Morgunblaðið - 16.01.1991, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991
1990 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate
,þetta ertconan p'in-. hún wLL skiLnctc).''
Með
morgimkafftnu
Varstu að hugsa um gamla
reikninginn frá þér?
þú GBJOR BKia hORFT'A SJÓNV^RP/E> - - -
-OG GERT HEI/V1AVeR>CEFMíN Þi'm
Röng efnahagsstefna
Til Velvakanda.
Ég var að lesa grein Ólínu Þor-
varðardóttur í Morgunblaðinu. Þar
koma fram furðulegir hugarórar.
Eins og hún hlakki nú yfir að vanda-
mál skuli vera komin upp í hitalögn-
um af völdum Nesjavallavirkjunar
og þetta séu jafnvel prettir borgar-
stjórnar til að styðjast við um hækk-
un hitaveitugjalda vegna aukins
kostnaðar.
Ólína gerir því líka skóna, að
stjóm hitaveitunnar kæri sig lítt
.um að fréttamenn séu að snapa
fréttir af atvikum varðandi þessi
mál.
Allt eru þetta óráðnar gátur Ól-
ínu og myndi í því sambandi vera
hægt að giska á að hún gerði þetta
í beinum hefndarhug vegna ófar-
anna í borgarstjórnarkosningum,
nú skyldi koma höggi á framkvæði
sjálfstæðismanna í borgarstjóm
Reykjavíkurborgar að drífa í for-
gang virkun Nesjavallahitans fyrir
borgarbúa, sem er að mínum dómi
tímabært og þarft framtak, líklega
gæti víða orðið kalt í húsum á
næstu kuldaskeiðum ef hans nyti
ekki við. Ég skal ekkert segja um,
að útiloka hefði mátt þau óhöpp sem
komið hafa upp.
Ólína Þorvarðardóttir bendir á
að peningar borgarinnar séu illa
komnir í óþarfa uppátækjum eins
og hún vildi orða það, eins og ligg-
ur bak við orðavalið. En ég hef séð
framkvæmdir vinstri manna í borg-
arstjóm Reykjavíkurborgar, þær
eru síður en svo þeim til hróss.
Ég vil bæta hér við vegna þess
að Olína talar um í grein sinni að
borgarstjórn sækist eftir að seilast
í vasa almennings, eða láta sig litlu
varða þó borgarbúar verði fyrir útl-
átum fyrir atvik sem jafnvel væra
HEILRÆÐI
Munið!
Börnin í umferðinni eru börnin okkar.
möguleikar að koma í veg fyrir, séu
jafnvel af skömmum sínum að ná
sér í tilefni til hækkaðra hitaveitu-
gjalda, þá vil ég minna hana á að
hún skammast sín ekkert fyrir að
þiggja úr vasa skattborgaranna
tugi, jafnvel að slagað geti yfir
milljón krónur á fjölskyldu á ári,
eins þó að sá hinn sami hafi marg-
ar milljónir í laun á ári hveiju, hirða
þetta úr vösum þeirra sem mest
leggja á sig til að komast af á eig-
in spýtur til að halda sóma sínum
sem fullgildir þjóðfélagsþegnar, en
með svona ítökum halda margir sér
í sæmilegum efnum án þátttöku í
rekstri þjóðfélagsins, gegnum fé-
lagsþjónustuna, þarmeð takajitla
ábyrgð á uppeldi barna sinna. Ólína
var nefnilega að hæla sér eða
kvarta yfir að að hún ætti tvö börn
og gæti átt fleiri, þetta lagði hún
áherslu á í borgarstjórnarkosninga-
slagnum í vor.
Það get ég fullyrt að sú stjórn
sem nú situr að völdum er mesta
arðránsstjórn sem á íslandi hefur
setið og af völdum hennar liggur
við hrani og er sambærilegt við
afleiðingar kommúnistastjórna
A-Evrópu. Þeir hæla sér af þjóðar-
sátt sem ekki er, þegar hópur þegn-
anna er beittur lögþvingun sem er
andstætt við reglur sem það hefur
tekið sér og fengið viðurkennt.
Þetta era nefnilega þvingunarlög
kommúnismans þar sem hann ræð-
ur ríkjum, þetta er framkvæmt af
stjórn félagshyggjunnar, svo
öfugsnúið er það. Aftur á móti er
ég þeirrar skoðunar að laun ríkis-
starfsmanna eigi ekki að vera miklu
hærri en laun annarra og þar að
auki sitja að miklum hlunnindum í
lífeyrissjóðsmálum og fleira. Þessir
menn hafa verið studdir til mennta
af alþjóð.
