Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 16
16
: ?>' HMMAl .M HUDAOJLMJWIM tílGA..líMöaílQN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991
FileMaker • Macintosh
©
Námskeiö fyrir alla sem vinna úrupplýsingum!
12 klst hagnýtt gagnasafnsnámskeið!.
%
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
... þær duga sem besta bók.
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
(•) SHOIOKAtf
KARh’SE
Byrjendanámskeið
karatedeildar Breiðabliks eru
að hefjast í íþróttahúsinu,
Digranesi. Skipteríaldurs-
hópa.
Þjálfari verður Poh Lim 4. dan
ásamt karatefólki úr Breiða-
bliki.
Mánudaga
frá kl. 19.30-22.00
Miðvikudaga
frá kl. 19.30-22.00
Föstudaga
frákl. 19.30-22.00
Upplýsingaroginnrit-
un á staðnum og í sfma
43699 frákl. 18-22 í
kvöld og næstu viku.
_Dale .
Carnegie
þjálfun
Ræöumennska og mannleg samskipti.
Kynningarfundur
Verður haldinn fimmtudagskvöld kl. 20:30 að
Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu.
Námskeiðið getur hjálpaö þér að verða betri
ræðumaður og þjálfað þig í mannlegum sam-
skiptum. Lífskrafturinn verður meiri og þú
heldur áhyggjunum í skefjum og byggir upp
meira öryggi. Allir velkomnir.
Fjárfesting í menntun
skilar þér arði ævilangt.
VISAS
Innritun og upplýsingar í síma: 82411
0
STJÓRI\IUIUARSKÓLII\II\I
Konráö Adolphsson. Einkaumboö fyrir Dale Carnegie námskeiöin''
Lofsyrði og lófatak til
Kristjáns Jóhannssonar
Kristján á opnunarsýningn vetrarins í San Carlo í Napólí
Það er enginn kotungsbragur yfir fullskipuðu sviðinu í Cavelleria
rusticana í San Carlo. Sýningin hlaut þó misjafnar viðtökur, en lof-
ið til Kristjáns var einróma.
Hinn 12. desember hófst vetrr
arstarf San Carlo-óperuhússins í
Napólí með sýningu á Cavalleria
rusticana. Vegna þess hve húsið
er utan sjóndeildarhrings íslend-
inga, þótt víðfrægt sé, þætti það
kannski vart í frásögur færandi
ef íslenskur söngvari hefði ekki
farið með aðalhlutverkið þar.
Krislján Jóhannsson söng hlut-
verk Turiddus og hlaut óspart
lof fyrir, bæði úr lófum áheyr-
enda og úr pennum óperugagn-
rýnenda ítalskra dagblaða, eins
og getið er hér á eftir.
Húsiðvar opnað og salurinn troð-
fylltist. Á undan óperunni var sýnd
þögul, ítölsk kvikmynd frá 1914,
með þekktri stjörnu þess.tíma, Lydu
Borelli. Ástæðan fyrir sýningunni
var sú að Pietro Mascagni, sem
samdi Cavelleria, samdi á sínum
tónlist við myndina og hún var í
þetta skiptið flutt af hljómsveit
hússins. Það virðist í nokkru uppá-
haldi þarna að sýna gamlar myndir
með undirleik hljómsveitar. í sumar
stjórnaði'Vladimir Askenazi flutn-
ingi kórs og hljómsveitar Bolsjoi-
leikhússins á tónlist Prókoffjeffs við
kvikmynd Eisensteíns um ívan
grimma í útileikhúsi í Pompeij, rétt
utan við Napólí, um leið og_ mynd-
inni var rennt yfir tjaldið. Án þess
að hafa séð slíka sýningu virðist
fyrirtækið óspennandi. Samkvæmt
frásögnum ítalskra blað dró þögla
myndin að sér litla athygli í San
Carlo, allir biðu spenntir eftir Cav-
alleria.
Saga San Carlo og Cavalleria
rusticana er samtvinnuð. Verkið var
frumsýnt í Róm árið 1890 og átti
því hundað ára afmæli á síðastliðnu •
ári. í janúar 1891 var óperan frum-
sýnd í San Carlo, aðeins nokkrum
mánuðum eftir frumuppfærsluna í
Róm og þá með nokkrum höfuð-
söngvurum þess tíma. Og síðan
hefur hún verið flutt þar oft. Ben-
iamino Gigli söng fyrst hlutverk
Turiddus þar í uppfærslu 1916 og
síðan aftur 1952, þá 62 ára að aldri.
San Carlo-óperuhúsið
En áður en vikið verður að ítölsk-
um umsögrium um sýninguna, sem
reyndar var sýnd í íslenska sjón-
varpinu um jólin, og einkum hlut
Kristjáns, er ekki úr vegi að reika
um sjálft óperuhúsið. Napólíbúar
segja sjálfír að það sé bæði fallegra
og betra en höfuðóperuhús ítala,
La Scala í Mílanó. Það var byggt
árið 1737, fjórum áratugum á und-
an Scala, en endurbyggt árið 1816
eftir eldsvoða. Franski rithöfundur-
inn Stendhal lýsti húsinu með þeim
orðum að fyrstu áhrifin væru eins
og að vera leiddur í höll austur-
lensks keisara. Ekkert hús í Evrópu
nálgaðist San Carlo eða gæfi svo
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur skipað nefnd sem á að
fjalla um kynningu á íslenskri
menningu erlendis. I nefndinni
eiga sæti: Halldór Guðmunds-
son, tilnefndur af fjármálaráð-
herra, Jakob Frímann Magnús-
son, tilnefndur af utanríkisráð-
herra, Jón Sveinsson, tilnefndur
af forsætisráðherra, og Guðrún
Ágústsdóttir, tilnefnd af
menntamálaráðherra, í fram-
háldi af samþykkt ríkisstjórnar-
innar.
