Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991 -ss^sm- f\ » SKIÐI / HEIMSBIKARINN b „Ég hef nú öðlast mikið sjálfstraust WKEPPNIN ÍSLENSKI HANDBOLTINN 16. UMFERÐ Miðvikudagur 16.01. ÍBV - ÍR Kl. 20:00 Vestmannaeyjar 17. UMFERÐ Föstudagur 18.01. KA - Stjarnan Kl. 20:00 íþróttahöllin, Akureyri Laugardagur 19.01. Fram - Víkingur Kl. 16:30 Laugardalshöll Laugardagur 19.01. Selfoss - KR Kl. 16:30 íþróttahús Selfoss Laugardagur 19.01. Grótta - ÍR Kl. 16:30 íþróttahús Seltjarnarness Laugardagur 19.01. Haukar - FH Kl. 16:30 Strandgata, Hafnarfirði Laugardagur 19.01. Valur - ÍBV Kl. 16:30 Hlíðarendi ^ér VÁTRYGCINGAFÉLAG ÍSLAND8 HF íí - sagði Girardelli, sem sigraði í stórsvigi með miklum yfirburðum x „ÉG hef nú öðlast mikið sjálf- straust og það gerði það að verkum að ég gat tekið mikla áhættu íbáðum umferðum," sagði Marc Girardelli, sem keppir fyrir Luxemborg, eftir sigurinn í stórsvigi heimsbik- arsins í Adelboden í Sviss í gær. Hann náði besta brautart- ímanum í báðum umferðum og vann með ótrúlegum yfirburð- um. Alberto Tomba, Ítalíu, varð annar og Rudolf Mierlich, Aust- urríki, þriðji. Girardelli kann- greinilega vel við sig í Adelboden því hann sigraði í stórsvigi síðast er það var haldið þar 1989. Sigurinn í gær var 35. sigur hans í heimsbikarnum. Hann hafði mikla yfirbuði- og var tæpum tveimur sekúndum á undan Alberto Tomba. Girardelii tryggði enn frekar stöðu sína á topnum í samanlagðri stigakeþpni. Hann hef- ur nú hlotið 176 stig, Franz Heinz- er frá Sviss er í öðru sæti með 129 stig, Tomab í þriðja með 117 stig og Ole Christian Furuseth, heims- bikahafi í stórsvigi sem var aðeins í 12. sæti í gær, í 4. sæti með 112 stig. Girardelli, sem er nánast jafnvíg- ur á allar greinarnar, hefur nælt sér í stig í öllum greinunum fjórum í vetur. Hann er eini skíðamaðurinn í karlaflokki sem unnið hefur allar greinarnar á sama tímabili. Hann var óheppinn í lok síðasta keppn- istímabils er hann meiddist og missti Pirmin Zúrbriggen þá upp fyrir sig á lokasprettinum. „Ég hef trú á því að ég eigi eftir að endur- taka leikinn frá keppnistímabilinu 1988-1989, þegar ég vann allar greinarnar," sagði Girardelli. Reuter Marc Girardelli frá Luxemborg hafði ótrúlega mikla yfirburði í stórsviginu í Adelboden í Sviss í gær. Hér er hann á fullri ferð í brautinni. TENNIS / OPNA ASTRALSKA Lendl og Edberg áfram Hlasektapaði óvænt tyriráður óþekktum Ástrala TENNISKAPPARNIR, Ivan Lendl frá Tékkóslóavkíu og Svíinn Stefan Edberg, eru komnir í 2. umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis, sem hófst í Melbo- urne í Astralíu í gær. Lendl átti nokkuð auðvelt með að leggja Tarik Benhabiles frá Frakklandi og tapaði hann aðeins fimm punktum í leiknum, 6:1, 6:1 og 6:3. Wimbledonmeist- arinn, Stefan Edberg, átti hins yegar í vandræðum með Sovét- manninn, Dímítrý Políakov, í öðru setti. Edberg sigraði 6:1, 7:6 og 6:1., „Ég er alltaf taugaóstyrkur þegar ég geng inn á völlinn í fyrstu umferð á stórmótum," sagði Edberg, sem sigraði á opna ástralska í fyrra. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir mig, en ég náði þó að vinna í þremur settum í röð.“ Mats Wilander, sem þrívegis hefur unnið ástralska meistara- Mats Wilander, sem þrívegis hef- ur unnið ástralska meistaramótið, er nú aftur mættur í slaginn eftir að hafa tekið sér fjögurra mánaða hvíld. mótið, er nú aftur mættur í slag- inn eftir að hafa tekið sér fjög- urra mánaða hvíld frá tennismót- um. Hann segist vonast til að ná sér aftur á strik og verði fljótlega kominn á meðal þeirra tíu bestu, en hann hefur nú fallið niður í 47. sæti á heimslistanum. Wiland- er sigraði Heath Denman frá Ástralíu, 7:6, 6:3 og 6:4, í fyrstu umferð. Jakob Hlasek frá Sviss tapaði mjög óvænt fyrir áður óþekktum Ástrala, Jason Stoltenberg, í 1. umferð. Hlasek vann fyrsta settið sannfærandi 6:0. En þá tók heimamaðurinn til sinna ráða og snéri leiknum sér í hag. Vann annað sett, 6:4 síðan 7:5 og loks 6:4. FELAGSLIF Firmakeppni Víkings Knattspyrnudeild Víkings gengst fyrir firmakeppni í knattspyrnu inn- anhúss 19. og 20. janúar. Leikið verður í Réttarholtsskóla og er búist við þátttöku á fjórða tug liða. Fimm lið verða í riðli og verða úrslitaleik- irnir miðvikudaginn 23. janúar. Þátttaka tilkynnist í síma 83245 og 37450. Þorrablót hjáKR KR-ingar halda sitt árlega þorra- blót í Domus Medica, laugardaginn 19. janúar kl. 20:00. Sigurður Jo- hnny mun skemmta. Miðaverð er kr. 2.500. URSLIT NBA-úrslít Mánudagur: Atlanta Hawks — New York Knicks. 96:82 Detroit Pistons — Dallas Mavericks.. 89:81 Chicago Bulls — Milwaukee Bucks. 110:97 LA Clippers — Houston Rockets.130:126 (Eftir framlengdan leik) Ikvöld Handknattleikur 1. deild karla: ÍBV - ÍR kl. 20:00 1. deild kvenna: Stjarnan - Valur kl. 20:00 Selfoss - Fram kl. 20:00 2. deild karla: ÍH - UMFA kl. 19:45 2. deild kvenna: ÍBK-UMFG kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.