Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 16.01.1991, Síða 29
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR' 16. JANÚÁR 1991 29 Slysavarnaskóli sjómanna: Engin gagnrýni en nokkrar ábendingar ÁRNI Gunnarsson (A-Ne) mælti í gær fyrir lagafrumvarpi því sem hann lagði fram á síðasta haustþingi, um Slysavarnaskóla sjómanna. Nokkrir þingmenn tóku til máls, allir voru fylgjandi málinu. Um gagnrýni var tæpast að ræða, einungis ábendingar um hvernig best yrði staðið að öryggismálum sjómannastéttarinnar. í máli framsögumanns kom fram Árni Gunnarsson þakkaði þing- að tilgangur þessa frumvarps væri mönnum góðar undirtektir og að löggilda Slysavarnaskólann og ábendingar. Hann var þess fullviss tryggja að allir sjómenn sem lög- skráðir yrðu á íslensk skip hefðu lokið þar námi og námskeiðum um öryggismál og slysavarnir. Slysa- varnaskólinn hefur fengið rekstr- arfé á fjárlögum en löggilding tryggði fremur fastar fjáiveitingar og veiti öryggi við allan rekstur skólans. Slysavamaskólanum er ætlað að verða miðstöð almennrar fræðslu um öryggismál sjómanna, veita fræðslu um meðferð björgunar- og öryggisbúnaðar, um slysavarnir o.fl. Slysavarnafélag íslands fer með yfirstjórn skólans. Frumvarpið kveður á um að það verði skilyrði fyrir lögskráningu á skip að sjómaður hafi lokið grunn- námi í skólanum. Þó ex gert ráð fyrir því að ákvæði um þetta komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en að fimm árum liðnum. Framsögumaður greindi frá stuðningi og velvilja fjölmargra aðila við skólann. Árni rakti með mörgum tölum þörfina á áfram- haldandi starfi skólans, t.d. hefur rannsóknarnefnd sjóslysa upplýst að tilkynnt slys sem orðið hefðu til sjós á árinu 1989 hefðu verið 631 og banaslys verið 7. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf), Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra, Alexander Stef- ánsson (F-Vl), Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir og Matthías Á. Math- iesen (S-Rn) lýstu stuðningi og velvild við málið og töldu tímabært að binda starf Slysavarnaskólans meiri fastmælum, nú þegar hann hefði starfað við góðan orðstír í 5 ár. Allir ræðumenn lögðu áherslu á mikilvægi þess að viðhalda þeirri samstöðu, einhug og áhuga sem ríkt hefði um skólann. Athugasemd- ir voru einna helst um að tryggja yrði að námskeið skólans væru haldin sem víðast um landið svo sjómenn þyrftu ekki að sækja fræðsluna um langan veg. Ólafur Þ. Þórðarson lagði áherslu á að hafa yrði samráð við alla aðila, ekki mætti drepa niður áhuga en slíkt hefði stundum gerst þegar fijálst áhugastarf yrði að stofnun. Stuttar þingfrettir Fangelsismál Frumvarp um breytingu á lögum um fangelsismál nr. 48 19. maí 1988 var afgreidd tii 3. umræðu í neðri deild í gær. Önnur umræða átti sér stað á næturfundi í þingönnum rétt fyrir jól en atkvæðagreiðslu var þá frestað. Allsherjarnefnd er klofin í afstöðu sinni til frumvarpsins. Breytingartillaga meirihluta var samþykkt en breytingart.il- lögur minnihluta voru dregnar til baka í þeim tilgangi að þær væru betur ræddar við 3. um- ræðu. Ágreiningurinn snýst um hvernig réttur fanga verði sem best tryggður. Meirihluti alls- heijarnefndar vill að ákvarðan- ir fangelsisstjóra um einangrun og agaviðurlög fanga sæti kæru beint til dómsmálaráðu- neytis. Minnihlutinn, sem full- trúar vSjálfstæðisflokks og Kvennalista skipa, vill hins veg- ar að ákvörðun um þessi efni sæti kæru til Fangelsismála- stofnunar fyrst, ákvörðun stofnunarinnar sæti síðan kæru til dómsmálaráðuneytis. Máls- meðferð er jafnlöng í báðum tilvikum, tekur tvo daga. að Slysavarnaskólinn myndi ekki síður njóta velvildar og áhuga eftir að hann yrði viðurkenndur að lög- um. Árni ræddi einnig nokkuð al- mennt um öryggismál sjómanna og greindi frá áhyggjum sínum, m.a. vegna hugsanlegrar vinnuhörku á frystitogurum. Að endingu lagði framsögumaður til að frumvarpinu yrði vísað til annarrar umræðu og samgöngunefndar. Atkvæða- greiðslu var frestað. Þingsályktunartillaga um íslenska heilbrigðisáætlun: Marki stefnuna til ársins 2000 TILLAGA til þingsályktunar um íslenska heilbrigðisáætlun var lögð fram á Alþingi nýlega.