Morgunblaðið - 23.02.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 23.02.1991, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 Jóhann Sigfús- son — Kveðjuorð Fæddur 25. nóvember 1905 Dáinn 16. febrúar 1991 Þegar mér barst fregnin um lát afa míns, Jóhanns Sigfússonar, fannst_ mér það mjög óraunveru- legt. Ég átti erfitt með að skilja að aldrei aftur ætti ég eftir að drekka með honum kaffi og ræða við hann málin. Það er einhvernveg- inn svo þegar fólk er búið að vera hluti af tilveru manns eins og afi var hluti af minni að erfitt er að átta sig á þeirri breytingu sem dauðinn óneitanlega hefur í för með sér. En um leið koma upp í hugann minningar tengdar hinum látna. Mínar fyrstu minningar um afa minn eru frá því að ég var um fimm ára að aldri, þá bjuggu afi og amma í Sólhlíð 8 í Vestmannaeyjum. Ég bar mikla virðingu fyrir afa mínum og traust mitt átti hann alla tíð. Þegar ég man fyrst eftir mér í Eyjum átti afi bíl og í honum fórum við margar ferðir.inn í dal og niður á bryggju. Þar var gjarnan gengið um og afi ræddi við þá sem við hittum, umræðuefnið var oftast tengt sjó og sjómennsku enda var hann nánast allt sitt líf tengdur sjónum. I fyrstu sem sjó'maður, þá útgerðarmaður og síðan fékkst hann við báta- og skipasölu eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Hann kenndi mér _að þekkja' bátana og nöfn þeirra. í þessum ferðum okkar var margt spjallað þó margt sé gleymt í dag. En það er víst að fyrir fimm ára snáða var þetta mjög merkilegt allt saman. Að fá jnnsýn inn í heim hinna fullorðnu. Ég veit að áhrif þau sem ég varð fyrir í samskiptum mínum við afa minn og ömmu voru hér bæði hollt og gott veganesti út í lífið. Einu sinni sem oftar þegar við afi vorum á gangi niður á bryggju hittum við samkvæmt mínum skiln- ingi mann sem talaði útlensku. Afí gat talað við hann og óx hann stór- lega í áliti hjá mér fyrir það. Eftir að afi og amma fluttust til Lokaátak hafið til að koma söluskráningu í fullkomið lag Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir. Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á söluskráningu í verslun og þjónustu. Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt- rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir- tæki um allt land til að kanna ástand og notk- un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í ljós kem- ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð- ur því lokað í samræmi við lög sem nýlega voru samþykkt á alþingi. Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom- inna sölureikninga er augljóst: Þetta er vís- bending um full og heiðarleg skattskil og neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam- eiginlegan sjóð landsmanna verður byrðin léttari á hverjum og einum. Full skattskil samkvæmt settum reglum eru grundvallar- forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis- grundvelli. Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum! Takið vel á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra - með ykkar mál á hreinu. Örvggi / -heiödrleg skattsM! FIÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Pt Reykjavíkur urðu öll samskipti mun auðveldari en áður þar sem foreldr- ar mínir bjuggu í Kópavogi og gera reyndar enn. Afi var óþreytandi við að koma á sunnudögum og bjóða okkur systkinunum í bíltúr. í öku- ferðum þessum var föst venja að koma við í ákveðinni „sjpppu" og kaupa kóngabrjóstsykur. Ég hlakk- aði til þessara ferða alla vikuna og beið þeirra með óþreyju. Ég heim- sótti afa oft á skrifstofuna og alltaf tók hann vel á móti mér. Einnig heimsótti ég afa og ömmu í Gnoðarvoginn þar sem þau höfðu fest kaup á stórri og fallegri íbúð þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Á heimili þeirra ríkti ávallt sérstakt andrúmsloft sem einkenndist af þolinmæði og umhyggju. Aldrei minnist ég þess að afi talaði höstug- lega til mín þó oft hafi ég reynt á þolinmæði hans með spurningum mínum og barnaskap. Afi og amma eignuðust fjögur börn og er móðir mín, Sigríður Anna, þeirra elst, þá Haukur, síðan Birgir og yngstur er Garðar. Barna- börn þeirra munu vera 16 og er ég þeirra elstur. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast og umgangast afa minn svona lengi, því menn eins og hann eru vandfundnir. Ég bið góðan guð að blessa minn- ingu hans og einnig að styrkja ömmu mína í sorg hennar. Eftir sextíu og tveggja ára hjónaband er bæði erfitt og sárt að kveðja maka sinn. Ég votta henni mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að vera með henni. Óli Jóhann Jóhann móðurafi okkar er látinn eftir skamma sjúkdómslegu á 86. aldursári. Dauðinn virðist alltaf hafa lag á því að koma á óvart, þó maður telji sig vera viðbúinn. Upp í hugann koma ótal margar minningar. Flestar tengjast þær bernskunni því hann Jói afi og hún Óla amma gáfu sér tíma fyrir barnabörnin sín. Sunnudagsbíltúrar og berjaferðir eru óijúfanlegir hlut- ir minninganna um afa. Ófáar voru ferðirnar sem farnar voru niður á höfn enda tengdist sjávarútvegur- inn ævistarfi hans. Hann var alla tíð rólegur og orð- var maður með sitt ákveðna lífsvið- horf, og höfðingi heim að sækja. Jói afí hafði einstakt lag á að nálg- ast barnssálina og þá blómstraði æringinn í hinum. í hugum okkar var afi ekki gam- all 'maður þrátt fyrir háan aldur. Stafar það af því hversu vel hann fylgdist með málefnum líðandi stundar og vinnu stundaði hann til áttræðs. Þó söknuðurinn og sorgin séu djúp á þessari stundu er þakklætið og virðingin fyrir því sem afi gaf okkur það sem lifir með okkur. Við kveðjum afa hinstu kveðju og biðjum algóðan guð að styrkja ömmu okkar á þessari stundu. Hrönn, Rögnvaldur og Örn. ■ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á hrepps- nefndarfundi Reykhólahrepps sunnudaginn 17. febrúar sl. Hreppsnefnd átelur harðlega þá ætlun að fresta framkvæmdum við brú yfír Gilsfjörð þar til 1995. Hreppsnefnd krefst þess að staðið verði við loforð um að fram- kvæmdir hefjist á árinu 1992. Rétt er að_benda á fyrri samþykkt- ir hreppsnefndar um sama mál og þær mörgu undirskriftír sem hafa farið frá þeim er um Gilsfjarðar- veginn fara. Bæði þingmenn Vestfjarða og Vesturlands hafa samþykkt að þetta verkefni ætti að hafa for- gang í vegagerð hér. Ekki eru nema örfáir dagar síðan að Gils- fjörður var ófær vegna skriðufalla en Reykhólahreppsbúar þurfa að sækja alla læknishjálp til Búðar- dals. í Gilsfirði hafa orðið alvarleg slys sem gætu horfið ef vegur kæmi yfir Gilsfjörð við mynni hans. - Sveinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.