Morgunblaðið - 16.01.1991, Page 33
' MÓK(ÍUX'BIAD'IL) 'MIDVlKÚDkdl'K íc! 'jÁNt'AR 19§1
33
Enn eitt báknið
Skrifstofutækni
Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði.
eftir Björn S.
Lárusson
Rétt fyrir jól var lögð fyrir al-
þingi tillaga til þingsályktunar um
ferðamálastefnu og í kjölfar hennar
kom frumvarp til laga um skipulag
ferðamála. Þegar þessi mál höfðu
verið lögð fyrir þingið lofuðu og
dásömuðu þingmenn verkið i há-
stert utan einn — forseti þingsins.
Tillögunni er áfátt í grundvallar-
atriðum og lögin fela í sér verulegt
valdaafsal til framkvæmdavaldsins
þar sem gert er ráð fyrir setningu
a.m.k. 8 reglugerða í tengslum við
lögin. Auk þessa eru alvarlegir
ágallar á lögunum að mati undirrit-
aðs sem nánar verður gerð grein
fyrir. Það hefur alltaf verið rík til-
hneiging embættismanna og fram-
kvæmdavalds að sölsa undir sig
völd löggjafans og búa til stjórnir,
ráð og sjóði sem þeir stýra alfarið
án möguleika löggjafans til af-
skipta. Ekki er tekið á málum sem
skipta sköpum fyrir atvinnugrein-
ina eins og fjármálum og stjórnun,
né heldur er reynt að nálgast það
sem fjallað er um, nefnilega atvinn-
ugreinina sjálfa. Lítum nánar á
málið.
Hvað er ferðaþjónusta?
Þessari spurningu er ekki svarað
í tillögunni. M.ö.o. atvinnugreinin
er ekki skilgreind. Hvaða fyrir-
tæki, starfsmenn eða stofnanir til-
heyra ferðaþjónustu? Um það er
ekkert að finna í tillögunni. Til
þess að búa til stefnu þarf að skil-
greina viðfangsefnið, að öðrum
kosti er verið að búa til stefnu út
í loftið. Til að skýra þetta nánar
má taka landbúnaðinn sem dæmi.
Ef alþingi hugkvæmdist einhvern-
tíma að móta stefnu í landbúnaði
þá kæmist það ekki hjá því að taka
afstöðu til þess hvað landbúnaður
er. Er stangveiði landbúnaður eða
afþreying og þar með ferðaþjón-
usta? Er eggjaframleiðsla landbún-
aður eða iðnaður? Þessum spurn-
ingum verður að svara til þess að
móta stefnuna.
Norska stórþingið skipaði nefnd
til þess að móta stefnu í ferðamáh
um og sú nefnd skilaði áliti í svo-
kallaðri hvítbók árið 1983. Fyrsti
kaflinn er skilgreining á viðfangs-
efninu. Þar er atvinnugreinin ferða-
þjónusta skilgreind út frá fram-
bóði. „Sú atvinnugrein sem miðar
að því að koma til móts við þarfir
fólks fyrir gistingu, veitingar, af-
þreyingu og tengda þjónustu á
meðan á dvöl fjarri heimili stend-
ur.“ Þessi skilgreining tekur mið
af því hvemig færustu sérfræðing-
ar á sviði ferðamála skilgreina at-
vinnugreinina út frá eftirspurn:
Dvöl utan fasts bústaðar í að
minnsta kosti 24 tíma og kaup á
vörum og þjónustu á meðan ferð
og dvöl varir. Áðurnefndar skil-
greiningar em víðastar á þessu
sviði.
Engin tilraun er gerð til þess að
skýra út hvað verið er að móta
stefnu fyrir eða um hvað lögin
fjalla. Ur verður einhvers konar
óskalisti og málamiðlun þar- sem
öllum mikilvaégum málum er sópað
undir teppið og framkvæmdavald-
inu falið .að búa til reglugerðir.
