lega stjórnarhætti. Þó að miklar
og örar breytingar hafí orðið á
síðasta ári í Áustur-Evrópu er óllk-
legt að þróunin verði sú að sov-
éska ríkjasambandið liðist í sundur
á árinu 1991. Vissulega má búast
við að Sovétríkin breytist. Ómögu-
legt er að segja fyrir um hvort öll
lýðveldin muni krefjast fullveldis
eins og Eystrasaltslöndin hafa
þegar gert eða hvort þau sjá hag
sínum betur borgið innan Sov-
étríkjanna, en það fer eftir því
hvernig stjórnarhættir þróast á
næstu mánuðum. Ljóst er að
óbreytt Sovétríki munu ekki lifa
lengi. Almenningur í Sovétríkjun-
um hefur hafnað þeim stjórnar-
háttum sem ríkt hafa og vill breyt-
ingar. Hver svo sem þróunin verð-
ur er mikilvægast að vilji fólksins
fái að ráða.
um þriðjungur þeirra launa, sem
t.d. bankastjórar ríkis- og við-
skiptabankanna hafa. Flestir for-
stjórar einkafyrirtækja, margir
iðnaðarmenn og sjómenn myndu
fussa og sveia við þeim launakjör-
um sem ráðherrar og þingmenn
búa við. í því ljósi virkar umræðan
um dagpeninga ráðherra fremur
hjátkátleg. Eg er þó fylgjandi
því, að laun ráðherra og þing-
manna verði hækkuð og í staðinn
verði útlagður ferðakostnaður
greiddur.
4.
Það hlýtur að vera ljóst, að
umsókn Svía um aðild að EB veik-
ir fríverzlunarbandalagið EFTA
enn frekar. Virðist nú margt
benda til þess, að það kunni að
flosna upp nema takist að ná
samningum um hið evrópska efna-
hagssvæði. EFTA fær þá lykil-
hlutverk, sem er að fylgjast með
yfirstjórn mála innan efnahags-
svæðisins fyrir hönd aðildarríkja
sinna, þótt þeim kunni að fækka.
Annars getur vel farið svo, að
hagur EFTA kunni að vænkast
með samstarfi við Austur-Evr-
ópuríkin, sem knýja nú dyra hja
EFTA. Fríverslunarbandalagið er
talið hentugur biðsalur fyrir þau
ríki, sem hyggjast ganga í Evr-
ópubandalagið.
Hvað varðar hið norræna sam-
starf er ekki séð, að það þurfi að
breytast þótt fleiri Norðurlönd en
Danmörk gangi í Evrópubanda-
lagið. Norrænt samstarf byggist
fyrst og fremst á samvinnu um
menningarmál og samskiptum
íbúa Norðurlandanna, sem þurfa
ekki breytast þótt hluti þeirra eigi
einnig aðild að Evrópubandalag-
inu.
5.
Þótt erfitt sé að átta sig á þró-
un mála í Sovétríkjunum verður
ekki annað séð en þau muni verða
til áfram, þótt einhver ríkjanna
kunni að geta rifið sig laus frá
ríkjasambandinu.