Morgunblaðið - 23.02.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.02.1991, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 Tóbakshorn Petunia x hybrida — tóbakshom Hrífandi skrautblóm fyrstu blómin fara að opnast. Svipað tímaskeið þurfa dalíur sem sáð er til. Tóbakshorn er náskylt tóbaksjurtinni og tilheyr- ir kartöfluætt. Jurtin er mjög blómviljug og litir blóma einstak- lega fjölbreyttir. Við þetta bæt- ist, að blóm eru stór, stundum fyllt og blómgunartími langur. Heimkynni þeirra tegunda sem að tóbakshorninu standa er Arg- entína, Brasilía og Uruguay. Hér er því plantan viðkvæm úti nema í mjög góðu skjóli og á sólrikum stað. I inniskála er tóbakshomið aftur á móti afbragðs skraut- blóm. Til tóbakshoms þarf að sá á næstu dögum. Spírunartími er 7-10 dagar við 21-22° hita. Fræ- ið er „mjög smátt og má ekki hylja, aðeins þrýsta létt í jörð. Láta það síðan spíra við birtu, en hylja ílátin með plastdúk á meðan á spírun stendur. Ýmist er sáð í kassa og dreifsett í um 10 sm potta eftir 3-4 vikur, eða sáð er í hólfaða bakka og seinna flutt yfir í potta. Kjörhiti í upp- eldi er talinn vera á bilinu 13- 16°, Sumir vilja þó gjaman hafa 10-12° hita, en þá má reikna með að það taki 13-14 vikur að ná fram virkilega góðri og blómgunarhæfri plöntu. Best er að halda plöntunum frekar þurram í uppeldi og rækt- un og gæta þessa síðan að flýta sér ekki um of að gróðursetja út í garð. Þegar sumra tekur eiga þær að njóta útivistar. Óli Valur Hansson Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 195 í síðasta þætti var þess getið að margir garðeigendur myndu þegar farnir að hugsa fyrir-kom- andi sumri. Þetta á ekki síst við um þá sem hafa möguleika og jafnframt ánægju af því að glíma við plöntuuppeldi, en æ fleiri eiga orðið vermihús eða gróðurskála sem auðveldar þá starfsemi. Ýmsar suðrænar jurtir eru megin blómagróðurinn í mörgum görðum á sumrin. Flestar eru þær þannig að til þess að geta skilað góðri blómgun og blómg- ast snemma þarf að forrækta þær um skeið inni á hliðstæðan hátt og grænmeti. Þessi undir- búningstími er mislangur eftir tegundum. Morgunfrú er t.d. mjög bráðþroska. Svipað gildir um fiðrilda- og paradísarblóm. Yfirleitt þarf að reikna með 60-65 daga tímabili frá því að sáð er uns blómhnappar fara að sjást og plöntur eru hæfílega þroskaðar til gróðursetningar. Aftur á móti þarf sumarblóm eins og tóbakshorn, sem er í uppáhaldi hjá mörgum, bæði sem skálablóm og útiskraut, a.m.k. 80-100 daga uppeldistíma uns 911RO 91 Q7fl LÁRUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I IQU'ulO/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Rúmgóð séríbúð - frábært verð í lyftuh. v/Asparfell. 4 rúmg. svefnherb., tvöf. stofa. Tvennar svalir. Bað og gestasn. Sérinng. af gangsv. Sérþvottah. Góður bílsk. Mikið útsýni. Góðar íbúðir - hagkvæm skipti 4ra herb. íb. við Vesturberg, Hrafnhóla, Hraunbæ og Melabraut. Skipti mögul. á góðum 3ja herb. íb. Vinsaml. leitið nánari uppl. Glæsileg eign í byggingu tvíbhús 122x2 fm auk bílsk. 61 fm, nánar tiltekið tvær 5 herb. sérhæðir í grónu og vinsælu hverfi í Mosbæ. Tilboð óskast. Teikn. á skrifst. Skammt frá Landspítalanum efri hæð í reisul. þríbhúsi í Norðurmýri 2ja-3ja herb. Nýtt eldhús. Nýl. bað. Húsnlán kr. 2,3 millj. Laus fjótl. Tilboð óskast. 