Stjórnun ferðamála
Forseti sameinaðs alþingis sagði
að verið væri að búa til nýtt bákn
með hveija sifkihúfuna upp af ann-
arri. Það er laukrétt. Úr 23 manna
ferðamálaráði er búið til 9 manna
ráð og enn stærri skrifstofa ferða-
mála. í ráðinu munu eiga sæti full-
trúar Flugleiða, Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda, Félags
ferðaskrifstofa og Náttúruverndar-
ráðs auk þess sem fulltrúar verða
kjörnir á ferðamálaþingi sem eng-
inn veit hvernig verður skipað
(reglugerð). Hvað mundi gerast ef
búið yrði til sjávarútvegsráð með
fulltrúum frá SÍS, SÍF, útgerðar-
mönnum og fulltrúum kjörnum á
viðskiptavina
íslandsbanka
Lögfrœðideild
íslandsbanka hefur flutt
aðsetur sitt
að Laugavegi 31, 3.hœð.
Nýtt símanúmer
lögfrœðideildar ei
626230
og faxnúmer
626235.
Björn S. Lárusson
„Stjórnun ferðamála á
að vera sem mest í
höndum atvinnugrein-
arinnar sjálfrar og á
hennar ábyrgð. Það er
kominn tími til að
stjórnvöld hætti að
ráðskast með heila at-
vinnugrein rétt eins og
hún hafi þegar verið
þjóðnýtt.“
fiskiþingi með svipuðu verksviði og
ferðamálaráð. Hvað segðu sjó-
menn, fiskverkendur, verkafólk í
frystihúsum, sjálfstæðir útflytjend-
ur og fleiri. Á sama hátt má spyija;
hvað segir starfsfólk í ferðaþjón-
ustu, leiðsögumenn, ferðamála-
samtök landshlutanna, sérleyfísha-
far og önnur flugfélög? Þessari
spurningu voga ég mér ekki að
sVara. Ferðamálaráð eins og það
er í dag eða er ætlað að verða á
sér engann tilverurétt. Skrifstofa
ferðamála á heima í því ráðuneyti
sem fjallar um ferðamál og verk-
efni hennar á að takmarka við það
að gæta hagsmuna heildarinnar og
sameiginleg verkefni ríkis og at-
vinnugreinarinnar. Stjórnun ferða-
mála á að vera sem mest í höndum
atvinnugreinarinnar sjálfrar og á
hennar ábyrgð. Það er kominn tími
til að stjórnvöld hætti að ráðskast
með heila atvinnugrein rétt eins
og hún hafi þegar verið þjóðnýtt.
Fjármögnun
Gert er ráð fyrir því að áfram
verði lagt 10% gjald á sölu Fríhafn-
arinnar á Keflavíkurflugvelli til að
fjármagna þau verkefni sem frum-
varpið (og núverandi lög) gera ráð
fyrir. Það hefur marg sannast að
þessi leið er ekki fær. Á sama tíma-
og þetta frumvarp er lagt fram er
þessi tekjustofn skertur. Bent hefur
verið á aðrar leiðir. M.a. hefur
undirritaður bent á að launaskattur
sem greiddur er af fyrirtækjum í
ferðaþjónustu (nú tryggingagjald)
verði greiddur beint til ferðamála-
ráðs eða til sameiginlegra verkefna
ríkis og atvinnugreinarinnar. Þess-
ari leið var hafnað og þau rök
færð, að ekki sé greinilegt hvaða
fyrirtæki teljist til ferðaþjónustu.
Ef nefndin, sem samdi frum-
varpið og þingsályktunina, hefði
unnið sitt verk og skilgreint ferða-
þjónustuna sem slíka þá er það
vandamál ekki fyrir hendi. í Noregi
teljast þau fyrirtæki til ferðaþjón-
ustu sem hafa meira en 50% tekna
af ferðamönnum. Þau fyrirtæki
sem hafa 25-50% tekna af ferða-
mönnum geta talið sig til ferðaþjón-
ustu og eru skattlögð sem slík.
