Morgunblaðið - 16.01.1991, Side 15

Morgunblaðið - 16.01.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991 "Tv- 15 „Alvísmál“ hæsta- réttarlögmamisins eftir Hörð Pálsson Mikið var skemmtilegt að lesa grein Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns í Morgun- blaðinu 11. janúar. Sumir menn eru nefnilega svo vel af Guði gerð- ir að þeir vita flesta hluti betur en aðrir, að minnsta kosti áð eigin dómi. Ég hafði löngum haldið að áfengisneysla og akstur færi illa saman. En það hlýtur að vera misskilningur fyrst hæstaréttar- lögmaðurinn er á öðru máli. Ég hafði haldið að bjórvambir og skorpulifrar Dana sýndu annað en raunsæi „til fyrirmyndar í lög- gjafarstarfi“. Það hlýtur líka að vera rangt úr því að hæstaréttar- lögmaðurinn er annarrar skoðun- ar. Samkvæmt skýrslum, sem lög- reglan í Reykjavík birtir í Morgun- blaðinu hvern þriðjudag, er drykkjá helsta orsök illinda, skemmdarverka, ofbeldis og ann- arra afbrota. „Vín er og verður mannsættir,“ segir hæstaréttar- lögmaðurinn og veit að sjálfsögðú betur en lögreglan.' Margan fjörugan og ánægjuleg- an mannfagnað hef ég setið þar sem áfengi var ekki um hönd haft. Aldrei enduðu þau samkvæmi með rifrildi eða áflogum og aldrei varð þar neinn ófær fyrir drykkju sak- ir. 'Sjálfsagt er þetta misminni hjá mér því að hæstaréttarlögmaður- inn segir slíka mannfundi „ömur- legar gleðisamkomur“ — hvernig sem ber nú að skilja það orðafar. „Varla er hægt að hugsa sér dapurlegra brúðkaup en þar sem engu vínglasi er lyft,“ skrifar hæstaréttarlögmaðurinn og veit það náttúrlega manna best eins og annað. Hann telur víndrykkju þá líklega gott veganesti í hjóna- bandinu. Það er þá líklega mis- skilningur að drykkja valdi oft ill- deilum hjóna, sundurþykkju og skilnaði? Eitt skemmtilegasta atriðið í grein hæstaréttarlögmannsins og það sem sýnir hvað best skarp- skyggni hans er kaflinn um hand- tökur þeirfa sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Þar segir: „Að mínu áliti geta lögreglumenn ekki tekið mann fastan við akstur og farið með í áfengisprufu bóta- Breski tog- arinn bleytti trollið ekki EKKI varð af því að breski togarinn Arctic Ranger bleytti veiðarfæri sín innan íslenskrar landhelgi um helgina, en það hefði verið í fyrsta sinn frá 1976 sem breskur togari hefði sett út troll í 200 mílna landhelg- inni. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á laugardag hafði verið veitt heimild fyrir því að togarinn fengi að bleyta veiðarfærin, til að kanna hvort viðgerð á spilinu um borð hefði tekist sem skyldi. Ætlunin var að senda eftirlitsmann frá Landhelgisgæslunni um borð. „Af einhveijum ástæðum sigldi togarinn á laugardag, áleiðis á miðin við Nýfundna- land, án þess að skipveijar kveddu kóng eða prest og því varð ekkert úr þessu,“ sagði Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Hörður Pálsson „Margan fjörugan og ánægjulegan mann- fagnað hef ég setið þar sem áfengi var ekki um hönd haft.“ laust, ef hinn handtekni reynist vera með undir 0,50%o í blóðinu.“ Lögreglumenn eiga sem sé að sjá af hyggjuviti sínu einu hvort öku- maður, grunaður um ölvun, er með 0,40%o eða 0,60%o áfengis í blóði. Enda er það náttúrlega óþörf af- skiptasemi af lögreglu að vera að skipta sér af því hvort ökumaður hefur „lyft glasi“ til að kasta af sér eðlislægri geðvonsku og drunganum og „komast í hátíða- skap“. Hæstaréttarlögmaðurinn telur í þessum alvísmálum sínum að vondir frumvarpsflytjendur liggi á því lúalagi að leitast við að blekkja saklausa alþingismenn og svokall- aðan almenning. Það er hins vegar hægt að fullyrða — og vonandi hæstaréttarlögmanninum til léttis — að þessi kátlega grein hans blekkir sjálfsagt fáa — og áreiðan- lega ekki nema þá allra fátækustu í andanum. Höfundur er bakarameistari. Sparileiðir íslandsbanka fœra þér væna ávöxtun! Á síbustlibnu ári nutu sporifjáreigendur góbro vaxtakjara hjá íslandsbanka. Ávöxtun Sparileibanna árib 7 990 var þessi: Sparileiö Ársávöxtun Raunávöxtun 10,8% - 11,4% 3,4% - 3,9% Sparileib Sparileiö Sparileiö* > > > 11,1%- 12,0% 13,31% 3,7% - 4,6% 5,75% 10,17% 6,10% Sparileib 4 var hleypt af stokkunum 7 .september 1990. Ávaxtaðu sparifé þitt á árangursríkan hátt. Farðu þínar eigin leiðir í sparnaði! ISLANDSBANKI - i takt við nýja tíma! Fullkomn un fíak við sérhverja hönnun liggur leitun nó fornii öp eins og sést A egginu er þad oftast náttúran sjálf sem kemst næst hinm eftinNtu FULLKOMNUN YDDA F26.67 / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.