Á- lyktuninni er ætlað að vera stefnumarkandi fram til ársins 2000. í tillögunni eru sett fram 32 markmið í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Vorið 1986 á fundi ríkisstjórnar- innar var að forgöngu þáverandi heilbrigðisráðherra Ragnhildar Helgadóttur samþykkt að vinna landsáætlun í heilbrigðismálum með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar sem nefnd er „heilbrigði allra árið 2000“. Unnið hefur verið að samningu landsáætl- unar í sérstökum starfs- og vinnu- hópum og einnig á sérstöku heil- brigðisþingi 1988. í framhaldi af því starfí, var samin þingsályktun- artillaga sem lögð var fram á 111. og 112. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga þar sem þingnefnd- in sem um hana ijallaði taldi á henni formgalla. Bæta lífi við árin í skýringum með tillögunni segir m.a. að höfuðmarkmið sé að stuðla að og bæta heilbrigði einstaklings- ins og megi skipta því í þijá þætti. Að bæta árum við lífið. Að bæta heilbrigði við lífið. Að bæta lífi við árin. Til að ná þessu þríþætta höf- uðmarkmiði eru sett fram 32 mark- mið, m.a: Stefnt skal að því að sam- an fari í heilbrigðisþjónustu ábyrgð á fjármögnun og rekstri. Heimilt verði að géra samninga við félög og samtök um að annast afmarkaða rekstrarþætti í heilbrigðisþjónustu, sé’ það hagkvæmt. Heilsugæslu- stöðvar skulu vera hornsteinar heilsugæslunnar hver á sínu starfs- svæði. Koma skal á fót stofnun forvarna- og heilbrigðisfræðslu'. Talin er þörf á því að efla að- stöðu almennings til íþróttaiðkana innan dyra og byggja í því skyni almenningsíþróttahús eða samnýta betur en nú er tiltæk íþróttamann- virki. Einnig er hvatt til þess að fólk fái betri tækifæri til að hreyfa sig utan dyra; settar verði upp sér- stakar gangbrautir og hjólreiða- brautir í þéttbýli. Óhollusta Þingsálykttmartillagan vill forða landsmönnum frá margháttaðri vá og óhollustu s.s. geislun og eiturefn- um en einnig er horft til fleiri átta, m.a: Draga ska! úr og helst utrýma neyslu tóbaks. Auka skal bæði upp- lýsingar og áróður til að ná þessu fram en einnig: „Verð á tóbaksvör- um skal hækka umfram almennar verðhækkanir.“ Almenna neyslu áfengis skal minnka og útrýma ofneyslu. Leggja skal sérstaka áherslu á upplýsinga- starfsemi og hefja markvisst áróð- ursstríð gegn slæmum drykkjusið- um með auglýsingum, stuttum sjón- varpsþáttum, slagorðum o.fl. Einn- ig er það markmið sett fram að: „Verð áfengra drykkja hækki ár- lega á næstu fimm árum umfram almennar verðhækkanir og sterkt áfengi meira en létt vín en bjór hlutfallslega rninnst." Borgarráö: Upplýsingar um ferða- kostnað lagðar fram YFIRLIT yfir ferðakostnað kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgar- sjóðs síðustu þijú ár var lagt fram í borgarráði i gær. Á árinu 1988 fóru 210 í ferðir utanlands og innan á vegum borgarsjóðs, 332 árið 1989 og 355 árið 1990. Af starfsmönnum borgarinnar, er ferðakostn- aður Davíðs Oddssonar borgarstjóra hæstur, eða rúmar 868.000 krónur í þremur ferðum árið 1988, rúmlega 1,576 milljón króna í sjö ferðum árið 1989 og rúmlega 943.000 krónur í fjórum ferðum árið 1990. Af kjörnum fulltrúum er ferða- kostnaður Hilmars Guðlaugssonar hæstur árið 1988 eða rúmar 367.000 kró'nur í þremur ferðum, Siguijóns Péturssonar árið 1989 eða rúmar 490.000 krónur í þremur ferðum og Jónasar Elíassonar árið 1990 eða rúmar 585.000 krónur í tveimur ferðum. Tölurnar ná yfir allan ferða- Tillaga um matvæla- aðstoð ekki á dagskrá „Gorbatsjov hefur valdið þvilikum vonbrigðum að maður er sem þrumu lostinn." Jón Sæmundur Siguijónsson (A-Nv) ætlar ekki að halda þingsályktunartillögu sinni um matvælaaðstoð við Sovétríkin til streitu. Jón Sæmundur Siguijónsson lagði fram þingsályktunartillögu sína nokkru fyrir jól og var hún á dagskrá sameinaðs þings síðastlið- inn mánudag. Tillagan var þó ekki rædd því umræður um skýrslu for- sætisráðherra og ályktun Alþingis um „fordæmingu á ofbeldisaðgerð- um sovésks herliðs í Litháen“ réyndust tímafrekar. í samtali við Morgunblaðið dró Jón Sæmundur enga dul á að grein- argerð sú sem fylgdi tillögunni væri tvímælalaust úrelt. Þar stend- ur m.a.: „Stefna Gorbatsjovs for- 'seta og stjórnar hans byggist á því að gefa þjóðum Sovétríkjanna sjálfsvirðingu sem byggist á frelsi, velsæld og samvinnu við vestræn ríki.