Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 40
40 MORGÚNBLAÐIÐ MÍÐVIKÚDAGUR 16. JÁNÚAR 1991 fclk í fréttum TONLIST Mark Knopfler gerir breiðskífu með átrúnaðargoðinu Mark Knopfler, forsprakki fyrr- um stórhljómsveitarinnar Dire Straits, upplifði sinn æðsta draum fyrir stuttu, er hann sendi frá sér hljómplötu ásamt gamla bandaríska gítarsnillingnum Chet Atkins. Platan hreppti nafnið “Neck to neck“ og er barmafull af frábær- um gítarleik eins og vænta mátti þar sem aðrir eins gítarleikarar eru á ferð. Knopfler segir það alltaf hafa ver- ið sinn draum að vinna með Atk- ins, hann hafi verið fyrirmynd sín alla tíð. “Þegar ég sá hann fyrst spila, sat hann og lék tvö lög í einu á sama gítarinn! Eg hreifst af þessu og síðan að við hófum að vinna saman hef ég lært gífurlega mikið. Við liggur að ég segi að ég hafi lítið kunnað fyrr. Þó apa ég ekki eftir Chet. Ég var afar áhugasamur þegar ég sá hann leika um árið, en mér fannst ég býsna lítill og ég myndi aldrei getað leikið af slíkri snilld. Samt fer það þannig, að maður byijar og áskapar sér sinn eigin stíl,“ segir Knopfler. Platan með Chet Atkins er' nú frá og Knopfler er samt fyrri félögum í Dire Straits í óða önn að undirbúa það sem kallað er “come back“. Þeir eru sem sagt að endurreisa sveitina sem átti fáheyrðum vin- hljómleika,“ segir Knopfler. Þess má geta, að hljómleikahölduður á íslandi hefur verið í sambandi við umboðsmenn Dire Straits og ætlar að reyna að ná þeim hingað. Myndi það þá heyra undir einn af hinum “ómögulegu stöðum“. Atkins og Knopfler. sældum að fagna á sínum tíma. “Það kemur breiðskífa frá okkur í mai, sú fyrsta síðan 1985. Við ætl- um að fylgja henni eftir með heims- reisu þar sem leikið verður fy'ölluin mögulegum og ómögulegum stöð- um. ÞEgar er búið að bóka 225 UTVARP Jólarásin í Ejjum Vestmannaeyjum. UNGLINGAR í Eyjum ráku útvarpsstöð í félagsheimil inu meðan jólafrí var í skólunum. Út varpið kölluðu þau jólarásina og var sent út á FM 102. Útvarps- reksturinn var á vegum tómstund- aráðs Vestmannaeyjabæjar en krakkamir sáu um alla vinnu og undirbúning auk þess sem þau seldu auglýsingar í útvarpinu og fjármögnuðu reksturinn með því. Útvarpað var frá klukkan níu á morgnana og fram yfir miðnætti. Krakkarnir sáu um alla dagskrár- Upprennandi útvarpsmenn. gerð sem var fjölbreytt. Eyjamenn kunnu greinilega vel að meta jólarásina því víða var Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson hlustað á útvarpsstöð unglinganna í Eyjum. Grímur t Fatnaður frá Mansfield, Escada og Fink kjólar í stærðum 44-66 TÍZKAN LAUGAVEGI 71 • 2. HÆÐ SÍMI 10770 HUGPRYÐI Fergie heiðrar tíu lítil hörkutól Breska kóngaíjölskyldan heiðraði sérstaklega tíu böm skömmu eftir jól. Börn þessi þóttu hafa borið af öðrum í hugprýði sem mætti verða öðrum til eftirbreytni og hvatningar er erfiðleikar steðja að. Það var Sarah Ferguson hertogaynja af Jór- vík sem tók á móti börnunum í Westminster Abbey og afhenti þeim heiðurmerki sín. Eitt þessara barna var Michelle Pratt sem fæddist með vanskapaðar mjaðmir, fótleggi og fætur. Læknar spáðu því að hún myndi aldrei svo mikið sem geta sest upp í rúminu hvað þá meira. En þrotlaus vinna í gegnum árin og hugprýði hefur skil- að sínu. Michelle gekk með aðstoð hækju og spelku upp að altari Westminster Ábbey til að veita verð- launum sínum móttöku. David Turn- er hljóp upp að altarinu. Síðasta sum- ar missti hann þó annan fótinn í heybindivél úti á akri. Nokkrum dög- um eftir aðgerðina var hann kominn á ról, neitaði að setjast í hjólastól, en skeiðaði um allan spítalann á hækjum. Hann notar nú gervilim og haltrar ekki einu sinni. Af öðrum HJONABAND Cruise og Kidman g’iftu sig á laun Hjartaknúsarinn Tom Cruise og ástralska leikkonan Nicole Kidman gengu í það heilaga i kyrr- þey um hátíðirnar. Þau héldu jólin fjarri skarkala stórborga og veislu- halda, í Ijallakofa í Klettafjöllum. Eigi allijarri var þó bæjarfélag og þar með talinn fógeti sem fenginn var til að gefa þau saman með borg- aralegri athöfn. Svo mikil leynd hvíldi yfír áætlun þeirra hjóna- korna, að nánustu ættingjar og vin- ir fengu að vita um brúðkaupið aðeins fáeinum klukkustundum eða svo áður en það fór fram. Aðeins um 10 nánum skyldmennum og vin- um var boðið og þeir rétt náðu í dauðans ofboði að skila sér svo lít- ill var fyrirvarinn. Cruise er eitt af stærstu nöfnunum í kvikmyndum vestan hafs, hefur leikið aðalhlutverk af stakri prýði í hverri stórmyndinni af annarri, en Kidman er ung og efnileg leik- kona á uppleið. Leiðir þeirra lágu saman er bæði léku í kvikmyndinni “Days of thunder" þar sem þau áttu að fella saman hugi á tjaldinu. Svo fór að þau létu ekki þar við sitja og í kjölfarið af því skildi Cru- ise við eiginkonu sínam, leikkonuna Mimi Rogers, en hjónaband þeirra hafði þótt með þeim kærleiksríkari í Hollywood þótt á köflum storma- samt væri. Skilnaðurinn kom Ro- gers í opna skjöldu og veltu slúður- blöðin sér hressilega upp úr öllu saman. Sár þykja þó gróa með tím- anum, Cruise var fljótur að jafna sig og Mimi Rogers er trúlega einn- ig á batavegi, að minnsta kosti sést hún æ oftar í fylgd með nýjum vini sínum. Sá hefur eigi verið nafn- greindur, er sem sagt ekki þekkt nafn, en hann þykir þó ótrúlega lík- ur Tom Cruise bæði í útliti, aldri og talanda. Þau hjónin nýbökuðu herra og frú Cruise.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.