3ja herb. íbúð í Vesturborginni skammt frá Háskólanum á 3. hæð nokkuð endurbætt. Nýtt gler og póstar. Sólsvalir. Risherb. fylgir. Rúmg. geymsla í kj. Laus strax. Á vinsælum stað í Laugardalnum séríb. 3ja herb. í kj./jarðh. v/Rauðalæk. Sérinng. Sérhiti. Töluv. end- urn. Vinsæll staður. Skipti mögul. á minni íb. • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Almennafasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. rfljltioWAOALAII ALMENNA LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Öll orgelverk Mozarts leikin á tónleikum í Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju efnir á morgun til orgeltónleika í Hallgrímskirkju og hefjast þeir kl. 17.00. Dr. Orthulf Prunner organisti Háteigskirkju leikur vínarklassíska orgeltónlist eftir Mozart, Hummei;, Sechter og Albrechtsberger. Á efnisskránni eru m.a. öll org- elverk Mozarts, tvær fantasíur í f-moll og Andante í F-dúr, sem samin vora fyrir sjálfspilandi org- elklukku og umskrifuð fyrir venju- legt orgel. Hinir höfundarnir eru af sama skóla og Mozart og tónlistin öll í stíl Vínarborgar á klassíska tíma- bilinu. Orthulf Prunner er uppalinn í Vín, þar sem hann hlaut tónlistar- menntun sína. Hann hefur um árabil verið organisti Háteigs- kirkju í Reykjavík og reglulega haldið tónleika. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 578. þáttur Gestumblindi (Óðinn) lagði fyrir löngu svofellda gátu fyrir Heiðrek konung: fjórir ganga, fjórir hanga, tveir veg vísa, tveir hundum varða, einn eftir drallar og jafnan heldur saurigur. Heiðrekur konungur, hyggðu að gátu. Heiðrekur svaraði að bragði: „Góð er gáta þín, Gestumblindi. Getið er þessar. Það er kýr.“ Og rétt var það. Kýrin hefur verið ferfætt og ferspen (til hafa verið þríspenar kýr), tvíhyrnd, og eru hornin þarna talin veg- vísar og'til varnar gegn hundum. Ekki skortir kú Gestumblinda heldur hala sinn. ★ Töluorðið fjórir beygist svo í karlkyni, að eignarfall er ýmist fjögurra eða fjögra. í hvorug- kyni hafa menn nefnif. fjögur. Fyrr meir var sú mikil árátta margra íslendinga að breyta ö í e (afkringing, gleikkun). Svo lærði ég að tala, að segja „fjeg- ur“, en vandist af því í skóla. Bólu Hjálmar (1796-1875) og Stefán Ólafsson í Vallanesi (16207-1688) voru harðir í þessu tali. Hjálmar rímaði það sem við höfum „fjör“ á móti er, og Stef- án rímar okkar „mjög“ á móti veg. Þegar við fleirtöluorð er að fást, notum við tölu-lýsingarorð- in fern, þýtt í OM: „í fjórum samstæðum, fjórum pörum“. Dæmi eru þá: Fern hjón, fernir sokkar, fernar buxur og fernar dyr. Hér minnir umsjónarmaður á hið ágæta nýyrði Halldórs Hall- dórssonar, fema, um þess lags ílát undir mjólk og fleiri drykki. Enda þótt fjórir sé nú harla ólíkt samsvarandi töluorði í latínu, quattuor, er þetta þó af einni rót, en verður hér ekki rakið til þeirrar rótar. Hitt er aftur, að við höfum í málinu ýmis tökuorð sem komin eru eftir krákustígum úr latínunni. Nefna má kotra, sbr. forn- frönsku quatre (= 4 á teningi); kort, kortél, kortér = (stundar)fjórðungur; kvart, einkum í samsetningum, sbr. kvartmiði; kvartél, kvartil og kvartett. þegar M.A.-kvartett- inn var í uppsiglingu, sagði Sig- urður skólameistari að nokkrir piltar hefðu tekið að æfa fer- söngslög. Fallegt orð, fersöng- ur, og alltaf þykir mér jafnfal- legt, þegar Sigvaldi Júlíusson talar mál ömmu minnar og seg- ir: „Klukkuna vantar fjórðung í sjö,“ eða: „Klukkan er fjórðung gengin í níu.