“ Jón Sæmundur vænti þess að fá tækifæri til að gera Alþingi nán- ar grein fyrir afstöðu sinni á morg- un, fimmtudag. En hann lá ekkert á þeirri skoðun sinni að hann hefði ekki geð í sér til að aðstoða eða hafa samvinnu við stjórnvöld sem beittu stalínískum aðferðum. Áform um aðstoð við Sovétríkin yrði að endurskoða. Aðspurður kvaðst Jón Sæmundur ekki útiloka neyðarað- stoð við sveltandi fólk í Sovétríkjun- um, þá hugsanlega í samvinnu við aðila sem virtu mannréttindi og mannhelgi og fullkomlega yrði tryggt að hún kæmist í réttar hend- ur. kostnað, þar með talinn fargjöld, gistingu, fæði, þátttökugjöld og annan tilfallandi kostnað ef um hann er að ræða, þó ekki aksturs- kostnað innanlands. Dagpeningar eru miðaðir við reglur ferðakostnað- arnefndar ríkisins og eru greiddir fullir dagpeningar og þá enginn annar gisti og uppihaldskostnaður. Fram kenmur að í einstaka tilfellum er hótelkostnaður greiddur sérstak- lega og þá skerðast dagpeningar samkvæmt því. Árið 1988 fóru 22 kjörnir fulltrú- ar í ferðir á vegum borgarinnar og var ferðakostnaður Magnúsar L. Sveinssonar rúmar 331.000 kr., Sigurjóns Péturssonar rúmar 322.000 kr. og Katrínar Fjeldsted rúmar 317.000 kr. Kostnaður ann- arra fulltrúa var undir 300.000 kr., lægst rúmar 4.000 kr. Sama ár fóru 182 starfsmenn borgarinnar í ferðir á hennar veg- um, þar af fengu þrír hópar ferða- styrk. Ferðakostnaður tólf starfs- manna var yfir 300.000 kr. Kostn- aður vegna tveggja ferða Gunnars B. Guðmundssonar var rúmar 448.000 kr., og vegna þriggja ferða Sverris Sigmundssonar var rúmar 400.000 kr. og vegna fjögurra ferða Jóns G. Tómassonar rúmar 389.000 kr. Tuttugu og einn kjörinn fulltrúi ferðaðist á vegum borgarinnar árið 1989. Kostnaður vegna Júlíusar Hafstein var rúmar 343.000 kr. í fjórum ferðum, Villvjálms Þ. Vil- hjálmssonar var rúmar 340.000 kr. í tveimur ferðum, Guðmundar Hall- varðssonar var rúmar 338.000 kr. í einni ferð, Bjarna P. Magnússonar var rúmar 325.000 kr. í tveimur ferðum og Elínar G. Ólafsdóttur var rúmar 325.000 kr. í tveimur ferð- um. Kostnaður vegna annarra var undir 300.000 kr. Það ár ferðuðust 311 starfsmenn borgarinnar á hennar vegum og var kostnaður vegna 26 þeirra yfir 300.000 kr. Kostnaður vegna Stef- áns Hermannssonar var rúmar 739.000 kr. í fjórum ferðum, Þórð- ar Þ. Þorbjarnarsonar rúmar 634.000 kr. í fjórum ferðum, Gunn- ars B. Guðmundssonar rúmar 612.000 kr. í þremur ferðum og Þorvaldar S. Þorvaldssonar rúmar 582.000 kr. í fjórum ferðum. Tuttugu og fimm kjörnir fulltrúar fengu greiddan ferðakostnað árið 1990. Kostnaður vegna ferða Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar var rúmar 504.000 kr. í þremur ferðum, Önnu K. Jónsdóttur var rúmar 393.000 kr. í tveimur ferðum og Guðrúnar Ágústsdóttur var rúmar 336.000 kr. í tveimur ferðum. 330 starfsmenn borgarinnar fengu greiddan ferðakostnað árið 1990 og var kostnaður vegna 32 yfir 300.000 kr. Kostnaður vegna Hannesar Valdimarssonar var rúm- lega 846.000 kr. í þremur ferðum, kostnaður vegna Sverris Sigmunds- sonar var rúmlega 568.000 kr. í þremur ferðum, kostnaður vegna Sigurðar Skarphéðinssonar var rúmar 543.000 kr. vegna fjögurra ferða, Inga Ú. Magnússonar var rúmlega 490.000 vegna þriggja ferða, Þorvaldar S. Þorvaldssonar var rúmlega 471.000 vegna þriggja ferða og ferðakostnaður Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar var rúmlega 429.000 kr. í tveimur ferðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.