Morgunblaðið - 16.01.1991, Side 39

Morgunblaðið - 16.01.1991, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991 39 Tryggvi R. Guðmunds son — Kveðjuorð Fæddur 19. mars 1913 Dáinn 23. desember 1990 Drottinn gefur og Drottinn tek- ur. Hann ákvarðar upphaf lífs okk- ar og lok þess, um þetta tvennt gefum við engu ráðið sjálf. Tryggvi mágur minn hefur lokið vegferð sinni hér á jörð og leggur nú á vit nýrrar reynslu í bjartari og betri heimi, laus úr viðjum sjúk- dóma og erfiðleika sem þeim fylgja. Flestir munu vilja halda sem lengst í það líf sem þeir þekkja hér á jörð, þrátt fyrir líkamlegan vanmátt, en Drottinn spyr ekki um hvað við kjósum sjálf eða þeir sem næstir standa. Hann velur stund og stað þegar réttum áfanga er náð og ein- staklingurinn hefur lokið sínu hlut- verki. Það er ekki okkar sterkasta hlið, jarðarbarna, að sjá fram í tímann eða vita hvað okkur er fyrir bestu í því efni, samt er okkur svo gjarnt á að gagnrýna gjörðir Guðs á ýms- an máta, óskir okkar ganga oftar en ekki þvert á vilja hans. En það að kveðja þennan heim er í mínum huga eins og það að ganga fram úr skugganum og út í sólarljósið úti fyrir. Jarðneskt líf okkar, hve gott og fagurt sem það kann að vera, getur aldrei orðið annað en skuggi af því lífi sem við eigum í vændum, því það er hið raunverulega líf, þó að fáir vilji trúa því nema með dræmingi. Okkur finnst jarðnesk fegurð oft stórkost- leg, því við eigum þess ekki kost að sjá aðra meiri, en mun ekki jafn- vel hún blikna við hlið hinnar him- nesku fegurðar sem augu okkar eiu ekki sköpuð til að sjá fyrr en við höfum lokið göngu okkar um mis- grýttan og ofttorfarinn vegjarðlífs- ins? Og hvað um kærleikann sem er af svo skornum skammti í heimi efnis- og gróðahyggju, fordóma og þröngsýni? Guð er kærleikur og þegar við höfum afklæðst efnislík- ama okkar, eigum við auðveldara með að skynjaþennan kærleika sem reynir að umvefja okkur og gefa okkur þann frið sem við öll þráum. Að hverfa úr þessum heimi er alltaf ávinningur þrátt fyrir allt, ekki síst fyrir þá sem hafa verið trúir því lífsstarfi sem þeim var úthlutað. Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim fáu núorðið, sem vann hús- bændum sínum af stakri hollustu og trúmennsku. Hann var með af- brigðum duglegur og ósérhlífinn, var oftast til starfa og dró hvergi af. Greiðvikinn var hann næstum um of og hjálpsamur þeim semáttu í einhverskonar erfiðleikum, mun eiginkona hans, Svafa Kristjáns- dóttir, hvergi hafa látt hann til góðra verka, og voru þau mjög sam- hent í því efni. Tryggvi var mikill skapstillingar- maður og fátt gat raskað rólyndi hans, enda vinsæll af vinnufélögum sínum og öðrum sem þekktu hann. Sjómennskan var honum í blóð bor- in og hann stundaði hana mestallt sitt líf, eða á meðan heilsan entist. Síðustu æviár sín átti hann við erf- iðan sjúkdóm að etja sem kom í veg fyrir að meðfædd athafnasemi og löngun til vinnu fengju útrás. Þó virtist viljinn stundum bera getuna til athafna ofurliði og var ekki laust við að maður sjálfur undraðist þann viljakraft. Tryggvi Guðmundsson og Svafa Kristjánsdóttir gengu í hjónaband fyrir réttum fjörutíu árum. Það mun flestum sýnast langur tími ef litið er fram á veginn, en samt líða jafn- vel Ijörutíu ár undrafljótt, ekki síst þegar nóg er að starfa og litið er til baka yfir annasama ævi og liðn- ar gleðistundir. En tíminn staðnar ekki, hann líður fram með óhaggan- legu öryggi og áður en varir er stundaglas okkar runnið út. Við verðum að nema staðar þar sem við erum stödd og gegna því kalli sem boðar okkur til þjónustu í æðri veröld. Eiginkonu og öðrum ættingjum votta ég dýpstu samúð. í Guðs friði. Dagrún Kristjánsdóttir Kveðjuorð: 00 Gunnar O. Svavars- son, Bolungarvík Fæddur 3. janúar 1961 Dáinn 18. desember 1990 Mig langar að minnast vinar míns og frænda, Gunnars Arnar Svavarssonar, sem fórst í sjóslysi ásamt tengdaföður sínum, Vagni Hrólfssyni, í ísaijarðardjúpi 18. desember sl. Eg get vart lýst því hve harmi slegin við hjónin urðum er við frétt- um að Gunnar og Vagn hefði tekið út af Hauki ÍS. Það hellist yfir mann sársauki, dofi og reiði. Reiði mín beindist að hafinu sem hafði svo miskunnarlaust hrifsað til sín menn í blóma lífsins. Fyrstu kynni mín af Gunnari voru á uppvaxtarárum okkar á ísafirði þar sem við heilsuðumst á förnum vegi sem frændur. Kynni okkar sem vina hófust þegar við störfuðum saman að leiksýningu með Leikfélagi Bolungarvíkur. Á einni af