Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991 27 ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1.janúar1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ............... 11.497 ’/z hjónalífeyrir ................................... 10.347 Full tekjutrygging .................................. 21.154 Heimilisuppbót ....................................... 7.191 Sérstök heimilisuppbót ............................... 4.946 Barnalífeyrir v/1 barns .............................. 7.042 Meðlag v/1 barns ..................................... 7.042 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns .........................4.412 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna .................... 11.562 Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri .............. 20.507 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða ..................... 14.406 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða .................... 10.802 Fullur ekkjulífeyrir ................................ 11.497 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ............................. 14.406 Fæðingarstyrkur .................................... 23.398 Vasapeningarvistmanna ................................. 7.089 Vasapeningarv/sjúkratrygginga .......................; 5.957 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar ........................... 981,00 Sjúkradagpeningareinstaklings ....................... 490,70 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ........... 133,15 Slysadagpeningareinstaklings ........................ 620,80 Slysadagpeningarfyrirhvert barn áframfæri ........... 133,15 / FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÓRKUÐUM - HEIMA 15. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verS verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 125,00 87,00 122,76 7,138 876.240 Þorskur(óst) 82,00 80,00 80,96 0,724 58.614 Smáþorskur(ósl.) 75,00 •75,00 75,00 0,484 36.325 Ýsa 116,00 91,00 113,87 4,960 564.749 Ýsa (ósl.) 94,00 89,00 91,05 0,900 81.945 Karfi 50,00 46,00 47,57 23,162 1.101.702 Ufsi 53,00 51,00 52,48 3,768 876.240 Steinbítur 69,00 69,00 69,00 0,666 45.989 Steinbítur (ósl.) 69,00 69,00 69,00 0,003 207 Langa 69,00 69,00 69,00 0,305 21.042 Lúða 435,00 300,00 382,13 0,070 26.558 Koli 80,00 50,00 79,43 1,202 95.490 Keila 45,00 45,00 45,00 0,071 3.195 Skata 92,00 92,00 92,00 0,054 4.968 Skötuselur 181,00 181,00 181,00 0,023 4.163 Skötuselur 425,00 425,00 425,00 0,021 8.925 Samtals 71,82 43,550 3.127.815 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 114,00 77,00 98,72 46,759 4.616.067 Þorskur (ósl.) 90,00 80,00 86,15 13,236 1.140.217 Smáþorskur 90,00 90,00 90,00 5,541 498.690 Ýsa 117,00 81,00 99,24 4,263 423.073 Ýsa (ósl.) 105,00 79,00 84,83 0,775 65.742 Karfi 45,00 33,00 44,44 1,597 70.965 Ufsi 47,00 33,00 44,41 0,394 17.496 Steinbítur 69,00 65,00 67,92 3,422 232.414 Langa 73,00 57,00 69,89 13,206 922.951 Lúða 395,00 255,00 317,11 0,598 189.630 Skarkoli 85,00 70,00 81,25 0,080 6.500 Sólkoli 110,00 110,00 110,00 0,048 5.280 Lifur 32,00 20,00 26,81 0,145 3.888 Keila 43,00 38,00 39,14 1,296 50.727 Skata 105,00 105,00 105,00 0,032 3.360 Kinnar 215,00 205,00 210,00 0,040 8.400 Gellur 350,00 350,00 350,00 0,009 3.080 Hrogn 315,00 190,00 272,42 0,271 73.825 Blandað 63,00 50,00 50,75 0,279 14.158 Undirmál 82,00 65,00 80,76 0,659 53.222 Samtals 90,66 92,650 8.399.685 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 81,00 81,00 81,00 0,033 2.673 Þorskur (ósl.) 127,00 100,00 114,45 22,000 2.518 Ýsa (ósl.) 120,00 50,00 114,14 1,472 168.008 Karfi 47,00 44,00 46,47 1,190 55.303 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,705 10.575 Langa 60,00 44,00 52,73 0,739 38.970 Blálanga 80,00 80,00 80,00 2,483 198.638 Lúöa 620,00 270,00 445,76 0,564 251.410 Skarkoli 99,00 61,00 76,54 0,317 24.263 Keila 27,00 15,00 25,99 1,092 28.380 Skata 99,00 99,00 99,00 0,052 5.148 Náskata ■ 10,00 10,00- 10,00 0,044 440 Blandaö 10,00 10,00 10,00 0,022 220 Undirmál 70,00 70,00 70,00 0,055 3.850 Samtals 107,45 30,767 3.305.878 Selt var úr Búrfelli, Albert Ólafssyni og dagróðrabátum. í dag verður selt úr dagróðrabátum. