Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991 21 Ástandið í Vilnius tiltölulega rólegt —segir utanr íkismálaráðgj afi Landsbergis forseta í símaviðtali VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, og aðrir helstu ráðamenn héldu enn kyrru fyrir í húsakynnum þingsins í Vilnius er síðast frétt- ist. Morgunblaðið náði símasambandi við Ramunas Bogdanas, helsta ráðgjafa Landsbergis í utanríkismálum, síðdegis í gær þar sem hann var staddur í þinghúsinu og spurði hvernig ástandið væri í borginni. „Hér er allt með tiltölulega róleg- um hætti núna,“ sagði Bogdanas. „Sovésk yfirvöld hafa ekki komið neinum nýjum hótunum á framfæri um hríð. Viðbrögð umheimsins við ofbeldisverkum Rauða hersins í Vilnius hafa verið mjög hörð en svo virðist sem Sovétmenn kæri sig kollótta.“ Bogdanas sagði stuðning ís- lenskra stjórnvalda við málstað Lit- háa vera mjög mikilvægan, ráða- menn í Vilnius litu á íslenska kol- lega sína sem vini. Hann sagði að enn hefði ekkert ríki tekið upp full- stjómmálatengsl við stjórnina í Vil- nius með skiptum á stjórnarerind- rekum en að því hlyti að koma. Hann var spurður hvort litháísk stjórnvöld gætu tryggt starfsemi erlendra stjómarerindreka í landi sínu þar sem Sovétherinn héldi því í raun í heljargreipum. „Fram- kvæmdaatriði af þessu tagi yrði að sjálfsögðu að semja um við viðkom- andi ríki sem vill styðja okkur með þessum hætti. Stjórn okkar ræður ríkjum í landinu en við verðum að horfast í augu við erlent hernám- slið sem m.a. annast landamæra- gæslu. Það merkir ekki að liðið stjómi landinu sjálfu, efnahagslífi þess eða á öðrum sviðum. Séu sömu rök og þú nefndir notuð gegn fullum stjórnmálatengslum ættu þau einn- ig að gilda um Kúveit sem er her- Albanía: Grikkirreyna að binda enda á fólksflótta Aþenu, Tírana. Reuter. KONSTANTIN Mitsotakis, for- sætisráðherra Grikklands, hvatti til þess í heimsókn sinni til Albaníu á niánudag að endi yrði bundinn á flóttamanna- straum Albana af grískum uppruna til Grikklands. Rúm- lega 1.100 Albanir flýðu þangað um helgina og frá í desember hafa á áttunda þúsund manns flúið. Grikkir hafa látið í ljós miklar áhyggjur vegna flóttamanna- vandans og hafa heitið Albönum stuðningi við að koma á pólitískum og efnahagslegum umbótum geri þeir ráðstafanir til þess að letja fólk frá því að flýja. Albanska stjórnin hefur heitið Grikkjum því að flóttamennirnir geti snúið heim án nokkurra eftir- mála en hafnað ósk um að lýsa því yfir að flóttamennirnir fengju sjálfkrafa sakaruppgjöf. numið, Panama var einnig hernum- ið um hríð fyrir skemmstu en ekki var slitið stjórnmálatengslum við þessönd. Mér finnst þetta því ekki duga sem lagaleg rök gegn fullum stjómmálasamskiptum við okkur. Slík tengsl yrðu okkur gífurlega mikils virði vegna þess að þá yrði framferði hernámsliðsins skilgreint sem brot alþjóðareglum um sam- skipti ríkja. Ef þetta hefði gerst áður en til ofbeldisverkanna kom væri staða mála okkar allt önnur núna.“ SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL... iUHtMM Söluskrifstofur Flugleiöa: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir i sima 6 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskriftofum HELGARFERÐ FÖSTUDAGUR TIL ÞRIÐ JUDAGS HÓTEL MUSEUM TVEIR í HERB. KR. 38.610 Á MANN FLUGLEIDIR Þjónusta alla leið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.