fyrstu æfingunum kom hann til mín þar sem ég sat með leikstjóranum. Hann sagði að við ættum nú að heilsast almennilega og kynnast betur þar sem við vær- um frændur. Þannig er Gunnari vel lýst hvern- ig hann kom beint að efninu svo hreinn og beinn sem hann var. Ég minnist hans sem heilsteypts og' sterklegs persónuleika með gott og hlýlegt viðmót. Og umfram allt traustur og góður vinur sem gaman var og gott að sækja heim. Alltaf tók hann mér sem bróður og átti það til að benda mér á það sem betur mætti fara í fari mínu og virti ég hann mikils fyrir hrein- skilni hans og vináttu. Það var reglulega hlýlegt og uppörvandi að heimsækja Gunnar og Möggu. Við leituðum þangað oft þegar við bjuggum í Bolungarvík. Þær stundir eru okkur ógleyman- legar og við geymum þær í hjörtum okkar. Það var spjallað um heima og geima og stundum tekið í spil langt fram eftir nóttu og var þá glatt á hjalla og gaman að lifa. Eftir að við fluttum frá Bolung- 'arvík fannst okkur leitt hvað við gátum stoppað stutt hjá Gunnari og Möggu á sumrin. í þeim heimsóknum var alltaf verið að ráðgera helgi saman en ekkert varð úr því, tíminn var fljót- ur að líða í stuttum heimsóknum vestur. Það var gaman að sjá hvað Gunn- ar var búinn að gera mikið fyrir nýja húsið þeirra Möggu og hans. Hann var sérstaklega handlaginn og góður smiður og s^oltur af verk- um sínum, enda hafði hann lagt metnað sinn og alúð í þau. Það er ekki ofsögum sagt að ég leit upp til Gunnars og var gott að eiga hann að vini og frænda. Gunnar lifði í ástríku hjónabandi þar sem væntumþykja, hlýja og gagnkvæm virðing sátu í fyrirrúmi. Það er erfitt að kveðja góðan vin og félaga í blóma lífsins og sárt að sætta sig við þetta. Elsku Magga mín, Binna, Erna og Svavar. Missir ykkar er mikill og ekki síst þinn, Magga mín, og sorgin þung. Guð gefi ykkur og fjölskyldum ykkar styrk til að yfirstíga þennan mikla ástvinamissi. Óli Már og Sigga t Innilegar þakkirfyrirauðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ELÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Ragnhildur Magnúsdóttir, Sveinsína Jóramsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Lárus Berg Sigurbergsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR. Guðmundur Júlíus Einarsson, Magnús Einarsson, Helga Steinarsdóttir, Þröstur Einarsson, Ása K. Karlsdóttir, Sverrir Einarsson, Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, Guðrún Margrét Einarsdóttir og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, NIKÓLÍNU KONRÁÐSDÓTTUR, Hrafnistu, áður Austurbrún 25, fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Kristinn M. Sveinsson, Sveinn Kristinsson, Elín Snorradóttir og barnabörn. Kveðjuathöfn föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS ÞORSTEINSSONAR formanns Islendingasambandsins i Svíþjóð, sem lést 27. desember sl., fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudag- inn 17. janúar nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurveig Hauksdóttir, Pétur Magnússon, Jóhanna Hauksdóttir, Eiríkur Viggósson, Brynhildur Hauksdóttir, Ólafur Bjarnason, Brynjólfur Hauksson, Arndís Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför konu minnar, móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURBERGSDÓTTUR, Holtsgötu 19, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.30. Guðmundur Guðmundsson, Hörður Guðmundsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Ólafur K. Guðmundsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Bragi Þorbergsson, Edda Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU RÖGNU PÁLMADÓTTUR, Borgarbraut 5, Grundarfirði. Guðmundur Jóhannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar og systur, SÓLVEIGAR Á. JÚLÍUSDÓTTUR, Bugðulæk 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-6, Borgarspítalanum. Steinar Freysson Ásgeir E. Steinarsson, Jón F. Steinarsson. Sigríður Júlfusdóttir, Sigurgísli Eyjólfsson, Þorbjörg Júlíusdóttir, Þórólfur Magnússon, Frímann Júlíusson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERLENDAR INDRIÐASONAR, Skúlaskeiði 18, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir hlýju og umönnun. Vilhelmína Arngrímsdóttir, Sigurfljóð Erlendsdóttir, Anna Erlendsdóttir, Kristján J. Ásgeirsson, Davíð Erlendsson, Vignir Erlendsson, Inga Áróra Guðjónsdóttir, Arngrimur Erlendsson, Steinar Erlendsson, Erla M. Erlendsdóttir, Ólafur Örn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.