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 11. - 14.janúar Tvö umferðarslys urðu um helgina. Stúlka varð fyrir bifreið á Völundarhúsi við V.esturhús um miðjan dag á föstudag. Hún var flutt á slysadeildina. Aðfaranótt sunnudags um kl. 3.40 fannst 18 ára gamall maður fótbrotinn á Vesturgötu. Vegfar- endur höfðu komið að manninum þar sem hann lá þar á götunni. Hann virtist hafa legið þar nokk- urn tíma, enda orðinn blautur og kaldur. Maðurinn var fluttur á slysadeildina. Hann sagðist hafa verið að ganga yfír götuna á móts við hús nr. 38 þegar ekið hefði verið á hann. Ökumaðurinn, á svörtum BMW, hefði stöðvað, ekið spölkorn aftur á bak, stigið úr úr bílnum án þess að huga nánar að honum þar sem hann lá í götunni, kallað eitthvað í 'attina til hans. og ekið síðan á brott. Talið er að gangandi vegfarand- inn hafi fótbrotnað. Ökumaður svarta BMW-bílsins er beðinn um að hafa samband við slysarann- sóknardeild lögreglunnar vegna þessa atviks. 10 ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri um helgina, eru grun- aðir um ölvun við akstur. Einn af þeim hafði lent í umferðaró- happi. Einungis um 30 manns gistu fangageymslur lögreglunnar um helgina. Þriðjungur þeirra var þar að eigin frumkvæði þar sem þeir áttu ekki í önnur hús að venda. Svo virðist þó sem dregið hafi nokkuð úr gistingum aðseturs- lausra í fangageymslunum á síðasta ári ef miðað er við fyrri ár, en þó er talsvert langt í land að viðunandi lausn fáist á að- stöðuleysi þeirra. Tilkynnt var um 14 innbrot og 9 þjófnaði. M.a. var brotist inn í bakarí við Skúlagötu, verslun við Gnoðarvog, blómabúð við Hvera- fold, verslun í Skipholti, íbúð við Yrsufell, í geymslu við Eyjabakka, í verslun við Rofabæ, í rakara- stofu við Skúlagötu, í söluturn og fyrirtæki við Bíldshöfða og í bíó við Kleppsveg. Kvartað var yfir fressketti, sem komið hafði óboðinn í kjallaraíbúð í vesturbænum. Kötturinn, stór og svartur, hefur margsinnis kom- ið inn í íbúðina í óþökk húsráð- anda, gert þarfir sínar þar innan dyra og skilið önnur óþrif eftir sig. Húsráðandi hefur þurft að leggja á sig mikla vinnu í hvert sinn við að hreinsa til eftir köttinn eftir að hafa haft fyrir að koma honum út. Nú var þolinmæði húsr- áðanda á þrotum, en áður en lög- reglan kom á vettvang hafði hon- um tekist að koma kettinum út. Köttur þessi er með hálsól og á sennilega heimili á Grímstaðar- holtinu. Af og til koma slíkar kvartanir til lögi-eglu og er reynt að bregðast við þeim eftir því sem við á. Hvassviðri og úrkoma var á sunndudagsmorgun og talsvert um að lausir hlutir tækjust á loft og fastir legðust á hliðina. Þannig urðu t.d. skemmdir á húsi í Þver- ási vegna foks á járnplötum frá nýbyggingu, umferðarljósavitar við gatnamót Bæjarháls og Bæj- arbrautar fúku um koll, girðing við gamla Verslunarskólann við Grundarstíg lagðist niður, jám- plötur fuku í Borgartúni, jeppa- kerra fauk út á götu í Hraunbæ, plötur af gróðurhúsi fuku af gróð- urhúsi við Hjallasel, kúpull fauk af ljósastaur við Reykjanesbraut, ljósastaur fauk um koll við Sæ- braut og timbur fauk við nýbygg- ingu við Nethyl. Úrkomunni fylgdi mikill vatnselgur, bæði í gatna- kerfinu og annars staðar. Þrír menn vom handteknir í verslun í Skipholti snemma á sunnudagsmorgun. Þeir höfðu brotist þar inn til þess að ná sér í peninga. Einn þeirra er gmnaður um að hafa brotist inn. Um 80 manns mótmæltu að- gerðunum í Sovétríkjunum við sovéska sendiráðið á sunnudag. Allt fór friðsamlega fram. Vélsleða var ekið á girðingu við Seljaskóla á sunnudag. Öku- maðurinn meiddist ekki, en hann var réttindalaus. Ökumaður var stöðvaður í akstri síðdegis á sunnudag. Sá hafði neyðarljósavita á þaki bif- reiðarinnar, en eins og sæmilega upplýstu fólki má vera kunnugt er slíkt óheimilt, nema sérstaklega sé kveðið á um að það sé heimilt