Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991 17 ekki bekkir. Sætaverðið er býsna *■" misjafnt, gerist ódýrara eftir því sem ofar dregur, hræódýrt efst. í hverri stúku eru svo tvær sætarað- ir í miðri stúkunni, með þremur eða fjórum sætum hvor og til hliðar eru ódýrari sæti, þijú hvoru megin, þar sem maður situr og snýr hliðinni að sviðinu og svo enn önnur sæti innst og ódýrust. Eftir að hafa kom- ið plastpoka með kvöldmatnum, sprengþroskuðum melónum, fyrir á gólfinu hófst sýningin. Himnesk uppfærsla á Maddömu Butterfly Puccinis rann yfir sviðið. Tónlistin blandaðist vel þungum og höfugum ilmi melónanna, sem fyllti stúkuna og leið út yfir salinn. í hléi liggur beint við að ganga niður í salinn á fyrstu hæð, þar sem er hægt að hressa sig á drykkjar- föngum og virða fyrir sér prúðbúna Napólíbúa. Fyrir þá sem hafa gam- an af klæðaburði og manngerðum er það heillandi viðfangsefni að virða Itali fyrir sér. Það er engin Evrópuþjóð, sem eyðir jafn miklu í föt og þeir og það sér á. Og svo er látæði þeirra slíkt að það er aldr- ei dauflegt í námunda við þá. En það ætti enginn að heimsækja San Carlo-óperuna án þess að koma við á snyrtingunni. Ég veit ekki hvort þær eru allar eins en þarna uppi á annarri hæð var hún heimsóknar virði. Það þarf að biðja um lykilinn í fatageymslunni. Þetta var stórt marmaraklætt herbergi og ég skil ekkert í af hveiju hluti plássins er ekki notaður undir sturtu. Nóg er rýmið,'en Napólíbúar sjálfir eiga auðvitað ekki í néinum vandræðum með að líta frísklega út. Úr stórum glugga var dýrlegt útsýni yfir nær- liggjandi torg og fagurlega skreytt- ar byggingar. Kristján hressti upp á annars dauflega sýningu Umsögnum blaðanna ber saman um að sýningin sjálf hafi ekki verið eins og best getur orðið. Shirley Verrett söng hlutverk Santuzzu. Verrett er gamalreynd söngkona og þetta hlutverk hefur verið eitt af hennar glansnúmerum. í þetta skiptið þótt glansinn ekki jafn mik- ill og oft áður. í II mattino segir að hátíðarkvöldið hafi verið stutt og án sérlegrar ákefðar. Kristján Jóhannsson hafi fengið mesta klappið, enda runnið inn í hlutverk- ið af blóði og ástríðu. Um hlut Verrett hafi menn ekki verið eins sammála, þó að henni hafi tekist með reynslu sinni að bregðast við rödd, sem á köflum hafi ekki verið heil. I blaðinu segir að sýningarinn- ar hafi verið beðið með eftirvænt- ingu, sem þó ekki rættist. Síðan er sagt frá því að eftir sýninguna blandaði Verrett sér í hóp gesta og sagði þá að svona væri þetta alltaf á frumsýningu, en henni hefði þó fundist allt fara vel. Á morgun gerðu þau betur og svo hefði hún brosað fallega, þó að brosið hefði ekki verið áreynslulaust. Um Krist- ján segir ennfremur að allir söngv- ararnir hafi notið góðs af viðurvist hans vegna stíls hans og túlkunar, en ekki síst fyrir raddgæði hans. í blaðinu Roma segir að Verrett hafi verið sannfærandi og henni tekist að holdgera þjáningu og ástríðu Santuzzu. Hinn norræni tenór, Kristján Jóhannsson, ljós- hærður og bláeygður dragi sannar- lega að sér athygli á sviði, fraser- aði fallega og hefði þróttmikla rödd. í blaðinu Repubblica er talað «m frumsýningarkvöld með hæðum og lægðum, stútfullu húsi og volgri Cavalleria ... „og Jóhannsson dró klappið frá Verrett". Uppfærslan hefði verið án tilfinninga og hefði þó vakið lófatak, en ekki ákaft lófa- tak. „Hinn sanni sigurvegari kvöldsins var Kristján Jóhannsson." Hann hefði sannað sig vel og hefði að lokum einnig skyggt á frammi- stöðu Verrett. Frammistaða stjórn- andans, Vjekoslav Sutejs, væri ekki til að minnast og henni hefði fylgt hefðbundið „buuuuu". Um langa hríð hefur verið spenn- andi að fylgjast með ferli Kristjáns Jóhannssonar. Af frammistöðu hans í San Carlo er ljóst að það verður ekki minna spennandi á næstunni. Texti: Sigrún Davíðsdóttir. Fjörufuglar aö vetrarlagi FJÓRÐI rabbfundur um náttúru íslands verður haldinn á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs og Náttúruverndarfélags Suðvestur- lands í Náttúrufræðistofu Kópavogs fimmtudaginn 17. janúar kl. 21.00. Að þessu sinni verður fjallað um þær tegundur fugla sem unnt er að skoða við strendur landsins um þetta leyti. Þegar grannt er skoðað eru það furðu margar teg- undir. Hamir fugla munu liggja frammi til að auðvelda greiningu. Reyndir fuglaskoðarar verða á fundinum. Laugardaginn 19. janúar verður gengið á fjörur og fuglalífið skoð- að. Mæting við Olíustöð Skeljungs í Skeijafirði kl. 13.30. (Fréttatilkynning) Skúfandapar STAÐGREIÐS LA Skatthlutfall og persónuafsláttur árið 1991 Áríðandi er að launagreiðendur kynni sér rétt skatthlutfall og skattafslátt 1991 Þrátt fyrir breytingar á almennu skatt- hlutfalli og persónuafslætti veröa ný skattkort ekki gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Frá og með 1. janúar 1991 ber launa- greiðanda því að reikna staðgreiðslu af launum miðað við auglýst skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar og taka tillit til þess hlutfalls persónuafsláttar sem tilgreint er á skattkorti launamanns. Ný skattkort sem gilda fyrir árið 1991 verða einungis gefin út til þeirra sem öðlast rétt til þeirra í fyrsta sinn. Á þeim verður aðeins tilgreint hlutfall persónu- afsláttar auk persónubundinna upplýs- inga um launamanninn en skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar kemur þar ekki fram. Frá og með 1. janúar 1991 eru fallin úr gildi eftirfarandi skattkort: Skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin 1988-1990. Skatthlutfall staðgreiðslu er 39,79% Á árinu 1991 verður skatthlutfall staðgreiðslu 39.79%. SkatthIutfa11 barna, þ.e. sem fædd eru 1976 eða síðar, verður 6%. Persónuafsláttur er22.831 kr. Persónuafsláttur ársins 1991 hefurverið ákveðinn 273.969 kr. Mánaðarlegur persónuafsláttur verður þá 22.831 kr. Sjómannaafsláttur er 630 kr. Sjómannaafsláttur ársins 1991 verður 630 kr. fyrir hvern dag sem maður telst stunda sjómannsstörf. Breytingar siðar á árinu Breytingar sem kunna að verða á upp- hæð persónu- og sjómannaafsláttar síðar á þessu ári verða auglýstar sér- staklega. Auk þess fá allir launagreið- endur sem hafa tilkynnt sig til launa- greiðendaskrár RSK orðsendingu um breytingar á fjárhæðum. HVÍTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.