Morgunblaðið - 23.02.1991, Side 17

Morgunblaðið - 23.02.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991 17 Fyrirlestur um franskar nútímabók- menntir FRANSKI bókmenntafræðingur- inn Jean-Pierre Salgas heldur fyrirlestra um franskar nútíma- bókmenntir í Háskóla íslands mánudaginn 25. febrúar kl. 17.00 og þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17.00. Jean-Pierre Salgas er sérfræð- ingur í listasogu og listahugmynda- fræði. Hann kenndi heimspeki áður en hann varð bókmenntagagnrýn- andi við tímaritið „Lire“ (frá 1982), við „Quinzaine Littérarire" (frá 1983) og í þættinum „Panorama" á útvarpsstöðinni France-Culture (frá 1984). Hann var bókmenntaráðgjafi hjá Bordas-útgáfufyrirtækinu árið 1984 vegna útgáfu heimildarrits um bókmenntir á frönsku og hann hefur einnig unnið við árlega út- gáfu alfræðiorðabókarinnar „En- cyclopædia Universalis“ síðan 1985. Jean-Pierre Salgas er nú ráðgjafi hjá útgáfufyrirtækinu „La Décou- verte“ og vinnur að bók um „Wit- old Gombrowicz“ og „Sögu franskra bókmennta“. Fyrirlesturinn 25. febrúar er á ensku og ber yfirskriftina „Saga franskra nútímabókmennta" en fyr- irlesturinn 26. febrúar er á frönsku og fjallar um franskar nútímaskáld- sögur („le roman francais contemp- orain“). Fyrirlestrarnir eru skipu- lagðir af Menningardeild franska sendiráðsins, Alliance Francaise og Félagi áhugamanna um bókmennt- ir. Fyrirlestrarnir verða í Háskóla íslands, stofu 1012, Odda kl. 17.00 og eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Jakob Berg- mann látinn JAKOB Bergmann, fyrrverandi ríkisgarðyrkjumeistari, lést í Kaupmannahöfn 17. febrúar. Foreldrar hans voru Carl A. H. Bergmann og Ingibjörg Hall- dórsdóttir frá Neðra-Seli í Landi. Eiginkona Jakobs var Edith Bergmann og áttu þau eina dóttur, Birthe. Hún er barnakennari. Bróð- ir Jakobs, Andreas S.J. Bergmann gjaldkeri hjá Völundi, lést fyrir nokkrum árum. -------------- Hringur sýnir á Mokkakaffi HRINGUR Jóhannesson opnaði þann 21. febrúar sýningu á 20 teikningum á Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Teikningarnar eru allar úr Þing- holtunum og þar í grennd, hús, götur, fólk og tré. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningunni lýk- ur 13. mars næstkomandi. Sveinbjörn Egilsson. 200 ár liðin frá fæðingu Sveinbjarnar Egilssonar: Minningarhátíð o g sýning BÆJARSTJÖRN Njarðvíkur gengst fyrir hátíðarhaldi sunnudaginn 24. febrúar í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Sveinbjarnar Egilssonar fyrsta rekstors Lærða skólans í Reykjavík. Landsbókasafn Islands efnir um þessar mundir til sýningar á verkum hans. Auk kennslunnar á Bessastöðum voru þýðingar, fornfræðiiðkanir og orðabókarstörf aðalviðfangsefni Sveinbjarnar, og vann hann þrekvirki á öllum þessum sviðum, eins og sjá má á sýningu Landsbókasafns í and- dyri Safnahússins við Hverfisgötu, sem opin er á opnunartíma safnsins, mánudaga til .föstudaga kl. 9.00- 19.00 og á laugardögum kl. 9.00- 12.00. Sýningin mun standa fram í apríl. Guðsþjónustan hefst í Innri-Njarð- vík kl. 14, sr. Þorvaldur Karl Helga- son predikar. Afhjúpaður verður minnisvarði Sveinbjarnar í Innri- Njarðvík. Formaður hátíðarnefndar- innar flytur ávarp. Kl. 15.30 hefst samkoma í Stapa. Skólahljómsveit Tónlistarskóla Njarðvíkur leikur und- ir stjórn Haraldar Arne Haraldssonar skólastjóra. Jón Böðvarsson ritstjóri flytur erindi um fræðimanninn Svein- björn Egilsson. Magnús Sigmunds- son flytur nýtt eigið lag við ljóð eft- ir .Sveinbjörn. Helgi Skúlason leikari les kafla úr Odysseifskviðu. Kirkju- kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Krist- björg Kjeld leikari les ljóð eftir Svein- björn. Að lokum syngur Barnakór Ytri-Njarðvíkurkirkju barnavísur eft- ir Sveinbjörn. Gróa Hreinsdóttir stjórnar. Sýnd verða vet'k Sveinbjarnar og börn úr Grunnskóla Njarðvíkur skreyta salinn. Kaffiveitingar verða í boði bæjarstjórnar Njarðvíkur. ÞEIR VÆGAST SAGT REfiriAÚT Þetta eru þær hliðar sem við helst sjáum á Missan Sunny þessa dagana, því viðtökur hafa verið hreint frábærar. Nú er svo komið að verulega er gengið á fyrstu sendingu og ráðleggjum við þér því að bíða ekki með að koma og skoða Nissan Sunny hafir þú áhuga á að fá hann strax. Sýning laugard. og sunnud. frákl. 14:00-17:00. Einnig B.Q. Bílakringlunni, Qrófinni 8, KeflavíK laugard. frákl. 10:00-17:00 ogsunnud. 13:00-17:00. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.