“ Mæli hann manna heilastur. ★ „Nú skal á því marka að böll- óttur [= hnöttóttur] er jarðar hringur og ber eigi öllum stöðum jafnnær sólu. En þar sem kúfótt hvel hans kemur næst veg sólar- innar, þá verður þar miklu heit- ast, og eru þau lönd sum óbyggj- andi er jafn-gegnt liggja ósködd- um geislum hennar. En þau er svo liggja, að hún kemur að með hölluðu skini, þá má þau lönd vel byggja, en þó eru þau sum heitari en sum.“ (Konungsskuggjá, 13. öld.) ★ Steindór Steindórsson frá Hlöðum las sér til ánægju grein Bjarka Elíassonar um orðin lög- reglumaður, lögregluþjónn, lögvörður o.s.frv., sjá 573. þátt. Steindór minnir (og minni hans er trútt með ólíkindum) að Jónas Hallgrímsson og Konráð Gísla- son hafi séð um 10. árgang Skírnis, þar sem lögreglumað- ur kemur fyrst fyrir. Um orðið lögregluþjónn sagði Steindór að það hefði fyrst náð að festast í almennu máli á Akureyri milli 1920 og 30. Áður fyrr hefði alltaf verið talað um Kristján pólití (Nikulásson) og Dúa pólití (Benediktsson). Seinna var svo pólití stytt í póli, og svo var Gunnar Jónsson nefndur. Man ég vel eftir því. Að lokum skaut Steindór fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt að stytta lögreglu- þjónn í löggi, svona hversdags, eins og þegar lögreglan er í daglegu tali nefnd löggan. ★ Áslákur austan kvað: Skv. reglugerð XX, 2 A, h-lið er torveldað mjög að flytja inn kálið, en þó er í undirlið a b) það ákvæði að hægt sé fyrir ráðherranefnd að möndla til málið. ★ Samsvarandi sögninni að vanta er lýsingarorðið vanur, í veikri beygingu vana, og er hið síðara haft í samsetningum eins og aflvana, gleðivana, máttar- vana, vél(ar)vana. Sterka beyg- ingin tekur með sér eignarfall, menn voru einhvers vanir, ef þá vantaði það. í Hávamálum segir að handar vanur (maður = einhendur) reki hjörð. Það getur hann. Nú er sterka beyg- ingin naumast höfð nema í hvor- ugkyni. Mér er einhvers vant. Ég hef þrásinnis heyrt í frétt- um að skip hafi rekið „vélar- vana“ í hina eða þessa áttina. Naumast eru þau vélarlaus. Hitt væri heldur, að vélin í þeim væri aflvana. ★ Lýsingarháttur nútíðar af sögnum (akandi, gangandi, ríðandi, skríðandi) er hvorki sannfærandi né fyrirlítandi, en ofnotkun hans að skandinav- ískum hætti getur verið hvim- leið. Stundum er slíkt látið út- rýma öðru betra. Stöð tvö seg- ist vera „gefandi“. Mér þætti betur fara á því að segja gjöful stöð, þegar hún auglýsir sjálfa sig. P.s. I 400. þætti var talið að Bertel Borgen sýslumaður hafi reist svokallað Indriðahús á Akureyri. Þetta er ekki rétt. Grímur Grímsson Laxdal reisti húsið, sjá Sögu Akureyrar eft- ir Jón Hjaltason. Hafa skal það sem sannara reynist, þó seint sé. P.p.s. í síðasta þætti varð Mýdalsá að „Mýrdalsá“. Beðist er afsökunar á því. Gott húsnæði óskast til leigu Innflutningsfyrirtæki óskar eftir góðu húsnæði til leigu nú þegar miðsvæðis í Reykjavík. Húsnæðið þarf að vera í snyrtilegu umhverfi með góðri aðkomu og næg- um bílastæðum. Það þarf að vera u.þ.b. 600 fm alls að stærð og skiptast þannig: A. 200 fm vörugeymsla með góðri lofthæð og góðri aðkeyrslu. B. 300 fm sýningasalur. C. 100 fm bjartar skrifstofur. Upplýsingar veitir undirritaður, Tryggvi Agnarsson hdl., Garðastræti 38, Rcykjavík, sími 2 85 05.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.