samkvæmt reglum þar að lútandi. Smásprengjur voru teknar af strákum við Seljakaup á sunnu- dagskvöld. Þá voru flugeldar teknir af farþegum í bifreið í mið- bænum á föstudagskvöldið. Þeir höfðu gert sér það að leik að skjóta þeim að gangandi vegfar- endum. Eldur kom upp í þvottavél í húsi á föstudag. Það eru því ekki einungis sjónvörp, sem fólk þarf að fylgjast með heldur og önnur heimilistæki. Eitt atriði úr myndinni. Laugarásbíó: Sturluð lögga 2 frumsýnd Ríkisstjóm- in styður Norrænt dagsverk Á ríkisstjórnarfundi í gær var samþykkt að tillögu forsætisráð- herra að veita fé til svokallaðs „Norræns dagsvcrks," sem er vinna unglinga á Norðurlöndun- um í einn dag þar sem afrakstrin- um er varið til stuðnings bág- stöddum unglingum í öðrum heimshlutum. Skólanemar á öðrum Norðurlönd- um hafa nokkrum sinnum fengið frí úr skóla f einn dag og farið út á vinnumarkaðinn til að safna fé fyrir bágstadda unglinga undir heitinu „Norrænt dagsverk," en íslenskir unglingar hafa ekki verið þátttak- endur. Að sögn Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra, hefur nú fengist nauðsynlegt leyfi fyrir ungl- inga hér á landi til að vera með og því gengu nokkrir nemendur á fund forsætis- og menntamálaráðherra fyrir skömmu til að biðja um fjár- hagsaðstoð til að hleypa þessu af stokkunum. „Það var samþykkt í ríkisstjórninni að verða við þessari beiðni og mun menntamálaráðherra annast framkvæmd málsins. Þarna er um eina milljón að ræða,“ sagði forsætisráðherra. LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Sturluð lögga 2“. Með aðalhlutverk fara Robert Davi og Robert Z’Dar. Leikstjóri myndarinnar er William Lustig. Myndin fjallar um tvo raðmorð- ingja í New York sem leika þar lausum hala. Þessir tveir menn eiga þó fátt sameiginlegt nema nafnið því að annar hefur sérhæft sig í að myrða strípidansmeyjar en hin- um er einkum í nöp við lögreglu- menn. Fyrrnefndi morðinginn lítur á sig sem krossafara næturinnar gegn þeirri spillingu sem þar birtist en hinn er enn meiri ráðgáta því að það er hald sumra að þar sé um afturgöngu að ræða, lögreglumann sem dæmdur var fyrir brot í starfí en andaðist meðan hann var að afplána refsinguna. Blús á Púlsinum Stuðmaðurinn Egill Ólafsson verður gestur kvöldsins á blús- kvöldi í veitingahúsinu Púlsinum í kvöld, miðvikudaginn 16. jan- úar. Blúshljómsveit Kristjáns Kristj- ánssonar ásamt munnhörpuleikar- anum Derrik Big Walker, mun bera hita og þunga kvöldsins, en tónleik- ar þeirra félaga á Púlsinum að und- anförnu hafa verið vel sóttir. Auk Kristjáns og Walkers skipa hljómsveitina Þorleifur Guðjónsson og Ásgeir Óskarsson. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 5. nóv. -14. jan., dollarar hvert tonn BENSÍN ÞOTU ELDSNEYTI GASOLÍA SVARTOLÍA 325 500 500 425 OAA 475 475 400 ouu 07C 450 450 O (í) 320/ c/D 425 425 350 31 5 225 400 400 3 58/ “ A. Jfhu 1 200 155/ 17c 154 375 375 353 1 /D 1 350v» ouper 310/ T \jk 1 r—r\jT 150 125 ^ Y- 325 rtV 250 : T vn mn ■ 300 Ji 3oo 225 ÍUU 275 - 'W*— 200 75 250— Diyiau 0111=^15^==*—— 250 175 <CA. , —— 50 oc--— -— ..,, — , 225 298/293 225 1 DU -J—1 .1 ... 1 1 1 1 1 1 1 1 1 j i . j 1 1 1 1 1 | 1 +—1 1 1 1 1 1 1 1 1 H~ 9.N 16. 23. 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J 11. H—1 1 1 1 1 1 1 1 1 H~ 9.N 16. 23. 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J 11. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I 9.N 16. 23. 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J 11. 9.N 16. 23. 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J 11. Leiðrétting Mistök urðu í frétt frá Þorláks- höfn er birtist í blaðinu í gær. Hluti setningar í frétt um vígslu nýs íþróttahúss féll niður þannig að tenging varð röng og birtist máls- greinin aftur. „Einar Sigurðsson oddviti setti samkomuna. Guðmundur Her- mannsson sveitarstjóri rakti bygg- ingarsögu hússins og séra Tómas Guðmundsson flutti bæn og bless- aði húsið og söngfélag Þorlákshafn- ar söng.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.