Svo tekið sé aftur dæmi úr öðr-
um atvinnugreinum þá er undirrit-
aður sannfærður um það, að sjávar-
útvegurinn myndi aldrei samþykkja
það að lagður yrði 10% skattur á
þorskblokk til þess að fjármagna
starfsemi ráðuneyta, Hafrannsókn-
astofnunnar, Stýrimannaskólans,
Landhelgisgæslunnar, hafnir og
framlög til Fiskveiðisjóðs svo eitt-
hvað sé nefnt. Gjaldið af sölunni í
Fríhöfninni er skattur á íslenska
ferðamenn til útlanda. Nefndar-
menn virðast hafa haft einhveijar
óljósar hugmyndir um sameiginleg-
an niarkað EBE árið 1992 sem
gerir fríhafnir að úreltu fyrirbrigði
og þar með tekjur þeirra að engu
en þeir virðast ekki hafa kynnt sér
málið nægilega vel.
Vitið þér enn eða hvað?
Ég hafði þá trú eftir langt sam-
tal við núverandi samgönguráð-
herra árið 1989 að loks færi að
birta til í ferðamálum eftir áratuga
sinnuleysi. Mér skjátlaðist hrapal-
lega. Upp hófst einn allsheijar
skrípaleikur þar sem byijað var að
bola ferðamálastjóra frá og búið
til handa honum nýtt starf með
tilheyrandi kostnaði. Skrifstofu-
stjóra ferðamálaráðs var einnig
fórnað og kostuðu þessar tilfæring-
ar 2 milljónir í aukafjárveitingar á
þessu ári auk nýja starfsins. Ekki
verður lagður dómur á störf þessa
fólks en starf markaðsstjóra ferða-
málaráðs var endurvakið. Það hef-
ur verið notað til þess að koma
nýjum manni í stól ferðamálastjóra
áður. Yfir 50 manns sóttu um starf
ferðamálastjóra (undirritaður var
ejtki á meðal þeirra) en fyrrverandi
markaðsstjóra Arnarflugs (blessuð
sé minning þess) var ætlað starfið
áður en það var auglýst. Menn
• mega nú vart vatni halda af hrifn-
ingu yfir því að ferðamálastjóri er
farinn að vinna verk sitt eins og
honum ber. Rannsóknarstarf og
-öflun tölfræðilegra upplýsinga eru
háð duttlungum ferðamálaráðs
hveiju sinni og skipulag lítið.
Eftirmáli
Einstök atriði eru til bóta í frum-
varpinu og tillögunni eins og
kaflinn um ferðamiðlun þó hann
sé útflattur af málamiðlunum. í
umræðum á alþingi kom fram að
pólitík hefði ekki verið rædd á fund-
um nefndarinnar sem samdi frum-
varpið og tillöguna. Lifa menn virk-
ilega í þeirri blekkingu að lög og
þingsályktanir sem samdar eru af
pólitískt kjörinni nefnd og sam-
þykktar eru af pólitískt kjörinni
þjóðarsamkundu séu ópólitískt fyr-
irbæri? Verði þessi tillaga sam-
þykkt og frumvarpið að lögum
verður undirritaður að beygja sig
undir vilja meirihlutans og vinna í
því umhverfi sem gert er ráð fyrir
þó vonast sé til að mestu gallarnir
verði sniðriir af. Fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í nefndinni lét eitt sinn
svo um mælt að gömlu lögin hafi
verið ágæt. Það var bara aldrei
farið eftir þeim. Undirrituðum sýn-
ist á öllu að það verði örlög þess-
ara mála.
Höfundur er ferðamálafulltrúi ú
Suðurnesjum.
Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis
eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á
vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis:
Bókfærsla
Tölvubókhald
Ritvinnsla
Tollskýrslugerð
V ersl unarreikni ngur
Verðið miðast viö skuldabréf til tveggja ára. ^
Tölvuskóli Islands
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
AIH'OCAD
Vandað og ítarlegt byrjendanámskeið í tölvuteiknun
með nýjustu útgáfu af AutoCAD, einu útbreiddasta
teikniforritinu á PC-tölvur.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góð-
um tökum á tölvuteiknun og geti starfað sjálfstætt
að sínum verkefnum.
Leiðbeinandi: Höskuldur Sveinsson arkitekt.
Innritun stendur yfir.
Tölvuskóli Reyhiavíkur
Borgartúni 28, sími 91-687590