Ef efnahagsmál heillar þjóðar eru
í hættu eins og nú er vegna yfir-
þyrmandi félagsþjónustu, þá er al-
veg skilyrðislaust rétt að vissu
marki að lögskipa laun eftir ástæð-
um.
Ég tek fram að ástandið er afleið-
ing rangrar efnahagsstefnu ríkis-
stjómarinnar og valdníðslu í skatta-
og þjónustumálum. Forsætisráð-
herrann er farinn að hæla sér af
mikilvægum árangri sem hafi
náðst, að halli ríkissjóðs skuli ekki
vera hærri en fjórir milljarðar
króna, alveg frábær yfirdrepskap-
ur. Ríkissjóður á eftir að greiða
þjóðinni 47 milljarða kr., hallinn
getur því verið yfir 50 milljarðar
hér innanlands.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
HOGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar
Nýlega rakst Víkveiji á frásögn
af því í bandarísku blaði, að
þeim Bandaríkjamönnum fækkar
sem nota tóbak og áfengi. Fyrir-
sögnin á fréttinni var á þann veg,
að þróunin væri í átt til bindindis-
semi, hvort heldur notað væri
áfengi eða fíkniefni. Telja sumir,
að í Bandaríkjunum sé að vakna
þjóðarhreyfing fyrir bindindi. Við
þekkjum það af skokki og líkams-
rækt, svo að aðeins tvennt sé nefnt,
að Bandaríkjamenn eru einstakling-
um um allan heim oft gott for-
dæmi, þótt hinu sé jafnan meira
hampað sem miður fer.
Bent var á í þessari frétt, að
fólk áttaði sig oft best á þróuninni
gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu
með því að skoða kvikmyndir frá
áttunda áratugnum, þar sem
drykkjuskapur og fíkniefni settu
mun meiri svip á myndir en nú á
tímum.
... A /14EÐ.AN .
I
Gallup-könnun í Bandaríkjunum
í desember sl. kom í ljós, að 57%
þeirra sem spurðir voru (yfir 18 ára
aldri) sögðust einhvern tíma nota
áfengi. 1978 sögðust 71% gera
það. I Gallup-könnun í júlí sl. sögð-
ust 27% hafa reykt sígarettu vikuna
á undan. Þegar sambærilegt hlut-
fall reykingarmanna var hæst,
1954, var það 45%. Þá sýna nýjar
kannanir að notkun ólögmætra
fíkniefna í Bandaríkjunum hefur
fallið úr 37% 1982 í 15% í síðasta
mánuði.
Þetta er gleðileg þróun og ætti
að vera þeim hvatning hvarvetna
sem vinna að því að vara fólk við
tóbaki, áfengi og fíkniefnum. Þessi
barátta skilar árangri eins og best
sést á þeim sem hafa orðið áfenginu
að bráð en tekst að bijóta af sér
hlekki þess.
Forvarnarstarf er mikilvægt á
öllum sviðum heilbrigðismála
og vænlegasta leiðin til að draga
úr útgjöldum þar er að leggja mikla
rækt við forvarnir. Þær geta til
dæmis falist í því að hvetja fólk til
að fara varlega í umferðinni, gæta
sín í hálku eða búa sig vel í kulda.
Víkverji hrökk við þegar hann
var að hlusta á rás 1 hjá hljóðvarpi
ríkisins rétt fyrir klukkan 8.30 að
morgni fimmtudagsins 10. janúar
og heyrði þulu eða umsjónarmann
morgunþáttar minnast á að kalt
væri í veðri og rétt fyrir þá, sem
ætluðu á útifund síðdegis þennan
sama dag vegna Persaflóadeilunnar
að búa sig vel; ástæða væri til að
geta þessa þar sem margir ætluðu
áreiðanlega að sækja fundinn og
síðan var staður og stund hans tíun-
duð.
Samrýmist slík forvörn óhlut-
drægni hljóðvarps ríkisins? Þótt
umhyggja fyrir væntanlegum fund-
argestum væri látin f ljós vakti fyr-
ir útvarpsmanninum að auglýsa
fundinn. Hvaða reglur gilda um
þetta hjá Ríkisútvarpinu? Hafa
umsjónarmenn fijálsar hendur um
slíka kynningu eða á hún að vera
bundin við auglýsinga- og frétta-
tíma?