Ákveðið var á fundi ríkisstjórn-
arinnar 30. október sl. að skipa
nefnd til að kanna áhuga á sam-
vinnu um átak til kynningar á
íslenskri list erlendis og samhæf-
ingu þeirra krafta sem þegar vinna
mikið sem daufa hugmynd um
hvemig það væri.
Það er nokkur metingur á milli
þessara tveggja húsa, San Carlo
og La Scala. I viðtali við eitt Napólí-
blaðanna sagði Kristján að San
Carlo væri frábært óperuhús og það
besta sem hann hefði sungið í hing-
að til, betra en Scala. í Scala væru
staðir sem ekki bæru hljóðið nægi-
lega vel, en ekki í þessu húsi.
Umfram allt væri sami stórfenglegi
endurómurinn í húsinu. Kristján
vissi vafalaust hvað hann var að
segja og þessi orð hljóta að hafa
hljómað sem fegursta tónlist í eyr-
um Napólíbúa.
Fram á síðustu öld sat konungur
í Napólí ásamt hirð sinni og það
eimir enn eftir af því andrúmslofti
í Napólí, þegar vel er að gáð. Og
-það er heldur ekkert smáræðis virð-
ulegt, þegar húsið hefur vetrarstarf
sitt. Það er landsviðburður og blöð-
in keppast við að telja upp alls kyns
pótintáta, sem varpa ljóma á kvöld-
ið. Og þetta opnunarkvöld var eng-
in undantekning. Þar mættu ráð-
herrar frá Róm, stjórnmálamenn,
að þessu máli hér á landi. Éinnig
skal nefndin fjalla sérstaklega um
kynningu á íslenskri dægurtónlist
erlendis.
(Fréttatilkynning)
■ VEGNA deilu stundakennara
og fjármálaráðherra um laun fyrir
stundakennara á háskólastigi vill
stjórn Félags íslenskra fræða
beina þeim tilmælum til félags-
manna að þeir taki ekki að sér
stundakennslu við háskóla, sem
greitt er fyrir samkvæmt einhliða
ákvörðun fjármálaráðuneytis. Jafn-
framt er mælst til þess að félags-
menn gangi ekki í störf þeirra
stundakennara sem nú deila við
fjármálaráðherra.
(Fréttatilkynning)
leikarar og aðrir listamenn eins og
ballettdansarinn rússneski Rudolph
Nureyev, svo fáir einir séu tíndir
til. Nureyev hefur starfað við bal-
lett hússins.
En fínheiturrum skýtur ekki að-
eins upp á yfirborðið á frumsýning-
um. Húsið starfar hluta sumarsins
og einnig þá mæta Napólíbúar sjálf-
ir á sýningar hússins, en láta það
ekki eingöngu ferðamönnum eftir.
Jafnvel á síðdegissýningu kl. 17 á
sólbökuðum júlídegi streyma inn-
fæddir að húsinu, karlmennirnir í
jakkafötum, hvítum skyrtum og
með silkihálsbindi. Konurnar í
drögtum og silkiblússum, í þunnum
sokkum og háhæiuðum skóm, vel
málaðar og greiddar. Óperuhúsið
er í miðbænum og þangað er vart
hægt að komast öðruvísi en með
því að ryðja sér braut eftir troðfull-
um gangstéttum, eða koma á bíl,
sem tekur vart minna en hálftíma,
sama hve stutt er farið því umferð-
in er gífurleg. Það er mér hulin
ráðgáta hvemig hægt er að líta svo
snyrtilega og frískleg út í miðborg
Napóli um hásumarið.
Meðan þetta uppábúna og yfir-
vegaða fólk streymdi að beið ég
félaga míns í súlnagöngunum fyrir
utan húsið. Ég hafði verið á randi
um borgina frá því snemma um
morguninn og bómullarkjóllinn
minn var orðinn rækilega þvældur,
hárið límt af svita og borgarrykið,
svo ekki sé sagt skíturinn, sat eins
og skán utan á mér. Meðan ég
beið dró ég upp pottflösku með
volgu sódavatni og skolaði rykið
af fótleggjunum svona eins og vel-
sæmið leyfði, af handleggjum .og
andliti og greiddi mér. Eftir þvott-
inn leið mér mun betur, fannst ég
eiginlega bara fín, þar til ég leit
aftur upp og sá silkiklæddar döm-
urnar skáskjóta sér inn á háhæluð-
um skóm, horfandi hneykslaðar á
aðfarir mtnar þar sem ég stóð á
klossuðum sandölum í sódavatns-
pollinum.
Sætaskipan hússins er þannig að
niðri í salnum eru sæti, eins og lög
gera ráð fyrir. Uppi af salnum eru
svo nokkrar hæðir og á hverri hæð
eru stúkur með lausum stólum,
Nefnd fjallar um kynningu á
íslenskri menningu erlendis